Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. desember 1972 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9
Gömul
glæpasaga
og sígildur
skáldskapur
-Leikrit eftir Schiller er í
fyrsta sinn frumsýnt á is-
landi nú á jólum. Þetta
gerist í Þjóðleikhúsinu,
leikritið er María Stúart,
þarsem hið þýzka skáld fer
nokkuð svo frjálslega með
þau stórmæli í sögu Bret-
landseyja sem mikið hafa
verið kynnt að undanförnu
i sjónvarpi og kvikmynd-
um. Leikstjórinn er þýzkur,
Ulrich Erfurth, leikhús-
maður um f jörtíu ára skeið,
leikstjóri og leikhússtjóri í
mörgum borgum.
Fyrir helgi er litið inn á æfingu i
Þjóðleikhúsinu: Maria Stúart var
að búa sig undir aftökuna með
mjög liflegri þátttöku leikstjór-
ans. Hann leitaði að lágum
tóni.réttum rytma, þjálfunin var i
þann veginn að sigrast á tilvilj-
unum. Þetta er eins og i sirkus,
sagði leikstjórinn við leikarana.
Ég er bara öryggisnetið.
Og siðan hófst viðtal.
— Hvernig gengur að koma
hinum upphafna barnaskap
Schillers á framfæri við nútima-
fólk?
— Þetta verk er ekki svo rhjög
tengt þeim tima hjá Schiller og
fleirum sem kennt er við Sturm
und Drang. Þetta er ismeygilegra
verk. Og mér finnst það ekki
bundið stað og tima. Hér höfum
við sigilda sálfræðilega glæpa-
sögu — tvær drottningar vilja
rikja yfir einu landi, önnur verður
að vikja. Við höfum i þessu verki
alla goða og alla slæma eiginleika
landstjórnarmanna og þegna
þeirra, hirðir þeirra með öllu
þeirra flókna átriðuspili i anda og
holdi. Og þetta er skáldskapur,
Dichtung, — það orð er skylt
dicht, þéttur. Þessi ,,þéttun” efn-
isins tryggir verkinu góðan sess
meðal þeirra verka sem sannar-
lega eru sigild.
Vinsældir
Schillers
— En verða vinsældir Schillers
samt ekki misjafnar eftir tima-
skeiðum?
— Þær eru nokkuð svo jafnar.
Hann er auðvitað alltaf leikinn i
Þýzkalandi. Ég veit, að hann er
mikið leikinn i slavneskum lönd-
um, og einnig i Suður-Ameriku.
Þvi kynntist ég þegar ég vann
fyrir þýzkumælandi leikhús i
Argentinu og Chile. Þar syðra er
mjög skemmtilegt leikhús — i
Uruguay sá ég til dæmist þá beztu
sýningu sem ég hef séð á Stað-
genglinum eftir Hochhut. t
Buenos Aires setti ég á svið seinni
hlutann af Fást sem mjúsikal —
tónlistin var eftir Bach. Þar komu
saman tveir góðir.
En auðvitað er Schiller settur
upp með ýmsu móti á hverjum
tima. Ég stjórnaði t.d. Mariu
Stúart i Hamborg árið 1947 og svo
aftir 1958, og munurinn var eins
og á nótt og degi. Og á þessu sviði
verður vonandi eitthvað enn
annað til.
Orgelspil
tungunnar
— Þetta er i fyrsta sinn að þér
vinnið með leikurum á öðru máli
en þýzku?
— Já, og þá þurfti ég einmitt að
velja islenzku. Ég hefi þessar
fjórar vikur hlustað mig inn i
þetta mál, að minnsta kosti eins
og það hljómar i þessu verki og
mér finnst það fallegt. Ég vildi
gjarna kynnast þvi nánar. Það er
eitthvað sem minnir á orgelspil i
islenzku, einkum þegar maður
heyrir hana i leikhúsi. Og það hefi
ég reynt að gera sem mest — ég
hefi séð frábærar sýningar hér,
eins og t.d. Dóminó og Lýsiströtu.
— Hvað hafið þér fengizt við
undanförnu?
Maria Stúart þiggur aflausn fyrir syndir sinar .stórar.
Að lokinni æfingu: Ulrich Erfurth, Kristbjörg Kjeld (Maria Stúart),
Baldvin Halldórsson (Melvyn), Geirlaug Þorvaldsdóttir aðstoðar-
lcikstjóri (Ljósm. Þjv. AK)
— Ég var leikhússtjóri i Frank-
furt sl. fjögur ár, yfir þrem svið-
um reyndar, svo að fátt komst
annað að. Auk þess hefi ég um
átta ára skeið stjórnað leiklistar-
hátið sem haldin er á sumrin i
Bad Hersfeld. Héðan fer ég til
Kanarieyja að hvila mig og þaðan
til Spánar að stjórna kvikmynd
um Ignatius Loyola, stofnanda
Jesúitareglunnar. Þetta er afar
spennandi viðfangsefni, og eins
og nærri má geta eru Jesúitar
mjög forvitnir. Það var Friedrich
Heer leiklistarprófessor og einka-
vinur Königs kardinála i Austur-
riki, sem skrifaði handritið, svo
það ætti að vera fyrir það girt, að
við förum með villutrú.
Ég hefi áður gert 12 kvikmyndir
og stjórnað 16 leikritum fyrir
sjónvarp. Það vildi reyndar svo
til að ég stjórnaði fyrsta sjón-
varpsleikriti i Þýzkalandi — það
var árið 1951 . Það var samið af
tveim ágætum leikurum og tekið
upp i litlu herbergi.
Leikhús hér og þar
— Hvernig leysa menn fjár-
hagslegan vanda leikhúsa á yðar
heimaslóðum?
— Auðvitað þurfa leikhús á
opinberum styrk að halda, það
segir sig sjálft. En fyrst af öllu
verðum við að vanda til leikrita-
vals og leikara. Það er nauðsyn-
legt að gera tilraunir, án þeirra
standa menn i stað. En við meg-
um ekki gleyma þvi, að við leik-
um fyrir áhorfendur en ekki
vegna tilraunarinnar.
Það er ýmiskonar rutl á þýzku
leikhúsi nú að minum dómi. Ýmis
leikhús blanda sér i flokkspólitik
með skrýtnum hætti, eins og fram
kom i siðustu kosningum. Og
menn tala og rifast svo mikið inn-
byrðis i leikhúsunum um alla
skapaða hluti, að þeir hafa varla
tima til að vinna. Hér finnst mér
allt annað andrúmsloft. Mér
finnst mjög gott að vinna með
leikurunum, það er létt yfir sam-
starfinu og þeir hafa mikla ást á
sinu starfi.
Ég vildi gera mitt til að efla
leikhússamstarf milli Islands og
Þýzkalands. Til dæmis stuðla að
þvi að Dóminó verði þýtt og sett á
svið i Hamborg. Og þá aö islenzk-
um leikstjóra væri boðið að setja
eitthverl verk á svið þar syðra.
Ég hefi komið hér áður, ferðað-
ist um landið árið 1937. Og nú hefi
ée aftur fenaið að kvnnast is-
lenzkri gestrisni. Ég má íullyrða,
að ég viti ekki af annarri þjóð sem
er jafn listfikin og Islendingar.Og
sérstaklega hinn mikli áhugi á
leikhúsi bláttáfram undarverður.
AB.