Þjóðviljinn - 24.11.1974, Blaðsíða 20
20
SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1974.
VENJULEG
VIKA
SMASAGA EFTIR N. BARANSKAJA
SJÖUNDI HLUTI — LAUGARDAGUR
— Mamma er þreytt, svarar
Dima. Henni er illt i höndunum og
bakinu og fótunum.
Ég þoli ekki að heyra þetta. Ég
læt Dimu um Kotju, hleyp fram á
bað, þríf handklæði, fel andlitið
þvi og græt svo að likaminn skelf
ur allur. Ég veit ekki lengur út af
hverju — yfir öllu i senn.
Dima kemur til min, faðmai
mig, strýkur mér um bakið og
hárið og muldrar:
— Svona nú, ekki meira. Stilltu
þig. Fyrirgefðu. Hættu nú...
Ég hætti, snökti svosem
tvisvar. Ég er þegar farin að
skammast min yfir að missa
þannig stjórn á sjálfri mér. Hvað
kom eiginlega fyrir? Það skil ég
ekki sjálf.
Dima leyfir mér ekki að vinna
meir, hann kemur mér i rúmið
Við sofum lengi á laugardög-
um. Við hjónin hefðum getað sofiö
lengur, en börnin vakna rúmlega
átta. Laugardagsmorgunn er
bestur morgna, við höfum tvo
fridaga og hlakka til. Kotja kem-
ur inn og vekur okkur, og heimtar
að hann sé tekinn upp i. Meðan
börnin ærslast meö föður sinum,
steypa sér kollhnis og veina af
kátihu bý ég til mikinn morgun-
verð.
Siöan sendi ég börnin og Dimu
dt og tek til óspilltra mála. Fyrst
set ég súpu á eld. Dima segir að
súpan i matsölunni sé aldrei góð,
börnin segja ekkert, en þau borða
alltaf marga diska af minni súpu.
Meðan súpan kraumar tek ég til
i ibúðinni — þurrka af, skúra
aólfin, skipti á rúmunum, legg
þvott I bleyti I Lotus, tek saman
það sem fer i þvottahús en geymi
mér barnafatnað þar til á morg-
unn. Ég hakka kjöt, þvæ ber sem
ég ætla að sjóða úr mauk og skræli
kartöflur. Við borðum klukkan
þrjú. Það er i seinna lagi fyrir
börnin, en þau þurfa þess sannar-
lega með að komast út á fridegi.
Við sitjum lengi við borðið og
borðum hægt. Börnin hefðu átt að
fá sér blund, en þau eru oröin af-
þreytt.
Kotja biður Dimu um að lesa
Dagfinn dýralækni, sem hann
kann reyndar utan bókar. Þeir
koma sér fyrir á sófanum, en
Gúlja skriður til þeirra, striðir
þeim og rifur i bókina. Það verður
að svæfa hana, annars fáum við
engan fri$. Ég bia henni i svefn,
en það finnst okkur annars ekki
viðeigandi.
Nú ræðst ég á eldhúsið — þvæ
flisar og hreinsa gashausana, tek
til i skápunum, og þvæ gólfiö.
Siðan þarf ég að þvo mér um
hárið, þvo það sem ég lagði i
bieyti, fara i bað, gera við sokka-
buxur og sauma lykkju á kjól-
beltið — loksins.
Dima ætlar i þvottahúsið, Kotja
vill ekki sleppa honum og hann
veröur að taka drenginn með sér.
Það er ekki sem best, þar er
biðröð og slæmt loft, en þeir fara
sér þá hægt á heimleiðinni, enda
taka þeir sleðann með. Ég er ein
með minar tiltektir þar til
„karlmennirnir” koma heim um
sjöleytið og heimta te. Þá man ég
allt i einu eftir þvi að Gúlja sefur
enn og vek hana. Hún rekur upp
skaðræðisöskur meðan ég þvæ
henni i framan. Ég læt Dima um
hana meðan ég fer aö hugsa um
kvöldmatinn. Ég reyni að flýta
honum, þvi börnin eiga að fara i
bað i dag. Yfir borðum segir
Kotja og horfir á okkur á vixl:
— Þið verðið bæði heima á
morgun?
— Auðvitaö, á morgun er
sunnudagur, segi ég til að róa
hann.
Kotja nýr augun, hann er
syfjaður. Ég fylli baðkerið og þvæ
honum fyrst. Gulja volar, skriður
að baðherberginu og opnar dyrn-
— Dima, passaðu dóttur þina,
kalla ég.
— Er ekki nóg komið i dag, mig
langar til að less.
— Heldurðu að mig langi ekk-
ert til þess?
— Það er þitt mál, en ég er
tilneyddur.
Auðvitað er það ekki ég sem er
neydd til að lesa. Ég kem Kotja
sjálf i rúmið, en vénjulega gerir
Dima það, og ég sé að Dima situr
á sófanum með tæknitimarit og er
i raun og veru aö lesa. Þegar ég
geng framhjá honum sendi ég
þetta skeyti frá mér:
— Reyndar er ég ekki siður sér-
fræðingur en þú ...
— Leyfðu mér að óska þér til
hamingju, segir Dima.
Þetta finnst mér eitruð
móðgun.
Ég stend og sápa Gúlju með
svampi og tárin taka allt i einu
upp á þvi að brölta upp úr
baðkerinu. Ég kem henni ekki
niður og rétti henni rassskell.
Gúlja móðgast og fer að gráta.
Dima kemur og segir illur:
— Það er engin ástæða til að
láta þetta bitna á barninu!
— Að þú skulir ekki skammast
þin, æpi ég, ég er þreytt,
skilurðu, þreytt....
Ég kenni skelfilega mikið i
brjósti um sjálfa mig. Nú fer ég
að hágráta, tel fram i huganum
allt sem ég vinn án þess að geta
lokið neinu af,sé eftir bestu árum
ævinnar, harma það að ég hefi
ekki sest niður I allan dag.
Allt i einu heyrast hræðileg óp
úr barnaherberginu:
— Pabbi, þú mátt ekki berja
mömmu, þú mátt ekki berja
mömmu!
Dima gripur Gúlju, sem er nú
vafin i handklæði og við förum inn
i barnaherbergi. Kotja stendur
uppi I rúmi sinu, tárin streymandi
Aumingja Dima, þetta er ekki heldur auðvelt fyrir hann, hugsa ég.
niður kinnarnar, og hann endur-
tekur:
— Þú mátt ekki slá mömmu!
Ég grip hendi hans og hugga
hann:
— Hvað vitleysa, vinur, pabbi
hefur aldrei barið mig pabbi
okkar er svo góður...
Díma heldur að Kotju hafi
dreymt illa. Hann klappar
drengnum og kyssir hann. Við
stöndum þétt og höldum i hendur
barnanna.
— Af hverju er hún þá að gráta?
spyr Kotja og strýkur hendinni
um votan vanga minn.
eins og barni og kemur með heitt
te i bolla. Ég drekk það, hann
breiðir yfir mig, og ég sofna við
ýmiskonar hljóð framan úr eld-
húsi — það er sullað i vatni, boll-
um og diskum er raðað i skap,
fætur dragast eftir gólfinu.
Þegar ég vakna veit ég fyrst
ekki hvort það er morgunn eða
kvöld. Og hvaða dagur er? Það er
kveikt á lampanum á borðinu, en
dagblað er breitt yfir hann til að
draga úr birtunni. Dima er að
lesa. Ég sé aðeins helming
andlitsins: hvelft ennið, ljósa
hárið, sem er þegar farið að
þynnast, loðnar augnabrúnir og
þunnan vanga hans — eða er
þetta skugginn af lampanum?
Hann er þreytulegur. Hann flettir
blaði án þess að heyrist og ég sé
hönd hans með dreifðum,
rauðleitum hýjungi og nagaða
nögl á þumalfingrinum.
Aumingja Dima, þetta er heldur
ekki auðvelt fyrir hann, hugsa ég,
og ég sem fór að gráta eins og
bjáni. Mig tekur sárt til þin, ég
elska þig...
Hann réttir úr sér, horfir á mig
og spyr brosandi:
— Jæja, hvernig liður þér, Olga
ertu lifandi?
Þegjandi sting ég hendinni und-
ir teppið og teygi hana til hans.
Niðurlag næsta sunnudag
Ávarp til þjóðarinnar
á bindindisdaginn 24. nóvember 1974
Ljóst er að augu œ jleiri manna opnast nú fyrir því
að áfengi er hœttulegt fíkniefni, bölvaldur manna og
þjóða. Evrópuráðið og Norðurlandaráð hafa nýlega
gert samþykktir um áfengismál og hvetur hið fyrr-
nefnda meðal annars til að halda áfengi í háu verði
og auka bindindisfrœðslu, bœði í skólum og œskulýðs-
jclögum.
I sumum nágrannalöndum okkar, þar sem sala
áfengis er engum hömlum bundin, fjölgar dauðsföll-
um af völdum áfengisneyslu svo mjög að einungis
krabbamein og hjarta- og œðasjúkdómar valda dauða
fleiri manna (Frakkland).
Hérlendis hafa meðal annarra lœknasamtökin var-
að við þeim hœttum sem við blasa og hvatt til þess
,,að sala áfengra drykkja verði takmörkuð".
Framundan er mikið átak i umhverfismálum. Upp-
blástur gróðurlendis skal stöðvaður, vörnum beitt og
helst snúið í sókn. En við skyldum minnast þess að
fleira getur blásið upp og sundrast en grœnir reitir.
Neysla áfengis og annarra vímuefna veldur þeim upp-
blœstri sem oft reynist erfitt að grœða. Áfengis-
neysla er ekki einkamál. Margt barnið vex úr
grasi og hefur œvistarf sitt kalið á hjarta vegna drykkju
foreldra. Og margt atgervisfólk hefir ísland misst í
þá óseðjandi hít sem elfur áfengisins er.
Það er þarft að berjast gegn mengun umhverfisins.
Hitt er þó enn mikilvœgara að koma í veg fyrir meng-
un líkama og sálar, háskalega mengun sem getur sið-
blindað jafnvel hina bestu menn. — Við teljum það
skyldu hugsandi manna að skera upp herör gegn
drykkjutískunni og hörmulegum afleiðingum hennar.
Slík herför hœfir vel á þjóðhátíðarári.
t
nípnPÍKvnrnnr/ifttirtnutur
heil hrigíUsráöherra
form. Landss. gegn áfengish.
áf engisvarnaráiöunautur
\ /
menntamálaráöherra
jform. Kvenfélai’asambands íslands
prófessor
A L&Sóyf
al fiingismafíur
alþingismaður
alþingismaöur
hiskup
alþingismaður
. yr/
fórtemplar