Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 6
^ 6 StDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19, desember 1972 MaLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Úlgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ititstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áT).) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. lí). Simi 17500 (5 linur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuöi. úausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. 1 TILEFNI GENGISFELLINGAR Þá er þaö komið, sem fólk hefur beðið eftir siðustu dagana: Efnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar. Þær eru i þvi fólgnar að gengi islenzku krónunnar er lækkað um 10,7% frá þvi sem verið hefur. Áður en gengisfelling var ákveðin höfðu langar viðræður farið fram innan rikis- stjórnarinnar og i stjórnarflokkunum um efnahagsmálin. í þessum viðræðum lögðu stjórnarflokkarnir fram tillögur um þrjár leiðir til úrlausnar efnahagsvandanum. Ein leiðanna varð ofan á, gengisfelling, eins og Samtök frjálslyndra og vinstri manna höfðu lagt til. Vandi Alþýðubanda- lagsins var þvi fólginn i þvi að gera það upp við sig hvort það ætti að hafna gengis- fellingu eða að tefla lifi stjórnarinnar i tvi- sýnu. Hefði ekki verið gengið að þessum kröfum væri kannski önnur rikisstjórn á næsta leyti eða i burðarliðnum og Alþýðu- bandalagið taldi það óábyrga afstöðu gagnvart launamönnum i landinu að freista ekki til þrautar að ná fram stór- málum i þessu stjórnarsamstarfi fremur en að láta stjórnina rofna. Enda er það mála sannast að á þeirri gengisfellingu sem nú hefur verið gerð og fyrri gengis- fellingum er grundvallarmunur. Þar er i rauninni hægt að tala um tvennt algerlega ólikt: Gengisfellingar viðreisnarstjórnar- innar voru ævinlega framkvæmdar þannig að kaupgjaldsvisitalan var um leið tekin úr sambandi þannig að þær verð- hækkanir sem af gengislækkun hlutust komu ekki fram i kaupgreiðslum og þar með var rýrður kaupmáttur almennra launatekna. Með gengisfellingum sinum — sem voru raunar margfalt stærri en sú sem nú hefur verið ákveðin — var við- reisnarstjórnin nefnilega að flytja fjár- muni til innan þjóðfélagsins, frá launa- mönnunum. Núverandi rikisstjórn er ekki að neinu sliku: nú er staðið við alla gerða kjarasamninga og aðgerðir rikisstjórnar- innar beinast ekki sizt að þvi að verja þá samninga, sem gerðir hafa verið. Gengisfelling er engin lausnarráð- stöfun. Verðbólguvandinn er ekki minni, heldur meiri, dýrtiðin vex og peningarnir verða verðminni. Núverandi rikisstjórn hefur ekki tekizt fremur en fyrri stjórnum á íslandi að ráða niðurlögum verðbólgu- draugsins, en núverandi rikisstjórn ætti — fremur öðrum rikisstjórnum — að hafa allar forsendur til þess að taka á vanda- málunum af myndarskap. Það dugar nefnilega ekki að sprauta sjúklinginn — efnahagskerfi viðreisnarinnar — sifellt með sama eiturefninu og gert hefur verið undanfarin ár og áratug. Nú dugar ekkert minna en uppskurður á öllu efnahags- kerfinu. Það verður að gera ráðstafanir til þess að fjarlægja meinsemdina. Eftir rétt ár — eða fyrr — verður enn að gera ráðstafanir, enn verður að leita lausnar á vanda. Þá dugar ekkert hálfkák, þá duga engar frestunaraðgerðir, þá dugar ekkert minna en breyting, róttæk breyting, sem rýfur vitahringinn. Þjóðviljinn fagnar ekki gengisfellingu. En Þjóðviljinn fagnar þvi að aftur- haldsöflunum i þjóðfélaginu tókst ekki að knésetja rikisstjórnina. Þeim tókst ekki að eyðileggja stjórnina og þar með mis- tókst þessum öflum að eyðileggja útfærslu landhelginnar með öðrum nauðungar- samningi, þeim tókst ekki að koma i veg fyrir að þau ákvæði, sem stjórnarsátt- málinn hefur að geyma um brottflutning bandariska hersins, verði framkvæmd. Þeim tókst ekki að fella gengið miklu meira en nú hefur verið gert og rjúfa um leið samhengi verðlags og launa og stuðla að atvinnuleysi i landinu og landflótta. Sú tilraun mistókst. Þvi ber að fagna. Jafn- framt eru gerðar kröfur um ný vinnu- brögð i efnahagsmálum eins og áður er að vikið. -ít /3í-. Scliioa ir n Rirteii a þingsjá þjóðviljans Aðaltilgangurinn er að tryggja atvinnuöryggið — sagði forsœtisráðherra um efnahagsmálin á þingi i gcer. Skynsamlegasta leiðin sagði Hannibal um gengisfellingu. Gylfi vildi niðurfœrslu en Jóhann vildi samþykkja vantraust og rjúfa þing. Seðlabanki Islands: Um lækkun stofn- gengis krónunnar Umræður um gengisfellinguna hófust um hálfþrjúleytið í neðri deild i gærdag. A dagskrá var frumvarp rikisstjórnarinnar um tæknileg atriði er snerta gengis- feilinguna og um að hreyfanleiki gcngis islen/.ku krónunnar megi vera 2,25% frá stofngengi i stað 1% áður. Þetta er hreyfanleiki sem lengi hefur verið heimill i ná- grannarikjum okkar. Forsætis- ráðherra mælti fyrir þessu frum- varpi en jafnframt umræðum um það var rætt almennt um efna- hagsráðstafanir rikisstjórnarinn- ar. ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra rakti þann vanda sem við er að glima samkvæmt áliti valkostanefndarinnar. Hann sagði að meginvandinn væri fólg- inn i þvi að útgjaldaáform stefndu fram úr framleiðslugetu þjóðar- búsins og að rekstrargrundvöllur atvinnuveganna væri ekki nægi- lega tryggur. Samstaða var um gengis- lækkunina innan rikisstjórnar- innar, en til þess að hún nái árangri þarf að styðja hana með aðhaldsstefnu i fjármálum á veg- um rikis, sveitarfélaga og ein- staklinga. Það verður að draga úr þeirri verðbólguhættu sem fylgir gengisfellingu. Forsætisráöherra fjallaði siðan um þær ýmsu leiðir sem val- kostanefndin hefði lagt til að farnar yrðu. Meginókostur gengisfellingar væri að hún gæti viðhaldið þeim rótgróna verð- bólguanda sem hér hefur verið. Hann sagði að þrátt iyrir þetta næði gengisfellingin þeim mark- miðum skárst sem stefna bæri að, ef henni er fylgt eftir með skipu- legum stuðningsaðgeröum. Ólafur Jóhannesson skýrði frá þvi að viðræðum yrði haldið áfram við verkalýðshreyfinguna um visitölumálin, en kaupgjalds- visitalan myndi áfram mæla hækkanir vegna gengis- breytingarinnar. Að lokum lagði forsætisráð- herra áherzlu á að megintilgang- ur ráðstafana rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum væri að tryggja fulla atvinnu i landinu. Jóhann Hafstein talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann kvað þingflokkinn hafa gert samþykkt um að lýsa vantrausti á rikis- stjórnina og að krefjast þingrofs. Annars voru athugasemdir Jó- hanns mjög almenns eðlis og vart til frásagnar. Þá talaði Lúðvik Jósepsson og er greint frá ræðu hans á 1. siðu blaðsins. Siðan talaði Gylfi Þ. Gislason. Gylfi sagði að niður- færsluleiðin hefði verið sú skyn- samlegasta á svipaðan hátt og stjórn Emils Jónssonar fram- kvæmdi hana 1959. Hann sagði að nú hefðu tveir stjórnarflokkanna heldur betur orðið að skipta um föt — Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn hefðu orðið að sporðrenna tillögu minnsta flokksins. Ilannibal Valdimarssontók sið- an til máls. Hann rakti þær leiðir, sem tillögur voru um,. og sina af- stöðu til þeirra. Hann kvaðst verja gengisfellinguna með beztu samvizku og sagðist mundutaka afleiðingum hennar hvar sem væri og hvað sem hver segir. Ég tek á mig glæpinn — ef það er þá einhver glæpur, sagði Hannibal. Hann sagði áð þingflokkur SFV hefði flutt tillögu um gengislækk- un innan rikisstjórnarinnar. Hana hefði flokkurinn talið skyn- samlegustu leiðina. Þá greindi hann frá ýmsum ráðstöfunum sem gerðaryrðu, m.a. að ætlunin væri að hækka verð á áfengi og tóbaki. Siðan tóku til máls Bjarni Guðnason, Matthias Bjarnason, Guðlaugur Gislason, Ingólfur Jónsson og Gunnar Thoroddsen. Framhald á bls. 23 Bankastjórn Seðlabankans hef- ur i dag, með samþykki rikis- stjórnarinnar og að höfðu sam- ráöi við bankaráð, ákveðið að taka upp nýtt stofngengi is- lenzkrar krónu. Samkvæmt hinu nýja gengi jafngildir hver króna 0.00830471 grammi af skiru gulli, en það er 10,7% lækkun frá þvi gengi, sem i gildi hefur verið. Gengisbreyting sú, sem nú hefur verið ákveðin, er nauðsyn- leg til þess að rétta við hag út- flutningsatvinnuveganna og draga úr viðskiptahalla við út- lönd, sem er afleiðing hækkandi framleiðslukostnaðar og aukinn- ar 'eftirspurnar innanlands ánnars vegar, en versnandi afla- bragða, einkum á þorskveiðum, hins vegar. Mikil óvissa er um það, hver muni verða þróun framleiðslu og viðskiptajafnaðar á næsta ári. Vegna þróunar aflabragða undanfarinna ára er torvelt að spá um þorskafla á komandi Benzínið hækkar um 2 kr. lítirinn I gær var til 1. umræðu á alþingi i efri deild stjórnarfrumvarp um að benzin hækkl um 2 kr. literinn og að þungaskattur og gúmmi- gjald hækki i sama hlutfalli, að undanskildum þungaskatti af benzinbilum, sem verður óbreytt- ur. Hannibal Valdimarsson mælti fyrir frumvarpinu i deildinni. Geir Hallgrimsson var ekki and- 'vigur frumvarpinu sem sliku. vetrarvertiö, en það eykur á þa óvissu, sem ætið rikir um tekjur sjávarútvegins. Jafnframt er erf- itt að leggja á það dóm á þessu stigi, hvort takast muni að gera fullnægjandi ráðstafnanir til að halda hækkun framleiðslukostn- aðar i skefjum og koma i veg fyrir vixlhækkun verðlags og kaup- gjalds, sem brátt mundu eyða hagstæðum áhrifum hverra að- gerða, sem ætlaðar væru til þess að bæta stöðu atvinnuveganna. Með tilliti til þessarar efna- hagslegu óvissu og hinna tiðu gengis- og verðbreytinga erlend- is, þykir eðlilegt að stefna nú að nokkru meiri sveigjanleika i gengisskráningu en tiðkast hefur til þessa. Liggur beinast við að gera þetta með þeim hætti, að leyfð verði hér á landi sömu frá- vik kaup- og sölugengis frá stofn- gengi eins og flestar þjóðir heims hafa nú tekið upp með leyfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þ.e.a.s. 2.25% frávik til hvorrar áttar frá stofngengi. Bankastjórn Seðlabandkans hefur þvi beint þeim tilmælum til rikisstjórnar- innar, að hún beiti sér fyrir laga- breytingu, er heimili allt að 2,25% frávik kaup- og sölugengis frá stofngengi þér á landi.og er þess ’vænzt, að sú lagabreyting geti náð fram aö ganga, áður en gjald- eyrisviðskipti hefjast að nýju. Seðlabankinn hefur tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hið nýja stofngengi og óskað stað- festingar hans á þvi. Jafnframt hefur honum verið tilkynnt, af kaup- og sölugengi muni væntan lega geta vikið 2,25% frá stofn- gengi til hvorrar handar. Vegna lagabreytinga, sem nauðsynlegar eru vegna hins nýja gengis, verður lokað fyrir öl gjaldeyrisviðskipti á morgun mánudag, en þess er vænzt, a? viðskipti geti hafizt að nýju t þriðjudaginn, og verða þá skráf ný kaup- og sölugengi fyrir ein stakar gjaldeyristegundir.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.