Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. desember 1972 þjóÐVILJINN — SIÐA 15 Sigurður Jónsson sigurvegari i 1. fl. 1» \ T 41 Óskar Valdimarsson sigur- vegari i drengjafl. Sigurður Jónsson sigraði í 1. fl. Flokkaglima Reykjavikur var háð i iþróttahúsi Melaskóians s.l. laugardag. Keppendur voru 17. frá :} félögum. Þegar þess er gætt, að keppt er i 6 flokkum er þessi þátttaka sára litil og manni býður i grun að áhugi fyrir glimu sé að hverfa algerlega. Þó eru tvö félög, sem enn sýna glimunni einhverja ræktarsemi, en það eru KR og UMF Vikverji. En það merkilega er, að glimumenn þessara tveggja félaga virðast alls ekki æfa sömu iþróttagreinina. Glimur KR- inganna eiga ekkert skilt við glimu Vikverjanna. Og það er nær óskiljanlegt hvernig iþróttin hefur þróazt i sitt hvora áttina hjá þessum tveim félög- um. KR-ingarnir glima af tómum kröftum, þar sést ekki lipurð eða mýkt. En hinsvegar finnst mér mýkt og lipurð Vikverjanna hafa gengið út i öfgar. Hjá þeim virðist átakaglíma vera jafn mikið bannorð eins og lipurð og mýkt hjá KR-ing- um. Og þar sem þessi tvö félög eru þau einu, sem eitthvað sinna glimunni, virðist mér að forráðamenn þeirra verði að setjast niður og ræða þróun þessara mála. Ef svo fer sem horfir, þá geta glimumenn þessara félaga ekki glimt saman innan stutts tima, svo ólikar eru glimur þeirra. Þegar Vikverjarnir glima innbyrðis eru þeir likari ballettdönsurum en glimu- mönnum. En KR-ingarnir glima alltaf af tómum kröft- um. Sá eini úr Vikverja-liðinu sem getur glimt af kröftum er Sigurður Jónsson, enda er hann greinilega afarmenni að burðum. En hann beitir ekki kröftum þegar hann glimir við félaga sina, en tekur hraust- lega á móti KR-ingunum. Það er alveg ljóst, að Þróttur og KR urðu sigurvegarar í jóla- mótinu í knattspyrnu Jólamótið i innan- hússknattspyrnu var háð um síðustu helgi. Keppt var i 4. og 5. Loks unnu Danir Danir voru orðnir langeygir eftir þvi að landslið þeirra i handknattleik færi með sigur af hólmi, en loksins tókst þvi það um helgina, er það sigraði norska liðið 17:16 i landsleik sem fram fór i Noregi. Niður- læging danska landsliðsins hefur verið alger siðan i HM 1970 og þótt liðið bæri sigur af hólmi i þessum leik var það alls ekki sannfærandi. Þegar um það bil 5 minútur voru til leiksloka höfðu Norð- menn 5 marka forskot sem þeir svo misstu niður. Meðal annars mistókst þeim að skora úr 3 vitaköstum á þess- um 5 minútum. Svo við sjáum að það hefur ekki verið neinn glans yfir sigri Dana. aldursflokki og var keppnin riðlakeppni. I 4. aldursflokki sigraði Þróttur Val i úrslitaleik 5:3. t 3ja sæti varð svo Fram. En i 5. aldursflokki sigraði KR Viking i úrslitaleik 5:1. I 3ja sæti varð Fylkir úr Árbæjarhverfinu og kom hin ágæta frammistaða Fylkis- strákanna mjög á óvart. Þetta mót tókst með miklum ágætum og ástæða er til að gera mót sem þetta að föstum lið i knattspyrnukeppninni, rétt eins og Reykjavikur- og Islandsmótið i innanhúss- knattspyrnu hjá mfl. Helzt þyrfti að koma á innan- hússknattspyrnumóti fyrir alla aldursflokka og hlýtur það að vera hægt, ef vilji er fyrir hendi. forráðamenn þessara félaga þurfa að athuga sinn gang, áður en það verður um seinan. En úrslit i hinum einstöku flokkum urðu þessi: 1. flokkur. 1. Sigurður Jónsson UV 2,5 v. 2. Sigtryggur Sigurðsson KR 2 v. 3. Matthias M. Guðmundsson KR 1 4. Pétur Ingvarsson UV 1/2 v. 2. flokkur. 1. Ómar Úlfarsson KR 1,5 plús 1 2. Gunnar R. Ingvarsson UV 1,5 3. Ólafur Sigurgeirsson KR o 3. flokkur 1. Rögnvaldur Ólafsson KR 2 2. Guðmundur Freyr Halldórsson Árm. 1 3. Gunnar V. Guðjónsson KR o. U-flokkur. 1. Guðmundur Einarsson UV 0,5 plús 1. 2. Halldór Konráðsson UV 0,5 l)-flokkur 1. Óskar Valdemarsson UC 1,5 2. Rúnar Árnason UV 1 3. Tryggvi Hákonarson UV 0,5 S-flokkur 1. Sigurður Stefánsson 0,5 plús 1 2. Kjartan Sveinsson 0,5 v. Sæmileg laun þetta eða hvað? Átvinnuknattspyrna er erfið atvinnugrein, sennilcga ein sú erfiöasta sem til er. Og þar pfan á kaupin er ferill flestra atvinnuknattspyrnumanna stuttur. En þeir sem eru góðir knattspyrnumenn hafa lika dálagleg laun meðan þeir leika. Norska fréttastofan NTB skýrir frá því að tveir leik- menn enska liðsins Leeds, hafi liaft i laun nærri 3,5 milj. islenzkra kr. siðasta keppnis- timabil. Hér er átt við venju- leg laun og verðlaun fyrir unna leiki og skoruð mörk. Átta aðrir leikmenn höfðu um 3 milj. kr. fyrir sama keppnistimabil hjá liðinu. Þó eru laun allra ekki alveg jafn há, en það munar ekki miklu. Ekki er gefið upp hvaða leik- menn þetta eru en það gefur auga leið að þetta eru fasta- menn liðsins. Þó væri gaman að vita hverjir hinir 3 hæst- launuðu eru. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Kjartan Sveinsson sigur- vegari i sveinafl. Guömundur Einarsson sigur- vegari i unglingafl. Rögnvaldur Ólafs'son, sigur- vegari i 3. fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.