Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 14
14. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. desember 1972 íslandsmótið 1. deild ■ ■ FF ^ — Haukar 18:15 Allir muna sjálfsagt eftir ,/klukku málinu" fræga frá leik KR og ÍBK i knattspyrnunni i sumar. Ekki er ótrúlegt aö annað slíkt mál sé nú i uppsiglingi/ eftir leik FH og Hauka i 1. deildar- keppninni i handknatt- leik s.l. sunnudag, en þar var leiktíminn i þaö minnsta 3 mínútum of stuttur. Lokastaða leiks- ins var 18:15 og vel má vera aö Haukum heföi ekki tekizt að jafna á þessum 3 minútum, en eigi aö siöur nær þaö engri átt að það vanti heilar 3 minútur á leik i handknattleik. Vitaö er aö margt getur gerzt á 3 minútum. Þetta er i annað sinn á stuttum tima sem grunur leikur á aö vanti uppá leiktima i Hafnarfiröi, i hitt skiptið var það i leik FH og Ármanns. Þá héldu sumir þvi fram aö svo heföi veríð. En aö þessu sínni stilltu allir iþrótta- fréttamennirnir klukkur sinar þegar síöari hálf- leikur hófst og voru síðan allir sammála um aö á leiktimann heföi vantaö. Nú er það svo i handknatt- leik, að dómararnir bera þar enga sök þegar svona mál koma upp.heldur eru það tima verðir. Það er mjög alvarlegt mál, þegarsvona lagað kemur l'yrir, og þess verður að krefjast, að vanir menn séu látnir annast timamælinguna i leikjum i Hafnarfirði. En snúum okkur þá aö gangi leiksins. Liðunum gekk mjög illa að skora i byrjun. Þrjár sóknarlotur hjá hvoru liði runnu út i sandinn i upphafi. En i 4. sóknarlotu FH tókst Geir Hallsteinssyni að skora fyrsta mark leiksins og FH náði fljótlega öruggri forustu. sem aldrei var ógnað af Hauka-liðinu. Þegar um það bil 15 minútur voru liðnar af fyrri hálfleik, var staðan orðin 4:2. Munurinn minnkaði i 4:3 og 5:4, en á lokaminútum fyrri hálfleiks tókst FH aö tryggja sér 3 ja marka forskot, 9:6, og þannig var staðan i leikhléi. Þótt markatalan væri svona lág, þá var það ekki fyrir sterkan varnarleik, heldur sérstaklega góða markvörzlu á báða bóga. Þeir Sigurgeir Sigurðsson i Hauka-markinu og þó alveg sérstaklega Birgir Finnbogason hjá FH, vörðu oft snilldarlega. Segja má að FH hafi gert út- um leikinn á fyrstu 10 minút- um siðari hálfleiks. Þá breyttist staðan úr 9:7 i 13:8 og var leikur Haukanna á þessum tima afar slakur. Hinsvegar voru þeir Geir og Gunnar Einarsson, sem er greinilega smám saman að taka við hlutverki Geirs hjá FH, að skora hvert markið á lætur öðru. A markatöflunni sást 16:10 og 17:11 en þá fyrst fóru Haukarnir i gang sem ein- hverju nam og skoruðu 4 mörk gegn einu á lokaminútunum og mundurinn fór niður i 3 mörk 18:15, þegar leikurinn var flautaður af 3 minútum of snemma. FH-Iiðið lék oft mjög hratt og skemmtilega fyrir augað i þessum leik. En það er eins og liðið leiki hratt, aðeins hraðans vegna. Það er ekki fyrr en hraðinn hefur verið minnkaður að árangur næst. Ef liðinu tækist að ógna og skora á þessum ógnarhraða, sem það skrúfar stundum upp, yrði það illviðráðanlegt, en þvi virðistekki takastþað. Geir er enn allt i iillu i sóknarleiknum, en greinilegt er að Gunnar Einarsson er sem óðast að taka við þessu hlutverki hjá FH. Þar er mikið efni á ferðinni, svo FH-ingar ættu ekki að þurfa að kviða neinu i framtiðinni. Annars var það Birgir Finnbogason sem var bezti maður liðsins i þessum leik og var markvarzla hans lengst af frábær. 1 vörninni voru það þeir Auðunn Óskarsson, Birgir Björnsson og Þórarinn Ilagnarsson sem mest kveður að. Hjá Haukum gekk allt á afturfótunum framan af leikn- um. En undir lokin náði Ólafur Ólafsson sér upp og þá var ekki að sökum að spyrja. Jafnvel mjög góð markvarzla Sigurgeirs Sigurðssonar megnaði ekki að koma i veg fyrir tapið. Flestir léku Haukarnir undir getu, nema Sigurgeir og Ólafur undir lokin. IVIörk KII: Geir 8, Gunnar 2, Þórarinn 2, Ólafur 2, Viðar 2, Auðunn og Jónas 1 mark hvor. Mörk Ilauka: Ólafur 4, Sigurgeir 3, Sturla 2, Guðmundur 2, Svavar.Þórður, Stefán og Sigurður 1 mark hver. staðan Staðan i I. deild er nú þessr. KII Valur ÍK Vikingur Krain llaukar Armanú KK - 5 5 0 0 91:82 1« 4 3 0 1 90:65 6 4301 79:67 6 5 3 0 2 112:102 6 5 3 0 2 98:91 6 5104 90:95 2 5 1 0 1 81:108 2 5005 83:114 « Markahæstu menm Geir Hallsteinsson KH 38 Ingólfur Óskarsson Kram 33 Einar Magnússon Vikingi 31 Vilberg Sigtryggsson Armanni 27 Ólafur ólafsson Iiaukum 26 Bergur Guðnason Val 25 Haukur Ottesen KR 25 Brynjólfur Markússon IR 25 Guðjón Magnússon Vikingi 19 Hörður Kristinsson Arm. 17 Geir Hallsteinsson skoraði 8 mörk í leiknum og hér hefur hann brotizt i gegn um Haukavörnina og skorar. IBK setur allt úr skoröum í 2.deild Liðið hefur forustu eftir 19:16 sigur yfir Þrótti Nokkrir hinna ágætu knatt- spyrnumanna ÍBK hafa tekið sér fyrir hendur að æfa hand- knattleik i haust, með þeim árangri að ÍBK hefur nú, öll- um á óvart, tekið forustuna i 2. deild með 6 stig eftir 3 leiki og liðið hefur unnið hæði Þrótt og Gróttu, liðin sem flestir töldu að berjast myndu um sigur i deildinni i vetur. Kefl- vikingarnir hafa ráðið Ragnar Jónsson. hinn kunna hand- knattieiksmann úr KH. sem þjálfara og virðist hann ætla að ná þeim árangri að ÍBK setji allt úr skorðum i deildinni. Það átti engin von á þvi að það legöi beztu liðin að fótum sér. ÍBK var bara alls ekki með i dæminu þegar talað var um væntanlega sigur- vegara i 2. deild. En nú verða menn að taka allt dæmið til endurskoðunar. Nú siðast á sunnudaginn sigraði ÍBK Þrótt mjög sann- færandi 19:16 i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. lBK hafði forustu lengst af i leiknum. 1 leikhléi hafði það forustu 9:8 og fljót- lega i siðari hálfleik náði lBK 4ra marka forustu 14:10. Það var svo alveg sama hvað Þróttur reyndi, munurinn hélzt þetta 3 til 4 mörk út allan leikinn. Loka- tölurnar urðu svo eins og áður segir 19:16 sigur lBK—liðsins sem enginn tók með i reikninginn þegar rætt var um væntanlegan sigurvegara i 2. deild, og það var einmitt Þróttur sem flestir spáðu sigri i deildinni. Það merkilega við þetta er að Keflvikingarnir leika ekki góðan handknattleik enn sem komið er, hvað sem verður. Þeir leika afar hægt i sókninni og vörn þeirra er rétt i meðal- lagi. En það er eins og þessi hægi sóknarleikur svæfi andstæðingana og svo allt i einu koma snögg gegnumbrot. Hinsvegar hafa þeir allir gott úthald og það hefur ekki svo litið að segja. Langbezti maður liðsins er Þorsteinn Ólafsson markvörður úr knattspyrnunni, sem er eina langskytta liðsins, en Þorsteinn hlaut sina þjálfun hjá Ármanni i fyrra. Þeir mega heldur betur fara að vara sig Þróttararnir, ef þeir ætla að eiga einhverja von um sigur i 2. deild. Þeir hafa tapað 2 fyrstu leikjunum i 2. deild og sennilega báðum á hreinu vanmati á and- stæðingunum. Liðið var ekki svipur hjá sjón i þessum leik frá þvi sem það var i Rvik- mótinu. Menn eins og Halldór Bragason, Guðmundur Jóhannsson og Jóhann Frimannsson sáust varla. Sá eini sem lék eins og við mátti búast var Trausti Þor- grimsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.