Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
um tlma rá5i mestu um þaö,
hvernig afrakstri þjóðarbúsins er
skipt og sum stjórnmálasamtök
vinni i þeim efnum að þvi að rétta
hlut verkalýðsins, en önnur að þvi
að vernda hlut stéttarand-
stæðings hans. Sú er kenning okk-
ar Alþýðubandalagsmanna og
bendum við þá gjarnan á and-
stæðurnar milli okkar eigin flokks
og Sjálfstæðisflokksins, höfuð-
andstæðurnar I islenskri flokka-
pólitik.
Nú I þessum mánuði sendi
Vinnuveitendasamband tslands
frá sér plagg þar sem upplýst er
að á árunum 1971-1974, árum
vinstri stjórnarinnar hafi þjóöar-
tekjur okkar tslendinga vaxið um
16% en á sama tima hafi kaup-
máttur timakaups faglærðs og
ófaglærðs verkafólks hækkað
um 30%. Við Þjóðviljamenn
sjáum ekki ástæðu til að véfengja
þessar tölur. Við höfum hins veg-
ar einnig undir höndum tölur frá
hagrannsóknadeild, sem nú heitir
Þjóðhagsstofnun sem votta það,
að á viðreisnarárunum var þess-
um hlutföllum á býsna mikið ann-
an veg fariö. A ellefu viðreisnar-
árum 1959-1970 hækkuðu þjóðar-
tekjur á mann hér á íslandi um
43% samkvæmt þessum upp-
lýsingum, en á sama tlma
hækkaði kaupmáttur timakaups
verkamanna I dagvinnu aðeins
um 15,3% og aðeins um rúm 20%
séu iðnaðarmenn teknir með.eins
og gert er I' dæmi Vinnuveit-
endasambandsins varðandi
siöustu ár.
Það sem þessar tölur segja
okkur er alveg ljóst og það er
þetta:
Á viðreisnarárunum naut
verkafólks aðeins litils hiuta af
hækkandi þjóðartekjum. A vinstri
stjórnar árunum fékk verkfólk
hins vegar i sinn hlut aukinn
skammt af afrakstri þjóðarbús-
ins, umfram það sem nam
hækkuðum þjóðartekjum. Til
þess þurfti að færa til fjármuni i
þjóðfélaginu frá þeim sem betur
máttu, til hinna, sem borið höfðu
skarðan hlut frá borði á
viðreisnarárunum. Það var á
valdi vinstri stjórnarinnar að
gera þetta, og hún notaði sér það
vald, vegna áhrifa Alþýðubanda-
lagsins.
Nú hefur þróuninni verið snúið
við á ný. Rikisstjórn Geir Hall-
grlmssonar notar valdið til að
skerða aftur kaupmátt launa
verkafólks, eins og öll alþýða hef-
ur fengið að þreifa á. Allar kjara-
bætur frá samningunum i febrúar
eru orönar að engu og meira hef-
ur tapast. Samt á I engu að bæta
komandi verðhækkanir á næstu
mánuðum, ef þvingunarlög rikis-.
stjórnarinnar fá að standa.
Það er" sagt að þjóöartekjur
standi nú i stað, en kaupmáttinn
er verið að skerða stórkostlega.
Þannig eru fjármunir færðir til i
þessa áttina eða hina, allt eftir
þvi hvaöa pólitisku aðilar fara
með völd.
Þetta eru hin einföldu sannindi
um stéttarlegt eðli stjórnmála-
baráttunnar hér sem annars
staðar. Þeir sem ekki hafa
komið á þau auga eða neita tii
veru þeirra eru á hverjum tima
auðginnt bráð pólitiskra sjón-
hverfingamanna.
Forkólfum Sjálfstæöisflokksins
eru þessi sannindi prýðiiega
kunn, og þeir þekkja lika sitt hlut-
verk, þótt þeir sjái ekki ástæðu til
að fiika þvi i oröi, nema i góðra
vina hópi.
Hampið
börnum
með
varúð
Þegar velmeinandi fólk kemur
auga á smábarn, finnur það ein-
att til ómótstæðilegrar löngunar
til að taka það upp, hampa þvi og
jafnvel kasta þvi i ioft upp og
gripa það. Það getur einnig komið
fyrir að óþolinmóðir foreldrar
hristi barnið rækilega ef þeim
gremst við það þegar það fer á
stjá. Bandariskur barnalæknir,
dr. John Caffey hefur andmælt
harðlega þessum sið: hann segir
að það sé með þessum hristing
hægt að valda barni sem yngra er
en tveggja ára alvarlegum heila-
skemmdum eða jafnvel dauða.
Höfuð ungbarns, segir dr. Gaff-
ey, er tiltölulega þungt og háls-
vöðvar þess veikir. Þegar barnið
er hrist i leik eða reiðivelturhöfuð
þess til og frá án verulegrar and-
spyrnu vöðva og skapast þá mikil
hætta á þvi að til blæðinga komi
úr æðum þeim sem næra heilann
og þessar blæðingar geta svo
komið I veg fyrir eðlilegan vöxt
heilans. Þetta má lagfæra meö
skuröaögerð, ef að upp kemst i
tæka tið hvað gerst hefur — en
það er þvi miður sjaldgæft þvi að
venjulega sér ekkert á börnum,
sem beðið hafa tjón með þessum
hætti.
Ekki er vitað hve útbreiddar
þessar skemmdir eru, en þekkt
eru dæmi um að harkalegur hrist-
ingur af þessu tagi hafi dregið
börn til dauða. Caffey telur, að
jafnvel þótt höfuö ungbarns veröi
fyrir tiltölulega litlum hristingi af
þessu tagi öðru hvoru, geti hin
neikvæðu áhrif safnast saman og
dregið mjög úr andlegum þroska
barna. Mörg börn sem nú eiga
erfitt með nám, segir hann, væru
eðlileg og skýr börn hefðu full-
orönir stillt sig um að hampa
þeim fyrirhyggjulaust þegar þau
voru litil.
Caffey leggur mikla áherslu á
að menn láti höfuð barna hvila i
lófa sér eða á handlegg þegar þau
eru tekin upp. Og aldrei ætti að
halda krökkum upp á fótum og
sveifla þeim — sama hve gaman
mönnum sýnist þau hafa af þeim
leik. Og auðvitað á aldrei að taka
um axlir barna og hrista þau eða
dangla I höfuð þeirra i refsingar-
skyni.
Auglýsingasíminn er
17500
PJOÐVIUINN
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
SKRIFAR
Um háværa
minnihlutahópa
. Eitt brúkaðasta slagorð ihaldsins á siðari
árum er þetta að óskapast og dæsa i hvert
sinn sem einhver félagsleg krafa gægist upp
úr frera vanahugsunarinnar og sljóleikans.
Þá er talað um háværan minnihlutahóp.
Þetta er bara hávær minnihlutahópur, seg-
ir Mogginn og allir eiga að finna með sjálfum
sér hversu fjarstætt er að hlusta á þá sem
ekki eru organíseraðir I Talkórnum eina.
En skoðanir á bara ekki að meta ein-
vöröungu eftir samanlögðum fallþunga
þeirra sem hafa þær uppi.
Allrasist ættu þeir sem aðhyllast einstak-
lingshyggju að leyfa sér slikan útúrdúr.
Og háværir minnihlutahópar þekkjast
raunar i sögunni fyrr. Eða var það ekki há-
vær minnihlutahópur i Noregi sem „ísland
fann og nam” svo vitnað sé i Megas.
Fjölnismenn voru náttúrlega ekkert annað
en hávær minnihlutahópur og flibbalausir i
þokkabót. Og Jón Sigurðsson, maðurinn sem
gerði alla íslendinga að háværum minni-
hlutahóp innan danska heimsveldisins fengi
liklega á baukinnhjá þeim Moggamönnum ef
hann væri að brölta á lappirnar með athafnir
sinar nú.
Þannig mætti lengi telja.
-•••
Þetta fjarstæða slagorð um fallþungaeildi
skoöana er i sjálfu sér til vitnis um enn yfir-
náttúrlegri fyrirbæri. Það vitnar um afstöðu
til lýðræðis sem I senn er frumstæð og að-
framkomin af úrkynjun.
Það er sálarlömun og vangeta, andlegur
impótens að meta skoðanir og athuganir á
sameiginlegum verustað okkar, þjóðfélag-
inu, eftir neinu öðru en réttmæti þeirra og
raungildi. Eini próf steinninn sem til er á slik-
ar skoðanir er umræðan, nánari athugun.
Það er argasta mannfyrirlitning og van-
mat á meirihlutanum að treysta honum ekki
til að hlusta á hvað sem er, vega þaö og meta,
bera saman við eigin reynslu og hafna þvi
sem ekki gengur upp.
Og meirihlutinn hann samanstendur lika af
einstaklingum og ætti helst að mega saman-
standa af hlustandi einstaklingum. Það er
semsé ekki bara vitleysan sem byrjar i
einstaklingi, smitar út i hrifinn og háværan
minnihlutahóp og þaðan aftur um allt sam-
félagið. Þannig fæðast lika gagnlegir og
bráðnauðsynlegir hlutir.
Þegar hræðslan við „rangar” skoðanir er
komin á það stig að reynt er að útiloka há-
væra minnihlutahópa,þá er verið að stifla
sjálft æðakerfi samfélagsins. Uppskeran
verður kalkað samfélag sem misst hefur allt •
samband við sjálfa uppsprettu allra þeirra
hugmynda sem endurnýja og viðhalda sam-
eiginlegu lifi okkar.
Eða eins og einhver einhverntima sagöi:
Mogginn leggst á þjóöarvitundina eins og
heilablóðfall.
Sú liking stenst líka að þvi leytinu til að
flestir hafa einmitt meiri áhyggjur af heila-
blóðfallssjúklingnum en hann sjálfur. Það
liggur I eðli sjúkdómsins.
Og Moggans
Og hinna blaðanna.
Og útvarpsins.
Og sjónvarpsins.
Astæðan fyrir þvi að ég drif þetta umræðu-
efni upp eina ferðina til er nýtt þingmál sem
eiginlega snertir báða enda þessa málefnis.
Ég á við frumvarp að kvikmyndalögum
sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
Ekki verður Alþingi sakað um neitt flaust-
ur að þvi að setja lög um kvikmyndir i land-
inu. Varla munu nokkur kvikmyndalög i
Evrópu vera yngri en áratugsgömul nú þegar
þetta frumvarp sér dagsljósið hér.
Þó hefði þetta varla gerst svona snemma
nema einmitt fyrir það að hávær minnihluta-
hópur er um svosem áratugs skeið búinn að
standa og æpa upp I eyrun á þingmönnum,
ráðherrum og öðrum ráðamönnum um þessi
málefni.
Og á endanum komst til skila að minnsta
kosti einhver ómur af þessum boðskap.
Þaö hefur verið bent á að kvikmyndahúsa-
kerfið veitiárlega hundruðum milljóna til er-
lendra kvikmyndaframleiðenda á meðan
frjáls kvikmyndagerð er nánast bönnuð .
landsmönnum. Bent hefur verið á það að
önnur þjóðlönd hafi þegar leyst þessi mál og
tryggt starfsemi kvikmyndagerðar hjá sér
vegna þess að litið er á kvikmyndagerð,
frjálsa kvikmyndagerð sem félagslega nauð-
syn. Það hefur verið margitrekað og siendur-
tekið með tilvitnunum i hina greindustu út-
lendinga að kvikmyndavélin sé ómissandi
tæki til athugana og tjáningar á nútimalifi —
en sú athugun sé öldungis forsenda fyrir far-
sælli og skynsamlegri þróun samfélagsins.
Og þetta eru engin innantóm slagorð held-
ur blákaldar staðreyndir. Eitt með öðru sem
bent hefur verið á er það hvernig tilkoma
þjóðlegrar kvikmyndaframleiðslu hefur alls
staðar orkað eins og vitaminsprauta á fjöl-
margar aðrar greinar lista og mennta.
Einnig bókmenntirnar sem við metum svo
mikils og þyrftum svo sáranauðsynlega að
lifga dálitið upp á núna..
Eitt með öðru sem staðið hefur i veginum
fyrir skjótri úrlausn kvikmyndamálanna er
sú letihugsun sem skaut hér upp kollinum um
tima að sjónvarpið mundi leysa vanda kvik-
myndagerðarmanna — eins og það var
orðað. (
Þetta var kórvilla og það eru menn
byrjaðir að sjá. Hér var ekki um það að ræða
að leysa vanda neinna einstaklinga sem
langaði til að fá að vinna fyrir sér með kvik-
myndagerð. Hér er um það að ræða hvort
mikilsvert sviö daglegra. mennta, kvik-
myndin, ætti að fá að þrifast. Sjónvarp kem-
ur ekki i stað kvikmyndagerðar fremur en
dagblöð koma i stað ljóðabóka.
Mér sýnist þetta einkar ljóst nú þessar
seinustu vikur þegar umræða stendur um
„Fiskinn undir steininum” þar sem viðleitni
tveggja höfunda til ofurlitið meira svigrúms I
sjónvarpsmyndagerð er um það bil að
stranda á margföldu varðhundakerfi stjórn-
málanna og sjálfum takmörkunum
sjónvarpsins sem er og verður mubbla i stofu
eins og ég hef verið að benda á.
Og ekki kæmi mér á óvart að einmitt þessi
vandi ætti fremur eftir að verða greinilegri
þegar aðrar myndir þeirra félaga fara að
birtast — ef varðhundakerfið þá ekki tekur
alveg fyrir kverkarnar á þessari tilraun og
bannar sýningar á þessum verkum.
Það vantar semsé nýtt kerfi sem leyfir
framleiðslu með frjálsari hætti engu siður en
nýja dreifingarmöguleika.
Og einmitt þetta er kjarni málsins.
Þær hugsanir sem verið er að hugsa verða
að eiga greiða leið á filmu ekki siður en blað.
Svo getur eftirlitskerfið og varðhundakofinn
átt sig i dálitinn tima og étið úr sér fýluna,
endurskoðaða afstöðu sina og tekið verkið i
sátt þegar timi þess kemur.
Verkið fær semsé að verða til!
Ég á einmitt viö það, já, að kvikmyndalög-
in mega ekki verða eitt flokkaapparatið til.
Þau verða að tryggja frjálsa og óhefta kvik-
myndagerð að einhverju verulegu marki.
Eftir þvi verður að lita og með þvi verður
að fylgjast.
Og það skulum við gera.
Þorgeir Þorgeirsson.
GERIÐ SKIL
jr jr
FYRIR ARAMOT
r
Skrifstofa
Grettisgötu 3,
Reykjavík.
Símar 28655
. og 17500 A