Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. desember 1*74. glens Þetta gerðist i London, þegar loftárásirnar voru i algleymingi i siðari heimsstyrjöldinni. Það var blásið i loftvarnarflauturnar og fólk tók til fótanna niður i loft- varnarbyrgin. Mitt i öllum sprengingunum kom heimavarnarmaður hlaupandi og stakk höföinu inn um dyrnar á einu byrginu: — Eru nokkrar vanfærar konur hér! — Það er ekki gott að seg ja! Við erum bara búin að vera hér i nokkrar minútur... -O— Okkur hafa verið sendar eftirfar- andi reglur, sem sagðar eru hafa veriö festar upp á árshátiö ákveöins fyrirtækis hér i borg: Heiðruðu gestir! Vinsamlegast fylgið neðanskráðum reglum.: 1. Snæðið aðeins af eigin diskum. 2. Halliö yður ekki upp að þeim er næstur yður situr, þegar gólfið byrjar að rugga. 3. Reynið að komast hjá þrengsl- um undir borðunum. Skriðið til hægri. 4. Hlifið tönnunum — bitið ekki i glösin. 5. Vinsamlegast skilið hvitum fII- um i fatageymsluna. 6. Bleikum krókódilum ber að sleppa i salerniö. Munið eftir að toga i snúruna. 7. Eiginkonum annarra ber að skila fyrir dagrenningu. 8. Komið aftur, ef þér ratið ekki heim. Það er engin skömm að snúa við. Það var silfurbrúðkaupsveisla I samkomuhúsinu, og margar ræður voru haldnar. Að siðustu stóð Jóhann upp og sló i glasið. Hann stóð um stund og var I vandræðum með að byrja. Svo sagði hann: — Mér liður eins og mýflugu i nektarnýlendu. Ég veit hvað ég ætla að gera, en ekki hvar ég á að byrja. —O— Konan kom með mjög óvenju- legt tilfelli til læknisins. Innan á lærunum voru grænir, hringlaga blettir. Það var ekki viðlit að fá þá brott. Læknirinn rannsakaði þetta vandamál rækilega og spurði svo: — Hvað gerir maðurinn yðar? — Hann er sigauni. — Huh, það er nú meiri sigaun- inn, Eyrnahringirnir hans eru ekki einu sinni úr gulli! —0— Lesandi segir okkur, að hann hafi verið staddur i stórverslun erlendis. Tvær afgreiðslustúlkur voru að taka til I hillunum, enda var liðið nærri lokunartima, að loknum löngum og ströngum vinnudegi. Skyndilega glumdi viö klukku- spil, sem táknaði, að nú skyldi lokað. — Heyrirðu, sagði önnur stúlk- an við hina — þeir eru að spila lagið okkar! Það er kunnur siður viða um heim, að menn kveiki sameigin- lega elda við ýmis tækifæri. Að elsta stofni er þetta sjálfsagt runnið frá þeirri einföldu þörf, að ættsveitin sat saman við eld til að orna sér og steikja mat sinn. En þegar samfélagshættir þróuðust og hver fór að búa meira að sinu, varð hinn sameiginlegi eldur fremur til hátiöabrigða og fékk þá um leið trúarlegra inntak og Ivaf. En allir þekkja, hve hugur fólks hristist vel saman kringum eld, þótt ekki sé nema i stuttri úti- legu. Viða er um að ræða árlegar brennur, en það er mjög mis- jafnt á hvaða tima þær eru haldnar. Algengustu brennu- dagar I Evrópu eru kyndilmessa (2. febrúar), föstuinngangur, pálmasunnudagur, sklrdagur páskadagur, Valborgarnótt (aðfaranótt 1. mai), krossmessa á vori (3. mai), uppstigningardagur, hvita- sunna, þrenningarhátiö, Jóns- messa, Olafs vaka helga, höfuðdagur, Mikjálsmessa, allraheilagramessa og Nikulásarmessa (6. des.). Auk þess eru i katólskum löndum Suður-evrópu einkum hafðar brennur á messudegi þess dýr- lings, sem er verndari viðkom- andi þorps, borgar eða héraðs. Venjulegast eiga þessir eldar að hrekja burt illa anda eða stuðla að árgæsku og góðu heilsufari. Fyrsta heimild um slika brennu á Islandi er ekki fyrr en frá lokum 18. aldar, og þá eru það piltar i Hólavallaskóla i Reykjavik, sem fyrir þvi standa á gamlárskvöld. Sveinn læknir Pálsson segir svo frá i Ferðabók sinni árið 1791: ,,A aðfangadagskvöld jóla skreyta skólapiltar skólann ljósum með ærnum kostnaði eft- ir efnahag þeirra. Alls eru sett upp um 300 kerti I tvöfalda röð meöfram gluggum og i ljósa- hjálma I loftinu. Sérstaklega er kennarapúltið skreytt með ljós- um, lagt silki og öðrum slikum útbúnaði. A gamlárskvöld halda þeir brennu á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulkan. Er brennan svo stór, að hún sést úr margra milna fjarlægö.” Umrædd hæð er að llkindum Landakotshæðin, sem þá hefur ÁRNI BJÖRNSSON ÞJÓÐFRÆÐAGUTL BRENNUR OG VITAR sennilega ekki verið eins slétt að ofan og nú er.Vera má, að, skólapiltar á Hólum og i Skál- holti hafi kveikt brennur um áramót, áður en skólarnir voru fluttir til Reykjavikur, þótt heimildir um það hafi enn ekki veriö dregnar fram. Það þarf hinsvegar engum að koma á óvart, þótt brennur tlðk ist ekki á Islandi fyrr en þetta. í eldiviðarleysinu og timbur- skortinum var hvert snifsi, sem brunnið gat, lengstum of dýr- mætt til að ráðlegt væri að eyða þvi I þesskonar leikaraskap. Maður getur jafnvel orðið svo grallaralegur I hugsun að telja ástæðu þess, að galdrabrennur voru algengri á Vestfjörðum en annarsstaðar fremur vera gnótt rekaviðar á Ströndum, heldur en ofsóknaræði Þorleifs Korts- sonar lðgmanns. llok 18. aldar hafði Reykjavlk hinsvegar vaxið svo, að þar hef- ur verið orðið til töluvert af rusli, sem máttibrenna,ogenn i dag eru áramótabrennur okkar einskonar hreinsunarhátiðir. Auk þess var þá búsett meira fjölmenni á einum stað en áður haföi þekkst hér á landi. Ekki fara þó frekari sögur af ára- mótabrennum i Reykjavik framan af .19. öld, enda var skólinn þá lengstaf á Bessa- stöðum. Hinsvegar minnist Þor- valdur Thoroddsen þess frá þvi um 1870, að á gamlárskvöld væru blysfarir með álfadansi og skripabúningum á Tjörninni eða Hólavelli. Þá er þess getið, að skólapiltar á Möðruvöllum nyrðra hafi haldið allmikla brennu á gamlárskvöld 1881, og heimildir eru um áramóta- eða þrettándabrennur i Hafnarfirði og á Seyðisfirði frá þvi fyrir aldamót. Þannig hefur þessi siður smámsaman breiðst út til bæja og þorpa. En þótt þessi siður muni eiga upptök sin I þéttbýli, verður hann býsna fljótt vinsæll sum- staðar I sveitum úti, að þvi er virðist einkum á Suðurlands- undirlendinu og við Breiðafjörð. Elstu áramótabrennur I sveit, sem enn hafa borist spurnir af, munu undan Eyjafjöllum frá þvi um 1885. Arið 1892 er Helgi Magnússon kaupmaður á ferða- lagi á gamlárskvöld og taldi þá 21 brennu i Grimsnesi og Flóa. En vel staðsett kona á Rangár- völlum kvaðst eitt þrettánda- kvöld um aldamótin hafa talið 60 brennur með öllum sjón- deildarhring frá Eyjafjallajökli að Hellisheiði, frá Heklu fram að sjó. Frá þvi um aldamót eru lika til heimildir um áramótabrennur I Breiðafjarðareyjum, Barða- strandarsýslu og á Skarðs- strönd. En þá þessum slóð- um voru þær yfirleitt kallaðar vitar, en það er raunar sama orðið og Færeyingar nota um elda þá, sem þeir kveiktu sem kallmerki til að skýra frá grindavöðu eða öðru mikilvægu tildragelsi. Reynt var aðkveikja vitana sem næst á sama tima, kl. 6 á kvöldin, og sá þá hver til annars kringum flóann og úti á honum miðjum. Ef einhver kannast við éþekkar venjur úr öðrum byggðarlögum, mætti hann gjarnan láta af þvi vita. Annars er hætt við að sú verði þjóðsagan um upphaf álfa'- brenna i sveitum á íslandi, aö það framtak hafi mest verið bundið viö sunnlendinga og breiðfirðinga. Það veldur nokkrum þankabrotum, hversvegna ára- mótin verða einmitt fyrir valinu sem brennutimi á Islandi. Það er mikil árátta ýmissa fræði- manna að telja helst allar sið- venjur og alla menningu inn- flutta, en ekki heimatilbúna, gott ef allt það skásta á ekki að vera komið með svokallaðri kristni eins og það er nú þokka- legt. En hér er ekki auðugt um fyrirmyndir i nágrannalöndum. Hvergi á Norðurlöndum eru brennur almennar á gamlárs- kvöld eða þrettánda, svo að varla höfum við lært þetta af danskinum og fjanskinum né heldur elsku bestu frændum okkar norðmönnum. í þessum löndum ber mest á Val- borgarnótt, hvitasunnunni, Jónsmessu og Olafsmessu (29. júli). Helst er það norður i Skot- landi, sem vart verður við brennur á nýársnótt og þrettánda (keltar?), siöan I Portúgal og á Norður-Spáni (baskar?) og alveg sérstaklega er þetta útbreitt I héraðinu fyrir botni Adriahafs á landamærum ítaliu og Júgóslaviu. Þá ber einnig nokkuð á þessu i Litlu- Asiu, Kákasus og á stöku stað I Rússlandi. Það yrði þvi að gera ráð fyrir nokkuð krókóttum menningar- straumum, ef á þá ætti að trúa. Manni kemur t.d. herkúlakenn- ingin I hug. En gæti nú ekki ver- ið, að sviplikt samspil náttúru- aðstæðna og samfélagsað- stæðna á öllum þessum stöðum ætti sinn þátt i tilurð sið- venjanna og meiri ástæða væri til að hyggja nánar að þeim hlutum en öllu bullinu um menningarstraumana? — Sem svar við heiðruöu bréfi yðar, dagsettu ...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.