Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 19. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23.
Vörubirgöir minni nú en
viö fyrri gengisfellingar
— segja kaupmenn
Magnús
Framhald af bls. 1.
bólguþróunin hefur einkennt allt
efnahagsástand á lslandi siðan
striði lauk, og engri rikisstjórn
hefur tekizt að vinna bug á þvi
ekki heldur þeim rikisstjórnum,
sem islenzkir sósialistar hafa
áður tekið þátt i.
Skráning gengis er aðeins
formlegur þáttur i þessari verð-
bólguþróun. Núverandi
rikisstjórn lýsti þvi yfir i
málefnasamningi sinum, að hún
setti sér það mark, að hafa þann
hemil á verðbólguþróuninni, að
hún yrði ekki örari en i helztu við-
skiptalöndum okkar.
Gengisiækkun nú er staðfesting
á þvi, að rikisstjórninni hefur enn
ekki tekizt að finna leiðir til að
standa við þetta fyrirheit sitt.
Þetta vil ég segja hreinskilnis-
lega og umbúðalaust, þvi að það
er engum til gagns að reyna að
draga fjöður yfir staðreyndir.
Ráðast verður gegnverð--
bolgunni sem fyrst
Ég er hins vegar sömu
skoðunar og ég hef alltaf verið, að
fyllsta ástæða sé til að gera stór-
átak til að takast á við verð-
bólguna á lslandi. Ég tel, að þessi
rikisstjórn verði þrátt fyrir það,
sem nú hefur gerzt, að halda fast
við þetta stefnumið, ef hún ætlar
að halda störfum áfram út kjör-
timabilið, eins og ég tel að hún
þurfi að gera.
Það er augljóst mál, að þessi
gengislækkun er aðeins frestun á
lausn verðbólguvandans. Hún
leysir vanda útflutningsatvinnu-
veganna um skeið, en eftir til-
tekið timabil stöndum við and-
spænis hliðstæðum vandamálum
á nýjan leik. Ég hef gagnrýnt
verðbólguþróunina frá þvi ég fór
að hafa afskipti af stjórnmálum.
Ég tel að i henni felist tilfærsla á
fjármunum, sem bitni á lágtekju-
fólki og sparifjáreigendum en
færi fé til skuldakónga og
braskara. Einnig vil ég benda á,
að verðbólguþróun eins og hér
hefur tiðkazt um áratugi striðir
gegn öllum hugmyndum um
skynsamlegan áætlunarbúskap i
þjóðfélaginu.
Þar sem verðlag og kaupgjald
er á sifelldri sveifluhreyfingu, er
engin leið að gera skynsamlega
áætlun nema tiltöluíega stutt
fram i timann. Min skoðun er sú,
að verðbólguþróun af þessu tagi
grafi undan siðferðilegum verð-
mætum og dyggðum, sem ekkert
heilbrigt þjóðfélag getur án verið,
og háskalegast af öllu finnst mér
það, að verðbólguviðhorfið er i
vaxandi mæli að gegnsýra þjóð-
félagið allt, svo að segja hvert
einasta heimili, en það tel ég
striða gegn þeim félagslegu við-
horfum, sem eru forsendur fyrir
þróun i átt til sósialisma.
3 tillögur i
rikisstjórninni
Var engin önnur leið fær en
gengislækkun? . '
— Jú, að sjálfsögðu. Það er al-
kunna að stjórnarflokkarnir, allir
þrir, voru hver með sina tillögu.
Við Alþýðubandalagsmenn vor-
um með okkar tillögu um milli-
færsluleið, sem hafði þann kost,
að okkar hyggju.að hún hefði haft
mun minni verðbólguáhrif. Hins
vegar áttu allar þessar leiðir
sammerkt i þvi, að þær voru
hugsaðar sem bráðabirgða-
úrræði. En ég er hins vegar
þeirrar skoðunar, að það sé tima-
bært og hafi lengi verið, að takast
á við sjálfa undirrótina, verð-
bólguna.
Nú er það svo, að i auðvalds-
þjóðfélagi og ekki siður i svona
þjóðfélagi eins og okkar, sem
kenna má við pilsfalda-
kapítalisma, er ákaflega erfitt að
fryggja fulla atvinnu án verð-
bólgu. Til þess að það megi takast
tel ég að þurfi mjög öflugan
verkalýðsflokk, mun öflugri flokk
en Alþýðubandalagið er ennþá, og
verkalýðshreyfingu, sem er i
náinni samvinnu við slikan flokk,
— og að þessir aðilar sameigin-
lega geri stórt átak til að stöðva
verðbólguþróunina, sem hér
hefur viðgengizt i full 30 ár.
Þá á ég við að farin yrði um
skeið verðhjöðnunarleið, það er
að segja, að verðlag og kaupgjald
lækkaði eitthvað, i stað þess að
hækka i sifellu, og að þeir, sem
hefðu sæmilega afkomu, tækju i
bili á sig einhverjar byrðar, til
þess að tryggja meira öryggi og
festu siðar meir.
Það er svo um þessi mál eins og
önnur, aðmenn ná aldrei neinum
árangri, nema þeir hafi
manndóm i sér til þess að leggja
eitthvað á sig. En forsendur þess,
að þetta sé hægt,eru þær, að mjög
öflugur verkalýðsflokkur eigi
aðild að rikisstjórn og að samtök
launafólks séu fús til samvinnu
um þessa stefnu.
Visitölubætur á kaup
og 6% 1. marz
Hvað um mun á þessari gengis-
lækkun og þeim fyrri?
— Fyrri gengislækkanir á
fslandi, þar á meðal 4 gengis-
lækkanir viðreisnarstjórnarinnar
höfðu hreinlega þann tilgang að
eyðileggja gerða kjarasamninga
og skerða kjör launafólks, ekki
sizt láglaunafólks. Hins vegar
höfum við tekið ákvörðun um það,
að þeir samningar, sem nú eru i
gildi,verði ekki skertir með nein-
um lagaboðum núverandi rikis-
stjórnar, og vísitalan tryggir
launamönnum þær kauphækkan-
ir, sem þeir eiga rétt á samkvæmt
siðustu kjarasamingum. Auk
þess má minna á það, að 1. marz
n.k. kemur til framkvæmda 6%
launahækkun, sem er siðasti
áfanginn i framkvæmd þeirra
kjarsamninga, sem verkalýðs-
samtökin gerðu haustið 1971, en i
þeim samningum fólust mestu
kjarabætur, sem islenzk alþýðu-
samtök hafa nokkru sinni náð i
einum samningum.
Hins vegar vil ég itreka það,
sem ég sagði áðan, að þó að
gengislækkunin nú sé að þessu
leyti frábrugðin öllum fyrri
gengislækkunum, þá er hún að
minni hyggju aðeins skamm-
timaráðstöfun, og rikisstjórnin og
samtök launafólks verða sem
fyrst að fara að huga að þvi,
hvernig haldið verður á málum
þegar hún hefur étið sjálfa sig
upp.
Telur þú að kjörin haldist
nokkurn vegin óskert með þessu
móti?
— Já, það eiga þau að gera,
samkvæmt þvi kerfi, sem visi-
talan mælir,en fyrst þú minnist á
kjör, þá langar mig að segja
nokkur orð um það atriði.
Einkaneyzla jafnvel hvergi
meiri en hér
Ég sá fyrirsögn i Alþýðublaðinu
nýlega, mjög stóra á forsiðu, —•
„Allt i kalda koli” á lslandi, og ég
hef heyrt siðustu dagana ræður
fluttar um það á Alþingi, að fólk
væri hér að sligast undir dráps-
klyfjum, en á sama tima og
þannig er talað innan bergmáls-
lausra múra Alþingishússins hafa
Reykvikingar flætt um göturnar
likt og jökulhlaup — fyllt
verzlanir borgarinnar og borið
heim endalausar klyfjar af hlut-
um og vörum. Staðreyndin er sú,
að islendingar eru i hópi þeirra
þjóða, sem hafa hæstar þjóðar-
tekjur á mann, og það mætti
segja mér að stig einkaneyzlu, ef
hún er tekin sem heild, sé jafnvel
hvergi hærra en hér. Ég er
þeirrar skoðunar, að hér sé um að
ræða umframkaupgetu, sem rétt-
mætt væri að verja til félagslegra
þarfa, bæði af efnahagslegum og
siðferðilegum ástæðum. Hitt vil
ég taka skýrt fram, að hér á ég að
sjálfsögðu ekki við láglaunafólk,
sem vinnur til að mynda i fyrsti-
húsum eða iðnfyrirtækjum, eða
verður að láta sér nægja bætur al-
mannatrygginganna, þó að þær
hafi verið hækkaðar stórlega i tið
núverandi rikisstjórnar.
Bankakerfið — námsmenn
— iannlækningar
Hvað um hliðarráðstafanir?
— Eins og ég sagði áðan, þá er
ég þeirrar skoðunar, að gera
þurfi stórt átak til að breyta
sjálfri gerð þjóðfélagsins, en það
tekur að sjálfsögðu langan tima.
Um það hefur nú orðið samstaða
innan rikisstjórnarinnar að
endurskoða bankakerfið i þvi
skyni að gera það einfaldara og
ódýrara, en yfirbyggingin i þjóð-
félaginu er sem kunnugt er orðin
alltof viðamikil á ýmsum sviðum.
Einnig hefur orðið samstaða um
ýms félagsleg atriði. Lánasjóður
námsmanna fær að sjálfsögðu
fjármagn til að tryggja það, að
þeir námsmenn, sem erlendis
dveljast, fái sömu gjaldeyris-
upphæð og áður. Tekin hefur
verið ákvörðun um það, að tann-
lækningar verði hluti af sjúkra-
tryggingakerfinu, en það hefur
verið baráttumál áratugum
saman. Einnig verður það
athugað gaumgæfilega, hvort
ekki sé unnt að vernda betur en
nú er gert afkomu þess fólks, sem
hefur lægstar tekjur i þjóð-
félaginu, og þá á ég við það fólk,
sem hefur tekjur sinar svo til ein-
vörðungu frá almanna-
tryggingunum. Tekjur þessa
fólks eru það lágar, að þær fara
svo til eingöngu i matvæli og
brýnustu nauðþurfir, og ég tel að
visitalan verndi þetta fólk ekki á
sama hátt og það, sem hefur
hærri tekjur.
Einnig er það ætlun
rikisstjórnarinnar, að taka upp
viðræður við verkalýðs-
hreyfinguna um skattamál, en of
snemmt er að segja á þessu stigi
til hvers þær kunna að leiða.
Tækniskóli
Framhald af 13. siðu.
Einar ekki trúa á kraftaverk. 2.
Hinn möguleikinn væri sá, að
ráðamenn menntamála beiti sér
fyrir þvi að skeyta súluna saman
með markvissum aðgerðum.
Jónas Gunnlaugsson sagði að
réttilega væri talað um breyt-
ingar á iðnnáminu, þótt of mikið
væri gert úr gólfsópun nemanna.
Vinna væri viða einhæf, en
meistarar skiptust stundum á
lærlingum til að veita þeim að-
gang að fjölbreyttari verkefnum.
Jónas taldi að það væru iðn-
skólarnir, sem dregizt hefðu aft-
urúr og raunverulega væri þvi
verið að hengja meistarana fyrir
skólana. Hann kvaðst taka undir
það með Jóni Sigurðssyni, að
menn þyrftu að gera sér grein
fyrir þvi hvaða menntun ætti að
fara fram i landinu og hvað við
þyrftum að sækja erlendis frá.
—gg-
Tilgangur
Framhald af bls.6.
Þá var áðurnefndu frumvarpi
visað til 2. umræðu og nefndar
með samhljóða atkvæðum, en
gert er ráð fyrir að það verði af-
greitt sem lög frá alþingi i dag,
svo eðlileg gjaldeyrisviðskipti
geti hafizt á morgun, miðviku-
dag.
Vörubirgöir eru minni i
landinu en oft áður viö
gengisfellingar sögöu þeir
kaupmenn er blaðið hafði
samband við i gær i tilefni
af gengisfellingu. Einna
helzt voru leystar út frysti-
kistur, bilar og
hljómburðartæki i siðustu
Japan fær
eyjarnar
ekki aftur
MOSKVU 18/12. — 1 grein i
Prövdu i dag var þvi lýst yfir
mjög ákveðið, að ekki yrði orðið
við kröfum Japana um að þeir
fengju aftur syðsta hluta Kúril-
eyja, sem þeir misstu i heims-
styrjöldinni.
Er hér um að ræða fjórar eyjar
skammt norður af japönsku eynni
Hokkaido. Enn hefur ekki verið
gerður friðarsamningur milli
rikjanna og eru eyjar þessar þar
einhver helzti Þrándur i Götu.
Þegar Gromiko utanrikisráð-
herra gisti Japan snemma á ár-
inu var lálið að þvi liggja, að
semja mætti um eyjar þessar, en
liklegt má telja að aukið vinfengi
Japana og Kinverja hafi spillt
málinu aftur.
Víetnam
Framhald af bls. 1.
Suður-Vietnam undanfarna daga,
ekki sizt i Quang Tri héraði.
Stjórnarherinn i Saigon kveðst nú
búa sig undir að mæta bryn-
vagnasókn að höfuðborginni
innan skamms.
Thieu forseti er sagður hafa
orðið mjög feginn fréttunum um
að vopnahléssamningarnir hefðu
farið út um þúfur, en hans menn
hafa allar götur siðan i október
barizt hatrammlega gegn drög-
um þeim, sem þá voru birt um
vopnahléssamninga.
viku vegna hugsanlegrar
gengisfellingar.
Hvar er veltuliraðinn mestur
og hvar gætir verðhækkana fyrst i
innflutningi vara?
Égmyndisegja það einna helzt
hjá raftækjasölum, þá byggina-
vörukaupmönnum og skókaup-
mönnum, sagði Magnús Finns-
son, framkvæmdastjóri Kaup-
mannasamtaka lslands. Þeir
kaupmenn er flytja inn vörur i
þessum greinum voru sviptir 3ja
mánaða gjaldfresti i vörukaupa-
lánum, á þessu ári.
Þá eru vefnaðarvörukaupmenn
litt birgir að efnisvörum, sagði
vefnaðarvörukaupmaður i gær.
Bilaflotar út um holt og hæðir af
eldir árgerðum þekkjast ekki
núna.
Þá hafa innflytjendur oft leyst
út aðeins 1 til 2 eldavélar eða 2 til
3 saumavélar, siðan tollvöru-
geymslan komst á inn við sundin.
Rowent^
Straujárn, gufustraujárn,
brauSristar, brauðgrill,
djúpsteikingarpottar,
fondue-pottar, hárþurrkur,
hárliðunarjárn og kaffivélar.
Heildsölubirgðir:
^Calldór €íríkó<sonJl 2o.
Ármúla 1 A, sími 86-114
Þegard bragðiÖ reynir
notum við _ .
T.dþegar viðsteikjum hátídamatinn
Notfærum okkur eiginleika smjörsins til að
auka á bragðgæði safaríks og Ijúffengs kjöts.
Smyrjum kjúklingana með smjöri, steikjum
þá í ofni eða á glóð og hið fína
bragð þeirra kemur einstaklega vel fram.
Nautalundir steiktar í smjöri með aspargus
og bernaissósu er einhver sá bezti
veizlumatur, sem völ er á. Allt nautakjöt
bragðast bezt steikt í smjöri.
Útbeinum dilkalæri, smyrjum það að innan
með smjöri, stráum 2 tsk. af salti, Vz af pipar
og Vi af hvítlaukssalti yfir, vefjum lærið
og steikjum það í ofni eða á teini í
glóðarofni. Steikin verður sérlega Ijúffeng.
Smjör í hátíðamatinn.......mmmmm............