Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. desember 1»74. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA » klnsillnr Umsjón: Ingólfur Hannesson og Sverrir Sverrisson Jóhann G. Jóhannsson gaf út bestu breiðskifu ársins, Langspil. Án efa megum við búast við fleiri stórvirkjum af hans hendi á nýja árinu. 'k ÁRAMÓTAÞANKAR Pelican mætti með sanni veita titiiinn „hljómsveit ársins 1974". Þeir þeyttust um allt land og skópu sér gifurlegar vinsældir. Auk þess héldu þeir hljómleika og gáfu út eina af betri breiðskffum ársins. Væri óskandi að fleiri fylgdu fordæmi þeirra. Koma bresku popphijómsveitarinnar Slade tll landsins var elnn af stærstu viðburðunum i annars fá- breyttu popplifi. Það hefur löngum verið siður um hver áramót að rifja upp minnisstæðustu atburði liðins árs. Ekki ætla Klásúlur að verða sér til athlægis með slíkri sparðatínslu þar sem þátt- urinn er aðeins rúmra tveggja mánaða gamall. Þó er alltaf gaman að láta hugann reika og ígrunda litillega það sem liðið er. „Þjóðhátiðarár skal þetta ár heita,” sögðu menningarpostul- arnir I upphafi ársins og þjóðhá- tiðarár varð það kallað. Siðan hafa furðulegustu uppákomur átt sér stað árið út undir yfirskini 11 alda búsetu manna i landinu (en það er reyndar lýgi eins og allir vita). Nú hefði maður haldið að eitthvað yröi gert undir þessu yfirskini fyrir svokallaða ung- linga, en það var nú öðru nær. Unga kynslóðin sem er liklega helmingur þjóðarinnar var sett út i kuldann ásamt börnunum og gamalmennunum, en hvitflibb- arnir blómstruðu á „listahátið- inni” sinni. Þjóðhátiðarnefnd hef- ur gefið út ógrynni þjóðlegra bóka, styrkt hljómleikahald (Sinfónian o.fl.) og þjóðhátiðar- ballett og haldið griðarmikla þjóðhátið. Já, þar komust karla- kórar og lúðrasveitir i feitt, sann- kölluð vertið. Reyndar hafa Klásúlur ekki beint andstyggð á slikum skraut- sýningum, en sárnar það mest hve margir forkólfar þjóðfélags- ins virðast vera komnir úr tengsl- um við hugsanagang og lifsskoö- anir ungs fólks. Þeir reyna ekki einu sinni að gera tilraun, hvað þá meira. Hefði ekki veriö hægt að halda popptónleika eða brydda upp öðrum skemmtunum fyrir þennan aldurshóp? Kannski að aldrei hafi verið hugsað um það? Við vitum þá hvar viö höfum þessa menn. Popptónlistin hefur hvorki ver- ið betri né verri þetta árið en mörg önnur. Þó virðist Klásúlum að ýmis teikn séu á lofti um að úr sé loksins að rætast. Mjög marg- ar hljómplötur hafa komið út upp á siðkastið, en það sem meira er um vert, gæði þeirra hafa stór- batnað frá þvi sem áður var. Sumar breiðskifanna jafnast fyllilega á viö breiðskifur ýmissa stórlaxa poppsins. En ansi er hætt við aö gróska þessi sé aðeins bundin viö jólin, hátið kaupa- héðnanna, og að bylgjan fjari hægtog rólega út á fyrstu mánuð- um nýja ársins. Klásúlur verða samt að vona að ekki sé mikið mark takandi á hrakspánni. Ekki er liklegt að siðgæðinu hafi hrakað að ráði á árinu þó aö fikniefnadómstóllinn hafi dæmt i fleiri málum en i fyrra, fleiri hafi verið teknir fyrir grun um meinta ölvun við akstur og jafnvel ekki þó gistinýtingin i Hverfisteininum hafi verið með besta móti i ár. Siðgæðið er reyndar þannig fyrir- bæri að ekki er gott að skynja hræringarnar, ef maður er i miðri hringiðunni, og verður þvi hver og einn að dæma fyrir sjálfan sig. Oft vill það brenna við að mað- ur sjái aðeins neikvæðu hliðarn- ar þegar litið er til baka yfir far- inn veg. Það verður þvi að segjast að árið 1974 hafði sinar björtu stundir og þær margar. Ánægju- stundirnar hefði verið hægt að ti- unda i réttri röö, en skynsamlegrs er að vekja fólk til hugsunar um það sem miður fer i þvi skyni að reyna að knýja fram úrbætur og gera þannig gönguna fram götu lifsins auðveldari og ánægjurik- ari. Klásúlur óska lesendum sinum nær og fjær gleðilegs nýs árs. i Hvaö á að gera á gamlárskvöld? Hvað á að gera á gaml- árskvöld? Þessi spurning brýst fram hjá æði mörg- um stuttu fyrir áramótin og það eigi að ástæðu- lausu, þvi að flesta lang- ar ekki til að gera ná- kvæmlega það sama í ár íhaldssemi og í fyrra. En endirinn verður ugglaust sá, að þeir, sem fóru í Tónabæ, fara i Tónabæ, og þeir sem fóru í Klúbbinn fara í Klúbbinn, þeir sem fóru í partí fara í partí og þeir sem voru heima verða heima. Vitahringurinn virbist vera að mestu lokaður, og þó. Er ekki þjóðráð að einsetja sér að gera ekki það sama og i fyrra og reyna þannig að skapa litróf gamlárskvölda sem auðvelt væri að aðgreina i hugskoti minninganna? Þá yrði gamlárs- kvöldið 1974 ekki eins og 1973, sem var alger endurtekning á gamlárskvöldinu 1972, heldur þjóðhátiðaráramótin okkar Ind- riöa og Matthíasar, kvöldiö sem.... Ef að unglingur þjóöhátiðar- ársins væri spurður að þvi hvað hann ætlaði að skemmta sér um áramótin, myndi hann eflaust svara þvi, að hann ætlaöi að „detta I það”. Eitthvað annað? É)g veit það ekki, jú, kannski fara á ball. Þetta minnir okkur á það hversu vel er búið að inn- ræta ungu kynslóðinni þann hugsunarhátt þeirra sem eldri eru, að brennivinsþambið komi ávallt fyrst, siöan megi fara að hugsa um aðrar skemmtanir. Enda er það nú svo, að æði margar pytlurnar hverfa ofan i landann um hver áramót, jafnt unga sem aldna. Og hver kann- ast ekki við fyrirvinnuna sem skreppur i Rikið og kaupir einn kassa af Bakkusarprófjanti til áramótanna. Kannski að það sé einmitt i slikum tilvikum að unglingarnir komast i fyrstu snertingu við guöaveigarnar? Hvað um það, þá látum við þetta nægja um þjóðarbölið að sinni. Vegna ihaldssemi hefur okkur oft tekist að gera skemmtanir að vanabundnum athöfnum og þær þannig misst aö miklu leyti upphaflegt gildi sitt. Svo hefur einnig farið hjá mörgum með áramótagleðina eins og áður var bent á. Þvi eigum við aö rifa af okkur fjötra vanans og brydda upp á einhverju nýju um þessi áramót, þó ætiö með það i huga að meðalhófið sé mikil- hæfast. Góða skemmtun. í skemmtanavalinu er aö eyðileggja stemmninguna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.