Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 13
Suanudagur ». desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
HOTEL LOFTLHÐIR
Tilkynning
frá sjávarútvegsráðuneytinu
til útgerðaraðila fiskiskipa
Með tilvisun til nýsettra laga um
ráðstöfun gengishagnaðarsjóðs 1974, til-
kynnist hlutaðeigandi aðilúm, að þeir
einir koma til greina við úthlutun bóta úr
sjóðnum sem skilað hafa skýrslum til
Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins um
úthald báta frá 1. janúar til 15. september
1974 og bráðabirgðauppgjöri til viðkom
andi viðskiptabanka, sbr. fréttatil-
kynningu sjávarútvegsráðuneytisins
dags. 8. otkóber 1974. Skilafrestur þessara
skýrsla er til 10. janúar n.k. og geta þeir
sem ekki hafa skilað gögnum þessum fyrir
þann tima ekki vænst fyrirgreiðslu úr
gengishagnaðars jóði.
Sjávarútvegsráðuneytið,
20. desember 1974.
DIÓmAIAIUR
Fjölbreyttar veitingar. Munið kalda borðið.
Opiðfrá kl. 12—14.30 og 19—23.30.
vínmnDSBAR
SITT
ÚR
HVERRI
ÁTTINNI
0,JÚ,JÚ
Meö skemmtilegri höfundum
„visdómsorða”, sem blöð hafa
svo gaman af að birta (eða
finnst svo þægilegt að nota i göt i
umbrotinu?) er Francois de la
Rochefoucauld, franskur 17.
aldar heimspekingur. Eða hvað
segið þið um þennan:
SKOÐANIR
„Aðeins ein skoðun er röng,
þ.e. sú, að aðeins ein skoðun sé
rétt”.
Og þessari skoðun var haldið
fram af þýska lækninum, skáld-
inu og heimspekingnum E. von
Feuchtersleben (1806—1849),
sem vissulega hefur nokkuð til
sins máls.
HVAÐA BOND?
Roger Moore
Vinsældir Roger Moores sem
„Agent 007” láta „gamla”
James Bondinn — Sean Connery
— ekki i friði. Þrátt fyrir fyrri
yfirlýsingar urðu fréttirnar um,
að bióin græddu síst minna á
„Dýrlingnum” i hlutverki
Bonds en Connery sjálfum, til
þess, að hann ákvað að stilla sér
enn einu sinni framan við
myndavélarnar i spæjararull-
unni.
Það var kvikmyndaframleið-
andinn Fough sem réð Sean
Connery fyrir hærri laun og um-
fram allt stærri gróöahlutdeild
en áður hefur þekkst i Holly-
wood til að leika i myndinni
„Astin drepur alla”.
A sama tima hefur Roger
Moore unnið við aðra 007-
mynd sina, „Maðurinn með
gylltu skammbyssuna”. Hvor
Bondinn kemur nú til að sigra i
sölu biómiðanna? Sem stendur
getur hvorugur þolað hinn.
Connery treystir á fyrri vin-
sældir. — En ég er yngri og i
betra formi, huggar Moore sig
með.
Sean Connery
VÍSNA-
ÞÁTTUR
S.dór. 5=55
Níels skáldi
Það hafa margir hagyrðingar
og skáld fengið viðurnefnið —
skáldi — i sinni sveit. Oft var
það aðeins vegna þess að þeir
voru einna skárstir hagyrðingar
i sveitinni, en örfáir báru þetta
viðurnefni þó með sóma. Einn
af þeim var Niels Jónsson eða
Niels — skáldi — eins og hann
var jafnan nefndur. Niels var
Skagfirðingur og þar i sveit á 18.
og 19. öld þurfti þó nokkuð til að
fá þetta viðurnefni. Nielsi hefur
verið skammarlega litið sinnt,
miðað við hversu góður hagyrð-
ingur, eða heldur skáld hann
var. En hann var fátækur
erfiðismaður lengi vel og slikum
var oftast ekki haldið mjög á
lofti og er ekki enn hjá þeirri
akademisku mafiu sem flokkar
menn i skáld, alþýðuskáld og
hagyrðinga, hér á landi. En nóg
um það. Meiningin er að kynna
nokkrar af visum Nielsar hér i
þættinum, en af miklu er að
taka og þvi erfitt að velja. Eftir
hann liggur á annað hundrað
binda á Landsbókasafninu sem
væri uppá nokkur bindi væri það
gefið út.
Niels var fæddur að Flugumýri
i Skagafirði 1782 og andaðist
1852. Og látum nú visurnar tala.
Stúlka sem Niels var i kunn-
ingsskap við talaði um það eitt
sinn hve miklu væri skemmti-
legra að lifa og auðveldara
mörgu i verk að koma þegar sól
hækkaði á lofti, þá kvað Niels:
Fljóðs iþróttir fljóðs að bera
fáguð skarti listakyns
ljóssins dóttir læst þú vera
en lika þarftu myrkursins.
Ritdómur um rimur:
Hleiðólfs trana er hræð Um
kvik
hrosshársgrana löður,
og á hana blásvart bik
borið með svanafjöður.
Ungur og framgjarn bóndi
vildi allt gera i einu á jörð sinni
og kenndi um ómennsku ann-
arra að það hafði ekki veriö
gert, þá kvað Niels:
Mörgu koma viltu i verk, sem
veit til nytja
frekara hér til fram þig
hvetja
forsjálni mun vin þinn letja.
Flest allt stofna viltu vel,
en veistuaf hinu:
Þeim sem byrjar allt i einu
ekkert stundum varð úr neinu.
Einu sinni hitti Niels Jón á
Strjúgi, nirfil sem stolið hafði
verið frá úr skemmu, þá sagði
Niels.:
Góss sitt aldrei geymir
strjált
gamli Jón á Strjúgi.
Holl er þjófum hreiður álft
halurinn mauradrjúgi.
Niels dáði Eggert Olafsson
mjög og orti þegar ljóðabók
Eggerts kom út:
tmyndunarloftið létt
lyfti sólum hærra.
Hreinni sál, og fást mun frétt
fáir þenki stærra.
Niels krafðist meira af lærð-
um mönnum en sér og sinum
likum úr almúgastétt, en vildi
þó ekki láta þá drottna yfir
þankafrelsi sinu og orti:
Mærðargreinum hvar sem
hreyfði
hef ég æ skrifað fjötralaus
aldrei neinum lærðum leyfði
lögsögn yfir minum haus.
Niels orti margar rimur, þar
á meðal Frans-rimur sem fengu
misjafnar undirtektir, en hann
leit stórt á sig og skáldskap sinn
og orti:
Þenkjurum einum þægð er i
þankaverkum minum
eg þeim trautt að öðrum sný
aldrei hnugginn fyrir þvi
Fransrimur þó fóttroðist
a f s v i n u m .
Margt fleira eftir Niels ætti
skilið að birtast hér en látum
þetta duga að sinni og snúum
okkur að aðsendum visum.
Halla Guðmundsdóttir sendir
okkur einkar skemmtilegt bréf
sem hljóðar svo:
Heill og sæll visnaþáttur,
Mér datt i hug að leyfa ykkur
að heyra visur, sem við Heimir
Ingimarsson — sem þarf ekki að
kynna fyrir ykkur Þjóðvilja-
mönnum — kváðum eitt kvöldið
i góðra vina hópi, þegar hann
kom til höfuðstaðarins i emb-
ættiserindum. Það er siður okk-
ar að kveðast á þegar við hitt-
umst, og er þá ekki allt jafn
fallegt.
Um leið og Heimir kemur inn
úr dyrunum fer hann með visu,
og hélt ég að nú væri hann að
byrja á visnaleiknum, en frétti
seinna að hann ætti ekkert i
þeirri visu, sem ég man ekki
lengur hvernig var. En þá svar-
aði ég honum svona:
Nú er farinn friðurinn,
flest vill angur ljá mér,
þvi Raufarhafnar-rumurinn
riöur húsum hjá mér.
Hann svaraði að bragði:
Angur mun ég engum baka,
ekki bregðast vonum.
Þótt riði núna risum þaka,
rekkja vil hjá konum.
Og ég aftur:
Þótt kætist núna kvennaval,
kveðskap þinn að heyra,
eitt er gjörð — og annað tal.
Ætli þú getir meira?
Fleiri urðu visurnar — en þær
eru ekki prenthæfar.
Og þessar visur sendi Valdi-
mar Lárusson úr Kópavogi okk-
ur:
Ég sendi þér hérna tvær vis-
ur, sem mér duttu i hug i sam=
bandi við hið nýja frumvarp til
laga um útvarpsráð.
Margt er skrafað, mörgu spáð,
margur haldinn þráa.
thaldið og útvarpsráð
elda silfrið gráa.
Og þegar menntamálaráð-
herra tók að sér i sjónvarpinu að
bera i bætifláka fyrir þetta
frumvarp:
Austfjarðabóndinn var sauðar
legur á svipinn
er sást hann á skjánum fjalla
um útvarpsráðslögin.
Likt eins og vær’i ’ann i
sitjandann kreistur og klipinn,
og kysi að leyna að það sæist i
afturhaldsdrauginn.
Valdimar Lárusson.