Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 20
mmi/ml Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Helgar-, kvöld- og næturvarsla lyfjabúða i Reykjavik 17.-23. mai er i Reykjavikur- og Borgar- apóteki. f ' 1 Kvöldsími blaðamanna er 17504 Slysavaröstofa Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Laugardagur 18. mai 1974. DUBLIN: 20 FORUST DUBLIN 17/5 — Að minnsta kosti 20 manns fórust og yfir hundrað særðust i þremur mikl- um sprengingum, sem urðu i Dublin miðri í dag. Sprengjurnar voru i Franskar kosningaspár: Frambjóðend- ur hnifjafnir PARtS 17/5 — Hinni opinberu kosningabaráttu fyrir aðra um- ferð frönsku forsetakosninganna lauk í dag, og er óvissan um úr- slitin meiri en nokkru sinni fyrr. Þeir sem best þykjast til þekkja teija að munurinn á frambjóð- endunum tveimur verði kannski ekki meiri en nokkur þúsund at- kvæði. Samkvæmt úrslitum skoðana- könnunar, sem blaðið L’Aurore birti i dag, fær Giscard d’Estaing 51 af hundraði atkvæða en Mitter- rand 49 af hundraði, en sam- kvæmt úrslitum annarrar könn- unar, sem innanrikisráðuneytið stóð fyrir, verða þeir svo að segja hnifjafnir. Mitterrand nytur stuðnihgs allra vinstri flokkanna, og sigri hann verður það i fyrsta sinn i sögu fimmta lýðveldisins, sem þeir ná völdum i Frakklandi. Sig- urmöguleikar Mitterrands velta einkum á tvennu: 1 fyrsta lagi þvi hve margir gaulistar kjósa hann, en frambjóðandi þeirra, Chab- an-Delmas, tapaði fyrir Giscard d’Estaing i fyrri umferð kosning- anna, og mun talsverð ólund i flokknum út af þvi. 1 öðru lagi geta úrslitin oltið á kosningaþátt- tökunni I löndum Frakka I öðrum heimsálfum, en þar býr um 2,69% kjósenda. Tölurnar frá þeim svæðum liggja ekki fyrir fyrr en á mánudaginn, en kosningarnar fara fram nú um helgina. Alþýðubandalagið G-listinn Selfossi Kosningaskrifstofa G-listans á Selfossi er opin frá kl. 17 til kl. 22 dag- lega. Skrifstofan er i Þóristúni 1, niðri, simi (99)-1888. G-listinn, Hafnarfirði Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði er opin frá kl. 17—22 alla daga. Skrifstofan er að Suðurgötu 7, Góðtemplarahúsinu. Siminn er 53640. Kjördæmisráðið i Austurlandskjördæmi Kjördæmisráð Albýðubandaiagsins i Austurlandskjördæmi heldur fund á Reyðarfirði í dag 18. mai kl. 14. Dagskrá: 1) Stjórn- málaviðhorfið. Frummælendur Lúðvik Jósepsson og Helgi Seljan. 2) Kjör uppstillinganefndar fyrir alþingiskosningarnar. Alþýðubandalagið á Reyðarfirði Kosningaskemmtun G-listans á Reyðarfirði verður I kvöld, laugardag- inn 18. mai og hefst kl. 21. G-listinn Keflavik Kosningaskrifstofan að Tjarnargötu 4 er opin alla daga frá kl. 13 til kl. 23. Simi 3060. Kjördæmisráð Norðurlandi vestra Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins I Norðurlandskjördæmi vestra heldur fund I kvöld, laugardaginn 18. mai kl. 20.00 I félagsheimilinu I Varmahlið. A dagskrá 1. Framboð I alþingiskosningunum. 2. Stjórn- málaviðhorfið. — Stjórnin. Kjördæmisráð Vesturlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Vesturlandskjör- dæmi verður haldinn I Snorrabúð i Borgarnesi sunnudaginn 19. mai nk. og hefst fundurinn kl. 14. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Framboð til alþingis. 3. önnur mál. — Stjórnin. Grundfirðingar Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins I Grundarfirði er i gamla sparisjóðshúsinu. Simi 8731. Borgarnes Kosningaskrifstofan á Borgarbraut 28 er opin virka daga kl. 20—22, um helgar kl. 14—18 og 20—22. Siminn er 7269. þremur bilum, sem lagt hafði verið i miðborg- inni, og urðu sprenging- arnar um það leyti er umferðin var mest. Skömmu siðar fórst einn maður og tuttugu særð- ust i sprengingu i landa- mærabænum Mona- ghan. Ofsahræðsla greip um sig með- al vegfarenda við sprengingarnar i Dublin, en margir þeirra sem fórust voru konur og börn. Mesta sprengingin varð i Talbot Street, en hinar urðu I O’Connel Street, helstu umferðargötu hinnar irsku höfuðborgar, og I South Leinster Street. Þetta er versta hryðju- verkið, sem framið hefur verið i Dublin siðan ógnaröldin i írlandi hófst fyrir fimm árum. Gjábakkavegurinn margumræddi er hér á kortinu merktur meö svörtu striki. Hann liggur frá Þingvallaveginum þar sem hann kemur niður í Almannagjá og þvert yfir hraunið að Gjábakka. Mælingar eru hafnar fyrir Gjábakkavegi Nú er þessi vegur innan þjóð- garðsins og þvi má ekki hrófla við neinu i hrauninu til þessarar vegagerðar. Allt efni i veginn veróur að flytja að. Verður það tekið úr Miðfellslandi og úr Svartagilslandi. Danmörk: Verkfrœðingar þar að störfum i gœr — vegagerðin hefst á mánudag F.tfir að Halldór E. fjármála- ráðherra hafði sagt nei við Gjá- bakk.avegi, sagði ólafur Jóhannesson forsætisráðherra já, og hann ræður og þess vegna voru verkfræðingar Vegagerðar- innar komnir uppi Gjábakka- hraun I gær til að mæla þar fyrir nýja veginum frá Gjábakka, yfir hraunið, að Leiru. Þetta veröur 7 km iangur vegaspotti og veröur lagningu hans að vera lokið fyrir 28. júli. — Er það virkilega hægt? — Okkur er fyrirskipað að ljúka verkinu |á þessum tima og þvi gerum við það, sagði Snæbjörn Jónasson verkfræðingur hjá Vegageroinni er við hittum hann upp við Gjábakka I gær, en þar var hann ásamt Jóni B. Jónssyni verkfræðingi og Þórði Tyrfings- syni tæknifræðingi við mælingar. Byrjað verður á veginum á mánudag og verður byrjað jafnt frá báðum endum. Vegagerða- flokkur frá Selfossi byrjar hjá Gjábakka en flokkur úr Borgar- firði byrjar hjá Leiru. — Þetta bæði tefur verkið og gerir það mun dýrara en ef hægt væri að ýta undirstöðunni upp sitt hvoru megin frájvið veginn, sagði Snæbjörn verkfræðingur en þar sem þetta er innan þjóðgarðsins er vel skiljanlegt að ekki megi hrófla við hrauninu þarna. En án þess að manni kannski komi það við þá verður manni á að spyrja — til hvers er þessi veg- arspotti? —S.dór r Aframhaldandi verkföll KAUPMANNAHÖFN 17/5 — MótmælaverkföIIin gegn hinum nýju sköttum stjórnar Hartlings, sem þjóðþingið hefur samþykkt, héldu áfram i dag. Þó hefur eitt- hvað dregið úr þeim siðan i gær, en þá var giskað á að fjórðungur miljónar danskra verkamanna hefðu lagt niður vinnu. Hinsvegar er uppi orðrómur um að verkföll- in muni magnast á ný á mánu- daginn. Verkfallið hefur haft i för með sér að póstur er sumsstaðar ekki borinn út, sorphreinsun hefur viða lagst niður og séð er fram á skort á bensini og eldunaroliu næstu dagana. Leiðtogar verka- lýðssamtakanna og atvinnurek- enda ræddu ástandið hvorir um sig i dag, og hafa atvinnurekend- ur ákveðið að krefja verkalýðsfé- lögin bóta fyrir verkföll, sem standa lengi. Tveir nýir flokkar með sama nafninu? Lýðrœðisflokksmenn nyrðra afnelta flokksstofn- endum syðra Svo virðist sem unnið sé að stofnun tveggja flokka með nafn- inu Lýðræðisflokkurinn, bæði norðan- og sunnanlands. í gær var tilkynnt formlcga um stofnun flokksins i Norðurlandskjördæmi eystra, en Þjóðviljinn hefur fregnað, að nú um helgina hafi átt að ganga frá stofnun flokks með sama nafni i Reykjavik. Norðan- menn neita hinsvegar að vera i Framhald á 17. siðu. Kópavogur: Kaffikvöld G-listans Alþýðubandalagið i Kópavogi efnir til kaffikvölds n.k. mánu- dag 20. mai kl. 8.30 i Þinghól. Þetta er jafnframt siðasti liðsfund- ur stuðningsmanna G-listans i Kópavogi til undirbúnings bæjar- stjórnarkosninganna. G-listinn hvetur allt stuðningsfólk til að koma þetta kvöld i Þinghól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.