Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mal 1974,
Gert Peterser.j ákveðnari sóslal-
isk kröfugerð.
(Jtifundurinn við Kristjánsborgarhöllj kratarnir komu ekki
Minnihlutastjórn Hartlings i
Danmörku er i miklum vand-
ræðum. Hún hefur borið fram
áætlanir um sparnað og niður-
skurð — á opinberum útgjöldum
og þá um leið framkvæmdum og
þjónustu. Um leið á að lækka
beina skatta: sérhver borgaraleg
stjórn i Danmörku hlaut að fara
þá leið eftir þá útreið sem
borgaraflokkar og sósial-
demókratar fengu i kosningunum
i fyrra, sem skiluðu lýðskrumar-
anum Glistrup 28 mönnum á þing.
Kapitaliska kreppu átti að leysa
með kapitaliskum ráðum.
Verkamenn brugðust að sjálf-
sögðu reiðir við. Þeir láglaunuðu
mundu græða minnst á skatta-
lækkunum, og sparnaðaráætlunin
i heild mundi þýða stóraukið
atvinnuleysi.
Á útifundi
Það var efnt til skyndiverkfalla
og fimmtiu þúsund manna úti-
fundar fyrir utan Kristjáns-
borgarhöli þar sem danska þingið
situr. Fundarmenn kröfðust þess,
að fulltrúar verklýðsflokkanna
þriggja á þingi kæmu á fundinn
og segðu álit sitt. Anker
Jörgenssen, foringi sósial-
demókrata, neitaði að koma.
Hann sagði að sósialdemókratar
ætluðu ekki að taka neinn þátt i
þessum fjöldafundi. „Við erum
hér i Kristjánsborg til að reka
praktíska pólitik, en við getum
lofað að sjá til þess að ekki verði
rætt um frumvörp sem hafa
félagslega slagsiðu” sagði hann.
Og flokksbróðir hans, Thomas
Nielsen, forseti danska alþýðu-
sambandsins varaði verkafólk
við skyndiverkföllum og kallaði
kröfugönguna og fundinn
„móðursýki úr kommúnistum”.
Þessiraðilar höfnuðu fyrirfram
möguleikum á að taka nokkurn
þátt i — hvað þá stýra — and-
borgaralegri stefnu. Þeir drógu
sig inn i fundaherbergin. En
þeirra i stað gengu Gert
Petersen, hinn nýkjörni formaður
SF, Sósialiska alþýðuflokksins,
og Knud Jespersen, formaður
kommúnista, út úr þinghúsinu og
á fundinn. Þeir höfðu fram að
færa skýra ákæru á hendur aftur-
haldsstjórninni, sem þá var að
semja um lif sitt við sósial-
/ tilefni niðurskurðaráœtlana Hartlings
Samstarf eða sundrung
á vinstrí armi danskra
st j órnmála
EFTIR ARNA
BERGMANN
demókrata og Glistrup á vixl. En
þeir höfðu eftir fréttum að dæma
fátt eitt fram að færa um einingu
á vinstra armi danskra stjórn-
mála, sem gæti leitt til verulegs
árangurs á sviði kjarabaráttu og
sósialiskrar þróunar. Skömmu
áður höfðu kommúnistar haldið
sina Fyrsta mai kröfugöngu i
Höfn, SF aðra, Vinstri sósialistar
og nokkrir hópar þeim skyldir þá
þriðju.
Ferill SF
Sósialiski alþýðuflokkurinn var
stofnaður af Aksel Larsen eftir að
hann lenti i andstöðu við þá menn
i kommúnistaflokknum sem hann
kenndi og fleiri hafa kennt við
stalinisma — en sovéttrú mun
sterkari i danska kommúnista-
flokkinum en flestum öðrum
skyldum flokkum i Evrópu. Hann
náði fljótt allmiklu fylgi vinstri-
sinnaðra menntamanna og svo
miklu af fylgi kommúnista að sá
flokkur hvarf af þingi. SF byggði
lengi vel á þeirri kenningu, að
flokkurinn ætti að vera eins konar
hvati eða svipa á hinn stóra
AUGUÍSINGA
SÍMINN ER 17500
r
WÐVIUINN
sósialdemókrataflokk, reyna að
sveigja hann til vinstri. A þetta
hefur reynt oftar en einu sinni sl.
áratug, þegar sósialdemókratar
hafa stjórnað i minnihluta — þeir
hafa þá stuðst við SF i ýmsu sem
lýtur að félagslegum umbótum,
en mátt reiða sig á að einhver
borgaraflokkurinn hjálpaði þeim
úr öðrum klipum. Þetta ástand
reyndi mjög á taugar sósialist-
anna I SF. Þeim þótti sem þeir
kæmu litlu fram og árangurinn
væri svo dýrkeyptur i málamiðl-
unum, að traust þeirra meðal
vinstrisinna væri i hættu. Og þeir
fengu nákvæmlega engu um
þokað i varnarmálum, Nató-
málum, né heldur gátu þeir
breytt áhuga sósialdemókrata á
Efnahagsbandalaginu. Arið 1967
klofnaði SF svo um það, hvort
hjálpa ætti sósialdemókrötum til
að gera óvinsælar efnahagsráð-
stafanir eða ekki. Vinstri
sósialistaflokkurinn, VS, varð til
og fékk 4 þingmenn i næstu
kosningum á eftir — og SF missti
þingstyrk að sama skapi. Og
báðir flokkarnirfengu svo yfir sig
borgaralega stjórn Hilmars
Baunsgaard.
Eftir kosningar
t kosningunum i haust tapaði
SF fylgi, fékk 11 þingsæti en hafði
16. Flokkurinn tapaði ekki til
Glistrups eins og aðrir danskir
flokkar, heldur til kommúnista,
sem hafa jafnan haft það fram
yfir SF að hafa veruleg itök I
verklýðshreyfingunni og á
ýmsum stórum vinnustöðum
Kaupmannahafnar sérstaklega,
meðan SF hefur að mjög verulegu
leyti verið menntamannaflokkur.
Siðan þá hefur farið fram mikil
umræða innan SF um endur-
skoðun á þeirri stefnu, að reyna
fyrst af öllu að þoka sósialdemó-
krötum til vinstri. Æ fleiri komast
að þeirri niðurstöðu að það sé
blátt áfram vonlaust verk — og
má vera að atburðir siðustu daga
verði þeim einkar ljós staðfesting
á þvi.
Knud Jespersen. ViII hann taka
við hiutverki SF?
SF hélt einmitt flokksþing um
helgina. Þar varð greinilega ofan
á það álit, að flokkurinn hefði um
of stundað sósialdemókrata og
einblint á þingið, en vanrækt
almenna, pólitiska baráttu og
uppeldisstarf. Gert Petersen var
kosinn formaður með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða, en hann
er einmitt talsmaður ákveðnari,
sósialiskrar kröfugerðar.
Eru frændur
frændum verstir?
Um leið eru mjög á dagskrá
samstarfsmál þeirra þriggja
vinstriflokka, sem eru til vinstri
við sósialdemókrata, SF, komm-
únista, sem eftir langa útivist
komu sex mönnum á þing i fyrra-
haust, og VS, sem vantaði nokkuð
á þau 2% atkvæða sem þarf til að
koma mönnum á þing, en fengi 4
menn nú, samkvæmt skoðana-
könnun. Allir hafa þessir flokkar
byr i vængi og fóru vel út úr borg-
arstjórnarkosningum fyrir
nokkrum mánuðum, einkum
kommúnistar. I þessu sambandi
er mjög haldið á lofti fordæminu
frá Noregi, þar sem Sósialiskt
kosningabandalag SF-manna,
kommúnista, vinstri jafnaðar-
manna og andstæðinga EBE vann
mikinn kosningasigur i fyrra og
hefur nú ákveðið að breyta sér i
flokk I áföngum.
En i Danmörku sýnist þessi
róður erfiður. SF leggur mesta
áherslu á mannskulegar hliðar
sósialismans, á mannsæmandi
umhverfi, á lýðræði á vinnustöð-
um, á dreifingu valds. SF ásakar
kommúnista fyrir að laga sig að
hagvaxtarhugsjón borgaranna,
fyrir að hafa oftrú á miðstjórnar-
valdi og á hinni sovésku fyrir-
mynd. Auk þess grunar SF að
kommúnistar stefni að þvi i
reynd, að taka við þvi hlutverki
að keppa við sósíaldemókrata á
sviði hefðbundinnar umbóta-
stefnu (með yfirboðum og sam-
starfi á vixl). Kommúnistar aftur
á móti ásaka SF fyrir ýmiskonar
smáborgaralegar villur, fyrir
vanmat á verklýðshreyfingunni
og fyrir skort á raunsæi i efna-
hagsmálum (þar er m.a. átt við
að SF vill að umhverfi mannsins
hafi mikinn forgang yfir hagvaxt-
arsjónarmið). Engu að siður eru
mörg vinsamleg orð höfð um
nauðsyn samstarfs, t.d. „við
grasrætur”, og má þar um sjá
mörg dæmi i opinni umræðu sem
fer fram i blaði SF, Miniavisen.
En þar er t.d. sá hængur á, að
kommúnistar vilja að visu starfa
með SF en ekki með Vinstri
sósialistum, sem þeir telja skað-
lega smitaða af maóisma i bland
við anarkisma.
Von á ljósmóður?
Þróunin á vinstra armi danskra
stjórnmála er að sjálfsögðu mjög
athy glisverð fyrir alla sósialista á
Noröurlöndum. Enn sem komið
er fer mikið af orku þeirra hreyf-
inga, sem um ræðir, i innbyrðis
deilur. En aðstæður geta breyst ef
Vinstriflokkur Hartlings og aðrir
borgaraflokkar fylgja eftir þeim
niöurskurði á velferðarþjóðfélag-
inu, sem þeir nú stefna á undir
beinum og óbeinum áhrifum
Glistrupsflokksins. Sú ómengaða
hægristefna gæti orðið einskonar
ljósmóðir við fæðingu sameinaðr-
ar hreyfingar hinna sósialisku
flokka Danmerkur.