Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mai 1974. LEIF NORMAN ROSSE GULL- HANINN Ég stend bakvið gluggatjaldið og horfi á eftir elsta syni minum. Þrir kampavinstappar i svartri silkisnúru toga rauða höfuðbún- aðinn langt niður á hnakkann, dularfull tákn sjást á bakinu og nú lyftir hann bambusspjótinu og svarar kalli vinanna sem komnir eru að sækja hann: „Sjikkelakke, sjikkelakke, sjd, sjd, sjo.” Hægt silast örþreyttur Fordinn upp veginn, ég sé rauðan dil hverfa i beygjunni, en ég heyri köllin lengi á eftir. Það fer hrollur um mig og ég skrið aftur upp i rúm. Kristian, besti vinur minn og ferðafélagi i mörg ár, allt sem við höfum talað um og rætt, allt sem hann hefur spurt um...Nú spyr hann ekki lengur, pabbi er ekki lengur hinn alvisi sem hann ber vandamál sin undir, sem aðstoð- ar við lexiurnar og útskýrir það sem er nýtt og framandi. Hann veit allt miklu betur sjálfur. Sá gamli hefur ekki einu sinni stúdentspróf, bara vesalt gagn- fræðapróf aftan úr fornöld. Notalega spjallið er úr sögunni, Kristian má ekki lengur vera að sliku. Bograr yfir bókunum þegar hann er heima og þýtur af stað á einhvers konar fundi þegar búið er að afgreiða lexiurnar. Það leif- ir ekki af þvi að hann svari mér, þegar ég spyr hvernig gangi. Og hann er ósammála öllu sem ég segi, alltaf andhverfur. Jæja, það fylgir aldrinum ég skil það svo sem og það verður að hafa það. Það sem hryggir mig og veldur mér áhyggjum er litilsvirðingin sem hann sýnir. Hann skammast sin fyrir mig, fyrir fjölskylduna og heimilið okkar. Þessi klika sem hann er farinn að umgang- ast, þessir forstjórasynir og lækn- isdóttirin og útgerðarmannssón- urinn og hinir... þetta eru sjálf- sagt prýðisunglingar. Eg hef ekki hitt þá, Kristian kemur aldrei með þá heim, en ég hef enga á- stæðu til að efast um að þetta sé ágætis fólk. Samt sé ég eftir þvi að við skyldum flytjast i þetta hverfi. Við erum of nærri auð- mannahúsunum. Hann var i stúdentagiidi um daginn hann Kristian, einu af mörgum. Það var haldið hjá rika verksmiðjueigandanum i stóra húsinu sem er nánast eins og dá- Htil höll þarna á hæðinni, og við matinn næsta dag fengum við lýs- ingu á þvi. Allt hafði verið svo fullkomið, það var still yfir heimilinu, menningarblær mátt- um við vita. Sérlega hrifinn var hann af öllum andlitsmyndunum, hinar elstu frá þvi um 1700, af karlmönnum i einkennisbúning- um og með orður á brjósti, kopur i stásskjólum og með (jýrindis skartgripi — sem tákn um dýr- lega fortið ættarinnar. —Erik á forfeður, skiljið þið, sagði sonur minn og leit fyrirlitlega á brúðar- myndina af afa og ömmu. Ég reyndi að útskýra fyrir hon- um að allir ættum við forfeður, allir værum við af ætt. En hann hnussaði bara: — Afi var prentari, rétt eins og þú, hann byrjaði með tvær hendur tómar og gekk bara i barnaskóla, þú hefur sagt það sjálfur. Og ætt... við eigum enga. Þú átt alls enga frændur, og fjöl- skyldan hennar mömmu, þessir bændur i Hallingdal... Manstu þegar Lars frændi kom siðast til bæjarins og við fórum með hon- um I leikhúsið og hittum Mettu og Petter? Þegar Lars frændi þurfti að komast á klóið. Og gleymd eru öll dásamlegu sumrin á býlinu hjá Lars frænda. Einu sinni var hann hetja, bæði I augum Kristians og Tullu og Hansa litla. Enginn var eins snjall að aka heyvagni yfir mjóu brúna og Lars frændi, enginn var eins fljótur að rýja og hann, eng- inn var jafnvænn og hjálpsamur og góður. Allt sem þeim lá á hjarta þegar ég kom og sótti þau i lok leyfisins, gráturinn þegar Ragnhildur frænka faðmaði þau að skilnaði og þau vissu að það var heilt ár þangað til næst... allt var þetta gleymt. Lars frændi er ekki nógu finn fyrir þennan unga son minn. Auðvitað ætti ég að taka létt á þessu og hlæja að þessari ungu höfðingjasleikju sem skiptir fólkinu i flokka eftir menntun og stöðu. En ég get það ekki, ég er dapur og niðurdreginn, finnst ég hafa brugðist sem faðir. Það er svo margt sem mig langar að segja viðKristian, reyna að koma honum i skilning um, en það verð- ur að biða. Hann verður að fá að njóta þessa timabils, þessi fagri maimánuður á að vera vorið hans, sem hann getur minnst með ánægju. Og meðan ég ligg hérna rifiast upp fyrir mér annað vor, malmánuður fyrir þrjátiu árum. Þá var ég sjálfur á hans aldri, en það stóð enginn rússabill fyrir ut- an hliðið og enginn beið eftir mér þegar ég kom heim. Ég fæ aðra hugmynd um leið, svarta silki- snúran með kampavinstöppunum hefur komið henni inn hjá mér. Eftir tvo tima kveður rauða herópið gegnum bæinn, en ég verð ekki i fagnandi skaranum sem ýtir undir það. Ég ætla ekki að horfa á son minn i hlægilegum trúðsbúningnum dansa striðs- dans eftir aðalgötu bæjarins og öskra óskiljanleg orð til áhorf- enda. Konan min má vel standa þar með tárvot augu af stolti til að sjá glitta i fyrsta stúdentinn i fjöl- skyldunni, sjálfur ætla ég að vera heima. Ég,þarf að nota morgun- inn til annars. Jæja, þar byrjar hávaðinn, datt mér ekki i hug. Hansemann verð- ur auðvitað að æfa sig á hornið, hann á að leika i lúðrasveitinni. Auglýsing um deili- 0 skipulag í Keflavík Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar til- kynnist þeim, sem hlut eiga að máli, að tillaga um deiliskipulag ibúðasvæðis norð- an Vesturgötu i Keflavik verður til sýnis á skrifstofu byggingafulltrúa, Mánagötu 5, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar aug- lýsingar. Athugasemdum við tillöguna skal skilað á sama stað eigi slðar en 8 vikum frá birtingu auglýsingarinnar. Það skal tekið fram, að þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Keflavik, 16. mai 1974. Bæjarstjórinn i Keflavik. Og ég heyri konuna mina ræða ákaft við Tullu, það er i sambandi við klæðaburð. Það er of ónota- legt til að vera kápulaus, auk þess gæti komið rigning Já, auðvitað er ónotalegt, það er alltaf ónotalegt sautjánda mai, að fólk skuli aldrei læra það. Það er ónotalegt og regn á næsta leiti. Það vekur skelfingu þegar ég segist ekki ætla að koma með að horfa á skrúðgönguna. — Þú get- ur- ekki verið heima i dag, Fred- rik, segir konan min. — Hvað heldurðu að Kristian hugsi, hann sem er stúdent og allt það? Og ég lýg samviskulaust að ég sé ekki vel friskur, slæmur i maganum i og i höfðinu. Með svima og ógleði og vellu: best að liggja i rúminu, i bili að minnsta kosti. 1 raun og veru er ég með ákveðna áætlun i huga. Og þegar yngstu börnin eru komin af stað og konan min farin út til að tryggja sér æskilegt stæði við Karl Jóhann i tæka tið, fer ég fram úr, fer i gamla sloppinn minn og næ I lykilinn. Svo opna ég skápinn I þunga skrifborðinu sem pabbi átti i gamla daga, hann er troðfullur af hlutum sem ég nota aldrei, og allra innst finn ég það sem ég er að leita að: upplitaðan, rauðan kassa, gamalt bókahylki, sem svart silkiband er bundið um. Ég er dálítið skjálfhentur þegar ég fjarlægi bandið og opna kass- ann. Og þarna liggur það — sum- arið þrjátiu og sex — sumarið . þegar allt hrundi i rúst i kringum mig. 1 snyrtilegum litlum pökk- um með nótum og bréfum og myndum sem ég hef ekki snert i þrjátiu ár. Og sem ég sit hér i einsemd minni og les og endurlifi, styrkist ég i trú minni. Þvi að hér er skráð margt af þvi sem ég vildi gjarnan segja syni minum, eins og ég skildi það sem ungur maður og túlkaði reynslu mina i þá daga. Ef til vill getur það lika haft þýðingu fyrir son minn. Ég ætla að hrein- rita þessar nótur minar og gera úr þeim smábók. I öll þessi ár hef ég prentað þúsundir bóka um aðra og eftir aðra, nú ætla ég að prenta bókina um það sem kom fyrir sjálfan mig þessa löngu sumarmánuði, og Kristian á að fá hana. Það þýðir ekki að tala milli kynslóða; fimmtugur maður talar ekki sama mál og nitján ára ung- lingur. En i blöðunum fyrir fram- an mig er það ungur maður sem talar sitt eigið mál, ég sjálfur á sama aldri og Kristian er núna. Og ég ætla ekki að bæta neinu við eða draga neitt frá. Kristian á að fá þetta allt yfir sig eins og ég gerði það þetta furðulega sumar — að svo miklu leyti sem það er unnt. Það varð skriðufall i kröppum vesturlandsdal það ár. Blöðin skrifuðu mikið um slysið, ég komst að þvi seinna. Ég las þau ekki, ég lá á sjúkrahúsi... ' Galopinn stóð glugginn og rykkti i gluggajárnið og mild kvöldgolan barst inn i herbergið ogstraukst svalandi um enni mitt. Ég horfði upp i himininn lagt uppi, þar sem mikill risamunnur blés fram hvitum skýjum og breytti þeim i verur. Skuggarnir á hvitu loftinu urðu lika að verum og daufgrænir dilarnir á veggn- um gegnt rúminu, hrukkurnar á verinu, allt sem ég festi auga á. Og ef ég lokaði þeim voru verurn- ar þar lika, jafnbráðlifandi og ég heyrði rödd mömmu með banda- .riska hreimnum sem hún gat aldrei losnað við: — Við skulum stansa hjá fossinum þarna, hér er svo fallegt. Sæktu mér lögg af þessu ferska vatni, Fredrik. ösköp hversdagsleg orð, ekki þess virði að leggja þau á minnið, ef það hefðu ekki verið siðustu orðin sem hún sagði. Aður en beljandinn ofanúr fjallinu yfir- gnæfði fosshljóðið, áður en skrið- an skall á bilnum, áður en mamma hrópaði — þetta æðis- lega hróp um leið og allt sortnaði, — illur draumur sem ég myndi aldrei vakna af. — Það er hreinasta undur að þú skulir vera á lifi. Lækninum skjátlaðist. Það varekkert undur, það var misskilningur. Hvað hafði ég að vilja hér, aleinn? Ég hefði áttað verða þeim samferða; nú var enginn til i öllum heimin- um sem ekki stóð á sama um mig. Jarðarförin hafði farið fram með- an ég lá hér meðvitundarlaus, legsteinn með tveim nöfnum i Laugardagur 18. mai 7.00 Morgunutvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Oddný Thorsteinsson heldur áfram að lesa „Ævintýri um Fávís og vini hans” eftir Nikolaj Nosoff (24) Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl.9.30 Léttlögá milliatriða. óska- lög sjúklinga kl. 10.25: Borghildur Thors kynnir 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Létt tónlist Louis van Dijik og trió hans, Stan Getz o.fl. leika. 14.30 tþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 15.00 tslenzkt mái Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 15.20 F.ramhaldsleikrit barna og unglinga : „Þegar felli- bylurinn skall á” eftir Ivan Southall Sjöundi þáttur. Þýðandi og leikstjóri: Stefán Baldursson persónur og leikendur: Palli/ Þór- hallur Sigurðsson, Addi/ Randver Þorláksson, Fanny/ Þórunn Sigurðar- dóttir, Gurrý/ Sólveig Hauksdóttir, Maja/ Helga Jónsdóttir, Hannes/ Þórður Jón Þórðarson, Sögumaður/ Jón Júliusson. 16.00 Fréttir. 16.15. Veðurfregnir. TIu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Laugardagslögin. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Stund með Gunnari skáidi Gunnarssyni Sveinn Skorri Höskuldsson flytur erindi um skáldið og verk þess. Sigurjón Björnsson ræðir við Gunnar, og lesnir verða kaflar úr verkum hans. 21.15. Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 13.00 Bæjarmáiefnin Umræð- ur I sjónvarpssal i sambandi við bæja- og sveitastjórna- kosningarnar, sem fram eiga að fara 26. mai næst- komandi. I þessum þætti ræða frambjóðendur frá Akureyri og Hafnarfirði um sjónarmið sin i bæjarmál- um, og hefur hvor hópur tvær klukkustundir til um- ráða. 17.00 Jóga til heilsubótar Myndaflokkur með kennslu I jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 17.30 iþróttir Meðal efnis er mynd frá ensku knattspyrn- unni og myndir og fréttir frá fþróttaviðburðum innan lands og utan. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili Breskur gamanmynda- flokkur. Allar vildu meyjarnar eiga hann Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Ugla sat á kvisti Þessi ugla verður sú siðasta að sinni, og er hún helguð gamanvisnasöngvurum og hermikrákum, sem verið hafa fólki til skemmtunar á liðnum árum. Meðal gesta i þættinum eru Árni Tr.yggvason, Jón B. Gunn- laugsson, Karl Einarsson og Óm ar Ragnarsson. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.40 Tiu litlir Indiánar (And then there Were None) Bandarisk sakamálamynd frá árinu 1945, byggð á sög- unni „Ten little Niggers” eftir Agöthu Christie. Leik- stjóri Rene Clair. Aðalhlut- verk Barry Fitzgerald, Walter Huston og Judith Anderson. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Tiu gestum er boðið að koma i heimsókn til fjarlægrar eyjar. Enginn þeirra þekkir gestgjafa sinn, og gestirnir þekkjast ekki heldur innbyrðis. Ekki hefur fólkið lengi dvalið á eynni, er dularfullir atburð- ir taka að gerast, og gestirnir hverfa sporlaust hver af öðrum. 23.20 Dagskrárlok Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu úrvali. Jasmin Laugavegi 133 t-fö Bóklialdsaóstoö með tékkafærslum rlBÚNADARHANKINN VQ/ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.