Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. desember 1974. ENN EiN TILLAGA UM KAFLAí JÓLABÓK Enn einu sinni veröum viö aö játa það meö hryggö, að ekki hef- ur unnist timi til aö fjalla um all- ar þær ágætu bækur sem islend- ingarsetja saman fyrir jólin. Og I þriöja sinn bregðum við á þaö ráöa aö búa til kafla úr hugsan- legri jólabók, „Bernskubrek og æskuþrek”, sem vel má skoöa sem einskonar umsögn um marg- ar jólabækur f nútiö og framtfö. Kaflinn er tiltölulega sjálfstæö frásögn af llfi ungs drengs i Skálmavfk f byrjun siöasta heimsstriös. 1 fyrri bindum þessa verks hef- ur verið frá þvi greint, hvernig viö hrossabrestir og grallaraspó- ar könnuðum stigapallinn heima, siðan blettinn við húsið og þá iþróttasvæðið þar fyrir framan. Nú er að segja frá framsókn okkar inn á lendur andans og leyndardóma lifsins. Hvaö kom fyrir? A hverjum morgni skokkuðum við i átt til skólans fullir af trún- aðartrausti i garð umheimsins. Við bræður áttum akkúrat meðal- langt I skóla að sækja i þann tið eða 450 skref. (Sbr. dr. B. Josef- son: Distance from home to school in Iceland. Statistical & sociological survey. Ministry of Culture, R. 1984). Stundum bar svalur norðanvindur okkur á vængum sinum og stytti okkar göngutimann, stundum blés út- synningsrigning i ung og opin andlit okkar og tafði þennan sama tima. Náttúran var að byrja að kenna okkur afstæðis- kenninguna. Skólahúsið var tvilýft, steypt hús i timburhúsaplássi og einkar virðulegt. Afar okkar höfðu steypt það i höndunum um alda- mót, mulið I steypuna grjót með stórum hömrum og fengið tiu aura fyrir tunnuna og gigt i bakið og þótti gott. Niöri voru þrjár kennslustofur i röð og fyrir fram- an þær allmikill gangur, fullur af ótrúlega sterku bergmáli. Fyrir enda var læstur skápur sem hægt var að draga fram úr orgel á hjól- um til morgunsöngs. Fyrir fram- an fyrstu stofu hékk hljómmikil bjalla og forn, hin eina sem sann- ar landmám ira fyrir daga Ingólfs. Á hana voru letruð orðin Céard a tharla, sem þýðir: hvað kom fyrir? — og það er einmitt þeirrispurningu sem við erum að reyna að svarajþessari bók bóka, sem þér nú lesið. Snemma gala gaukar 1 skólanum lærðum við lestur og skrift, lika margt gott iðja eins og þar stendur. Og við iærðum lika á lifsins bók. Þar flugu um bekki augnagotur, kinnroði, spenna, timabréf og teipur stigu á rist pilta i ljúfu daðri eins og ekk- ert væri. 1 plássum eins og Skálmavik er mikil náttúra, eins og segir i bókaauglýsingum, og fór snemma af stað á þessu tima- bili samfélagssögunnar. Sumir fræðimenn halda þvi fram, að snemmbært ástalif hafi mjög haldist í hendur við vanþróun i öðrum skemmtanaiðnaði og svo skort á þeirri firringu, sem siöar kom og klauf samfélagið i frum- einingar og hélt uppi um þær bux- um um leið. (sbr. dr. A. Hann- balowizc: Seksualne problemy naroda islandskiego w XX wku. Warszawa, 1984). Svo var nefnilega mál með vexti að virkt ástafar hófst i plássinu þegar menn voru 8 ára að aldri eða þar um bil og stóð siðan til ellefu eða tólf ára aldurs. Þá var oft gert hlé (sem félags- sálfræðingar hafa átt erfitt með að skýra enn í dag) til 15 -16 ára aldurs að á ný var af stað farið með fullum krafti og mikilli al- vöru. Upp úr þvi, en ekki fyrr, fóru menn að lifa áfengislifi einn- ig. Þessi þjóðlega hefð hefur rofn- að siðan með rugluðu gildismati. Nú orðið byrja menn áfengislif á 12-14 ára aldri i þvi skyni að ryðja voru einhv. tilhl. til grúppusex, venjulega i þvi formi, að 3-5 strákar og ein stelpa (i mesta lagi tvær) mynduðu einhverskonar fé- lagsskap um áhugamál sin. Var þar gott samkomulag eins og i frumkommúnismanum (sbr. Fr. Engels, Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og rikisins, R. 1951). Þess skal og getið, að frum- kvæðið var svotil ailtaf af stúlkna hálfu, i öðru og verra menningar- umhverfi hefði veriö sagt að þær úr vegi hindrunum á þróun kyn- lifsins og tekst misjafnlega með sivaxandi firringu og tauga- strekkingi. Lífkerfið Þessi bráðþroska áhugi á leynd armálum lifsins var mjög i anda hugblæs þess sem i plássinu rikti. Um mál þessi var jafnan fjallað éinarðlega og af fullri kurteisi, eða eins og plássskáldið Kristófer Freyr segir i bók sinni Vængjuö hrogn: Hljóp þá foli minn I fljót sælu kom ei upp siöan átta daga. Við vorum frá upphafi vega, grallaraspóar og hrossabrestir, i nánum tengslum við lifkerfið: fisk i sjó (hrogn og lifur), fiski- flugur ur.dir vegg, breima ketti, lóðafar á hundum, tilhleypingar og tuddasóknir. Þröng húsakynni þess timabils beindu og augum okkar mjög eindregið aö fordæmi eldra fólks og reyndara (sextán ára og eldri), sem einatt var að skjótast inn i beituskúra, bak við hrunda lifrarbræðslu, inn i hlöður og ólæsta kjallara — slæm götu- lýsing gerði þá sem spiónerað var um litt vara um sig og spiónana litiu þá djarfari og áræðnari. Eins og draugsi sagði: skemmtilegt er myrkrið. Siöan tók okkar kynslóð að iðka þann lærdóm sem litrikur hvers- dagsleikinn að enni rétti. Tvö og tvö saman eins og fara gerir. Þó drægju stráka á tálar. Þetta frumkvæði mun arfur frá mæðra- veldi (matriarkhat) sem tiðkast i mörgum veiðimannaþjóöfélög- um, þar sem karlar fara til veiða (hér: sjómenn) og koma aftur eða koma ekki, en konur gæta elds og velta áfram kynslóðunum hvað sem feðrum liður. (Sbr. L. Morgan: Primitive Society. N.Y. 1890). Táp og f jör Þótt skömm sé frá að segja verður að viðurkenna að þetta lif- kerfi okkar var ekki i félagslegu samhengi við námsefnið i skólan- um sem slikum. Þar var fyrsta Mósebók i góðu gildi. Bæði sköp- unarsagan og syndaflóðið. Hitt er svo annað mál, að það var lif og fjör i okkar bekkjar- deildum. í skólakerfinu gilti sú einfalda regla, að krakkar sætu i skóla þar til þau kynnu nokkurn veginn að lesa. Af þvi að ýmsum reyndist þetta ansi timafrekt verkefni með ööru, voru jafnan i hverjum bekk nokkrir piltar er setið höfðu svo lengi i sama bekk að þeir höfðu nokkurn veginn I fuliu tré við kennarana I hrygg- spennu og boxi, og gat þvi oft skapast mikil spenna og sannur keppnisandi þegar kennari reyndi að þagga niður i okkur i timum. Þetta jafnvægi raskaðist ekki fyrr en Stefán stóri kom til skól- ans, en hann hafði haft vaðið fyrir neðan sig og gengið á námskeið i fantatökum á lögregluskólanum áður en hann hélt til Skálmavik- ur. En hann var ekki langlifur I okkar glaða hóp, Stefán þessi. Dag einn fylltum við tuttugu vatnsbyssur af bleki og skutum á hann öll i einu. Hann varð satt að segja afskaplega hissa. Daginn eftir var hann horfinn. Burtreiðar Hinsvegar þorðum við ekki i Gvönd skólastjóra. Gvöndur hafði verið prestur i Keflavik en gefist upp við að þjóna þvi óguðlega hyski, eins og hann sagði. Hann trúði á reikningsbækur ólafs Danielssonar og Bifliuna eins og hún var löng til. Hann var risi að vexti, herðabreiður eins og kommóða, svartbrýnn eins og Brésjnéf, hárið úlfgrátt, striga- bassi. Sá eini sem þorði til við Gvönd var Diddi Bjögg, lltill skratti og kattliðugur sem Inter- pól hefur ekki getað klófest enn i dag þrátt fyrir ærnar ástæður til þess. Diddi hafði einhverju sinni ver- ið rekinn úr tima og leiddist ein- veran. Hann náði sér þvi I hest og reið honum upp tröppurnar og inn á skólagang. Hesturinn komst i hugaræsing i þessu óvenjulega umhverfi og skeit á gólfið eins og vonlegt var. Af ganginum barst til okkar dynkur, einkennilegt fótatak og lykt þar sem við sátum hjá Gvöndi, sem benti með löngu priki á nafnlaust landabréf, en slik landabréf voru hans yndi og eftirlæti. Með prikinu danglaði hann svo i hausinn á þeim, sem villtust á Berlin og París á kort- inu, allt i góðu þó. En i þvi Gvönd- ur heyrir undirganginn og tekur við sér, hefur Diddi náð i bjöllu- prikið og hringdi nú hinni helgu Irsku klukku sem mest hann mátti. Gvöndur snarast fram og við á eftir. Hann kallar: Og ertu þarna drengandskotinn, og Diddi svarar: Er ég vist! Þeir fóru nú að berjast með bjölluprikinu og landafræðiprikinu — þetta voru einskonar burtreiðar, þvi Gvönd- ur var sjálfur á hæð við strák á hesti. Diddi varö undan að láta með brotna lensu og meiddan hest. Þetta var held ég eini ósigur hans i tilverunni. Hann stofnaði siðan I Reykjavik aðeins 16 ára gamall litið og snoturt hóruhús fyrir varnarliðið, og margt fleira var honum til lista lagt. Frelsið í veði Við blekuðum Stefán stóra á flótta. Við kveiktum i leikfimis- húsinu af þvi okkur þótti of kalt þar. Við skutum gleraugun af Þórhalli lánga með pappirsþot- um. Við tókum eitt sinn rafmagn- ið af plássinu til að flýta jólafri- inu. En við gátum ekki sigrað Gvönd, i þessum aðfara stétta- baráttunnar sem striðið við kenn- arana var. Ekki einu sinni i morgunsöngmálinu fræga. Fleiri urðu að lúffa en Diddi Bjögg, lög- regluskelfir. Gvöndur hafði loks náð i kenn- ara sem kunni að spila á orgelið i skápnum. Hann ákvað þvl að • þurrka af þvi rykið og láta skól- ann byrja á morgunsöng. Morgunsöngurinn byrjaði klukk- an átta og stóð i fimm minútur. En rétt fyrir jól datt Gvöndi i hug að breyta til og láta okkur mæta fimm minútum fyrir átta i morgunsöng til að skerða ekki fyrstu kennslustund. Við hlýddum þungbúin á þenn- an boðskap, sögðum fátt upphátt, en hugsuðum öll sem eitt barn: sá fjandi skal aldrei komast á. Sú hneisa má aldrei henda að við syngjum I okkar eigin tima. Niöur með Gvönd, afsprengi dansk-Is- lensks afturhalds. Lifi söngfrels- iö. Nemendur alls skólans sam- einist! Um götur og port þessa litla samfélags á hjara veraldar var dag þennan riðið net samstöð- unnar og stéttarvitundar. Neistar flugu á milli nemenda og mögn- uðu eldmóð alveg sjálfkrafa, án foringja og skipulagningar. Akvöðrun einingarinnar var sterk og afdráttarlaus: Við myndum öll steinþegja eins og fiskar næsta morgun. örlagastund Næsta morgun dró Bii söng- kennari orgeliö fram úr skápn- um, snýtti sér á rauðum vasaklút og sagði að við skyldum heims- umbóla i tilefni væntanlegrar hátiðar. Orgelgarmurinn stundi upp fyrstu töktunum en enginn tók undir. Gvöndur steig feti framar, horfði á okkur byrstur og spurði, hvern fjandann þetta ætti að þýða? Sterkar sveiflur fóru um þögn- ina i ganginum. Það hefði mátt heyra flugu andvarpa. Nú, NO, sagði Gvöndur og mögnuðust undirtónar I röddinni. Enginn söngur. Sálir okkar júbluðu. Fram allir nemendur, og fjöldinn snauði, sungu þær á inn- löndum hugans. En lofa skal dag að kvöldi. Við vorum svo óheppin, að fyrir miðju, framan við orgelið, höfðu einar tiu stelpur hópast saman. Framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.