Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. maí 1974, ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 13 r I Hólminum er það listinn i dag, laugardag, kemur síðasti hluti Snæfellsnes- efnis í Þjóðviljanum, og er að þessu sinni birt efni frá Stykkishólmi. Á lista vinstrimanna í Stykkishólmi, L-listanum, sem Alþýðubandalagið styður, eru þessir menn: L- 1. Leifur Kr. Jóhanness. 2. Hafsteinn Einarsson. 3. Olafur Kristjánsson 4. Valdimar Brynjólfsson 5. Sigurður Ágústss. 6. Einar Karlsson 7. Sveinbjörn Sveinss. Til sýslunefndar: Ingvar Ragnarsson Kristinn B. Gíslas. Félagar BSRB Fá kaupupp- bót greidda frá áramótum Allmargir starfsmenn fengu þriggja flokka hœkkun t síöari hluta samninga BSRB og fjármálaráðuneytisins var al- mennt um tveggja flokka hækkun að ræða og verður sú hækkun greidd frá áramótum. Uppbótin verður sennilega ekki greidd fyrr en um mánaðamótin júni/júli, þar sem varla mun vinnast timi til aö fóðra skýrsluvélar á breyt- ingunum fyrir næstu mánaðamót. Þá á að greiða orlofspeninga i .júnibyrjun, 10 þúsund fyrir hvern fastan starfsmann, þannig að starfsmenn hjá hinu opinbera fá talsverðan aukaskilding á næst- Tæknimenn hækkuðu um 3 flokka t samtali við Ágúst Geirsson, formann Félags íslenskra sima- manna, kom fram að tæknimenn fengju 3ja flokka hækkun, skrif- stofufólk 2ja flokka hækkun og rúmur þriðjungur talsimakvenna hækkaði um 3 flokka, þ.e. úr 11. flokki i 14. flokk. Aðrar talsima- konur hækkuðu um tvo flokka. Agúst sagði að einna erfiðast hefði reynst að hækka þá sem voru I lægstu flokkunum, vegna þess að þeir flokkar fengu lang- mestu hækkunina i desember. 1 samningaumræðum var rætt um 20% þak, en það var ein tillag- an i efnahagsmálafrumvarpinu, sem átti að ræða á þingi, að af- nema kauphækkanir yfir 20%. þannig gat tveggja flokka hækkun neðarlega i stiganum gefið meiv en 20% hækkun i það heila, en þriggja flokka hækkun ofar i stig- anum náði þessu marki ekki. Samninganefnd fjármálaráðu- neytisins reyndi að koma i veg fyrir, að um meiri hækkun en 20% væri að ræða. 1 félagi islenskra simamanna eru rúmlega eitt þúsund félagar. Sjúkra- og þroskaþjálfar hækkuðu um 3 flokka Hrafn Magnússon, starfsmaður hjá Starfsmannafélagi rikisstofn- ana sagði að sjúkraþjálfarar og þroskaþjálfar hefðu hækkað um þrjá launaflokka. Þá hækkuðu sjúkraliðar á geðdeildum um þrjá launaflokkar, en aðrir sjúkralið- ar um tvo launaflokka, en þeir sjúkraliðar, sem hafa hug á að sækja sérstakt starfsþjálfunar- námskeið i sumar, hækka um launaflokk til viðbótar 1. september n.k. og fara þá úr 11. launaflokki i 14. launaflokk. Þá varð umtalsverð leiðrétting á kjörum vitavarða og fangavarða. Tvær nefndir munu starfa að end- anlegri niðurröðun skrifstofu- fólks, og á þvi að vera lokið fyrir 15. júni. Tæknimenn fengu hækk uð laun til samræmis við tækni- menn i öðrum félögum, en eftir er að semja fyrir leikara, og stefnt er að að ljúka þeim samn- ingum i byrjun næstu viku. Háskóla- fyrirlestur Dr. Ruth Patrick, formaður stjórnar Náttúruvisindaaka- demiu Philadelphia i Bandarikj- unum og forstjdri vatnaliffræði- deildar akademiunnar, dvelst á Islandi 19. — 22. mai n.k. á vegum Menningarstofnunar Bandarikj- Dr. Ruth Patrick er ein kunn- asta visindakona Bandarikjanna og hefur verið ráðgjafi yfirvalda i Bandarikjunum um visindaleg málefni, einkum á sviði um- hverfismála. Dr. Ruth Patrick flytur fyrir- lestur á vegum Verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla Is- lands þriðjudaginn 21. mai n.k. kl. 16:15 i Norræna húsinu. Fyrir- lesturinn fjallar um Lifkerfi i ám og vötnum m.a. með tilliti til fiskiræktar og veiða. Kona óskast til að annast kaffihitun og ræstingu á kaffistofu. Þjóðviljinn Skólavörðustig 19. Simi 17500. Vélsmiði og vélaviðgerðir Plötu- og álsmiði Rennismiði Skipasmiði — nýsmiði Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar s/f Smiðjustíg 1 — Stykkishólmi — simi: 8191. Verslunin Þórshamar Aðalgötu 17 Stykkishólmi simi 8310. Kjötvörur — nýlenduvörur Herra- og dömufatnaður Herra- og dömuskófatnaður Samvinnumenn Verslið við ykkar eigin samtök Það tryggir ykkur sannvirði Kaupfélag Stykkishólms Stykkishólmi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.