Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 13
Þriftjudagur 19. desember 1972 1 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13. Brynjólfur A. Brynjólfsson: vinnulífi okkar myndi i vaxandi mæli verða á sviði iðnaðar og grundvallast á aukinni tækni og nýtingu raforku. En til þess að þessar áætlanir yrðu að veruleika þyrfti fjölda velmenntaðra og þjálfaðra tæknimanna og i þeim efnum myndi reyna mjög á tiversu háttað væri námsefni og aðstæðum i menntastofnunum landsins. Magnús Gústafsson sagðist hafa verið skipaður i skólanefnd Tækniskólans. Hann sagði það sitt álit, að við hefðum ekki efni á að vera jafn „óeffektifir” i skóla- starfi og raun bæri viða vitni. Hvað erum við að gera i skólan- um? , spurði Magnús, og hvaða afurðir viljið þið að skólinn búi til? — þessi beina spurning virtist hleypa auknu lifi i umræðurnar, — og orðið var laust á ný. Öílug hluttöll...... Sigurður Ilermannsson sagðist vilja verða við áskorun Magnúsar. Að sinu áliti ætti markmið Tækniskólans að vera að útskrifa þannig menn, að þeir kæmu þjóðfélaginu að sem bezt- um notum. — Sigurður kynnti fundarmönnum yfirlit yfir hvernig verkfræðingar og tækni- fræðingar skiptast á hinar ýmsu greinar atvinnulifsins, og hver væru hlutföll starfandi verkfræð- inga, og tæknifræðinga i landinu. Athyglisverðast var að heyra að hér á landi eru um 220 byggingarverkfræðingar, en að- eins 7 matvælaverkfræðingar. En samkvæmt yfirlitinu eru hér um 460 verkfræðingar á móti 260 tæknifræðingum. Sigurður taldi, að i fyrsta lagi væri fjöldi tækni- menntaðra manna i einstökum greinum ekki i neinu hlutfalli við mikilvægi atvinnugreinanna fyrir þjóðarbúskapinn og i öðru lagi yrði að telja að hlutfallið: verk- fræðingar/tæknifræðingar væri óeðlilegt. Viða erlendis væri eðli- legt hlutfall talið 3:1 tækni- fræðingum i vil. Sigurður sagði, að nauðsynlegt væri að beina tæknimenntuðum mönnum inn á fleiri brautir, og þá helzt þær sem kæmu þjóðinni að sem mestu gagni. .... og eftiröpun Sveinbjörn Björnsson tók aftur til máls og gerði að umtalsefni grein eftir Þórarin Stefánsson eðlisfræðing, en greinin birtist i 2. tbl. Tlmarits Verkfr. fél. Islands á þessu ári. Sagði Sveinbjörn, að sér fundist einkum tvö atriði merkust i þessari grein. Þar væri bent á að við lslendingar hefðum verið svo ákafir i að apa eftir skólakerfi og námsefni annarra þjóða, ekki sizt Dana, að okkur hefðigleymzt að atvinnulif okkar væri mjög frábrugðið t.d. þvi danska. I greininni benti Þórarinn einnig á að fiskiðnaðurinn hér ætti ekki völ á neinu úrvali af sér- menntuðum iðnaðarmönnum, tæknifræðingum og verkfræðing- um, og meðan ekki yrði breyting á þessu ástandi væri ekki að vænta framfara i fiskiðnaði. — Þá sagði Þórarinn, að almennt væri talið að menntun gæfi atvinnu- öryggi, en þegar ekki væri hægt að afla sér skólamenntunar i iðn- grein væri ekki freistandi fyrir ungt fólk að starfa innan hennar. Ennfremur vék Sveinbjörn að þeim hugmyndum, sem Þórarinn setur . fram um greiningu fiskverkfræði i 3 aðalþætti. íhaldssemin rik i skólamálum Jón Sigurðsson deildarstjóri i fjármálaráðuneytinu talaði næst- ur. Hann sagði að þegar nefndar- skvrslurnar væru orðnar meira en pappirsgagn, þá kæmi til kasta fjárveitingavaldsins að útvega fjármagn. Jón kvað þá áherzlu, sem hér hefði verið lagða á menntaskóla sem eitt sinn voru „finar” stofnanir vera undir- strikun á þvi hve ihaldssemi væri orðin rik i skólamálum okkar. Það væri hlutverk nýrra mennta- stofnana að vinna á móti þessu. Það gamla gæti vissulega verið gott, en það þyrfti ekki að vera það. Jón sagði að mikilvægt væri að menn gerðu sér grein fyrir þvi hvað þeir vildu, þvi betur sem menn skilgreina markmið sin, þeim mun liklegra væri að þau fengju pólitiskan byr. Og þegar málefni Tækniskólans kæmu til kasta fjármálaráðuneytisins, þá þyrfti það að liggja ljóst fyrir hvað menn vildu og hvaða árangri menn hyggðust ná. Jón kvaðst draga i efa að hagkvæmt væri að færa alla tæknifræðimenntun inn i landið og nauðsynlegt væri a.m.k. að halda nánum tengslum við þau lönd sem við höfum sótt mest til varðandi tækninám. Hitt mætti kannski segja að við hefðum keypt of mikið „second hand” frá Danmörku. Á vit drauma og dulspeki Ólafur Jens Pctursson sagði að það væri vissulega skemmtilegt að heyra menn gera ser glæstar vonir og fagrar hugmyndir um það hvaða afurðir ætti að fram- leiða i Tækniskóla Islands, en andspænis þeim veruleika sem við væri að etja i málefnum Tækniskólans, þá minntu slíkar vangaveltur á þá tilhneigingu manna að hverfa á vit fjarlægra drauma, sbr. áhuga fólks á dulrænum fræðum. Veruleikinn væri hinsvegar sá að Tækniskólinn væri á hrakhól- um og fundarmenn væru einmitt staddir á einum hrakhólnum. — Afl hlutanna eru m.a. fjármálin, sagði Ólafur , og við höfum ekki gert hærri kröfu en þá, að á fjár- lögum fyrir ’73 verði veitt fé til að hanna byggingu fyrir skólann hvers eðlis, sem annars það nám væri sem þar færi fram. Eðli námsins liggur fyrir i kennslu- áætlun, sagði Ólafur , en það sem við erum að gera núna kann að verða orðið úrelt eftir 10 ár. Ólafur sagði að aðsóknin að menntaskólunum byggðist ekki eingöngu á nýjum lögum, heldur lika á þvi að áróðurinn i þjóðfé- laginu gengi i þessa átt. Hér gæti gagnáróður nokkuð bætt úr, en það væri iðnnámið, sem verið hefði hinn^ eiginlegi „skömmtunarstjóri” alls tækni- náms. Þá vakti ræðumaður athygli á þvi að á forsiðu Þjóðviljans hefði , daginn eftir að „opna bréfið” til forsætisráðherra var birt. komið frétt um saumanámskeið við Iðnskólann undir fyrirsögninni „Viðleitni til eflingar verkmennt- un” og leiddi getum að þvi að hér hefði „málgagn iðnaðarráð- herra” verið að hylma yfir aðgerðarleysi I þessum málum. Ólafur kvað þó eitt athyglisvert hafa komið fram i þessari frétt nefnilega það að sækja hefði þurft til Noregs eftir aðstoð tii að halda námskeiðið. — Ólafur sagði að lokum, að það væri meginvandinn að hér vantaði tæknimenntað fólk, sem stuðlað gæti að aukinni framleiðni i landinu. Kaupa tækin sjálfir Sigurður Sigurðsson sagði, að nauðsynlegt væri að fyrir lægju upplýsingar um hve margra tæknimanna væri þörf i þeim at- vinnugreinum, sem hér hefðu möguleika. Slikar upplýsingar gætu komið sér vel þegar ungt fólk væri að gera það upp við sig hverskonar nám það hyggðist stunda og hvar það leitaði starfs. Siðar á fundinum ræddi Sigurður um tækjaskort skólans og kvaðst vona að ráðuneytið tæki vel. undir beiðni um tækjakaup. Sagði hann að vegna tækjaskorts skólans hefðu nemendur sjálfir orðið að leggja i gifurlegan kostnað (og nefndi þar upphæð sem blaðamaður þorir ekki að hafa eftir án gleggri upplýsinga) Læra altént að hlýða Asmundur Jóhannesson, tæknifræðingur,sagðist draga það i efa að taka ætti iðnfræösluna alveg úr höndum meistara og flytja hana inn I skólana. A vinnu- stöðunum fengju menn ómetan- lega reynslu og lærðu að umgangast fólk og stjórna verk- um, en til þess þyrftu menn fyrst að læra að hlýða. Ásmundur sagði, að hér væri stórvöntun á mönnum i rekstrar- tæknifræði. Þá sagði hann, að aðeins einn maður hefði lokið námi i sumar i matvælatækni- fræði. Jón Bergsson sagði að menn leituðu i þær greinar þar sem eitthvað væri að gera og þess væri ekki að vænta að menn færu i matvælaverkfræði þvi það væri hlegið að þeim sem biðu sig fram hér til slikra starfa. Kæmi þetta viðhorf manna i fiskiðnaðinum kannski engum á óvart, þvi við þyrftum að leita til Amerikana til að segja okkur að þaö ætti ekki að keyra gegnum klóakleðjuna inn i frystihúsin. Jón sagði, að við hefðum apað um of eftir „kerfi” Dana, þegar verið var að koma á fót byggingartæknideildinni, einfald- iega vegna þess að við hefðum ekki haft mannskap til að móta fyrirkomulag hennar sjálfir. Lokað skúffukerfi Þá deildi Jón á launakerfi opin- berra starfsmanna og taldi að það „lokaða skúffukerfi” væri hemill á framþróun i mennta- kerfinu. — Eins sagði hann það athyglisvert, að við sem fiskveiðiþjóð hefðum litinn gaum gefið þvi hvað stærsta fiskveiði- þjóðin, Japanir, væru að gera á þvi sviði. Bjarni Sivertsen sagði, að menn væru orðnir þreyttir á nefndarálitum og vildu nú fá grænt ljós fyrir raunhæfar aðgerðir, sem byggðar væru á sanngjörnu mati á starfsemi skólans og aðstöðu nemenda og kennara. Kvaðst hann vona að fundurinn varpaði ljósi á þennan vilja nemenda. Hreinlega ekki vaknaðir Þórarinn ólafssonharmaði hvt fáir væru mættir til fundar ai hálfu ábyrgra ráðamanna. Hanr vék að þeirri athugasemd, um meistarakennsluna I iðnnámint sem komið hafði fram og sagði að þeirsem enn mæltu þvi kerfi bót væru hreinlega ekki vaknaðir Um þá athugasemd, að menn lærðu að hlýða i þessu námi, sagði hann, að það væri lika til dæmi þess að menn hefðu orðið sinnu- lausir við þessar námsaðstæður. Hvað um iðnnema i rafvirkjun, sem er allan námstimann að brjóta fyrir dósum? spurði Þórarinn. Það þarf að styrkja grundvöll- inn undir tækninám og iðn- skólarnir verða að veita það góða menntun, að unnt verði að sleppa undirbúnings- og raungreina- deild. Itúnar Baclimann, form. Iðnnemasambandsins, lagði áherzlu á nauðsyn þess að skapa betri tengsl milli námsbrauta. Byrja þyrfti strax i grunnskólan- um með starfsfræðslu, færa iðn- námið inn i verkskóla og leggja niður meistarakerfið. Itúnar sagði, að hér hefði verið dekrað við æðri menntun meðan verkmenntun hefði staöið i stað og gerð óaðlaðandi. Úr þessu rætist ekki, sagði Rúnar, nema menn(sem dags daglega horfast i augu við þetta ástand, fylgi þess- um málum eftir. Gunnar Björnsson sagði að á siðustu 2—3 iðnþingum hefðu iðn- meistarar lýst vilja sinum um breytt fyrirkomulag iðnnámsins, en hér væri fyrst og fremst um fjármagnsskort að ræða. Gunnar sagði að raunverulega væru meistarar að skaða sjálfasigmeð núverandi iðnnámsfyrirkomulagi þvi þeir tækju raunverulega á móti iðnaðarmönnum með lakari menntun en áður, vegna vaxandi einhæfni starfa þar sem þessir menn hefðu hlotið menntun sina. — Gunnar sagði það sitt álit, að þegar menn ræddu um iðnbylt- ingu fyndist sér aðallega átt við iðjustarfssemina og spurði: Hversu miklu hlutverki gegnir ekki iðnaðarmaðurinn i iðju- störfunum? Súlan verði skeytt saman Einar Kristinsson likti skólakerfinu við súlu sem væri grennst i miðjunni! Þeir hópar sem mynduðu hvorn enda súl- unnar ættu erfitt mað að tala saman og þvi væri nauðsynlegt að skeyta hana saman. Til þess væru tveir möguleikar. 1. að þaö skapist áhugi einhverra fyrir þvi að hlaupa i skarðið og skeyta hana saman, en til þess þyrfti eitthvað aödráttarafl, og sagðist Framhald á bis. 23 Frásögn af fundi tækniskólanema um framtíð skólans og málefni hans Húsnæðis- annáll Tækni- skólans i upphafi fundar Tækni- skólanema um málefni skólans, geröi formaður nemendafélagsins, Brynjólfur A. Brynjólfsson | grein fyrir húsnædishraki skólans frá þvi hann hóf starfsemi sina. Fer ræða hans hér á eftir: Tækniskóli lslands var stofnað- ur með lögum árið 1963. Þremur árum fyrr, eða 1960, var þó hafin kennsla til undirbúnings að ta'knifræðinámi á vegum Tækni- fræðingafél lslands. Veitti það rctt til setu i norskum og dönsk- um tækniskólum. 1962 fluttist ; þessi kennsla til Vélskólans i Reykjavik, sem sá um hana i tvö ár. - 1964 tók Tækniskóli lslands [ til starfa eftir lögunum frá ’63 og hólst þá kennsla i I. hlut tækni- náms, ásamt undirbúningsdeild- inni. Urðu nemendur þvi að taka tvö seinni árin við erlenda skóla. Húsnæði það, sem skólinn var i lyrstu árin var innan veggja Vél- skólans og fékkst með þvi að stia af matssal og almenninga með hansahurðum. — Um áramótin ’64—’65 var byggingu „kassa” ut- an á Vélskólann og tengdust þar tilraunastofur i eðlis- og efna- Iræði ásamt einni kennslustofu. Árið 1966 var undirbúnings- námið lengt um eitt ár og skólan- um lalin bókleg menntun meina- tækna. Var þá aftur larið af stað i leit að skoti, sem loka mætti með hansahurð. Nú var svo komið að Vélskólinn (Stýrimannaskólinn) var orðinn svo yfirfullur af hansahurðum og öðru dóti, að ekki þótti sta'tt á öðru en Tækni- skólinn flytti út. — Á miðju næsta sumri náðust samningar um kaup á iðnaðar- og verzlunarhúsnæði að Skipholti 37. Fluttist nú skólinn i eigið húsnæði, þótt þar væri fyrir leigjandi i hluta þess. Húsnæði þetta hafði fáa kosti fram yfir hanshurðirnar, en marga van- kanta. Loftræstingu reyndist stórlega ábótavant, hitastigið inni var oftast i réttu hlutfalli við hita- stigið fyrir utan, auk þess var mikið ónæði af umferð og iðn- fyrirtækjum i nágrenninu. Ilaustið ’69 var ákveðið að ráð- ast i að fullmennta byggingar- tæknifræðinga við skólann. Árið eftir bættist við raftæknadeild, og var þá svo komið að skólinn hafði sprengt utan af sér húsnæðiö að Skipholti 37. Var enn svipazt um i nágrenninu og fannst þá danssal- ur mikill að Skipholti 70. Bættist þar við enn ein hansahurðin i sögu skólans. Seinna sama vetur leysti Hótel Esja danssalinn af hólmi. — 1 dag er þvi svo komið að skólinn starfar á 4 stöðum, verzlunarhús- næði að Skipholti 37,kassa utan á Vélskólanum, llótel Esju.og auk þess fer hluti kennslunnar við byggingardeildina fram að Keldnaholti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.