Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. maí 1974. Áætlun 1974. Flóabáturinn Baldur h.f. Stykkishólmi, simi 8120 Mánudagar: Timabil 10. júni—30. sept. Frá Stykkishólmi kl. 13. Aætlaður komutimi til Stykkis- hólms aftur kl. 20.30. Fimmtudagur: Timabil 11. júni—-15. ágúst. Frá Stykkishólmi kl. 10. Frá Brjánslæk kl. 14.30. Aætlaður komutimi til Stykkishólms aftur kl. 18. Föstudagar: Timabil 28. júni—6. sept. Sömu timar og á fimmtudögum. Laugardagar: Timabil 8. júni—28. sept. Sömu tímar og á fimmtudögum og föstudögum. Viðkoma er alltaf i Flatey og geta farþegar dvalið þar i um 3 tima á meðan báturinn fer til Brjánslækjar og til baka aftur. Ath. Bflaflutningaer nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkishólmi i sima 93—8120. Frá Brjánslæk hjá Guðmundi Lárussyni, simstöð Hagi. Snæfellingar — ferðamenn Bensin og olíuvörur frá öllum þrem oliufélögunum Esso — BP — og Shell. Sælgæti, tóbak, öl og gosdrykkir. Alls konar ferðavörur. Bensin- og oliustöðin við Aðalgötu Stykkishólmi Húsgagnagerðin ATON Stykkishólmi Rennd húsgögn úr birki Sérhæfing í islenskum húsgagnaiðnaði Auglýsingasiniinn er 17500 movium -------------N STYKKIS- HÓLMUR v___ J Ekki þarf lengi að skoða antik-húsgögn til að sjá hvílík vinna það er við alla arma, fætur, pílára og hvaðeina sem smíðum þessara húsgagna viðkem- ur. Eitt er það fyrirtæki hér á landi sem framleiðir slík húsgögn. Heitir það Aton og er í Stykkishólmi. Það var því ekki svo lítil forvitni hjá okkur að fá að sjá hvernig hægter að reka Aton, eina húsgagna- verkstæöið sinnar tegundar á landinu Spjallað við Dagbjart Stígsson framkvæmdastjóra svona f.yrirtæki með hagn- aði, þar sem við hugðum og þekktum raunar ekki ann- að en að menn handrenndu hlutina íþessi húsgögn. En hér sem annars staðar hef- ur tæknin verið tekin í notkun og það á mjög skemmtilegan hátt. Sá heitir Dagbjartur Stlgsson sem rekur þetta fyrirtæki, hag- leiksmaður einstæður; það sáum við vel þegar hann fór að sýna okkur fyrirtækið og i ljós kom að hann hafði sjálfur smiðað nær hverja þá vél sem nota þarf við að smiða antik-húsgögn. Og raunar er verkstæðinu öllu mjög skemmtilega fyrir komið og ber merki mikils hagleiksmanns og hugvitsmanns. Það fyrsta sem okkur langaði til að vita var hvenær fyrirtækið hefði hafið starfsemi sina. — Það var árið 1969, og þá strax var ákveðið að sérhæfa það I smiði antik-húsgagna sem ekki voru né eru smiðuð annars staðar hér á landi. En til þess að þetta mætti takast varð ég að smiða alla rennibekkina og sérvélarnar sjálfur, handsmiði kom ekki til greina ef fyrirtækið átti að bera sig. Ég lit á þetta sem viðleitni til að framleiða eitthvað sér-islenskt, þjóölegt, og þess vegna höfum við teiknað öll okkar húsgögn sjálfir og notum islenskt birki við fram- leiðsluna. — Og hefur þetta heppnast, að þér finnst? — Já, ég hygg mér sé óhætt að segja það. Nú vinna 20 manns við fyrirtækið. Hér I Stykkishólmi smiðum við og bólstrum alla hlut- ina, en höfum svo samsetningar- verkstæði i Reykjavik, og Jón Loftsson h/f hefur svo einkasölu á framleiðslu okkar. — Er alltaf nóg að gera? — Meira en það, við höfum alls ekki undan að framleiða. — Hafið þið nokkuð farið út i það að flytja húsgögn út? — Nei, og ég tel ekki að það sé grundvöllur fyrir þvi, vegna ó- stöðugt verðlags hjá okkur. Hins- vegar veit ég að húsgögn okkar hafa likað vel erlendis, enda ekki lik neinum þeim húsgögnum sem þar eru seld. En það er verðlagið sem kemur i veg fyrir að hægt sé að flytja þau út. En það er annað sem ég hef oft verið að velta fyrir mér og það er hvort ekki mætti nýta betur islenska hugsun er- lendis. Þar á ég við að hver þjóð hefur sina sérstöðu, sitt sér-ein- kenni á flestum sviðum. Og þetta litla dvergriki hér norður i Dumbshafi hlýtur að hafa margt sem hægt væri að selja erlendis, þótt ekki væri nema vegna sér- stöðu okkar. Þetta hefur eflaust aldrei verið kannað, en ég hef trú á þvi að þetta væri hægt. — Hverskonar húsgögn eru það sem þið framleiðið hér? — Það eru sófasett, borðstofu- húsgögn og vegghúsgögn. — Er ekki erfitt fyrir ykkur að keppa við fiskvinnslustöðvarnar hér um vinnuafl? — Nei, ekki svo mjög. Við bjóð- um uppá þokkalega og stöðuga vinnu allt árið og það eru margir sem vilja það frekar en þá skorpuvinnu sem er i fiskvinnslu- stöðvunum. Hinsvegar vantar hér tilfinnanlega ibúðarhúsnæði. Ef það væri fyrir hendi væri ekki mikill vandi að fá fólk hingað til Stykkishólms. — Nú er töluvért farið að flytja inn af húsgögnum, hvernig stand- ið þið að vigi i samkeppninni við þau? — Ja, við stöndum held ég all- sæmilega enn sem komið er. En það eina sem við getum gert i þessari samkeppni er að auka hagkvæmni i rekstrinum til að mæta henni, og vélvæða okkur betur. Allt efni til húsgagnagerð- ar er dýrara hér á landi en viðast annarstaðar, og þess vegna verða húsgögn okkar dýrari en þau er- lendu nema við gerum eitthvað eða, eins og ég sagði áðan, aukum hagkvæmni i rekstri og vélvæðum okkur betur. Það er ekkert vafa- mál að húsgögn seljast nær ein- göngu eftir útliti og gæðum, burt- séð frá hvað þau kosta,og þess vegna liggur einnig mikið við, að islensk húsgögn séu ekki siðri i útliti en þau erlendu sem við er- um að keppa við. Þá er og enn eitt að nefna: is- lenskur iðnaður sem þarf að keppa við erlendan getur ekki með nokkru móti keppt við fisk- iðnaðinn um vinnuafl hvað kaup snertir. Fiskiðnaðurinn og raunar byggingariðnaðurinn lika býður mikla vinnu og jafnvel yfirborg- anir. Þetta er okkur nær ógerlegt, og þvi er sú þróun sem átt hefur sérstað á vinnumarkaðinum und- anfarin ár mjög alvarleg i okkar augum. Og þá er enn eitt að nefna i þessu sambandi: Það er mjög erfitt að stjórna fólki þegar svona mikil spenna er á vinnumarkað- inum. Fólk segir einfaldlega: — Ég fer þá bara — og gerir það, enda allsstaðar hægt að fá vinnu. Ég er ekki að halda þvi fram að það þurfi að vera einhver atvinnuleysis-grýla yfir fólki, en einhver lágmarksstjórnun verður þó að vera á hlutunum. En að öllu athuguðu held ég að islenskur húsgagnaiðnaður standi ekki svo mjög illa enn sem komið er, hvað sem verður. —S.dór MINNINGARSPJÖLD MINNINGAKSJÓÐSÍ ÍSLENSKRAR ALÞÝÐU UM Sigfús Sigurhjartarson fást á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins Grettisgötu 3 og Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. SENDíBÍLAsrÖÐlNn Duglegir bílstjórar Lausasölu- verð 35 krónur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.