Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Smmtidagtir 29. desember 1974. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 línur) Svavar Gestsson Prentun: Blaöaprent h.f. y 200 ÞUS. KR. FRA HVERJU SJOMANNSHEIMILI Eitt af siðustu verkum alþingis fyrir jól var að samþykkja frumvarp rikisstjórn- arinnar um ráðstafanir i sjávarútvegi, en það felur i sér m.a. staðfestingu á bráða- birgðalögunum frá þvi i haust. Með þessum ráðstöfunum, er þvi slegið föstu að teknar verði yfir 2000 miljónir króna af brúttóaflaverðmæti óskiptu og þeim ráðstafað i þágu útgerðarinnar, þ.e, i stpfnf jársjóð fiskiskipa, til að greiða nið- ur oliu o.s.frv. Með þessu er riftað gildandi kjarasamn- ingum sjómanna og kjör sjómanna á bát- um og togurum skert um 800—900 miljónir króna frá gildandi samningum. Hér er um að ræða kauprán, sem nemur á ársgrundvelli, hvorki meira né minna en um 200 þús. krónum á hvern starfandi sjó- mann i landinu, og verður ekki annað séð en Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra og samráðherrar hans frá ihaldinu og Framsókn keppi eindregið að þvi að slá met viðreisnarstjórnarinnar i árásum á lifskjör sjómannastéttarinnar. Það stendur ekki á sjómönnum að bera með öðrum þegnum þjóðfélagsins óhjá- kvæmilegar byrðar vegna hækkunar oliu- verðs, — en hvaða réttlæti er i þvi að ætla sjómannastéttinni einni að taka á sig að hlaupa undir bagga með útgerðinni vegna hækkaðs oliuverðs, eins og rikisstjórnin og þingmeirihluti hennar hafa ákveðið? Það er réttlæti þeirra Matthiasanna, Gunnars og Geirs og Framsóknarráðherr- anna. Talsmenn rikisstjórnarinnar hafa á al- þingi rökstutt árásina á kjör sjómanna með þvi, að þetta væri gert til að ,,koma i veg fyrir að launahlutföll atvinnustétta raskist”. Sú kenning er reyndar vægast sagt næsta furðuleg. Með bráðabirgðalög- um rikisstjórnarinnar var bannað að hækka fiskverð um meira en 11% i haust. Þjóðhagsstofnun spáir hins vegar 13,5% aflarýrnun á næstaári, og sé við það miðað er greinilega stefnt að beinni kauplækkun i krónutölu varðandi aflahlut sjómanna, hvað sem óðaverðbólgunni liður. Talið er að verðlag hækki almennt um nálægt 50% á þessu ári, og verðlagsþróun- in eftir stjórnarskipti samsvarar 60% verðbólgu á ári samkvæmt opinberum töl- um. Flestar launastéttir fengu 20—30% launahækkun á árinu til að mæta óðaverð- bólgunni að hluta. Kjararýmun þeirra er ærin. En sjómenn hafa aðeins fengið 11% fiskverðshækkun, og þeirri hækkun fylgdu stórlega skerthlutaskiptakjör, svo sem hér hefur verið rakið. Það er þvi hreint öfugmæli, þegar ráð- herrar og aðrir talsmenn rikisstjórnarinn- ar reyna að réttlæta árásina á lifskjör sjó- manna með þvi að verið sé að jafna launa- hlutföll milli atvinnustétta. Þjóðviljinn birti i siðasta mánuði út- reikninga frá ungum sjómanni, er vörp- uðu einkar skýru ljósi á raunveruleg kjör meginþorra sjómannastéttarinnar og hef- ur þessum útreikningum ekki verið mót- mælt. Hann tók dæmi af 7 veiðiferðum nú að undanförnu hjá rúmlega 300 tonna tog- skipi frá Reykjavik, einu þvi hlutarhæsta á þessum tima. Hásetahluturinn reyndist vera um 350 þús. krónur eftir þessa 7 túra, sem miðað er við að hafi tekið 12 daga hver, en það þýðir hjá hásetum um kr. 260,- á vinnustund til jafnaðar sem sam- svarar um 180 krónum i dagvinnukaup, eða mun lægra en þeir allra lægst launuðu hafa i landi. Og þetta var á einu allra hæsta togskip- inu frá Reýkjavík. En það eru trúlega ekki þessar tölur, eða aðrar slikar, sem ráð- 'herrarnir i rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar horfa á, þegar þeir eru að fram- kvæma kaupránið hjá sjómönnum. Þeim er tamara að hugsa meira um aðra reikn- inga en búreikninga sjómannaheimil- anna. Með lögum þeim, sem samþykkt voru á alþingi um ráðstöfun á gengishagnaði i sjávarútvegi að upphæð kr. 1650 miljónir, þá var sjávarútvegsráðherra heimilað, að ráðstafa verulegum hluta þessa fjár- magns, hundruðum miljóna króna, til hinna ýmsu fyrirtækja i sjávarútvegi, án þess að nokkrar reglur væru um það sett- ar, hvernig að þeirri úthlutun skyldi stað- ið. Virðist, sem geðþótti ráðherrans eigi að skera úr i þeim efnum og hefur slikt aldrei verið tiðkað áður við hliðstæðar kringumstæður. En nýir siðir fylgja nýj- um herrum. Af þessum 1650 miljónum eiga hins veg- ar milli 1 og 2% að renna til sjómanna.það er 15 miljónir til að verðbæta lifeyris- greiðslur og 11 miljónir til orlofsheimila. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðu til að i hlut sjómanna kæmi litið eitt hærri upphæð af gengishagnaðinum en þetta rúmlega eina prósent. Það var kolfellt af stjórnarliðinu -og stóð þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Pétur Sigurðsson, ,,sjó- maður” dyggilega við hlið ráðherra sinna við þá atkvæðagreiðslu. 1 umræðunum á alþingi vöruðu þeir Lúðvik Jósepsson og Garðar Sigurðsson rikisstjórnina alvarlega við, að varhuga- vert gæti reynst fyrir þjóðarbúið að sýna slika óbilgirni i garð sjómanna, sem i kaupráninu felst. Sú aðvörun bar ekki ár- angur. Upp úr áramótum hefjast nýir samning- ar um fiskverð og um sjómannakjörin yfirleitt. Séu sjómenn samtaka geta þeir brotið gerræðisfull lagaboð rikisstjórnar- innar á bak aftur. Það eru störf sjómann- anna, sem þjóðarbúið hvilir á, en ráðherr- arnir mættu fara að fá hvildina frá stjórn- málavafstri. Það yrði enginn héraðsbrest- ur, þótt þeir tækju pokann sinn. Anna SigardaNMUr Geta atvinnurekendur og forustumenn verkamanna- félaga samið um aðafnema almenn mannréttindi? bréf til blaðsins 1 stjórnarskrá lýöveldisins Is- lands segir m.a. I 72. grein: „Hver maöur á rétt á aö láta i ljós hugsanir sinar á prenti”. Aö sjálfsögöu þá einnig i mæltu máli. Alþjóöasáttmáli um borgaraleg og pólitisk réttindi var undir- ritaöur af Islandi hálfu á mann- réttindaárinu 1968 (30. des. 1968). 19. grein sáttmálans er á þessa leiö: „1. Hver maður hefir skoðanafrelsi. 2. Hver maöur á rétt á að láta skoðanir sinar i ljós; þaö þýöir aö maður hefir rétt til aö leita eftir, taka á móti og útbreiöa upp- lýsingar og hugsanir um hvaö sem er, án tillits til landamæra, i mæltu máli, skrifuöu eöa prentuöu máli, i formi listar eöa á annan hátt aö eigin vali. 3. Réttindum þeim, sem nefnd eru I 2. gr. fylgja skyldur og ábyrgð. Þau eru þvi vissum tak- mörkum háö, en þó aðeins þeim, sem lög heimila eöa eru nauösyn- legar: a) vegna viröingar fyrir rétt- indum og mannoröi annarra, b) til verndar öryggis rikisins eða almannareglu, almannaheil- brigöis og siðgæðis.” Nú er hér á döfinni. samnings- gerö, þar sem undirskrifendur telja sig vera þess umkomna að afnema skoöana-'og ritfrelsi nokkurs hluta islensku þjóöarinn- ar. Samningurinn byrjar á þessari setningu: ,,Á meöan þessi samningur er i gildi, má enginn þeirra, sem undirrita hann eöa þeir, sem hjá þeim eru ráönir eöa féiagsmenn, hvorki einn og einn né fleiri saman reyna meö nokkrum hætti, ljóst eöa leynt, aö vinna gegn ákvæöum hans eöa knýja fram neinar breytingar á honum.” I Grágás, elstu lögbók is- lendinga, eru ákvæöi um griö- menn, þ.e. verkafólk. Ef griö- menn voru ekki ráönir til sér- stakra starfa, þá átti húsbóndinn verk þeirra allt.Gilti sú regla öld- um saman. Bændur viöa um land sendu vinnumenn sina i veriö og suðurnesjabændur sendu vinnu- fólk sitt i kaupavinnu noröur I land eða upp i Borgarfjörö. Bændur höföu hagnaö af þessu, þvi aö þeir borguöu vinnufólkinu aðeins ákveöið árskaup. Forustumenn verkafólks hyggjast nú endurvekja þennan siö. Þriöja grein samningsins, sem þeir hafa undirritað og ætla félögunum aö samþykkja, hljóöar svo: „Danska hreingerninga- feiagiö h/f (DDRS A/S) hefur rétt til þess aö ákveöa vinnutima, vinnustaö og tegund vinnu.” Rétt er aö minna á, aö þessi tvö atriöi samningsins, sem hér er vikið aö og eru brot á almennum mannréttindum, eiga aöallega að bitna á konum. Þaö er dálitiö ömurlegt, rétt um þaö bil sem al- þjóöakvennaáriö er aö ganga i garö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.