Þjóðviljinn - 24.11.1974, Qupperneq 7
Sunnudagur 24. nóvember 1974. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7
SÖNGUR GLEÐINNAR
Úr hljómsveit þrumunnar
eftir WALT WHITMAN
Ó, glaði hljómfagri söngur hraðans
tónar þinir eru yndi hljóðhimnanna
i sigurgöngu frelsisins verða allar þjóðirað lokum
i lofgjörð til lifsins og almenn er gleðin
og börnunum birtist og ágætist veröld er gleðin
mannkynsins viska saklaus og heilbrigð er gleðin
hjartans hlátrar fullkomin saðning af gleði
styrjöldum arðráns og eyðilegginga er lokið
i starfi leik og friði rikir gleðin ein
hafið mettast af gleði gufuhvolfið er gleði
gleði gleði frelsisins i fangbrögðum ástarinnar
gleðin við uppsprettu lifsins mikið af öllu
nóg nóg að kasta mæðinni i gleði gleði heiðrikri
gleði.
Jónas E. Svafárþýddi.
Á Þjóöhátíðarári
Hér lifa hinir dauðu.
Hér hefta þeir ástriður,
helstýfa hugsun,
fjötra gerðir við fortið.
Við, sem i fylgd milli leiða
byrjum i orði nýtt lif,
breytum sem hauststillur,
hjaðnandi lyng,
yllausir, ófrosnir
látum við lif eftir dauðum.
Gunnar Ágúst Harðarson.
RAFAFL
Vinnufélag
rafiönaðar-
manna
Barinahlfö 4
HÚSEIGENDUR,
HÚSBYGGJENDUR
• önnumst allar nýlagnir og
viðgerðir á gömlum raflögn-
,um.
• Setjum upp dyrasima og lág-
spennukerfi.
• Ráðgjafa og teikniþjónusta.
• Sérstakur simatimi milli kl.
1-3 daglega, simi 28022.
Auglýsingasíniinn
er 17500
MÐVIUINN
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
SKRIFAR
UM PÓLITÍSK
AFSTYRMI
Hr. ritstjóri Styrmir Gunnarsson
c/o STAKSTEINAR
Morgunblaðinu — Reykjavik
Ekki samir það mér, smáum kalli, aö fara
að skrifa háu exelensi þinu sendibréf nema
eitthvaö alveg sérstakt tilefni væri. Og tilefn-
ið er lesendaþraut í „Staksteinum” hjá þér á
þriðjudaginn var.
Þar tekur þú dálitinn hluta af seinustu
sunnudagsgreininni minni og vinnur fyrir þér
með endurprentun partsins án þess að til
kynna mér það fyrirfram að þú sért kominn á
mitt framfæri.
En þetta var nú eiginlega ekki erindið við
þig samt.
Hver er N.N. spyrðu og svarar náttúrlega
sjálfur til að lesendur geri nú ekkert á eigin
spýtur.
En svarið gefur þér ekki nema falleinkunn
svo þú verður að reyna aftur. Ég vik að því
seinna.
En úr þvi þú varst að búta þessa hugsun
mina i smátt handa lesendum þinum á annað
borð hefðir þú rétt eins vel getað látið þér
nægja kaflann um kapitalistann sem fjárfesti
ágóðann af sjávarplássinu sinu i Reykjavik
og skildi staðinn eftir i rúst. Hver er hann?
Nafnið hans er á öðrum stað i Morgunblaðinu
og ekki á hvolfi.
En trúlega hefðir þú fallið á því prófi lika.
Það er einmitt þessi tossaháttur sem mig
langar til að ræða við þig nánar. Tornæmi
þitt stafar ekki beinlinis af greindarskorti
heldur af þvi að þú miðar svörin þin við hags-
munina. Óg þessi veiki hrjáir fleiri skoðana-
myndunarstjóra en þig einan, þvi miður.
Spurningu þinni um það hver sé N.N. mætti
eins svara með þvi að segja: N.N. er Styrmir
Gunnarsson eða N.N. er Matthias Johannes-
sen.
Svarið gæti sömu falleinkunn, enda þótt
það sé að vissu marki rétt.
Meinið við ykkur þessa hundingja sem eruð
að ráðska með skoðanir fólks er meðal ann-
ars það, að þið hafið aldrei not fyrir heila
hugsun. Þegar ég til að mynda er að reyna að
nota augun til að sjá ögn i kringum mig og
segi frá þvi sem ég sé, þá er sú hugsun ekki
stærri en svo að mér finnst hún ekki vera til
skiptanna.
Hagsmunir þinir hafa ekki not fyrir nema
agnarpart af þvi sem ég er að segja. Þennan
part tekur þú og endurprentar i Mogganum
og túlkar* hann þar á ofan með þinum tossa-
sjónarmiðum. Mogginn er útbreiddara blað
en Þjóðviljinn og þannig trúir fjöldi manns
þvi að ég sé lika orðinn hálfgerður fábjáni því
svörin þin birtast þar eins og min hugsun.
Þegar ég tek einhvern N.N. sem dæmi um
það að sérstök stétt atvinnupólitikusa sé að
reisa sig yfir okkur á bak við leiktjöld hins
daglega kjaftæðis um svokallaða pólitik þá á
ég við ykkur alla.
Og þegar þú lýgur þvi i lesendur þina að ég
eigi bara við Njörð Njarðvik þá ertu náttúr-
lega fallinn á þvi'prófi sem fyrir þig er lagt,
enda þó það próf sé hvorki stærra né meira
en það að skilja vesaling minn. Þetta fall
þitt er semsé ekki samboðið vitsmunum þin-
um. Og þar stendur hnifurinn i kúnni.
Vitaskuld væri það einkamál þitt að segja
öllum vitsmunum upp vistinni og falla svo á
öllum auvirðilegustu prófum lifs þins. Um
það mundi ég ekki sakast jafnvel þó ég væri
faöir þinn eða bróðir. Hitt fer að skipta máli
þegar þú dregur með þér i fallinu alla lesend-
ur 40 þúsund eintaka af Morgunblaðinu. Það
er eitt helvita mikið vitsmunalegt bomsala-
boms.
En viðbrögð þin við þvi sem ég er að reyna
að segja, eru samt ekki með öllu gagnslaus.
Þegar þú ert að vinsa úr samhenginu hjá
mér, henda meginhugsuninni af því hún lýtur
ekki hagsmunum þinum og hnoða drullukúlu
úr aukaatriðunum og henda henni framan i
Njörð vin minn Njarðvik a ahnannafæri þá
ertu einmitt að sanna þetta sem ég var að
segja um ykkur.
Máske er viss von i þvi fólgin að þú skulir
þó vera dæmi um sannmæti hugsunar sem þú
ekki skilur enn sem komið er.
Vegna þess að nú er farið að tiðka það i
menntaskólunum að taka upp prófin sem
skussarnir falla á verður lika að gefa þér
séns. En þá verður lika að reyna að undir-
búa þig fyrir næstu tilraun.
Gagnlegast væri aö þú skoöaðir fyrst á-
stæðurnar fyrir skorti þinum á skilningi og
lærdómsfýsn á þessu sviði. Vitsmunir eru
eins og aðrar maskinur sem þorna og veröa
ógangfærar af brúkunarleysi.
Það kalla sumir úrkynjun.aðrir spillingu.
Mér er sagt að þú sért af náttúrunnar hendi
ágætavel gefinn og þokkalegur námsmaöur
fyrir utan að vera ljúfari miklu i einkalifi
þinu en pólitiskt andlit þitt gefur til kynna.
Það er ekki vansalaust að maður með slfkt
upplag skuli sitja i háu sæti félagsmála með
ógangfæra vitsmuni að einhverju leyti. Og sé
nú svo sem mig grunar að gangstoppið i vits-
mununum, misræmið i þroska eiginleikanna,
ofvöxtur geðþóttans á kostnað ihygli og heið-
arleika, yfirleitt allur sá karakter sem viö i
daglegu tali köllum pólitikus — sé þessi
karakterþróun blátt áfram skilyrði fyrir
karríer manna á þeim vegum sem þú hefur
gengið þá er vissulega eitthvað verulega gal-
ið hér I Babýlon.
Manstu eftir þvi þegar þú varst að vinna
þig upp á Mogganum. Þá naustu tengdanna
við fyrrum róttæka aðila sem höfðu sambönd
inn á fundi hjá Sósialistafélaginu. Þetta var
það sem ýtti undir frama þinn á blaðinu og
skipti meira máli en þjálfun i þvi að skrifa
ljósan og skarpan stil hefði gert. Slikur still
verður helst ekki þjálfaður nema með þvi að
leitast við að skrifa sannleikann. Það gat sett
þig út i horn á blaðinu eða jafnvel hrakið þig
alveg þaðan. Hitt, aftur á móti, gerði þig
alveg ómissandi. Blaðið gat birt fundargerð-
irnar af Sósialistafélagsfundunum daginn
eftir og blásið út allt um valdstreituna og á-
greininginn þar i flokki.
Þetta var þitt kapital.
Nú ætla ég ekki að fara að móralisera neitt
um það að ljótt sé að selja fjölskyldutengsl
sin fyrir vegtyllur eða svoleiðis. Markaður er
markaður og hefur sina framvindu þvert oni
allan móral. En sérðu ekki hvað er galið við
það að vitneskja um deilur i öðrum stjórn-
málaflokki skuli geta verið verslunarvara?
Fjörugar deilur og umræður i félagi eiga að
vera stolt þess en ekki skömm. Þær vitna um
það eitt að allir séu að reyna sitt til að móta
stefnu samtakanna. Einu sinni var þetta
kallað lýðræði.
Ég dreg það ekki i efa, að þú hefðir vel get-
að unnið þig upp hvar sem til þess hefði þurft
dugnað, skerpu, heiðarleika og vinnusemi.
En það er bara félagsskapurinn sem tekur til
að krefjast ofþroskunar allt annarra eigin-
leika.
Þetta hangir semsé allt einhvern veginn
saman.
Sá misskilningur að átök i félagi sé veik-
leikamerki byggist á þeim alranga skilningi
að fáir útvaldir eigi þar að hanskast með
vilja og hugsanir alls þorra manna og deil-
urnar spretti af þvi að hundingjanum ein-
hverjum hafi mistekist þetta.
Slikt væri semsé vottur um þá sömu stétta-
skiptingu og ég hef verið að reyna að fitja upp
á umræðum um. Það er sama spillta vitleys-
an og veldur þvi að þú hefur ekki not fyrir
þessa hugsun mina alla heldur bara smápart
til að klina á Njörð Njarðvik i minu nafni,
ekki til að eyðileggja hann beint en til aö gera
hann þægari við þig i baktjaldapólitikinni.
Eiginlega langar mig jafnmikið til að
kenna ykkur báðum og öllum hinum Ennenn-
unum að sjá hvað þetta er vitlaust og hvað
það væri miklu skemmtilegra að vasast i
heiðarlegri, opinskárri. djarfri og vitsmuna,-
legri pólitik.
Þá mundi veðurfarið meir að segja batna,
er ég viss um.
Þú getur semsé alltaf leitað til min ef þú
viit búa þig betur undir það að taka upp þetta
próf. Þetta hérna er bara byrjunin. 1 sjálfu
sér er prófið skitlétt ef þú bara drifur af þér
þessa afstöðu, þessa sálarlifsryðgun og and-
legt oliuleysi.
Berðu Matthiasi kveðju mina og segðu hon-
um að reyna lika. Hann gæti byrjað á smá
bindindi. Lofað þvi að senda ritdómara aldrei
heim til að skrifa upp dóma sem honum finn-
ast of jákvæðir eða neikvæðir.
Ef þú prentar þetta i Mogganum þá taktu
það allt en ekki bara hluta.
t friði guðanna sértu.
Þorgeir Þorgeirsson