Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 29. desember 1974. jan Troell „Vesturfararnir” Það er gott til þess að vita, að ísl. sjónvarpið skuli að einhverju leyti eiga hlutdeild í „Vestur- förunum'', mynd Jans Troell, en fyrsti þátturinn af átta var frumsýndur á jóladag, 29. desember verður annar þátturinn sýndur, en á nýársdag verða báðir þættirnir sýnd- ir aftur. Jan Troell fæddist 1931. í viötali hefur hann sagt, að hann vissi ekki á sinum yngri árum, hvað hann vildi verða, og fór þvi að dæmi vina sinna nokkurra, gekk i kennaraskóla og gerðist barna- kennari. „Reyndar varð ég góður kenn- ari, mér fannst starfið skemmti- legt og hef stundum hugsað mér að hverfa aftur að þvi. Ekki endanlega; en það væri gaman að kenna eitt og eitt ár.” Ljósmyndun varö snemma eitt af áhugamálum Troells, og fyrstu kvikmynd sina gerði hann fyrir bekkinn sem hann kenndi. Hann fékk lánaða kvikmyndavél og bjó til sögu um kettling. Siðar komst hann að þvi, að kvikmyndir eru einmitt mjög góð kennslutæki og hann bjó til mynd, sem notuö var i landafræðikennslunni. Myndin hét „Borg” og fjallaöi um heima- borg Troells, Malmö. Einhver sjónvarpsmaður sá þá mynd, vakti athygli sjónvarpsins á manninum, og siðan hefur Jan Troell starfað að kvikmyndagerð. —GG RAFAFL Vinnufélag rafiðnaðar- manna Barmahiíð 4 HÚSEIGENDUR, HÚSBYGGJENDUR • önnumst allar nýlagnir og viðgerðir á gömlum raflögn- ,um. • Setjum upp dyrasima og lág- spennukerfi. • Ráðgjafa og teikniþjónusta. • Sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega, simi 28022. Auglýsingasíminn er 17500 MÐVHMN um helgina /unnu<l<i9uf 18.00 Stundin okkar. 1 þessum þætti verður sýnd siðasta myndin um Tóta. Söngfugl- arnirsyngja, Bjartur og Búi baka, og lesin veröa nokkur bréf, sem Stundinni hafa borist. Þá verður sýnd mynd um finnska fjöl- skyldu, og loks sjáum við dagskrá, sem flutt var 17. júni síðastliðinn i Reykja- vik, og er hún byggð á sög- unni um Rauðhettu. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 18.55 Skák. Stuttur, banda- rlskur þáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 19‘05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Ugla sat á kvisti. Get- raunaleikur með skemmti- atriðum. Meðal gesta kvöldsins er trióið Þrjú á palli. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.15 „The New Seekers” Breskur dægurlagaþáttur, þar sem hljómsveitin „The New Seekers” leikur og syngur vinsæl lög. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Þáttur- inn var tekinn upp á hljóm- leikum i Royal Albert Hall i Lundúnum. 22.05 Vesturfararnir. Fram- haldsmynd i átta þáttum, byggð á sagnaflokki eftir sænska höfundinn Vilhelm Moberg. 2. þáttur. Bóndinn hneigir sig I slðasta sinn. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvisi- on—Sænska sjónvarpiö). 22.55 Að kvöldi dags. Sr. Tómas Guðmundsson flytur hugvekju. 23.05 Dagskrárlok. mánuclOQUf] 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 Onedin skipafélagið. Bresk framhaldsmynd. 13. þáttur. Efasemdir. Þýöandi óskar Ingimarsson. 21.35 tþróttir. \ 22.50 Páll ísólfsson, tónskáld. Kvikmynd um ævi og störf tónskáldsins og organistans Páls ísólfssonar, gerð af Ósvaldi Knudsen. Tal og texti dr. Kristján Eldjárn. Tónlist Páll ísólfsson. Aður á dagskrá 2. aprll 1972. 22.25 Landsbyggðin. Norður- land. Endurtekinn umræðu- þáttur um málefni norð- lendinga. Þátttakendur Brynjólfur Sveinbergsson, Askell Einarsson, Bjarni Einarsson og Heimir Ingi- marsson. Umræöunum stýrir Ólafur Ragnarsson. Aður á dagskrá 4. desember 0 um helgina /unnud<i9uf 8.00 Morgunandakt,Séra Sig- urður Pálsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veöurfregnir. 8.15 Létt morgunlög.Frægar hljómsveitir leika. 9.00 Fréttir. Otdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Helgistund i útvarpssal 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 13.15 Um islenska leikritun, Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor flytur þriðja og slðasta hádegiserindi sitt. 14.00 Leikrit: „Rakari greif- ans” eftir GÐnter Eicfysam- iö upp úr sögu eftir Nikolaj Ljeskoff. Áður útvarpað 1959. Þýöandi: Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi. Leik- stjóri: Þorsteinn O. Step- hensen. Persónur og leik- endur: Kamenskl greifi.... Haraldur Björnsson, Arkadi Zljitz... Róbert Arnfinnsson, Sergej Mihailovitsj.... Valdemar Helgason, Prest- ur.... Valur Gíslason, Ljúba.... Margrét Guð- mundsdóttir, Marfa.... Guð- björg Þorbjarnardóttir, Natasja.... Inga Þóröardótt- ir, Drossida... Arndis Björnsdóttir, Filippus... Lárus Pálsson, Leikhús- stjóri... Gestur Pálsson, Ráðsmaður Greifans... Baldvin Halldórsson, Liðs- foringi... Brynjólfur Jó- hannesson, Gestgjafi... Jón Aðils. Aörir leikendur: Klemenz Jónsson, Árni Tryggvason, Gisli Halldórs- son, Steindór Hjörleifsson, Nina Sveinsdóttir, Anna Guðmundsdttir, Lárus In- gólfsson og Þorgrimur Ein- arsson. 15.20 Miðdegistónleikar. 16.00 Veðurfregnir. Fréttir. 16.20 Leiklistarþáttur. örnólf- ur Arnason fjallar um jóla- verkefni leikhúsanna. 16.50 Tónlistarþáttur.Jón As- geirsson kynnir tónlistar- viöburði um hátiðirnar. 17.20 Kór Menntaskólans við Hamrahlfö syngur lög frá ýmsum tímum. Söngstjóri: Þorgeröur Ingólfsdóttir. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Anna Heiða vinnur afrek” eftir Rúnu Gislad. Edda Gísladóttir les (5). 18.00 Stundarkorn með fiðlu- leikaranum Jascha Heifetz. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?”Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði, Dómari: Ólafur Hansson prófessor. 19.50 íslensk tónlist, a. Guð- mundur Jónsson syngur lög eftir Ingólf Sveinsson, Kristin Reyr, Sigvalda Kaldalóns, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Emil Thoroddsen. Ólafur Vignir Albertsson leikur á planó. b. Einar Markússon leikur frumsamin lög á pianó: Im- promptu um stef eftir Pál Isólfsson úr laginu „Að baki hárra heiða” og Etýðu. 20.35 „Nývöknuð augu”,Saga og ljóð eftir Ingólf Kristjánsson. Þórhallur Sigurösson leikari les sög- una „Konan I kránni”, og höfundur sjálfur flytur frumort ljóð (hljóðritun frá 1969). 21.05 Hátlðartónverk Rfkisút- varpsins á ellefu alda af- mæli tslandsbyggðar „I Call Itt”, tónverk fyrir alt- rödd, selló, planó og slag- verk eftir Atla Heimi Sveinsson. — Þorsteinn Hannesson kynnir. 21.35 Spurt og svarað.Svala Valdimarsdóttir leitar svara viö spyrningum hlust- enda. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir. Danslög, Heiðar Ástvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55: Séra Jón Einarsson I Saur- bæ flytur. Morgunstund barnannakl. 9.15: Elin Guö- jónsdóttir les „Silfurskild- inginn”, ævintýri eftir H.C. Andersen i þýðingu Stein- grims Thorsteinssonar. Til- kynningar kl. 9.30 . Létt lög milliliða. Búnaöarþátturkl. 10.25: GIsli Kristjánsson rit- stjóri tekur saman stutta dagskrá um gróðurverndar- málin. Lesarar með honum: Anna Kristín Arngrímsdótt- ir og Stlna Gísladóttir. Morgunpopp kl. 10.50. Morguntónleikar kl. 11.00: André Janet, André Raoult og hljómsveitin Collegium Musicum I Ziirich leika Kammerkonsert fyrir flautu, enskt horn og strengjasveit eftir Honegg- er / Alicia De Larrocha leikur á pianó Sonatirie pour Yvette og Divertlmento nr. 2 eftir Montsalvatge / Zden- ek Bruderhans og Zuzana Ruzickova leika „Svart- þröstinn”, tónverk fyrir flautu og pianó eftir Messi- aen / Itzhak Perlman og Vladimlr Ashkenazý leika Sónötu nr. 2 i D-dúr op. 94a eftir Prokofjeff. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.25 Miðdegissagan: „Heilög jól” eftir Sigrid Undset. Brynjólfur Sveinsson Is- lenskaði. Séra Bolli Gústafsson endar lesturinn (3). 15.00 Miðdegistónleikar, 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorniö. 17.10 Tónlistartími barnanna, Ólafur Þórðarson sér um tlmann. 17.30 Aö tafli. Ingvar As- mundsson flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál, Bjarni Ein- arsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn, Bryndis Schram talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.25 Blöðin okkar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.35 Máttur móöurástar, smásaga eftir Þórarin Har- aldsson I Laufási I Keldu- hverfi. Guðrún Asmunds- dóttir leikkona les. 20.55 Til umhugsunar. Sveinn H. Skúlason stjórnar þætti um áfengismál. 21.10 Frá tóniistarhátiðinni I Schwetzingen s.l. sumar Flytjendur: Philipp Hir- shcorn, Helmuth Barth og hljómsveitin St. Martin-in- the Fields. Stjórnandi: Ne- ville Marriner. a. Fimm lög fyrir fiðlu og pianó op. 35 eftir Prokofjeff. b. Diver- timento I D-dúr (K136) eftir Mozart. 21.30 tJtvarpssagan: „Dag- renning” eftir Romain Rol- land.Þórarinn Björnsson is- lenskaði. Anna Kristln Arn- grimsdóttir les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Byggða- máLFréttamenn útvarpsins sjá um þáttinn. 22.45 Hijómplötusafniö I um- sjá Gunnars Guömundsson- ar. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.