Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 1!). dcsember 1372 Lesið ykkur til verðlauna Teiknið til verðlauna Sýnið leikni ykkar og hugmyndaflug Sérstæð barnabók í hinum stóra flokki íslenzkra barnabóka Bókin gefur unglingnum tækifæri til þess að tjá sig og hugmyndir sínar í myndum tengdum efni bókarinnar. Efni bókarinnar er auðugt myndaefni svo að það er auðvelt fyrir lesandann að grípa atburði frásagnarinnar. Teikniarkir fylgja með bókinni og auk þess gefur bókin tækifæri til þess að teikna beint í hana á hinar stóru eyður er til þess voru hugsaðar. Lesið vandlega bakhlið bókarinnar en hún segir það seni hér vantar. Lestur þessarar barnabókar verður leikur jafnframt því, sem hann hefur hagrænt gildi og á að gleðja barnið í eigin starfi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SIMAR 13510, 26155 OG 17059 i CRÉME 1 FRAÍCHE JMeð ávöxtum i eftirrétti th I í Blandid smátt skornum ávöxtum og sjrÖ- um rjóma í ábœtisglös. Frískandi eftir- réttur, sem strax nœr hylli fjölskyldunnar. MJOLKURSAMSALAN I REYKJAVIK i •- 3 CRÉME FRAÍCHE I grœnmetissalöt Notið sýrðan rjóma sem ídýfu með söxuðu grœnmeti í stað t. d. mayonnaise. MJÓLKURSAMSALAN i REYKJAVÍK CV C*ó 1 1 (/» < o g I < CRÉME FRAÍCHE Cocktailsósa sinnepssósa Cocktailsósa: f dl af tómatsósu í dós af sjrÖum rjóma. Sinnepssósa: 2 msk af sinnepi í dós af sjrðum rjóma. Gott með fiski, pylsum, hamborgurum, steiktu kjöti, kjúklingum, kryddsíld, humar, rakju o.fl. MJOLKURSAMSALAN Í REYKJAVÍK Gagnrýni á samgöngur frá Húsavík Ályktun til umferðar- máladeildar Póstsog síma. Bæjarstjórn Húsavikur átelur harðlega það ástand sem rikir á sérleyfisferðum á milli Húsavik- ur og Akureyrar. Samkvæmt vetraráætlun á að fara þrjár ferðir i viku milli Húsavikur og Akureyrar. Ferð- irnar eiga að hefjast frá Húsavik kl. 9,30 aö morgni, mánudaga og fimmtudaga, en frá Akureyri kl. 17,00 sömu daga. Á laugardögum skal ferð hefjast frá Akureyri kl. 13,00 og til baka frá Húsavik kl. 18,30. Frá þvi aö vetraráætlun hófst þann 16. okt. s.I. og til 7. desem- ber eru skv. áætlun 23 ferðir. Af þessum ferðum hafa sjö fallið alveg niður, og fjórar ferðir að auki verið farnar frá Akur- eyri að kveldi en ekki frá Húsavik að morgni, eins og áætlunin segir til um. Komið hefur fyrir að far- þegar hafa verið skildir eftir á miðri leið i hálfgerðu reiðileysi og án þess að þeim hafi verið tryggt far á leiðarenda. Vakin skal athygli á þvi að sér- leyfishafinn viröist ekki hafa yfir að ráða nothæfri bifreið til vetraraksturs. Það vekur og furðu að bifreiðir skuli staðsettar á Akureyri, þar sem sérleyfis- ferðirnar hefjast yfirleitt fra Húsavik. Bæjarstjórn Húsavikur gerir þá kröfu til viðkomandi yfirvalda, að ráðin verði tafarlaust bót á nú- verandi ófremdarástandi. Ályktun til Póst og símamá lastjórnar Bæjarstjórn Húsavikur sam- þykkir að beina þeim tilmælum til póst og simamálastjórnarinnar, að svo fljótt sem auðið er verði lokið við og gengið frá tengingum á simajarðstreng milli Akureyrar og Húsavikur. Jafnframt viljum við vekja at- hygli á, að siðan 27. nóvember s.l. hefur verið að heita má simasam- bandslust, og teljum við þetta ástand með öllu óviðunandi. Ályktun til samgöngu- málaráöuneytisins Bæjarstjórn Húsavikur sam- þykkir að beina þeirri kröfu til Vegagerðar rikisins, að hún láti ryðja snjó af leiðinni á milli Akur- eyrar og Húsavikur eigi sjaldnar en tvisvar i viku, og þá sömu daga og vegurinn er opnaður milli Akureyrar og Reykjavikur. Húsavik, 7. desember 1972 Magnús Magnússon segir í Scotsman um landhelgisviðrœðurnar: Tweedsmuir hafði ekkert svigrúm i skozka stórblaðinu The Scotsman ritaði Magnús Magnússon grein í upphafi mánaðarinsum landhelgis- málið. Lýsti hún þeim ógöngum sem landhelgis- máliö er komið í eftir að upp úr viðræðum slitnaði milli islenzku og brezku ríkisstjórnanna. Greinin er að sjálfsögðu skrifuð út frá málstað Islendinga og kemur i mjög góðar þarfir til að útskýra það, af hverju ekki gat tekizt neitt samkomulag i Reykjavikurviðræðunum: Lafði Tweedsmuir var bundin af loforð- um brezku stjórnarinnar gagn- vart brezkum togaraeigendum og hún hafði þvi ekkert svigrúm til neinna raunverulegra samninga. Magnús gerir á skilmerkilegan hátt grein fyrir þvi, hvað hvor aðili bauð i viðræðunum, og hvernig tslendingar teygðu sig eins langt til samkomulags og nokkur kostur var. í lok greinarinnar segir Magnús að úr þvi að millirikja- samkomulag takist ekki hljóti togstreitan á Islandsmiðum að halda áfram. Slys séu óhjá- kvæmileg i vetrarveðrum, ekki sizt eins og veiðarnar eru nú stundaðar. En íslendingar séu boðnir og búnir til hjálpar eins og þeir hafi alltaf verið. „Brctar verða að viöurkenna 5C milna lögsöguna að lokum. Og jafnvel citthvað meira. i einka- viðtölum stendur ekki á brezkum stjórnmálamönnum og stjórnar erindrekum að viöurkenna þetta Það virðist skammarlegt að lif sjómanna sé stefnt i hættu til þess eins að bjarga andlitinu.' Greinarhöfundur er auðvitað enginn annar en hinn góðkunni sjónvarpsmaður i Bretlandi, Magnús Magnússon, sonur Sigur- steins heitins ræðismanns i Edin- borg. Magnús er einnig kunnur þýðandi. Grein Magnúsar hefur mikiláhrif fyrir þá sök eina, hve Magnúser þekktur og vinsæll ytra. Magnús var staddur i Reykjavik þegar hann ritaði greinina. SENDLAR piltar eða stúlkur, óskast hálfan eða allan daginn. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 20. þessa mánaðar. HÚNADARBANKI ÍSLANDS Austurstræti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.