Þjóðviljinn - 24.11.1974, Síða 5
Sunnudagur 24. nóvember 1974. þjóÐVILJINN — SIÐA 5
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR UM
DÖDm]
LÍFSHÁSKI
HÉR OG ÞAR
Siguröur A. Magnússon.
Þetta er þitt lif. Iðunn 1974.
I fyrstu ljóðabók Sigurðar A.
Magnússonar, Krotað I sand.sem
út kom 1958 er litið kvæði sem
heitir Lifið og ég.Nafnið minnir á
þá bók sem nú er út komin. En
það er ekki þess vegna, sem þetta
ljóð kemur upp i minnið, heldur
vegna þess, að þá virtist það
dæmi um ljóðrænt ástriðuleysi
sem var allt að þvi spaugilegt:
Þegar lát er á lifsþraut
iaumast ég inn I drauma-
heiminn og ieita iánsins
löngu sem varð að engu.
Unglingur sem þetta las þá,
spurði sjálfan sig aðþvi: Til hvers
eru menn nú að kreista annað
eins upp úr sér? Það var reyndar
margt betur gert i þeirri bók en
þetta, en hún bauð i heild upp á
grunsemdir um að Sigurður orti
fremur i þvi briarii, sem upp get-
ur komið við rækilega umgengni
við bókmenntir en vegna þeirrar
reynslu með stórum staf, sem
heimtar orð og form. Maður
saknaði þess sem Steinn Steinarr
kallaði lifsháska.
Nakin Ijóð
Og þá er einmitt komið að pistli
dagsins: hvað sem við annars
viljum segja um þá ljóðabók sem
Sigurður hefur skrifað eftir tólf
ára hlé, þá er það alveg vist að
hún er full með Hfsháska. Og þótt
háski þessi sé vafalaust skaðleg-
ur fyrir taugar og maga er hann
áreiðanlega nokkuð hollur þeirri
tviræðu iðju sem ljóðasmiði er.
Athyglin beinist þá fyrst og
fremst að miðbálki bókarinnar,
Mikrokosmos . Bálkur þessi
fjallar á sjaldgæflega nakinn hátt
um fyrirheit og harmleik ástar. 1
Tilhugalifimætum við Honum og
Henni mitt i stórfengleika hinna
bestu tiðinda i ástum: augu
þeirra eru sólir sem kljúfa björg,
segir i þessu langa kvæöi, sem
byggt er utan um einfalda frum-
þætti — sól, strönd og umfram allt
hafið, en þaðan er ástargyðjan
komin og enginn hafsjór finnst
dulardýpri en konukviður. Það
stef er slegið, að ástin, er „hæli”,
„friðland”, afvikinn hellir, sem
drekar ekki þekkja, þar er leitað
að
...handfestu að
eldtraustum leir
til að reisa höll handa gæfunni.
önnur kvæði bálksins segja sið-
an frá þvi, að draumur um slikt
athvarf tveggja fær ekki ræst,
ástarskipið brotnar á blindskerj-
um veruleikans og þeim „óræðu
öflum” sem ku vera á kreiki á
bak við grimu persónuleikans.
Það er ort um
...maiuppreisn
gegn lögbundinni haröstjórn
hjónabands...
og um „kvöl efans”, túlkunin
sveiflast frá angurværð:
Næðingar haustsins
bera þér dapurleg boð
um þúsund glötuð tækifæri
sem birtast I þreyttu brosi
þöglu tilliti
hálfkveðinni visu
til örvæntingarfullrar leitar að
þvi sem verða má til bjargar:
Og við krjúpum
með vindbarða hvarma
rótum upp sandi
i von um orð
sem kynnu að hafa lifað
uppblásturinn...
Og nær hámarki i kvæði þvi
sem er samnefnt bókinni, Þetta
er þitt lif, hreinskiptu uppgjöri
sem jafnframt felur i sér djarfa
og óvenjulega gagnrýni á voninni,
sem flestum öðrum skáldum sýn-
ist kvenna best. Það er vonin sem
frestar uppgjöri, heldur mannin-
um innan „hringiðu sjálfhverfra
viðbragða”, sviptir hann fegurð
hinna afdráttarlausu ákvarðana:
Sigurður A Magnússon
...einmitt hún
ónýtti hvern ásetning
rændi þig kjarki
til að brjóta brýr
og kasta þér út á sextugt
djúp...
Þú átt hlut
að máli
Fyrsta kvæðið i þriðja bálki
bókarinnar, Makrokosmo^hefst á
sjálfsgagnrýni. 1 Svefnrof ris
ljóðmaður upp um nótt og slær
þvi föstu að „krákustigar hálf-
velgju” séu að baki, bernskir
draumar um „farsælan lifsferil”
úr sögunni, og upp runnin.
stund afturhvarfs
til ábyrgðar á mannlifi
sem þú átt hlut að.
Þetta er einskonar stefnuskrá:
bálkurinn er pólitisk ljóð um
ranglæti kúgun og ofbeldi i vestri,
austri og suðri. Þetta eru af-
dráttarlaus kvæði, enginn efast
um samúð skáldsins og andúð. En
hugmynda- og myndheimur
þeirra er blátt áfram of einhæfur,
bundinn við troðnar slóðir. Hvað
eftir annað eru nöfn hinna rétt-
látu tengd við kristilegan fórnar-
dauða, bibliuminni um þann eld-
stólpa sem visar lýðnum veginn,
um það sannleikans orð sem er
frækorn i jörðu og mun ávöxt
bera (Palach, Allende, Neruda,
kvæði um griska stúdenta). Sér-
stæðari er sú tilraun Sigurðar, að
byggja upp ljóð um Solsenitsin og
Nixon á hliðstæðum og andstæð-
um — næmleika, sannleika, sam-
visku og þjóðfélagslegri útskúf-
un skáldsins er stillt upp and-
spænis sljóleika, lygum og lævisi
og veraldargengi stjórnmálafor-
ingjans. Þessir textar eru nýstár-
legri, en einnig þar hefur Sigurð-
ur hnefa fullan af orðum sem við
dagblaðamenn höfum á hrað-
bergi sem og ábúðarmiklir ræðu-
skörungar. Og hann umgengst
þau ekki með þeirri listrænu
bragðvisi sem tryggi þeim magn-
að lif. Heildarsvipur ádeiluljóð-
anna er þvi full ópersónulegur.
En þau eru að visu ekki jafn-
hrjáð af þeirri synd. Tónninn er
að ýmsu leyti persónulegri og á-
leitnari i grikklandskvæðum en
öðrum kvæðum um erlend tiðindi
og i öðrum þeim kvæðum sem
tengjast við persónulega reynslu,
þar sem leiðin frá atburðum til
kvæðis þarf ekki að liggja um
fjölmiðla. Kannski er ádrepan um
Blaðamennsku einmitt mark-
sæknust þessara kvæða, sem ná-
lægð i tima og rúmi hressir upp á,
ádrepa á þaö raunsæi og þá hlut-
lægni sem leggur allt að jöfnu „i
musteri Staðreyndarinnar” en
hirðir ekki um „nærveru sálar”.
Framan við flokka Sigurðar A.
Magnússonar um innlönd og út-
lönd prentar hann þrjú kvæði um
skáldskaparlistina. Hann hyllir
þar þaö ljóö sem „breytir þér og
raunveruleikanum” meðan það
verður til, ljóðið sem skýrslu og
kennara, sem hrekur á brott ugg
þann sem fylgir „órökvisi kennda
þinna og hugarfóstra”. Vegna
þess, að ljóðið tengir „þessar
sundurvirku frumeindir”saman i
nýjan skilning á mótsögnum sem
aflvaka tilverunnar. Virðist nú
réttmætt að taka þessa dialektik
sem dæmi um hugmyndalegar
niðurstöður bókar eftir skáld,
sem hefur haft mikinn áhuga á
goðsögn, opinberun, algleymi.
Arni Bergmann.
KLERKURINN OG
MEÐALBORGARINN
Úlfar'Þormóðsson! Akæran.
Sóknarnefndin gegn séra
Páli. Skuggsjá 1974. 157 bls.
Sá sem látinn er segja söguna,
séra Páll, er sannarlega bersynd-
ugur klerkur. Þegar sóknar-
nefndin tekur sig til og kærir hann
fyrir biskupi, raðar hún á ákæru-
skjalið öllum syndum islenskra
presta úr þjóðsögurrt og munn-
mælum: hórdómi, drykkjuskap,
svindli I prestkosningum, þjófn-
aði úr samskotabauknum, guð-
lasti og hér viö bætist nýleg nú-
timasynd, eiturlyfjatekt. Séra
Páll er með nokkrum hætti týpa,
samnefnari Prestasagna Óskars
Clausens og fleiriaðila, allti anda
þjóðlegrar hefðar. Þjóðin hefur
um langan aldur haldið upp á
slika mynd af klerkum sinum,
liklega af þvi, aö hún vill gjarna
að þeir séu aö minnsta kosti eins
syndugir og hún sjálf.
Sagan er siöan þannig skipu-
lögð, að biskup yfirheyrir klerk-
inn um ákæruskjalið. Það er farið
fram og aftur I tima og sú spenna
sem á að halda lesanda við efnið
er tengd þrem spurningum: eru
ákærurnar sannar? hve mikið
Páll lætur uppi og yfir hverju
þegir hann? — og siðast en ekki
sist: af hverju kemur þessi ákæra
fram, löngu eftir flesta atburði?
Við sögðum rétt áðan, að Páll
væri presttýpa i anda þjóðsög-
unnar. Hann er i reynd ekki nema
að nokkru raunsæisleg lýsing á
samtimapresti, sú lýsing væri
mjög gloppótt. Við fáum t.d. að
vita, að hann hafi valið preststarf
vegna þess að það væri þægilegt
og fyrirhafnarlitið, en við vitum
ekki hvaða áhrif það hefur á per-
sónuna að vasast i þeim fræðum
og prestverkum. Lesandinn
kynnist Páli eingöngu i ákæruat-
riðunum. Kannski má lita á klerk
frá höfundar hálfu sem einskonar
meðalborgara sem svamlar um i
tilverunni, áhuga- og afskiptalaus
um annað fólk og hinstu rök,
sjálfhverfur lifsþægindamaður.
Hann er þá gerður að presti
vegna þess, að ákæruskjal um
hegðun verður ekki saman tekið
hér og nú nema um presta og svo
barnakennara i dreifbýli.
Páll kallar sjálfan sig þann
„sem hvorki skilur umhverfi sitt
né sjálfan sig, nema þá þann litla
hluta sjálfsins sem lýtur að þvi að
leita eftir einhverju sem kannski
aldrei finnst”. Fyrripartur þess-
arar sjálfslýsingar passar alveg,
en talið um „leit að einhverju” er
ofrausn. Páll á ekki i neinni leit
sem risi undir nafni (nema hvaö
hann vill um tima höndla hið full-
komna sex). Hann hangir i lausu
lofti, er heldur tómlegur, eins og
kannski er eðlilegt um mann sem
stendur á sama um flesta hluti.
En svo fær lesandi allt i einu —
þegar vikið er að guölastsákær-
unni — framan i sig predikun eftir
Pál, sem er gerólik öðru sem um
hann er vitað. Hann gerir sig lik-
legan til að taka prestskap sinn
alvarlega, les stóryrtan reiðilest-
ur yfir sóknarbörnum, sakandi
þau um afbrot mörg og stór i
reynd og þanka. Og hann hnykkir
á þessu syndaregistri (sem út af
Ólfar Þormóösson
fyrirsig mætti taka sem einskon-
ar sjálfsréttlætingu: þið eruð ekki
betri en ég, skepnurnar minar)
með uppsteit gegn guðlegri náð
og miskunn. Hann gengur svo
langt, að segja frá fjandanum
komið það almenna fyrirgefn-
ingartal, sem i reynd afnemi mun
á góðum verkum og illum i huga
og breytni fólks.
Hvort sem menn vilja skilja
þessa ræðu sem endurfæðingu
Páls eða loddaraskap, þá er hún
svariö við þeirri spurningu sem
mestu eru látin skipta i sögunni,
enda þriendurtekin: af hverju ber
sóknarnefndin fram ákæruna,
alllöngu eftir að Páll er „hættur
við” ekkjur, brennivin og dóp?
Svarið hlýtur að vera fólgið i þvi,
að meðan Páll (eða hver annar
meðalsnápur) hafði ekki huga á
öðru en að svamla fyrirhafnarlit-
ið i tilverunni, einhversstaðar i
námunda við þau frávik frá
hversdagslegri hegðun sem al-
mennt eru viðurkennd — þá datt
engum i hug að skipta sér af hon-
um. En þegar hann rauf frið hins
gagnkvæma afskiptaleysis i sam-
félagir.u og gerði sig liklegan til
að bera fram ákveðnar siðferði-
legar kröfur, þá er hann saka-
maður og verður áreiðanlega
krossfestur. En þá getur sú
spurning vaknað, hvort þessari
nýtu hugmynd sé ekki spillt með
þvi, að það er svoJitið i Pál þenn-
an spunnið, að lesandanum stend-
ur á sama hvorum megin hryggj-
ar hann liggur.
Þessi saga hefur margt fram
yfir fyrri skáldsögur Úlfars
Þormóðssonar tvær. Hún er hrað-
ari, marksæknari, haglegar flétt-
uð, setur fram fleiri nýtilegar
hugmyndir. En sem fyrr er ekki
ástæða til að bera lof á höfund
fyrir vinnubrögð. Sagan er alltof
hrá. Það kemur fram i málfari.
Einnig i lýsingum á ýmsum at-
vikum sem reyna mjög á þolrif
sennileikans. Við skulum t.d. ekki
neita þvi fyrirfram, að ung ekkja
kalli á prest sinn tveim dægrum
eftir að maður hennar drukknar
og dragi hann upp i rúm. Allur
andskotinn getur gerst. En hitt er
vist, að höfundur þarf á meiri
yfirvegun, meiri lævisi að halda
til að gera atvik sem þetta trúan-
legt.
A.B.