Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 I fjarska rís tignar- legt fjall hljómsins Gunnlaugur Scheving er dáinn. Margir mætir menn þjóðarinnar hafa minnst hans fagurlega sem vera ber. Og allt ber að sama brunni: Fágætur maður, hógvær og litillátur, sem ekki mátti vamm sitt vita á nokkurn máta. Ég varð þeirrar hamingju aðnjót- andi að kynnast Gunnlaugi Scheving fyrst verulega norður á Akureyri. Þar dvaldi hann hjá frændfólki og vinum og teiknaði og skissaði. Þar sá ég, að mörgu leyti einhverja stórkostlegustu mynd sem Gunnlaugur gerði um dagana, þ.e.a.s. i vissum skilningi. Hann hafði teiknað mynd, fantasiu, en siðan beðið litla frænku sina að iita hana með vatnslitum. Þessa mynd má sjá norður i landi, signeraða: Jólablað Æskunnar er komið út. 1 þessu hefti eru margar og skemmtilegar greinar og mynda- sögur. Er hver sinna siða smiður? nefnist grein eftur Andreu Oddsteinsdóttur, þá er smásaga eftir Armann Kr. Einarsson er heitir Lifandi jólagjöf og ljóð eins og A vængjum minninganna eftir Richard Beck og Hugleiðing á Gunnlaugur og Guðrún. Hvilik hógværð , hvilikt litillæti. Sá sem lýtur barninu, lýtur hinu æðsta. jólanótt eftir Þórhildi Jakobs- dóttur frá Árbakka. Engillinn heitir jólasaga eftir Kristmann Guðmundsson og greint er frá ævintýraferð til Kaupmannahafnar 1972 er heitir 1 Legolandi og Ljónagarði. Þá eru framhaldssögur Tarzan apa- bróðir, Gulleyjan og fyrir ungar telpur Glæstir draumar. Þegar ég svo s.l. sumar heimsótti Gunnlaug i vinnustofu hans var þessi fantasia komin á risastórt léreft, þar sem verkið skyldi brotið til mergjar. Næst þegar ég kom var enn barizt. En i þriðja sinn var myndin komin á grúfu upp að vegg. Hvað hafði gerzt? Uppgjöf? Nei. Gunnlaugur Schéving gafst aldrei upp. Það var aðeins beðið um vissan umþóttunartima. Þvi miður var hann ekki veittur að þessu sinni. Listaverkinu er ekki lokið. En þakka skal fyrir þau mörgu er lokið var. Þau staðfesta tilveru islenzkrar menningar. A engum manni veit ég betur sannast orð Schweitzers en Gunnlaugi Scheving, er hann segir um Pablo Casals: Hann er þvilikur listamáður vegna þess að hann er mikil manneskja. Að lok- um: Þakkir til Gunnlaugs Schevings fyrir stórkostlega list, fyrst og fremst, fyrir ógleyman- leg kynni, i samræðum um listina og mannlifið, i flamenco og Vivaldi og svo margt og margt. Mér er orðs vant og grip þvi til orða skáldsins: ,,1 fjarska ris tignarlegt fjall hljómsins fjaðurmagnað, en blitt ómar það i augum.” Iljálmar Þorsteinsson, Akranesi. Jólablað Æskunnar cu <3 Meirí yfirsýn Til þess að gefa viðskiptavinum sín- um kost d því að skoða fjölbreytt úr- val teppa og teppadregla í rúmgóðu húsnæði. þar sem teppin geta fengið að njóta sín vel, hefur Persía h.f. opn- að Teppavöruhús í Skeifunni 11. Teppavöruhús Persíu veitir yður meiri yfirsýn og um leið betri þjónustu. Komið og skoðið úrvalið í ró og næði í hinu rúmgóða Teppavöruhúsi Persíu h. f., Skeifunni 11. persia SÍMI 85822 manninri ÚTVARPSVIRKJA MEISTARI Kaupið þér hljömflutningstæki yðar af ábyrgum aðila, sem ekki getur afsakað sig með þekkingarskorti.ef tækið reynist lélegt? Kaupið þér það hjá útvarpsvirkjameistara? Þeir eru auðf undnir, þvi þeir og aðeins beir hafa merki féiags útvarpsvirkjameistara á hurð verzlunar sinnar Meisterafélag útvarpsvirkja c« |EI mm WM ippp iiiiiinii AUSTURSTRÆTI Jólablað Þjóðólfs komið út ÞM Jólablað Þjóðólfs er komið út. Þar er meðal annars ferðasaga eftir dr. Harald Matthiasson -,,l suðurferö", þá grein um heims borgarann Hadrianus, eftir Jón R. Hjálmarsson, grein eftir Stefán Jasonarson er ber heitið ,,Þar er unnið að ræktun lands og lýðs," grein eftir Klemenz Kr. Kristjánsson er nefnist „Emstrur” afréttur Hvolhrepps og Hafsteinn Þorvaldsson ritar um ungt fólk. Þá er grein um skólasetrið i Skálholti, eftir Pál Lýðsson,og minningarbrot um gullsmiðinn Gisla Lárusson, eftir Sigurð Guttormsson. Helgi Hannesson skrifar um rangæska atóm- skáldið Guðna Vigfússon i Nefsholti. Að lokum skal fjalla um leiðara Þjóðólfs er ber heitið „Geitin sáluga.” StNÐIBÍLASTÖQM HF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.