Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. desember 1974. Minning Guörún Finnbogadóttir frá Fögrubrekku F. 8.5. 1899 — D. 20.12. 1974 Á morgun mánudag verður jarðsett frá Fossvogskirkju Guð- rán Finnbogadóttir frá Fögru- brekku i Hrútafirði. Guðrún var fædd á Fjarðar- horni I Hrútafirði, en ólst upp á Fögrubrekku hjá foreldrum sin- um, sem þar bjuggu, ásamt systrum sinum tveimur og þrem- ur föðursystrum. Árið 1922 giftist Guðrún Hall- dóri Ólafssyni frá Kolbeinsá i Hrútafirði og bjuggu þau á Fögrubrekku um áratugaskeið, þar til Halldór missti heilsuna og þau urðu að bregða búi. Fluttust þau þá til Borðeyrar um tima, en árið 1947 fluttu þau til Reykjavik- ur og áttu þar heima siðan. Héldu þauGuðrúnog Halldór þar heimili ifélagi við tengdason, og hygg ég að samhugurinn og samheldnin á þvi heimili hafi verið með ein- dæmum og umhyggja og tillits- semi ungu hjónanna i garð hinna eldri einstök. Mann sinn missti Guðrúnárið 1972, og hifði hann þá átt við vanheilsu aó striða um margra ára skeið. Þau Guðrún og Halldór ólu upp ei..n fósturson, Jóhann Valdimar, strætisvagn- stjóra i Reykjavik,og held ég að megi fullyrða, að hann og fjöl- skylda hans hafi litið á Guðrúnu sem móður og ömmu og borið til hennar hlýjan og ástúðlegan hug. Fyrir nokkrum árum tók Guðrún að kenna þess sjúkdóms, sem að lokum dró hana til dauða. Veikindum sinum tók hún með þvi æðruleysi og rólyndi, sem jafnan hafði fylgt henni á hverju sem gekk i lifi hennar. Þetta er i örstuttu máli ævi- ferilssaga Guðrúnar heitinnar. Hún var ein af þessum hógværu manneskjum, sem inna starf sitt af hendi i kyrrþey og af trú- mennsku. Ég hygg hún hafi verið óframfærin að eðlisfari, en i hópi góðra vina og kunningja var hún glöð og reif. Mér er i barnsminni hvað mér fannst Guðrún tiguleg kona þegar hún hafði iklæðst Islenskum búningi, spariklæðnaði kvenna i þá daga, og sá tiguleiki fylgdi henni jafnan i minum aug- um. Eg var oft gestur á heimili hennar, bæði norður i Hrútafirði og hér syðra, og þar var gott að koma. Það var ekki hvað sist þessi hljóðláta falslausa alúð hús- móðurinnar, sem gerði manni viðdvölina notalega. Nánustu ástvinum Guðrúnar heitinnar votta ég innilegustu samúð mina. B.G. Hvernig Framhald af bls. 2. Myndlista- og handiðaskólanum, Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir nemandi i Kennaraháskólanum. A fundinum voru m.a. nokkrar úr hópi Langbróka, sem er jafn- réttishópur islenskra kvenna I Osló, en frá starfi þeirra verður nánar sagt á næstu jafnréttissiðu, 5. janúar. —vh Pistill Framhald af bls 8. Gvöndur sá i hendi sér þennan taktistka veikleika, harðgreindur andskotinn. Hann hvessti á þær frán augun eins og gleraugna- slanga á pokarottu og bætti við enn i lægri tón, en undirþungum og ismeygilegum: Nú? Og þær fengu einhvern skjálfta i hnén og viprur i andlitið, arftak- ar mæðraveldisins og frum- kvæðishetjurnar góðu i ástaleikj- um bernskunnar. Með semingi, ósamtaka, en með vaxandi styrk og þátttöku breiddist Heimsum- bólið út frá stéttasvikurunum, út til hliðanna, greip með sér ein- staka strák, fyrst Jóa i Stapakoti, þá Nabba spýtu, þá Gulla Veigu rolu og svo koll af kolli. Lifmagn samstöðunnar var kubbað sund- ur af einbeittri lævisi stéttaróvin- arins. gjörvöil mannkind meinvill I myrkrunum lá.... Þetta var lærdómsrik stund. Okkur hafði lærst sitt^af hverju um það, af hverju byltingar mis- takast. Um þá lævisi fullorðinna- samfélagsins að rjúfa samstöðu barna með ismeygilegri hlut- verkaskipan kynjanna. Og þar fyrir utan blasti mannkynssagan við okkur þarna i barnaskóla- ganginum sem i hnotskurn. Hin eilifa spurning baráttunnar — biðum við ósigur af þvi við treyst- um á hið nafnlausa frumkvæði fjöldans? Gátum við ekki skákað Gvöndi nema með þvi að byggja upp annan leiðtoga jafnsterkan, ekki steypt keisaranum nema með þvi að búa okkur til eigin Stalin? (Framhald að ári liðnu) hefst á morgun, mánudaginn 30. desember. Samkvæmiskjólar kr. 1995,- Síðdegiskjólar kr. 995,- Samkvæmispils kr. 1995,- Sumarkjólar kr. 995,- Buxur kr. 995,- Notið tækifærið, kaupið ódýran sam- kvæmisfatnað 20—70% afsláttur MARKAÐURINN, AÐALSTRÆTI 9 Klúka í Bjarnarfirði: Allt ófært — en jólin samt haldin samkvæmt áætlun — Hér voru jólin haldin sam- kvæmt áætlun, sagði Sveinn Kristinsson skólastjóriá Klúku i Bjarnarfirði á Ströndum er við ræddum við hann. — Menn hafa haldið jólin hátiðleg upp á venjulegan íslenskan máta, kýlt vömbina og iesið bækur. — Veðrið var með eindæmum gott fram eftir hausti og fram i miðjan desember en þá fór að kólna og gerði íeiðindaveður fram að jólum. En á jóladag var komið ágætisveður og hefur verið það siðan. — Hvernig er færðin? — Hér i Bjarnarfirðinum er allt ófært og hefur verið það i hálfan mánuð. A Hólmavik er snjóbill og hefur hann haldið Höfn í Hornafiröi: uppi póstferðum hingað og einn- ig verið fenginn til mannflutn- inga, t.d. fóru sumir á honum til Hólmavikur og versluðu þar fyrir jólin. Hálfgert sleifarlag hefur verið á mokstri hér og bera menn við tækjaskorti. Hins vegar hefði verið fært hingað alla þessa viku ef þeir hefðu mokað fyrir jólin. — En hvað um orkumálin? — Þau hafa verið i sæmilegu ástandi hér i vetur. Að visu er vatnið þorrið i Þiðriksvallavatni og Þverárvirkjun þvi ekki i gangi en þar á móti kemur að á Hólmavik er komin gastúrbina og hún heldur alveg i horfinu. Það kemur jú fyrir að rafmagn- ið hverfi stund og stund en vegna þess hve veðrið hefur verið gott hefur verið mjög litið um linuslit og aðrar bilanir og ástandið þvi allt öruggara en áður. Simi og útvarp hafa verið i ágætu lagi en hins vegar fór hljóðið af sjónvarpinu á aðfangadagskvöld svo við gát- um bara séð biskupinn en ekki hlýtt á boðskap hans. — Hefur verið messað hjá ykkur um jólin? — Nei. Presturinn sem þjón- ar Bjarnarfirðinum býr á Hólmavik og hann telur okkur nógu kristna hér svo að engin ástæða sé til að brjótast til okk- ar og boða okkur fagnaðarer- indið. — ÞH Vont veður á Þorláksmessu Þorsteinn Þorsteinsson fréttaritari Þjóðviljans á Höfn I Hornafirði skýrði blaðinu svo frá að jólin hefðu verið fremur tiðindalitil þar á stað, allt geng- ið sinn vanagang og veðrið sæmilegt nema hvað nokkra roku gerði á Þorláksmessu. — Það voru mestu umhleyp- ingar hér fyrir jólin og undir kvöld á Þorláksmessu gerði af- spyrnurok af norðaustri með snjóhraglanda. Nokkrir skaðar urðu á húsum i Nesjahreppi, plötur fuku af hlöðu að Græna- hrauni og verkfærageymsla fauk á Stapa, bilar færðust um set en það sem er alvarlegast er að rafmagnslinan frá Hofi i ör- æfum upp i Svinafell og Skafta- fell slitnaði niður á löngum kafla. A aðfangadag fóru menn að athuga málið og sáu þeir það eitt úrkosta að setja gömlu heimilisrafstöðvarnar i gang aftur. Það þarf einhverja meiri- háttar viðgerð ef koma á þessu i lag. — Hér á Höfn var hins vegar nægilegt rafmagn um jólin. En vatnsmagnið i lóninu ofan við Smyrlu hefur minnkað verulega mikið undanfarið. Við þyrftum að fá góða rigningarskvettu til að hækka i lóninu en það er vist ekki á okkar valdi að laða hana fram. — Annars fór fólk hér hvað til annars eins og venja er um jól, i gær var dansleikur i Sindrabúð og annað kvöld (laugardag) verður Tóbakströð frumsýnd. Og eins og ég sagði áðan var þokkalegt veður á aðfangadag, og á jóladag og annan i jólum var stillt veður, sagði Þorsteinn að lokum. — ÞH Egilsstaðir: Menn muna ekki annan eins snjó Fólk veðurteppt innan þorpsins og allt samband við umheiminn rofnaði ólafur Guðmundsson frétta- ritari Þjóðviljans á Egilsstöðum kvað jólin hafa verið ansi dauf- leg I þorpinu og á Héraði. Eftir hádegi á aðfangadag skall á stórhrið sem stóð linnulaust fram undir hádegi á jóladag. Svo mikið snjóaði að annað eins muna menn ekki þar á stað. — Það var litið farið út úr húsi hér á staðnum um jólin, sagði Ólafur. Til þess þurftu menn að moka sig út þvi á einn- ar hæðar húsum stóð litið ann- að en þakskeggið upp úr. Ófært var milli húsa og þó nokkur brögð að þvi að fólk yrði veður- teppt hjá nágrönnum sinum og kunningjum innan þorpsins jólanóttina. Nokkrir seyðfirð- ingar urðu veðurtepptir eftir ball á Þorláksmessu og komust ekki heim fyrr en á jóladag. Urðu þeir að gista tvær nætur i Valaskjálf. — Misstuð þið ekki allt sam- band við umheiminn? — Jú, útvarpið þagnaði á að- fangadag og heyrðist ekkert i þvi fram á jóladag, simasam- band út fyrir staðinn fór einnig á aðíangadag og kom ekki aftur á fyrr en undir kvöld á jóladag, þó hélst alltaf samband innan þorpsins. Loks slokknaði á sjón- varpinu á Þorláksmessu og sást það ekkert fyrr en á sumum stöðum i þorpinu á 2. i jólum en alls ekki i öllum húsum. Raf- magnið hélst hins vegar yfirleitt gott. — Svo það hefur verið litill hátiðarbragur hjá ykkur. — Já, nema að menn höfðu sina jólagieði hver á sinu heimili. Ég held að hvergi hafi verið messað á Héraði um jólin nema kannski á einum stað. — Hvernig er ástandið núna? Siglufjörður: ■ — Það virðist vera að skella á annað eins veður, hann 'er að hvessa aftur og snjóa. Annars var indælis- veður hér i allan gærdag og fram á hádegi i dag. Það er búið að ryðja veginn út á flugvöll og norður fyrir Lagar- fljót en það verður eflaust fljótt ófært aftur ef veðrið heldur áfram að versna, sagði Ólafur að lokum. — ÞH Tíðindalaus jól — Jólin voru ósköp róleg Hjá okkur, sagði Benedikt Sigurðs- son kennari á Siglufirði er við ræddum við hann. — Veðrið var alveg sæmilegt og ágætt i gær, 2. I jólum. 1 gærkvöld var hér ballog svo var náttúrlega mess- að en að öðru leyti hélt fólk sig mest heimavið og hafði það huggulegt. — Hvernig er færðin hjá ykkur? — Það er nokkur snjór en all- ar götur i bænum eru færar og einnig út úr bænum. Það var ruddur vegurinn út úr bænum fyrir jólin og hann hefur haldist fær. — Það féll snjóflóð á bæinn fyrir jólin. — Já, það féll flóð á tvö hús þann 19. og stórskemmdi bæði, annað þó miklu meira. Fólkið sakaði ekki en það varð að flytja úr húsunum og er ekki talið ráð- legt að búa l þeim á næstunni. Þessi hús voru byggð fyrir 10-12 árum og þetta er annað flóðið sem á þau hefur fallið. — Varð meira eignatjón? — Nei, það er ekki teljandi. Jú, billinn minn var þarna á ferð þegar flóðið féll og varð fyrir þvi. Konan min ók og tvö börn okkar voru með henni en þau sluppu með skrámur og smávegis marin. Billinn er hins vegar stórskemmdur. Þess má geta að flóðið féll réttu ári upp á dag eftir að flóð féll á öðrum stað i bænum og skemmdi stórt hænsnahús og barnaheimili. — Að öðru leyti voru þetta alveg tiðindalaus jól og man ég ekkert frásagnarvert, sagði Benedikt að lokum. — ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.