Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mal 1974. UOBVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgcfandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: .Gióur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson, Ritstjórn, afgreiósia, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) rPrentun: Blaóaprent h.f. JREYKVÍKINGAR ERU LÝÐRÆÐISSINNAR Fyrir siðustu borgarstjórnarkosningar stærðu ihaldsmenn sig mjög af þvi.að þeir hefðu malbikað allar götur borgarinnar. Var það helsta kosningablómið, kallað svört bylting i Morgunblaðinu. Svarti byltingarmaðurinn var Geir Hallgrims- son. Nú hefur komið fram hvers eðlis svarta byltingin hefur verið. 1 skýrslu gatnamálastjóra um skemmdir á götum borgarinnar 1973 segir m.a. orðrétt: „en burðarþolsvandamálið er aðkallandi, enda ekki látið sitja i fyrirrúmi meðan verið var að rykbinda bæinn sl. áratug.” Það er sjálfur gatnamálastjóri sem segir þarna fullum fetum að svarta byltingin hafi verið rykbinding; eftir sé að fram- kvæma varanlega gatnagerð i borginni. Þarna viðurkennir einn af trúnaðarmönn- um Sjálfstæðisflokksins að hér hafi aðeins verið um kosningablæju að ræða. Það mun kosta borgarbúa hundruð miljóna að gera við göturnar. Svarta bylt- ingin var plat. Fyrir þessar borgarstjórnarkosningar stæra ihaldsmenn sig af þvi.að þeir vilji gera allt grænt. Hefur verið gengið svo langt að Landspitalinn hefur verið jafnað- ur við jörðu samkvæmt kortum byltingar- mannanna. Með þessari grænu kosninga- blæju gerir Sjálfstæðisflokkurinn tilraun til þess að breiða yfir raunverulegt andlit sitt. Hann reynir að fá borgarbúa til þess að halda að hann vilji i rauninni það eitt i borgarstjórn Reykjavikur að þjóna hags- munum allra Reykvikinga. En þegar til verkanna kemur er Sjálfstæðisflokkurinn i borgarstjórn fyrst og fremst að þjóna eigin flokkshagsmunum. Græni byltingar- maðurinn Birgir ísleifur er að reyna að breiða yfir feysknar spillingarrætur valdakerfis Sjálfstæðisflokksins. Rétt fyrir kosningar reynir Sjálfstæðis- flokkurinn að gera sig dýrlegan með þvi að mála yfir ásjónu sina með svörtum lit- um og grænum. Hann reynir að láta lita svo út að hann hafi allt i einu áhuga á heilsugæslustöðvum i borginni; — en allir sem vita vilja mega muna að borgarfull- - trúar Alþýðubandalagsins hafa áratugum Alþýðubandalagið hefur lagt til að stofnaðar verði hverfastjórnir sem kosnar verði með beinni kosningu; semsé að valdið verði fært út til fólksins. 1 sambandi við þetta er fróðlegt að rifja upp hvaða fólk það er sem Sjálfstæðisflokkurinn læt- ur ráða ferðinni i sambandi við skipulags- mál, sem vissulega snerta alla borgarbúa. Kosin er skipulagsnefnd i borgarstjórn, en siðan hafa kaupmenn einir verið kvaddir saman flutt tillögur um heilsugæslustöðv- ar i borginni, en það hefur ekki borið ár- angur, þar til nú 8 dögum fyrir kosningar, að ihaldið tekur við sér! Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins hafa flutt fjöldann allan af tillögum um bættan aðbúnað aldraðra. Núna loksins tekur ihaldið við sér og þá rétt fyrir kosn- ingar. Og þannig mætti lengi telja. Fyrir kosningar er öllu lofað, eftir kosningar er svikið jafnharðan. Valdaskák ihaldsins á grænum reitum og svörtum hefur staðið í hálfa öld. Reyk- víkingar eru orðnir þreyttir á þeirri skák. Reykvikingar eru lýðræðissinnar; þeir skilja nauðsyn þess að skipt verði um i valdastöðum i þjóðfélaginu og eru reiðu- búnir að taka hlutina til endurmats. til samráðs um skipulagsmál. Þegar Austurstræti allt var gert að göngugötu fögnuðu þvi 94% aðspurðra vegfarenda, — en kaupmenn voru á móti, og þess vegna var hluti Austurstrætis lokaður á ný. Þannig eru það kaupmenn sem fá að ráðskast með atkvæði Reykvikinga milli kosninga, sem aðeins er efnt til á fjögurra ára fresti. KAUPMENN RÁÐA SKIPULAGINU Gengisbreyting um 4% til lækkunar gagnvart dollar Mesta gengislœkkun islensku krónunnar var gerð 1960. Þá hœkkaði dollarinn í verði um 133,5% Fréttatilkynning Seðlabanka Islands um gengisbreytinguna fer hér á eftir: „Skráð gengi á Bandaríkjadollar hækkaði i dag gagnvart islenskri krónu um 3,70 kr. og er kaupgengi nú 92,80 kr. hver dollar. Samsvar- ar þetta þvi, að gengi islensku krónunnar hafi lækkað um sem næst 4% gagnvart dollar, en minna gagnvart ýmsum öðrum myntum, sem hafa verið hækk- andi að undanförnu. Ástæðan fyr- ir þessari breytingu er fyrst og fremst sú, að afkoma ýmissa greina sjávarútvegs og útflutn- ingsiðnaðar hefur farið versnandi að undanförnu, bæði vegna hækk- andi tilkostnaðar og verðbreyt- inga erlendis. í opinberum um- ræðum að undanförnu hefur það komið fram hvað eftir annað, að einn liður i nauðsynlegum að- gerðum til að leysa þennan vanda ætti að vera að láta gengi krón- unnar siga niður á við. Hefur þetta skapað óvissuástand um gengi krónunnar, sem virðist hafa ýtt undir spákaupmennsku og aukna gjaldeyrissölu. Af hálfu Seðlabankans hefur þvi verið tal- ið heppilegra að láta gengið nú breytast i einum áfanga um það, sem talið er hæfilegt við núver- andi aðstæður með tilliti til hags- muna útflutningsframleiðslunn- ar. Ætti þessi breyting að gera kleift að halda meðalgengi krón- unnar nokkurn veginn stöðugu á næstunni að öllu óbreyttu. Þessi gengisbreyting hefur i för með sér hækkun hvers banda- rikjadollars i islenskum krónum um 5% miðað við siðustu skrán- ingu dollarans i aprílmánuði sl., en þá var sölugengi dollarans 88,70 kr. Þjóðviljinn hefur tekið saman yfirlit um gengisbreyting- ar krónunnar gagnvart dollara allt frá árinu 1947 og er breytingin sem hér segir — hlutfallstalan sýnir prósentuhækkun i islensk- um krónum frá siðasta sölugengi: 1947 6,50 kr. hver dollar. 1948 9,36 hver dollar. Hækkun dollarans i krónum um 44% 17. mai 1974. BÍLA TR YGGINGAR: 1950 16,32. Hækkun 74%. 1960 38,10. Hækkun 133,5%. 1961 43,06. Hækkun 13%. 1967 57,07. Hækkun 33%. 1971 87,42. Lækkun dollarans um um 0,8%. 1972 97,90. Ilækkun um 12% (gengislækkun knúin fram af Hannibal- istum 1973 92,02. Lækkun doliarans um 8% (meðalgengi ársins). 1974 87,40. (Janúarlok). Lækkun um 2,9%. 1974 85,80 Febrúarlok). Lækk- un doilara um 1,8%. 1974 86,90. (Marsiok) Hækkun dollara um 1,3%. 1974 88,70 (Aprillok). Hækkun um 2,1% 1974 93,20 17. maí. Hækkun um 5%. GLISTRUP BORINN ÞUNGUM SÖKUM KAUPMANNAHöFN 17/5 — P. Lindegárd, málaflutningsmaður danska rikisins, sagðist I dag ætla að fara þess á leit við dómstól að Mogens Glistrup, leiðtogi Fram- sóknarflokksins danska, verði sviptur þinghelgi, svo að hægt sé að höföa mál gegn honum fyrir skattþjófnað, svik og fleira álika. Meðal annars er Glistrup sakaður um að hafa logið til um hlutafé- lög, sem hann er aðili að. Rikis- málaflutningsmaðurinn krefst þess auk annars að Glistrup verði ævilangt sviptur réttinum til þess að starfa sem málaflutningsmað- ur. 37% hækkun leyfð Blaðinu barst á dögunum fréttatilkynning frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu þar sem skýrt var frá þvi að Trygginga- eftirlitið hefði „sent Samstarfs- nefnd bifreiðatryggingafélag- anna bréf, þar sem tilkynnt er, að Tryggingaeftirlitið muni ekki að svo stöddu gera athugasemdir við allt aö 30% hækkun iðgjaida húf- trygginga bifreiða auk hækkunar sjálfsábyrgðar um 50%.” Af þessu tilefni hafði blaðið tal af Erlendi Lárussyni hjá Trygg- ingaeftirlitinu. Hann kvað málin hafa breyst i millitiðinni á þá lund að eftir að athuguð hefðu verið nýjar upplýsingar varðandi þetta mál hefði eftirlitið samþykkt að gera ekki athugasemdir við allt að 37% hækkun iðgjaldanna og væru félögin nú óðum að breyta verðskrám slnum til samræmis við það. Ekki kvað hann liggja fyrir hvort öll félögin notfærðu sér alla þessa hækkun en eins og komið hefur fram I fréttum fóru þau i upphafi fram á 64% hækkun iðgjalda af bifreiðatryggingum. Þar af leiðandi gat hann ekki sagt með neinni vissu um það, hve mikið þau myndu hækka. Hins vegar nefndi hann dæmi af þvi hver hækkunin yrði ef hún yrði I hámarki. Samkvæmt þvi hækkar iðgjald af bifreið i 1. flokki D úr 26.300 kr. á ári I 36 þús- und ef tekin er lágmarkssjálfs- ábyrgð sem var 7.500 kr. Ef hins vegar er tekin 30 þúsund króna sjálfsábyrgð verður iðgjaldið 14.400 kr. en var fyrir hækkun 10.520 kr. 1 þessum flokki eru bil- ar af tegundunum Saab 99. Citroen 19 og Taunus. Iðgjald af tegundinni Volks- wagen 1200 og öðrum svipuðum bilum var fyrir hækkun 15.200 kr. ef tekin var lágmarkssjálfs- ábyrgð sem var 5 þúsund kr. en verður 20.800 kr. og sjálfsábyrgð- in 7.500 kr. Ef tekin er sjálfs- ábyrgð að upphæð 30 þúsund kr. verður iðgjaldið 8.300 kr. en var fyrir hækkun 6.080 kr. Allt gildir þetta fyrir bila þriggja ára og yngri. Hækkunin tók gildi ýmist 1. mars eða 1. mai eftir þvi hvenær gjalddagi tryggingafélaganna er. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.