Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mai 1974. Listabókstafir Alþýðubandalagsins og framboð sem Alþýðu- bandalagið styður Hreint f lokksframboð af hálfu Alþýðubanda- lagsins hefur listabók- stafinn G. Við sveitar- stjórnarkosningarnar í kaupstöðum og hrepp- um 26. maí stendur Al- þýðubandalagið víða að f ramboðum með öðrum, eða það styður óháð og sameiginleg framboð/og er þá listabókstafurinn ekki G. G-listar í kaupstöðum 1 eftirtöldum kaupstöðum býður Alþýðubandalagið fram G-lista: Reykjavik Kópavogi Hafnarfirði Keflavik isafirði Sigiufirði Akureyri Dalvik Neskaupstað Eskifirði. Annað en G í kaupstöðum 1 eftirtöldum kaupstöðum stendur Alþýðubandalagið að framboðum eða styður þau, sem hafa annan listabókstaf en G, og eru bókstafirnir settir fyrir framan staðarheitið: F Seltjarnarnesi B Grindavik I Akranesi Ii Bolungarvik H Sauðárkróki H Ólafsfirði K Húsavik H Seyðisfirði K Vestmannacyjum. G-listar í hreppum 1 eftirtöldum kauptúna- hreppum býður Alþýðubanda- lagið fram G-lista: Garðahreppi Njarðvikum Borgarnesi Ilellissandi (Neshr.) Grundarfirði (Eyrarsveit) Skagaströnd (Höfðahr.) Raufarhöfn Egilsstöðum Reyðarfirði Fáskrúðsfirði (Búðahr.) Höfn i Hornafirði Selfossi. Annað en G í hreppum í eftirtöldum kauptúna- hreppum stendur Alþýðu- bandalagið að framboðum eða styður þau, sem hafa annan listabókstaf en G, og eru bók- stafirnir settir hér fyrir fram- an staðarheitið: II Sandgerði I Garði (Gerðahr.) H Mosfelissveit II ólafsvik L Stykkishólmi I Patreksfirði J Bildudal (Suðurfjarðahr.) V Þingeyri E Flateyri H Suðureyri H Blönduósi H Stokkseyri A Eyrarbakka i Hveragerði. Utankjörstaða- atkvœðagreiðslan Utank jörstaðaat- kvæðagreiðsla stendur yf ir. í Reykjavík er kos- ið í Hafnarbúðum dag- lega kl. 10—12, 14—18 og 20—22, nema á sunnu- dögum aðeins f rá 14—18. Alþýðubandalagsfólk! Kjósið nú þegar utan- kjörstaðar, ef þið verðið ekki heima á kjördag. Minnið þá stuðnings- menn á að kjósa í tíma, sem verða fjarri heimil- um sínum 26. maí. Látið kosningaskrif- stofur vita af f jarstöddu Alþýðubandalagsfólki og öðrum líklegum kjós- endum Alþýðubanda- lagsins. Miðstöð fyrir utan- k jörstaðaatkvæða- greiðslu á vegum Al- þýðubandalagsins er að Grettisgötu 3 í Reykja- vík, simi 2-81-24, starfs- menn Halldór Pétursson og Úlfar Þormóðsson. Kosningaskrifstofur Miðstöð fyrir allt landið er að Grettisgötu 3 i Reykjavík, símar 2- 86-55 (almenni síminn) og 2-81-24 (utankjör- fundarkosning). Símanúmerhjá öðrum kosningaskrif stof um Alþýðubandalagsins eru þessi (svæðisnúmer fyr- ir framan): Keflavik 92-3060 Kópavogi 91-41746 Hafnarfiröi 91-53640 Akranesi (eftir kl. 19) 93-1630 Borgarnesi 93-7269 Grundarfirði 93-8731 Sauöárkróki 95-5374 Siglufiröi 96-71294 Akureyri 96-21875 Húsavik 96-41452 Neskaupstaö 97-7571. Vestmannaeyjum: úti i Eyjum simi um 02, nr. 587. Selfossi (eftir kl. 17) 99-1888. BLAÐBERAR óskast i Reykjavik . Þjóðviljinn, simi 17500. AF MORGUNBÆN Einhver mesta viður- kenning sem mér hefur hlotnast á rithöfundar- ferli mínum er tvímæla- laust sú að Matthias Jo- hannessen ritstjóri Morgunblaðsins skyldi koma með þá hugmynd fyrir nokkru í ótrúlega merkri grein um hin átakanlegu örlög píslar- vættisrithöf undarins Soltsénitsíns að Þjóð- viljinn fengi Flosa til að skrifa um þennan óum- deilanlega andans jöfur ,,með" — svo notuð séu orð Matthíasar— ,,þess- um grófa gálgahúmor, sem alltaf minnir mig á pokabuxur frá aldamót- um". Það eru alls konar svona skarplegar at- hugasemdir, sem gefa Morgunblaðinu svo sér- stæðan svip, og ef til vill er það mest vegna þeirra, sem Morgun- blaðið vekur svona of sa- lega kátinu meðal lands- manna. ,,Pokabuxur um aldamótin hah! ha! hah! ha!. Djöfull er nú Matthías alltaf klár í perunni, hah! hah! hah! ha!" Eftir að mér hafði áskotnast þessi mikli vegsauki, að vera nefndur i sömu and- ránni og hvorki meira né minna en sjálfur Soltsé- nitsín, fór ég að lesa Morgunblaðið til meiri hlítar en ég hafði áður gert. Ég hef svona f reistast til að nappa því á veitingastöðum og vinnustöðum, því ég tími ekki að borga fyrir það, og það veit sá sem allt veit að margar un- aðslegar hlátursstundir erum við búnir að eiga saman, ég og Mogginn. Til dæmis í fyrradag rakst ég á grein, sem þegar kom mér í sól- skinsskap: Séra Siguröur Haukur fékk ekki að lesa morgunbænina ,,Hver djöfullinn er nú á seyði?", hugsaði ég með mér, ,,á nú að fara að banna klerkum að lesa bænirnar sínar?". Ég hélt auðvitað að hér væru á ferðinni ofbeld- isaðgerðir ,,kúgarans og einræðisseggsins Ólafs Jóhannessonar" sem eins og Morgunblaðið mitt sagði eftir Birni Jónssyni orðrétt ,,vant- aði bara byssustingi og barsmíðasveitir til þess að samlíkingin við aðrar þjóðir væri fullkomin"; Auðvitað hafði Óli Jó, sem sumir eru farnir að kalla Spínóla Jó, sagt kirkjunni stríð á hendur, ályktaði ég samstundis. Þegar ég svo fór að athuga greinina betur, sá ég að gerræðismað- urinn og valdaræninginn hafði ekki verið hér á ferð, heldur hópur manna með horn og klaufir, nefnilega út- varpsráð. í mörg ár hefur sá háttur verið á hafður í útvarpinu að geistlegur maður les ritningar- grein og bæn í útvarp um áttaleitið á morgn- ana. Hafa landsmenn haft af þessum bæna- lestri ómetanlega ánægju, einkum bænd- ur, sem um þetta leyti eru að taka sólarhæðina og pissa á bæjarhelluna. í lögum útvarpsins mun það skýrt tekið fram, að prestur skuli aðeins lesa ritningar- grein og bæn, en ef marka má af Morgun- blaðsgreininni ,,Séra Sigurður fékk ekki að lesa morgunbænina", þá virðist hann, eins og svo margir stéttarbræður hans, hafa álitið að meira væri um vert að landslýður fengi að kynnast persónulegum skoðunum hans á lands- ins gagni og nauðsynj- um, en að vera að þusa mikið uppúr heilagri ritningu. Þarna mun út- varpsráð hafa skorist í leikinn, eftir því sem segir í Morgunblaðs- greininni, sem er með- fram viðtal við séra Sig- urð bænamann: lauk þessari við- ureign með því að nú- verandi útvarpsráð samþykkti að ekki skyldi leyfður flutning- ur á neinu nema ritning- argrein og bæn. „Mér fannst þetta ákaflega dauft form og lélegt" sagði séra Sig- urður" (Tilvitnun lok- ið). Hér fer ekki milli mála að enn ein valda- níðslan hefur átt sér stað. Klerknum er gert að lesa úr Biblíunni og flytja morgunbæn, en honum er bannað að flytja fyrirlestur um daginn og veginn í leið- inni. En nú kemur að þvi, sem mér finnst eigin- lega mergurinn málsins. Bæði ég og áreiðanlega fjölmargt annað sann- trúað og kirkjurækið fólk mun tregt að taka undir það álit klerks, að Heilög ritning og flutn- ingur ritningargreina og bæna sé — eins og prest- urinn segir — „dauft form og lélegt". Það sem einkum renn- ir stoðum undir þessar skiptu skoðanir á formi morgunandaktarinnar er hvorki meira né minna en Biblían sjálf. Því að ef hugleiðingar séra Sigurðar Hauks um daginn og veginn eða landsins gagn og nauð- synjar væru fjörugt form og frábært, en Ritningin dauft form og lélegt, er liklegast að Biblían hæfistá þessum orðum: „l' upphafi var orðið og orðið var hjá Sigurði Hauki". Því hvað sagði ekki klerkurinn forðum, þeg- ar útvarpsráð tók mál hans fyrir án nokkurrar tafar: „ó, ég vildi að í bráð ykist hagur presta og kæmi annað útvarpsráð sem öllu mundi fresta". Flosi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.