Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 7
I.augardagur 18. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Nýtt fólk á G -LISTA llelga Sigurjónsdóttir 8. Eyjólfur Kj. Emilsson ncmi. 9. Ragna Freyja Karlsd. sérkennari .10. Kristmundur Ilalldórsson hagræðingarráðunautur 11. Adolf J.E. Petersen verkstjóri. 12. Þórir Hallgrimsson, yfirkennari. í Kópavogi Björn ólafsson. 13. Valþór Hlöðversson, nemi. 14. Hildur Einarsdóttir, húsmóðir 15. Ilalldór Björnsson, ritari Dagsbrúnar. 10. Steinar I.úðviksson, iþróttakennari. 17. Guðbjörg Björgvinsdóttir, húsmóðir Eggert Gautur Gunnarsson. 18. Guðsteinn Þengilsson, læknir. 1*. Eyjólfur Agústsson, járnsmiður. 20. Benedikt Daviðsson, trésmiður. 21. Sigurður Grétár Guðm.ss., bæjarfuiltrúi. 22. Svandis Skúladóttir, bæjarfulltrúi. 1 siðustu bæjarstjórnar- kosningum voru bæjarfulltrú- ar i Kópavogi níu, og hlaut Al- þýðubandalagið þá tvo full- trúa: Svandisi Skúladóttur og Sigurð Grétar Guðmundsson, en þau gáfu ekki kost á sér til framboðs á nýjan leik. Nú hef- ur bæjarfulltrúum verið fjölg- að i 11, og eykur það mögu- leika Alþýðubandaiagsins á að fá þrjá fulltrúa. Ólafur Jónsson sem var i þriðja sæti og löngum hefur átt sæti i bæjarstjórn skipar nú fyrsta sætið á G-listanum. 1 öðru sæti er Helga Sigurjóns- dóttir stud. mag. og er hún eina konan sem skipar öruggt sæti á framboðslista i Kópa- vogi að þessu sinni. t þriðja sæti er Björn Ólafsson verk- fræðingur, sem á sl. kjörtima- bili átti sæti i skipulagsnefnd i Kópavogi. Ungur tæknifræð- ingur Eggert Gautur Gunn- arsson er i fjórða sæti, og Guð- rún Stephensen leikkona er i fimmta sæti. Ólafur Jónsson. Röð manna á G-lista er sið- an eftirfarandi: 6. Asgeir Svanbergsson, kennari. 7. Gerður óskarsdóttir kennari. Rætt við ÓLAF JÓNSSON er skipar 1. sæti G-listans í Kópavogi A íhaldið að fá að braska áfram í Kópavogi? Miklar breytingar urðu að þessu sinni á lista Al- þýðubandalagsins i Kópavogi, er báðir bæjarfull- trúar Alþýðubandalagsins hættu. Ólafur Jónsson, sem var i þriðja sæti, skipar nú fyrsta sætið á G-lista. Blaðið sneri sér til hans og spurðist fyrir um horfur i kosningunum. — Um hvað er mest deilt I kosn- ingunum I Kópavogi? — Þar er mest deilt um verk þess meirihluta sem nokkrir menn úr Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokknum börðu saman eftir siðustu kosningar, og má það teljast eðlilegt umræðuefni þar sem nú er komið að uppgjöri við þá sem hafa stjórnað. Astæðan til þess að nú er deilt nokkuð hart er sú að starfshættir meirihlutans hafa verið næsta ó- venjulegir. Þeir hafa mótast af einstakri ófyrirleitni við fyrri stjórnendur bæjarins og tillits- leysi og ofriki við þá samstarfs- menn sem ekki féllu inn i þá „mafiu” sem öllu hefur ráðið i meirihlutanum. Vegna þeirra vinnubragða sögðu tveir varafulltrúar Fram- sóknar af sér störfum i bæjar- stjórn og einn bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins treysti sér ekki til þess að styðja meirihlutann nema hálft kjörtimabilið. Þegar klika braskaranna sem mynduðu meirihlutann var þann- ig búin að missa meirihluta i bæjarstjórn kom bæjarfulltrúi „FYLGD” I minningu Guðmundar Böðvarssonar Lestin mikla mjakast i sífellu hjá, „ættstofnsins saga, örlög vor stór og smá’ allir sem sólin kyssti. Frjálslyndra vinstrimanna Hulda Jakobsdóttir og lýsti fullum stuðningi við Guttorm og samdi siðan við hann um sameiginlegt framboð og áframhaldandi stuðn- ing við ihaldið næsta kjörtimabil. — En situr valdakiikan áfram við völd eftir kosningar? — Nú er Guttormur oltinn úr sessi. Var fjarlægður i kyrrþey af velsæmisástæðum, og nýju fram- bjóðendurnir hafa ekki þorað að lýsa yfir stuðningi við ihaldið fyr- ir kosningar. Hulda sem nú er i 4. sæti listans hefur hinsvegar itrek- að stuðning sinn við ihaldið, ef hún fær einhverju ráðið. Kosningarnar snúast þvi um það hvort ihaldið á að halda á- fram að braska með málefni bæjarbúa næsta kjörtimabil. — Hvaða mál lcggið þið fram- bjóðendur Alþýðubandalagsins á- herslu á að unnið verði að á næsta kjörtimabili? — Það eru tvimælalaust félags- og skólamál. Þeir málaflokkar hafa verið vanræktir á siðasta kjörtimabili. Það er ekki við þvi að búast að þeir bæjarfulltrúar, sem standa á kafi i einkabraski og lita sömu augum á bæjarmál- in, hafi mikinn skilning á félags- legum vandamálum samborg- anna. Stjórnsýslan og umhverfismál- in verða einnig tekin fyrir eftir kosningar ef við fáum aukin áhrif á gang mála i bæjarstjórn. — Með þér er nú nýtt fólk i framboði á G-listanum? — Bæjarfulltrúar okkar á sið- asta kjörtimabili Svandis Skúla- dóttir og Sigurður Grétar Guðmundsson hætta nú i bæjar- stjórn, vegna annarra starfa sem þau hafa tekið að sér. 1 stað þeirra koma inn i efstu sæti list- ans þau Helga Sigurjónsdóttir og Björn Ólafsson, sem bæði eru ný- liðar i þessu, en hinsvegar gjör- kunnug þeim málaflokkum, sem þar eru mest til meðferðar, hvort á sinu sviði, félags- og skólamál- um og verklegum framkvæmd- um. t næstu sætum eru svo ungir menn, þeir Eggert Gautur Gunnarsson og Asgeir Svan- bergsson, sem raunar er þaul- vanur sveitarstjórnarmaður. Ég hygg mjög gott til samstarfs við þetta fólk i bæjarstjórn, ef bæjarbúar veita okkur það brautargengi i kosningunum að við fáum þar úrslitaáhrif á gang mála. — Hvað vilt þú segja um kosn- ingaliorfur i Kópavogi? — Ég held að allir séu nú sam- mála um það að Alþýðubandalag- ið sé nú i sókn um allt land, og það er góður baráttuhugur i okkar fólki hér. Hinsvegar bregður mér mjög þegar ég skoða kjörskrána og sé þar, að unga fólkið sem hér er uppalið og þekkir best til okkar starfa, flytur burtu þegar það þarf að stofna heimili. Það kaupir ibúðir eða fær leigt i Breiðholtinu eða i blokkum i Hafnarfirði, vegna þess að hér er ekkert leigu- húsnæði og einbýlishúsin eru svo dýr, ef þau eru þá til sölu. - Verðbólgan í OECD-löndum: 12,1% síðustu tólf mánuði PARIS 16/5 — Af tuttugu og fjórum aðildarlöndum Ef nahagssam vinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD) var verðbólga minnst í Vestur-Þýska- landi síðustu tólf mánuð- ina, fram til apríl i ár. Verðhækkanirnar í Vestur- Þýskalandi á þessu tima- bili námu 7,2 af hundraði. Næstbest stóð sig Lúxembúrg með 8,5 af hundraði og þriðju i röðinni -'oru Noregur og Austur- riki með niu af hundraði hvort. I Dunmörku var verðbólgan á þessu timabili 14,1 af hundraði og i Japan stigu prisarnir um hvorki meira né minna en 24 af hundr- aði. Að meðaltali var verðbólgan i OECD-löndum 12,1 af hundraði. Þykir sú útkoma næsta geigvæn- leg, þar eð siðustu áratugina hef- ur verðbólgan i iðnþróuðum rikj- um sjaldan farið vfir þetta 2-4 af hundraði. Þeir stiga úr söðlum hjá túnhliði, taka sér i tröðinni dvalir: Höfum bið, það var hér sem gróðursins drottinn gisti. Og þar er i grasi fagnað til ferðar búnum fráneygum hörpusveini á gángvara brúnum; kvöldskin kvikar á vaungum. Hann slæst i hópinn. Okkur til leiðsagnar er fylgd hans þó vis; fylgd þér og mér. Fylgd. Hvar sem við gaungum. Þorsteinn frá Hamri 48 fórust í árásum Israelsmanna Yfirlicrshöfðingi þeirra liótar frekari árásum BEIRÚT 17/5 — Samkvæmt libönskum heiinildum fórust að minnsta kosti 48 mar.ns og 184 sa'i ðust i loftárás israelsmanna á þorp og palestinskar flótta- mannabúöir i Libanon i gær. Mest varö manntjónið i flóttamanna- búðunnm. Þá fór israelsk vik- ingasveit i þorp og sprengdi i loft upp bús, sem að sögn tsraels- manna var dvalarstaður palest- inskra skæruliða. Mordakai Gúr, yfirmaður ísra- elshers. sagði i gærkvöldi að frek- ari hefndaraðgerðir af hálfu tsra- els kæmu til greina, og vrði þá ráðist að stöðvum skæruliða. Yfirmaður israelsku levniþjón- ustunnar, Slomó Gasit, segir full- sannað, að skæruliðarnir þrir, sem tóku börnin i gislingu. hafi komið frá Libanon. tsmail Famý, utanrikisráð- herra Egypta, sagði i gær. að Arabarikin myndu ekki standa hjá til lengdar ef tsraelsmenn héldu áfram hernaðaraðgerðum gegn óbreyttum borgurum i Libanon. Sagði Famý að árásirn- ar yrðu ekki til annars en að auka á ný sytrjaldarhættuna fyrir Mið- jarðarhafsbotni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.