Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 19
Laugardagur 18. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 ÚTVARP í KVÖLD KLUKKAN 20,50: Síöasta uglan Ugla sat á kvisti, skemmti- þátturinn, sem Jónas R. Jóns- son hefur stýrt i allan vetur, verður á dagskrá á morgun i siðasta sinn. Þessi ugiuþáttur verður helgaður gamanvisnasöngv- urum og hermikrákum, sem verið hafa fólki til skemmtun- ar á liðnum árum. Og meðal gesta, sem fram koma i þættinum, eru Arni Tryggvason, Jón B. Gunn- laugsson, Karl Einarsson og Ómar Ragnarsson. Ekki er að efa, þeir hermi- fuglar og skemmtikrákur reyni að léttta mönnum skap eftir mætti, einkum nú þegar þessi Uglu-þættir eru fyrir bý og hætt við að litið verði um innlenda skemmtikrafta i sjónvarpinu fyrr en i haust. — GG SJÓNVARP FÓLK Að hryggbrjóta Hún elskar Frankenstein svo heitt og faðmar hann svo innilega, að hún hlýtur hrygg- brot af. Hver? Leikkonan Monique Van Vooren, sem er 41 árs. Hún hefur fengið næsta óvenjulegt hlutverk. Ameriski leikstjórinn og kvikmyndahöf- undurinn Andy Warhol hefur fengið hana til að leika hlut- verk systur Farnkensteins i samnefndri mynd. Þessi Frankenstein-mynd er i þrividd — ,,og hann hrygg- brýtur hana i þrividd”, segir Andy Warhol — og ekki er að efa, að það hryggbrot verður forvitnilegt að sjá á hvita tjaldinu. Hiroo Onoda er bráðhress Hiroo Onoda heitir hann, japanski hermaðurinn sem hélt sigrandi' heim úr siðari heimsstyrjöldinni um daginn og hafði þá barist fyrir keisara sinn 30 árum lengur en allir aðrir japanskir hermenn. Onoda er nú 52 ára, og segja læknar sem undanfarið hafa rannsakað hann, að hann sé eins og unglamb — heilsa hans eftir 30 ára dvöl i filippinskum frumskógi sé svo góð, að engu sé likara en likami hanstilheyri ekki 52 ára hermanni, heldur átján ára iþróttakappa. Onoda lifði af gæðum lands- ins — en ekki á hveitibrauði bakarans og kóki ropvatnssal- ans. 1 töktum hegðar Onoda sér meira sem dýr en venju- legur maður. Vöðvar hans eru stöðugt strekktir og augu hans eru á sifelldri hreyfingu. Hann sefur mjög laust, vaknar við minnsta hljóð — og hann heyr- ir eins og villidýr, heyrir t.d. vel, þegar föt manna strjúkast við húð þeirra. Tónlistapunktar Gamli rokkkóngurinn Bill Haley ásamt hljómsveit skemmtir um þessar mundir i Belgiu. Hljómsveitin Blood, Sweat and Tears er á hljómleika- ferðalagi i Sviss og Þýska- landi. Errol Garner lék i Paris á miðvikudaginn. Delta Rythm Boys skemmta einnig i Paris um þessar mundir. Lionel Hamptonog hijómsveit eru á hljómleikaferðalagi um Bretland og leika i Edinborg á sunnudaginn. Pianóleikarinn Vladimir Horowitz hélt tónleika i Cleve- land i Bandarikjunum 12. mai sl. og var hylltur ákaflega af áheyrendum. Horowits, sem er orðinn 69 ára, hefur ekki komið fram opinberlega i sex ár. Skíra stormsveipi kvenmannsnöfnum Þaþ er orðin föst hefð hjá veðurfræðingum i Bandarikj- unum að skira stormsveipi kvennöfnum. Á ári hverju eru 8—10 stormsveipir svo öflugir að þeir hljóta nafngift. Nú i ár hafa verið skrásett 21 kven- mannsnafn, sem valið verður úr næsta ár, en „stormsveipa- árið” hefst i júni: Nöfnin eru: Alma, Becky, Carmen, Dolly, Elaine, Fifi, Gertrude, Hester, Ivy, Justine, Kathy, Linda, Marsha, Nelly, Olga, Pearl, Roxanne, Sabrina, Thelma, Viola og Wilma. Bandariskar kvenréttinda- konur hafa opinberlega mót- mælt þvi að eingöngu skuli notuð kvenmannsnöfn yfir verstu stormsveipina. L.M. græðir meira en nokkru sinni fyrr Sænski auðhringurinn LM Ericsson eða LM eins og hann er oftast kallaður græddi meira á sl. ári en nokkru sinni áður. Brúttótekjur námu alls 19 1/2 miljarð króna (isl.) af 98 miljarö króna veltu. Er það um 70% aukning ágóða frá þvi árið áður. LM framleiðir alls kyns raf- tæki og m.a. mestallan þann simabúnað sem notaður er á tslandi. Þá er auðhringurinn sterkur i bankaviðskiptum og i fjármálaheiminum að öðru leyti. Meira en 3 fjórðu af veltu hans er utan Sviþjóðar. Starfsmannafjöldi LM var 76 þúsund i lok siðasta árs og hafði þá aukist um 5 þúsund á einu ári. Velta LM hafði aukist um 18 miljónir króna frá 1972 til 1973. Nettótekjur LM á hvert hlutabréf námu 260 krónum árið 1972 en 450 krónum á sl. ári. Af öðrum atkvæðamiklum sænskum auðhringum má t.d. nefna Volvo, Saab, ASEA og SKF (kúlulegur). Haföi skroppiö í kaffi Meðan prentarar voru i verkfalli birtist þessi mynd i erlendu blaði. örlög þessa sendiferðabils urðu þau að sterkur hvirfil- vindur tók hann meö sér og skellti honum á simastaur af sliku afli að bíllinn lagðist alveg saman. Bilstjórinn var svo heppinn að hafa skroppið i kaffi meðan þetta geröist. félög í Eistlandi I sveitaþorpum i Eistlandi tiðkast meir siöustu árin að bændur og tæknimenn á sviði búvisinda myndi byggingarsamvinnufélög, og hérfyrir ofan eru dæmi um hús sem byggð eru á vegum þess- ara byggingasamvinnufélaga. Húsin eru breytileg i útliti, en þeim fylgir öllum bilskúr, og i mörgum þeirra er sauna. Verð húsanna eru 15 — 20 þúsund rúblur og greiða menn 30% verðsins i byrjun en 70% á tuttugu árum. Samyrkjubúin greiða 20% kostn- aðarins fyrir þá sem hafa unnið á samyrkjubúi 10 ár eða lengur. (APN) 19. SÍÐAN KLUKKAN 19,35: Byggi nga rsa m vi n n u- David Cassidy, 24ra ára söngvari, sem m.a. kom fram i þættinum „Söngelska fjöl- skyldan” hélt nýlega tónleika i Stokkhólmi við svo gifurleg fagnaðarlæti að helst minnti á bitlaæðið hér fyrr á árum. Yfir 60 lögreglumenn urðu að verja Cassidy og sviðið fyrir ágangi ungmennanna. Fjórar stúlkur slösuðust allalvarlega i stympingunum og voru sendar á spitala. Viötal viö Gunnar Gunnarsson Umsjón: GG og SJ CASSIDY- ÆÐI Stund með Gunnari skáldi Gunnarssyni heitir þáttur, sem fluttur verður i útvarpið i kvöld. Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, flytur erindi um skáldið og verk þess, en einnig ræðir Sigurjón Björnsson við Gunnar, auk þess sem lesnir verða kaflar úr verkum hans. Gunnar Gunnarsson var ný- lega gerður að heiðursdoktor við Háskóla tslands ásamt Þórbergi Þórðarsyni. Þeir skáldbræður, Þórberg- ur og Gunnar, eru svo til jafn- gamlir, báðir halda amk. upp á 85ára afmæli sitt á þessu ári — Gunnar reyndar núna um miðjan mai. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.