Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mai 1974. Lundi (Ijósm. Grétar Eiríksson). Fugla- skoðunar- ferð til Suður- nesja A morgun, sunnudaginn 19. mai, efnir Fuglaverndunarfélag islands til fyrstu ferðar sinnar á árinu til Suðurnesja. Verður fyrst ekið að Garðskagavita og gengið þaðan suður með ströndinni. Eftir nokkra dvöl þar verður haldið til Sandgerðis. A ströndinni milli Garðskaga og Sandgerðis er venjulega mikið fuglalif um þessar mundir, og oft má búast þar við sjaldgæfum fuglum, sem flækst hafa hingað til lands. Frá Sandgerði verður ekið til Hafna og staldrað þar við nokkra stund, skyggnst eftir straumönd, sem heldur sig þar i brimrótinu. Siðan verður haldið á Hafnaberg, sem er aðgengi- legasta fuglabjarg fyrir ibúa höfuðborgarsvæðisins. íbúar þessa fallega bjargs eru nú allir sestir þar að og undirbúningur hafinn að vorverkunum. t Hafnabergi má sjá allar bjargfuglategundir landsins nema haftyrðilinn. Af bjarg- brúninni má sjá til Eldeyjar, þar sem þusundir súlna halda sig. Þær sjást einnig fljúgandi nálægt bjarginu. Þá má einnig sjá skrofuna og fleiri fugla, sem for- vitnilegir eru. Frá Hafnabergi verður haldið að Reykjanesvita og skoðaður þar silfurmáfur. Siðan verður ekið heim um Grindavik og hugað að fugli á þeirri leið. Lagt verður af stað frá Búnaðarfélagshúsinu við Tjörnina (við hliðina á Iðnó) kl. 10 árdegis. Aætlaður komutimi til Reykjavikur er kl. 7 siðdegis. Farseðlar verða seldir við bilana og kosta 700 kr. fyrir fullorðna og 350 kr. fyrir börn á skólaskyldu- aldri. Gott er að hafa með sér kiki, og þeir sem eiga Fuglabók Almenna bókafélagsins, ættu að hafa hana meðferðiS. Leiðsögumenn verða tveir, mjög vel kunnugir fuglalifi Suðurnesja. Forseta« hjónin til Danmerkur Forseti lslands, dr. Kristján Eldjárn, og kona hans héldu til Danmerkur föstudaginn 17. þ.m. og koma heim aftur þriðjudag 21. Er förinni heitið til Odense, þar sem forsetinn mun verða sæmdur heiðursdoktors- nafnbót á hátið Odense-háskóla. Á þessari samkomu verða Mar- grét Danadrottning og Henrik prins, ennfremur Ingrid drottn- ing. Forseti Islands mun flytja stuttan fræðilegan fyrirlestur um efni sögulegs eðlis, og verður þetta liður i dagskrá hátiðarinn- ar. Mynd: Francisco Goya y Lucientes KENJAR Mál: Guðbergur Bergsson 42. Þú sem ert vanmegnugur Á frumteikningunni, sem dregin er með rauðum vatnslit, virðist maður- inn, burðarjálkurinn til vinstri, stynja annað hvort af þreytu eða unaði yfir þeim heiðri, að hann skuli fá að burð- ast með asna á bakinu. Hins vegar bera mennirnir á koparstungunni asn- ana sina blindandi. Það eru þess vegna asnarnir, en ekki mennirnir, sem ráða ferðinni. Þannig eiga þjóðfélögin að vera! „Vinnandi stéttir þjóðfélagsins bera allan þunga þess. Þær bera hina sönnu asna á herðum sér”, segir A-handritið. Og L-handritið er þessu sammála, og svo mun vera um fleiri. Athyglisvert er, að maðurinn, sem stendur framar á myndinni, ber á herðum sér miklu virðulegri asna en hinn maðurinn. Hann er auðsýnilega lika miklu fátækari, en á andliti hans er þó minni þjáning, þótt asninn keyri hann sporum. Sá betur búni, sem ber öllu smávaxnari asna, virðist stynja undir þunganum. Asnarnir eru hinir reisulegustu og sperra eyrun og hlusta eftir hverju hljóði. Hlustunarstöðvar þeirra eru efalaust einstaklega næm- ar, liklega eins næmar og radarkerfin. Svo eru asnarnir svo stroknir og spengilegir, að þeir gætu verið eitt- hvað kynbættir. Þeir minna á veð- hlaupahesta. Og annar þeirra ber um hálsinn blómfléttu, kannski nýkominn úr kappreiðum. Það er ekkert lubba- legt við þessa asna, eins og við asna yfirleitt. Hvaða asnar tröllriða alþýðunni? Finnska Tila-leikhúsið sýnir á íslandi: Heldur syng ég en græt Leikrit byggt á fangelsisdagbók Hó Sí Míns í næstu viku kemur til Is- lands finnski leikflokkur- inn Tilateatteri (Tila -leikhúsið). Flokkur- inn sýnir í samkomusal Norræna hússins mánudag 20. mai kl. 20:00. Síðan verður farið til Isafjarðar/ Akureyrar, Húsavíkur og ef til vill viðar. Gefist ráð- rúm til, verður síðasta sýn- ing flokksins hér að þessu sinni í Norræna húsinu, og verður það á laugardaginn 25. maí kl. 16:00. Verkið, sem sýnt verður, er byggt á skáldskap Hó Sji Mins, dagbók i ljóðformi, sem hann skrifaði i fangelsisvist sinni i Kina á fimmta tug aldarinnar. Nefnist verkið „Heldur syng ég en græt” og lýsir lifi fangans, hinu tilbreytingarlausa og vana- bundna, og einstökum áhrifa- miklum viðburðum. Tilateatteri var stofnað árið 1967, hefur notið rikisstyrks (rá 1968. Leikflokkurinn hefur ver\ð atvinnuleikflokkur frá 1971 og et aðili að samstarfsstofnun at- vinnuleikara i Finnlandi. — Æfingasalir og skrifstofa flokks- ins eru i Helsinki, en hann efnir til sýninga um allt Finnland, i skól- um, bókasöfnum, iistasöfnum, á sjúkrahúsum og barnaheimilum. „Heldur syng ég en græt” var frumsýnt 1973 og hefur verið sýnt viða i Finnlandi, Sviþjóð, á al- þjóðalistahátiðinni i York á Eng- landi og þættir úr þvi voru sýndir i Monaeo á IATA-ráðstefnu. Nor- ræni menningarsjóðurinn veitti Atriöi úr sýningu Tíla-leikhussins flokknum ferðastyrk nú á þessu ári til að fara leikför til Danmjfrk- ur, Færeyja og tslands, og þaBhig var kleift að koma hingsð. Sýningin byggir á heild- artjáningu, þ.e. atvikunum er lýst með likamshreyfingum, tali, söng og látbragðslist. Textar ljóðanna eru fluttir á finnsku, en sögumaður, litil vietnömsk stúlka, talar á sænsku. Leikstjóri er Katri Nironen, leikendur eru fjórir,og flutningur verksins tekur um eina klukkustund Aðgöngumiðar að sýningunni i Norræna húsinu verða seldir i kaffistofunni eftir hádegi samdægurs. Frá Sjálfsbjörgu Æskulýðsmót bandalags fatlaðra á Norðurlöndum verður haldið að Flúðum Hrunamannahreppi dagana 6.til 14.júni n.k. Nánari upplýsingar um mótið eru veittar á skrifstofu Sjálfsbjargar Laugavegi 120, simi 25388. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.