Þjóðviljinn - 24.11.1974, Síða 17

Þjóðviljinn - 24.11.1974, Síða 17
Sunnudagur 24. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Katrín Guöjónsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög TÖKUM LAGIÐ! I dag er það Hótel Jörð ið sjálfsagt öll lagið, þvi það er reykjavikurskáldsins Tómasar oft spilað i útvarpinu, sungið af Guðmundssonar, sem Katrin Heimi, Vilborgu og Jónasi. hefur valið gripin við. Þið kunn- Lagið er eftir Heimi Sindrason. HÓTELJÖRÐ a E7 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. a Við erum gestir, og hótel okkar er jörðin. E7 Einir fara og aðrir koma i dag, G7 E7 þvi alltaf bætast nýir hópar i skörðin. a d Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, G7 E7 en þó eru margir sem ferðalaginu kviða. a d Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, a E7 a en aðrir setjast við hótelgluggann og biða. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sifelldur þys og læti. Allt lendir i stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér i nógu þægilegt sæti. En þó eru sumir, sém láta sér lynda það að lifa úti i horni, óáreittir og spakir, þvi það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl, þó deilt sé um, hvort hótelið sjálft muni græða. En við, sem ferðumst, eigum ei annars völ. Það er ekki um fleiri gististaði að ræða. Að visu eru flestir velkomnir þangað inn, og viðbúnaður, er gestirnir koma i bæinn, og margir i allsnægtum una þar fyrst um sinn. En áhyggjan vex, er menn nálgast burtferðardaginn. Þá streymir sú hugsun um oss sem iskaldur foss að allt verði loks upp i dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það, sem skrifað var hjá oss. Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst, né færi á að ráðstafa nokkru betur. Þvi alls, sem lifið lánaði, dauðinn krefst, i liku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. Jón Hjartarson Stundum vill borgarstjórnin, sem kosin er af fólkinu, fá að ráða eínhverju í borginni. Kannski til þess að efna eitthvað af þvi, sem fólkinu er lofað i kosningum, kannski til þess að fólkinu verði vel við borgar- stjórnina og kjósi hana aftur i næstu kosningum, stundum kannski bara til þess að fá ein- hverntima að ráða einhverju. En þetta er hreint ekki einfalt. Það er alveg sama hversu ráða- góö og einbeitt borgarstjórnin er, alltaf verður hún að láta i minni pokann. Ævinlega eru það einhver ærði máttarvöld, sem ráða ferðinni. Ef borgarstjórn segir: Upp! þá er undantekn- ingalaust ákveðið á endanum að fara niður. Þegar borgarstjórn- in segir: Áfram gakk! þá er óð- ara komin fyrirskipun: Staðar nem! Borgarstjórn má ekki einu sinni bruna hægri kantinn, þá er henni óðara visað á þann vinstri. — Og fólkið hugsar sem svo: Aumingja borgarstjórnin, mikið á hún bágt. Svo kýs það hana aftur. Tökum dæmi. Einu sinni, fyr- ir langa löngu, ákvað borgar- stjórn að láta alla bila keyra upp Laugaveginn, en ekki niður, eins og áður hafði verið gert. Þetta var mjög eðlilegt, þar sem allri umferð i landinu var um þær mundir snúið við eins og kunnugter. Heilbrigð skynsemi, serh fyrirfinnst lika i borgar- stjórn, sagði að auðvitað skyldi keyrt upp Laugaveginn, og borgarstjórn ákvað að láta heil- brigða skynsemi ráða. En i raun og veru réði hún engu. Það var alveg sama hvað umferðarráð og borgarstjórn og öll önnur ráð og sérfræðingar sögðu. Ráðin voru bara tekin af þeim. Og bilarnir héldu áfram að keyra NIÐUR Laugaveginn al- veg eins og þeir höfðu alltaf gert. Að visu urðu bilarnir að aka i kross, svo að segja hver gegnum annan, fyrir bragðið, og af þvi skapaðist óleysanlegt öngþveiti i umferðinni. Þetta leiddi af sér margvislega hættu, auðvitað, og jók mjög á slysa- hættuna, sem borgaryfirvöld hafa stööugt reynt að draga úr. Sérstök ráð og nefndir hafa ver- ið send út af örkinni til þess að vinna gegn slysahættu og miklu er kostað við umferðargötur i borginni til þess að draga úr slysum. Einu gilti það, bilarnir skyldu niður Laugaveginn, þó þeir þyrftu i kross, sem þeir og gerðu. Og fólkið gat litið gert nema að syngja: ,,I hendi guðs er allt vort strfÓ”. Nú liðu nokkur ár. Borgar- stjórn varaðist að gera nokkuð, sem gat orkað tvimælis og reyndi aldrei að taka ráðin i sin- ar hendur i vafasömum málum, heldur lét þau ráðast. Og borgarstjórn farnaðist vel. Svo var það einhverntima, að borg- arstjórn ákvað að rækta græna bletti i borginni og loka svo sem einni götu fyrir bilaumferðinni, svo fólkið fengi að ganga þar i friði. Austurstræti varð fyrir valinu, af þvi borgarstjórn þótti það rómantiskasta stræti borg- arinnar og Tómas hafði ort um það. Borgarstjórnin sá fyrir sér i huganum ung og ástfangin pör leiðast eftir hellulögðu strætinu innan um blómin og runnana (og gosbrunnana). Sætleiki sumarsins átti að ráða þarna rikjum árið um kring, af þvi hellurnar áttu að vera upphitað- ar og aldrei átti að festa snjóa á þeim, suðræn sæla árið um kring með sigrænum trjám og fugla$öng. Fólk hlyti að hugsa hlýlega til þeirrar borgarstjórn- ar, sem breytti venjulegri götu i slika paradis. En borgarstjórnin var ekki fyrr búin að semja þetta ævin- týri, en eitthvert babb kom i bátinn. Og eins og ævinlega vill verða i ævintýrum, fór allt á annan veg en á horfðist i upp- hafi. Þetta ævintýri endaði i miðju strætinu, á rauðu ljósi, og við tók grátt malbikið og götu- ræsin. Þar gala engir gaukar og þar vaxa engir laukar, heldur spýr blikkbeljan þar eimyrju daginn langan, eins og henni er áskapaö, skriður stynjandi um strætið, heldurenekki flott og feit. Miklir bjartsýnismenn höfðu látið sig dreyma um að gang- andi fólki yrðu veitt forréttindi, ekki einungis i Austurstræti, heldurlika á sjálfum Laugaveg- inum. Og borgarstjórn ákvað að það væri ágæt byrjun að veita almenningsvögnunum, strætó, forgangsrétt á Laugaveginum. Það var mikil heimska að tarna. Þetta var svo mikil heimska, að sjálfur guðinn Mammon (sem þó elskar borgarstjórnina) skalf af reiði. Hvlllk himinhrópandi heimtu- frekja. Attu nú þessir þurfaling- ar, sem hafa ekki einu sinni löngun i sér til að kaupa bil að fá forgangsrétt niður Laugaveg- inn, bruna viðstöðulaust fram úr betri borgurunum. sem máttu dúsa i drossiunum sinum I króniskum umferðarhnút, lötr- andi lestargang á áttagata gæð- ingum? Nú voru góð ráð dýr. Borgar- stjórn var búin að leggja blátt bann við þvi að bilar legðu hægra megin á veginum, svo strætó kæmist leiðar sinnar. En bflar eru sálarlausar vélar og stoppuðu samt, einkum og séri- lagi vegna þess að kaupmenn þurftu nauðsynlega að láta þá stoppa til þess að fólk gæti skroppið inn i verslanirnar. Astandið varð háskalegt. Borgarstjórn sá að hún hafði gert eitthvað sem hún mátti ekki og bað kaupmennina inni- lega afsökunar. Kaupmenn urðu þá aftur bliðir á manninn og sögðu: Nú skulum við gera gott úr þessu. Fyrst þið viljið endi- lega breyta þá skuluð þið nú taka stöðumælana, sem eru hægra megin, flytja þá þvert yf- ir götuna og setja þá niður vinstramegin. Þá getum við all- ir verið ánægðir. Þetta fannst borgarstjórn sniðug lausn. Þegar allt kemur til alls á ekki borgarstjórn neitt með Laugaveginn, fremur en Austurstræti. Og auðvitað á hún ekkert með að leggja heilar og hálfar götur undir spássitúra al- mennings. Þeir sem eiga Laugaveginn myndu aldrei leyfa slíkt. Að loka Laugavegin- um væri álika grimmdarverk og taka jólin frá Kaupmanninum. Auk þess er nóg komið af alls konar vitleysu i almennings- þágu og almúgadekri. Það væri nær að hugsa um eitthvað sem máli skiptir, eins og til dæmis almennilega hraðbraut út i Garöahrepp handa frúnum þar, þegar þær þurfa að skreppa i bæinn eftir mjólkinni, ellegar skutla barninu I pianótimann. Þar suður frá eru engir ljótir strætóar og þar er heldur enginn almenningur, semendalausi þarf einhverja þjónustu og dekur. Þar eru ekki sóðaleg fjölbýlis- hús. Fólk er heldur ekkert að heimta neina almenningsgarða. Það myndi raunar aldrei láta sjá sig i svoleiðis görðum og raunar helst ekki á almannafæri nema þá I viðskiptaerindum. Þar ræktar hver sinn garð. hver á sinn litla snotra stig og hver sinn prlvat gosbrunn. Þar býr hver að sinu. Þar liggur hvergi fiskur undir steini. Þar standa máttarstólpar þjóðfélagsins, sem visa veginn og ráða ferð- inni, lika umferðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.