Þjóðviljinn - 24.11.1974, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1974.
BOÐORÐ
fyrirkonur
Umsjón: Vilborg Haróardóttir
Eftirfarandi tiu boöorö fyrir
konur eru tekin úr blaöi norskra
baráttukvenna fyrir kvenfreisi og
jafnrétti „Sirene”:
1. Þú skalt eigi guöi hafa, sem
gera þig smáa og
óörugga.
2. Þú skalt eigi misnota sjálfa þig
sem konu.
3. Halda skaltu hvíldardaga, en
hvildu þig ekki í hjónabandinu til
aö komast hjá ábyrgð.
4. Heiðra skaltu föður þinn og
móður, en láttu ekki notfæra þig
sem konu til að bera meiri ábyrgð
á velferö þeirra en bræður þinir
bera.
5. Þú skalt deyða úreltan hugs-
anagang og fordóma.
6. Gangir þú i hjónaband skaltu
eigi gjöra þaö til að láta sjá fyrir
þér. Virða skaltu og hafa i heiðri
bæði sjálfa þig og eiginmann þinn
sem jafngildar manneskjur og
deila meö honum skyldum og
ánægjuefnum.
7. Þú skalt eigi stela, umfram allt
ekki sjálfsvitund annarra
kvenna.
8. Þú skalt eigi ljúgvitni bera,
allra sist um hamingju þina sem
kúguð kona.
9. Þú skalt vinna eftir mætti og
krefjast góðra launa fyrir störf
þln.
10. Girnstu gjarnan karlmenn, en
aöeins karla sem virða þig sem
manneskju.
ÞRIÐJA STÉTTIN
TÆKJB
Pólitiskar myndir geta verið fleira en teikningar og Ijósmyndir eins og Hildur Hákonardóttir vefari
sannar meö mörgum mynda sinna. Sú sém hér birtist var á sýningu á norrænni vefjarlist I Norræna
húsinu Isumar, en þar skáru þær Hildur og Maria og Adiercreuts frá Sviþjóö sig úr meö sterkum ádeilu-
myndum.
-
Og jafnvel
föngulegar konur
Ungt fólk, konur eða „jafn-
vel konur”, svo vitnað sé til
fleygra orða eins alþingis-
mannsins, eru oft nefnd þessa
dagana i sambandi við lands-
þing stjórnmálaflokkanna og
keppist hver flokkur — og
málgögn þeirra — við að eigna
sér sem mest af svonalöguðu.
Bæði Alþýöublaðið og Timinn
hafa margsinnis getið sér-
staklega „unga fólksins”, sem
aldrei hefur verið fleira á
flokksþingunum, og „kvenn-
anna”, sem létu að sér kveða.
Timinn hafði m.a.s. svo mikið
við að festa „hinn föngulega
hóp” á mynd ásamt flokksfor-
manninum. 1 textum með
öðrum myndum frá flokks-
þingunum er annars aldrei
neittum fegurö og fönguleika,
aðeins talað um „þing-
fulltrúa”.
Nú hefði mátt ætla að kven-
þjóðin fylltist fögnuði yfir
þessari sérstöku athygli, sem
hún hlýtur á sviöi stjórnmál-
anna. En þetta eru vanþakk-
lætisskepnur. Fjöldi kvenna
hefur haft samband við Belg-
inn t.d. og heimta þær aö kon-
ur séu meðhöndlaðar einsog
aðrir, „venjulegir þingfulltrú-
ar” og vilja ekki sjá talað um
þær einsog einhverja furðu-
fugla, sem óvart hafi villst
inná hrafnaþing uppá punt
(þetta,,friða lið”, „föngulegur
hópur”). Hinsvegar segjast
þær biða eftir að sjá viljann i
verki: eölilegra hlutfall
kvenna i forystusveitum
flokkanna og trúnaðarmanna-
stöðum þar.
ORÐ
í
BELG
Afgreiðslumaður
sem siðar gæti tekið að sér ver^unar.
stjóm óskast i viðtækja og he.mihstækia
Verkamenn óskast
strax
Húsvörður
Húsvórður sem jalnframt er meðhjálparr 8
Atvinna —
Bifvélavirkjar
Bifvélavirkjar óskast strax Gott kaup
Verkamenn óskast
við timburstóflun og fleira. Uppl. hjá
Vélgæzla —
Vélvirkjun
Vilium ijða mcnii Iil vélua-/lusi.i'(a ' vaMav.ivt i at.k m
Bifvélavirkjar
Óskum eftir að ráða bifvélavirkja nú þeg-
ar. Góð laun i boði. Nánari uppl veitt.ir
/ II. vélstjóra
og háseta
vantar á bát. sem er að hefja netaveiðar.
Háseta vantar
á m.b. Þórir GK 251, sem veiðir í troll.
Trésmiðir
/iSterkara" kynið
sendir tóninn
Hér kemur bréf frá nátt-
trölli, sem ég ætla að láta les-
endum eftir að svara og býst
við, að tónninn verði sendur til
baka:
„Það dugar vist ekki annað
en að titla ykkur þessar rauð-
sokkur „herra”, þar sem þið
virðist skammast ykkar fyrir
ykkar eigið kyn og viljið endi-
lega að „maður” standi aftan
við öll ykkar starfsheiti. En
hvað um það. Mér datt i hug
að senda meðf. siðu úr Mogg-
anum, þar sem auglýst er eftir
fólki til starfa. Nú ætti herra
blaðamaður V.H., sem berst
fyrir jafnrétti karla og
kvenna, að kanna hve margir
kvenmenn hafi sótt um þau
störf, sem ég hef krossað við.
Ætli svarið yrði ekki: Enginn.
Júf einfaldlega vegna þess að
kvenfólk hefur ekki burði til að
stunda slik störf. Þessvegna
þýðir ekkert að vera að gaspra
um jafnrétti kynjanna, þvi að
það er lögmál lifsins, að kven-
veran jafnt I æðra dýrarikinu,
sem i hinu óæðra, er fyrst og
fremst til þess sköpuð að geta
af sér afkvæmi og annast upp-
eldi þeirra. Vilji þær vinna að
öðrum störfum, eru þeim þau
takmörk sett, að aðeins létt-
ustu og litilmótlegustu störfin
eru við þeirra hæfi. Þessvegna
eru þær einkum við sima-
vörslu, vélritun, skúringar,
matreiðslu o.þ.h..
Að lokum þetta sigilda heil-
ræði i dálitið breyttri mynd:
Rauðsokka og annar kvenpen-
ingur: Haltu þér við leistann
þinn.
JL.
Einn af sterkara kyninu”.
Belgurinn er opinn fyrir
svör, en að þvi leyti, sem bréf-
ritari beinir orðum sinum til
min persónulega get ég sagt
honum, að ég þarf ekki einu-
sinni að gera könnun á þvl hve
margar konur hafi sótt um
þessi störf, ég veit það án
rannsóknar að þær eru fáar
Óskum að ráða nokkra trésmiði í inni-
Trésmiðir —
Verkamenn
Trésmiðir óskast í mótauppslátt i Mos-
fellssveit, einnig verkamenn. Fæði é
staðnum. Upplýsingar í síma 33395 eftir
eða engin. Á sama hátt veit ég
að áreiöanlega hefur enginn
karl sótt um atvinnu, sem
auglýst var á þessari sömu
siðu fyrir „stúlkur” eða „kon-
ur” (Stúlkur i frágangsstörf á
saumastofu, einkaritari for-
stjóra, skrifstofustúlka, stúlka
til verksmiðjustarfá, smur-
brauðsdama, fóstrur, þroska-
þjálfarar), þvi miður,
En ástæðan er hvorki
likamsburðir né likamlegar
eða andlega takmarkanir,
heldur sjálf uppbygging karl-
mannaþjóðfélagsins, þar sem
kyngreining starfanna — og
þarmeð auglýsinganna — og
launamisréttið er einn þáttur-
inn til viðhalds þessu sama
veldi. En nóg um það að sinni,
ég er vis um að lesendur eiga
eftir að svara bréfritara.
P.S. Ég er á móti titlum
yfirleitt, en mest þó þeim sem
skipta konum eftir hjúskapar-
stétt.
Forréttindi eða
flokkað með slysum?
Iönskólakennari sendir at-
riði úr iðnfræðslulögum, sem
honum finnst vægast sagl
furðulegt, en þar er tekið fram
meðal ástæöna nemenda til að
slita námssamningi: „Ei
náms-stúlka giftist”.
Er hér um sérstök forrétt-
indi kvenþjóðarinnar aí
ræða? spyr kennarinn, eða ei
litið á giftingu kvenkyns
sem hvert annað slys eða
sjúkdóm (sjá næstu liði á und-
an)?
Með það skulum við slé
botninn I að sinni, en fleiri bréí
og ábendingar (siminn er
17500) eru vel þegin. —vh
Nemandi getur slitið n&mssamningi:
a. Ef komið er ósæmilega fram við hann á vinnustöð.
b. Ef meistari eða iðnfyrirtæki brýtur samningsskyldur sínar.
c. Ef meistari eða iðnfyrirtæki verður gjaldþrota eða hættir að reka iðn
sina af öðrum ástæðum.
d. Verði ncmandi sakir sjúkdóms cða annarra orsaka vegna óhæfur til
starfa að iðninni, eða hættulegt er fyrir lff hans eða heilsu að stunda
iðnina, að áliti emhættislæknis.
e. Ef námsstúlka qiftist.