Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 19. descmber 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 Alistair Mair: Það var sumar í guði en ást, þótt ég viti ekki mikið um guð. En það er ekki hægt að afneita þvi. Það verðurðu að skilja. Þú getur ekki afneitað þvi. Hann þurrkaði svitaperlurnar varlega af enni hennar. — Allt i lagi, sagði hann. — Ég skal ekki reyna að afneita þvi. — Og þú ætlar að annast mig? — Auðvitað, sagði hann. — Til þess er ég hér. Augu hennar sem höfðu verið orðin eirðarlaus og vansæl, beindust nú að honum á ný. — Já, sagði hún tviráð. — Þannig er það kannski. — Auðvitað. Hann hagræddi ábreiöunni ofaná henni. — Og nú ættirðu að fá þér dálitinn blund. — Ég skal reyna. — Og ég lit til þin á morgun. — Þú sjálfur? — Ég sjálfur. — Þú sendir ekki hann félaga þinn? Peter reyndi að brosa. — Samband okkar er dálitið sérstakt, sagði hann. — Ég kem sjálfur. — Alltaf? — Já, sagði Peter. — Alltaf. — Fint er. Það var eins og brosið væri frosið á andliti hans. Úti var gul- leitt sólskin og kalt og tært vetrarloft. Nakin trén voru brún og glansandi. Hann þráði að kom- ast út. En augu hennar fjötruðu hann við rúmstokkinn. — Þú ættir að fara að sofa, sagði hann blíðlega. — Fá þér hænu- blund fyrir hádegisverðinn. Hún hristi höfuðið með hægð. Ég vil ekki sofa, sagði hún. — Mig langar til að vita hvers vegna mér finnst ég hafa þekkt þig alla mina ævi. — Þetta gerist stundum. — Ekki hjá mér. Aldrei á þennan hátt. Hann'yppti öxlum. — Ég veit ekki. — Og þér er eins innanbrjósts, sagði hún. — Af hverju viltu ekki viðurkenna það'.’ Hann lét vindast ofanaf hlust- pipunni, vatt siðan gúmmislöng- urnar upp á aftur. — Já, sagði hann. — Ég játa það. — Og þú fannst þetta strax i upphafi, strax fyrsta kvöldið á Kastalahótelinu. Er það ekki satt? — Jú, sagði Peter. — Af hverju vildirðu þá ekki viðurkenna það? Hann tyllti sér á rúmstokkinn. — Vegna þess að ég er lækn- irinn þinn, sagði hann. — Vegna þess að ég get hjálpað þér meira, ef engar tilfinningar koma til. Þá brosti hún. — Ef þú hefur tilfinningar, sagði hún bliðlega. — Þú hefur haft þær frá þvi fyrsta kvöldið. Hann leit undan. — Já, sagði hann. — Ég geri ráð fyrir þvi. — En þú vilt helzt afneita þvi, sagði hún. — Það skil ég ekki. — Nei, sagði hann meö hægð. — Ég vil ekki afneita þvi. Ég verð að afneita þvi. Það eru nú þegar sér- stök tengsl okkar i milli. Þú ert veik og ég verð að reyna að láta þér batna, og það er dálitið sér- stakt. Það hefur verið dálitið sér- stakt allt frá dögum Hippokrat- esar. Annars konar tengsl eru ekki heppileg, fyrir hvorugt okkar. Og þvi verð ég að afneita þvi. Ég á ekki um neitt að velja. — En þú getur það ekki fremur en ég, sagði Jacky. — Þegar ég sá þig fyrst, vissi ég að ég hafði beðið eftir þvi árum saman að hitta þig. Og það breytti engu um það að ég er gift og elska Róbin. Þú varst þarna eins og sending af himnum ofan, og það var eins og ég hefði átt von á þér alla tið. Og ég vissi ekki hvað i þvi fólst. Og ég vissi það ekki enn. Ég vissi aðeins það, að það var eins og ég fyndi aftur eitthvað sem eg hafði einu sinni glatað. Og það var frá- leitt að afneita þessum tilfinn- ingum. Þær voru of raunveru- legar, of sannar — —. Jacky. Hún var orðin and- stutt. Sólskinið lýsti upp nýju svitaperlurnar á enni hennar. Hann rétti út höndina. — Hafðu ekki áhyggjur af þessu — — Ég hef ekki áhyggjur. En mér gremst að þú skulir ekki vilja viðurkenna það. Þú talar um þessi sérstöku tengsl eins og þú værir hræddur um eitthvert daður milli sjúklings og læknis. En þannig er það alls ekki. Það er ekki likt neinu sem ég hef áður kynnzt. Mér finnst það skyldara — Bob? Peter bar simann að borðinu og settist niður. — Heyrðu, Bob, mig langar til að biðja þig um greiða. — Hvað sem er, sagði Barrie, — nema það bitni á föstudeginum. — Það gerir það ekki, sagði Peter. — Ef ég vinn fyrir þig það sem eftir er dagsins i dag, viltu þá sleppa mér burt svo sem tvo tima annað kvöld? — Þó það nú væri. Barrie var furðurólegur, með hliðsjón af þvi að hann var i þann veginn að ganga i hjónaband. — En það getur þó varla talizt sanngjarnt. Ég á ennþá eftir tiu vitjanir sam- kvæmt bókinni. Það og kvöld- heimsóknin útheimtir meira en tveggja tima fri. — Ég fer ekki fram á meira, sagði Peter. — Og i dag er ég i vinnuskapi, svo að þú skalt engar áhyggjur hafa. Skrepptu til Glas- gow eða þangað sem þessi kær- asta þin er niðurkomin og skildu vitjanabókina þina eftir. Og ég fer ekki fram á annað en þú takir vaktina annað kvöld frá átta og til klukkan tiu eða ellefu. — Allt i lagi, sagði Barrie. — Ég skaðast ekki á skiptunum. Við sjáumst i kaffisopanum i fyrramálið. — Samþykkt, sagði Peter. Hann lagði á og kveikti sér i sigarettu. Vinna var svarið eins og ævinlega. 1 sautján ár hafði vinnan gert honum kleift að gleyma megnið af timanum fá- tækt og basli og minnkandi metn- aði og hverfandi æsku. Nú gæti vinnan látið hann gleyma um stundarsakir högum Jacqueline Carstairs. Hann kastaði sér næstum feginsamlega út i verk GLENS ÞRIÐJUDAGUR 7.00 Morgunútvarp-Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 . Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Olga Guðrún Árna- dóttir les annan hluta nýrra sagna um Grýlu gömlu, Leppalúða og jólasveinana eftir Guðrúnu Sveinsdóttur Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við nema i Fiskiðn- skólanum. Morgunpopp kl. 10.40: Julie Driscoll syngur. Fréttir kl. ll.OO.HIjómplötu- rabb (endurt. þáttur Þ.H.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Kftir hádegið.Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Fræðsluþáttur um al- mannatryggingar. Fjallað um örorkulifeyri. Umsjónarmaður: örn Eiðs- son (endurt.) 14.30 Siðdcgissagan: ..Siðasta skip suður" eftir Jökul .lakobsson.Höfundur les (2) 15.00 Miðdegistónleikar: Claude Helfer leikur á pianó Fimm prelúdiur op. 74 eftir Skrjabin og Fimm pianólög op. 23 eftir Schönberg. Michael Béroff leikur á pianó „Visions fugitives” eftir Prokofjeff og Sónötu op. 2 nr. 45 eftir Kabalewski. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Egill á Bakka” eftir John Lié.Bjarni Jónsson isl. Gunnar Valdimarsson les (1) 17.45 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Umbverfismál.Haraldur Ólafsson lektor flytur 19.50 Karnið og samfélagið Margrét Margeirsdóttir tal- ar um fjölskylduheimili við Kristján Friðbertsson i Kumbaravogi. 20.00 I.ögunga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 iþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 A bókamarkaðinum Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um kynningu á nýjum bókum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Tækni og visindi: Uppruni lifs á jörðu, llI.Páll Theódórsson eðlisfræöingur og Guð- mundur Eggertsson pró- fessor sjá um þáttinn. 23.00 A hljóðbergi.Leikkonan Claire Bloom les söguna um Dick Whittington og köttinn hans" og ævintýrið um „Drottninguna sem ekki kunni að spinna.” 23.35 Fréttir stuttu máli. Dag- skrárlok. Þriðjudagur 20.00 Fréttir, 20.25 Vcður og auglýsingar. 20.35. Kókakynning. Eirikur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður, getur nokkurra nýrra bóka. 20.45 Vinnan. Þáttur um ákvæðisvinnu og bónus- skipulag. Rætt er við starfs- fólk á vinnustöðum, þar sem slikt fyrirkomulag tiðkast, og forystum. i samtökum iðnaðarmanna. Einnig ræða fulltrúar verkakvenna i liskiðnaði kosti og galla bónusskipulagsins. Umsjónarmaðiir: Baldur Óskarsson. 21.45 Frá Listahátiö 1972 Fiðlukonsert i D-dúr, op. 61, eftir Beethoven. Yehúdi Menúhin og Sinfóniuhljóm- sveit Islands leika. Stjórnandi Kersten Andersen. 22.40. Dagskrárlok, PIERPONT-ÚRIN handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. Garðar Ólafsson úrsmiður Lœkjartorgi Sími 10081 Auglýsingasíminn er 17500 4,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.