Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2», doembcr l»74. ÞJOOVILJINN — StPA i af eiiendum vettvangi ZAMBI Lögregla og andófsfölk I Salisbury wttj Ródesía Senn skiptir um nafn Ekki liður á löngu þar til les- endur fréttablaða þurfa að leggja á minnið nýtt nafn á afrisku riki: Zimbabwe. Svo nefndist gömul borg, sem nú er I rústum, en rúst- ir þessar sýna að háþróuð afrisk menning var við lýði i Ródesiu löngu áður en hvitir menn fóru að sækja þangað frá Suður-Afriku i lok siðustu aldar. Forsaga Ródesia heitir eiginlega Suður- Ródesia enn þann dag i dag. Svo hét landið á opinberum skjölum á tlmabilir.u 1953—1963, þegar það myndaði bandalag með Norður- Ródesiu (nú Zambiu) og Nyasa- landi (nú Malawi), en bandalag þetta var i raun einskonar tilraun hvita minnihlutans I þessum fyrr- verandi nýlendum breta til að framlengja yfirráð sin eða festa þau i sessi. Hin löndin tvö hlutu sjálfstæði þegar bandalagið leystist upp, en þar var hviti minnihlutinn miklu fáliðaðri en i Ródesiu. Hvitir menn i Ródesiu hafa I raun stjórnað landinu án beinnar ihlutunar frá London sið- an árið 1923, en þá var landið gert að „sjálfstjórnarnýlendu”. A árunum 1890—1923 var Ródesiu stjórnað af British South Africa Company, en það var einkafyrirtæki, sem stofnað var af Cecil Rhodes, einum af máttarstólpum breska heims- veldisins. Umboð félags þessa var fengið með konunglegu gjafa- bréfi frá Viktoríu drottningu. Arið 1922 gengu hvitir ibúar landsins (enginn spurði hina þeldökku frekar en þegar kompaniinu var „gefið” landið) til atkvæða- greiöslu um það, hvort landið ætti að gerast hluti af Suður-Afriku. 8.774 vildu að landið yrði bresk nýlenda en 5.989 vildu sameinast Suður-Afriku. Hlutur breta Um sama leyti er að vakna til lifs þjóðernishreyfing meðal af- riskra ibúa landsins, Þegar á heildina er litið má segja, að það hafi verið ein helsta yfirsjón for- ingja þeirra um nær fimmtiu ára skeið, að ofmeta vilja og áhuga breskra stjórnvalda til að rétta hlut hinna þeldökku Ibúa landsins gagnvart valdamönnum i Salis- bury. Þegar minnihlutastjórn Ians Smiths lýsti einhliða yfir þvi árið 1965 að landið væri sjálfstætt lýstu bresk stjórnvöld þá ráðstöf- un ólögmæta, enda var þeim ekki stætt á öðru ef þau vildu ekki spilla þeim mun meir sambandi sinu við nýfrjáls riki i Afriku sem verið höfðu breskar nýlendur. A þeim tima sem liðinn er siðan, hafa foringjar blökkumanna, sem allmargir sitja i fangelsum Ians Smiths, átt viðræður við breska ráðherra. En þær viðræður voru lengst af mjög á einn veg: bresku ráöherrarnir ræddu ekki valkosti i alvöru, heldur stilltu viðmæl- endum að mestu upp andspænis orðnum hlut: sifelldum undan- slætti af hálfu bresku stjórnarinn- ar á kostnað hins þeldökka meiri- hluta i landinu. Skammsýni hvitra Það er svo önnur saga, að Ian Smith og hans menn höfðu ekki vit á að bjarga sér með þvl að fallast á málamiðlunartillögur þær sem breska stjórnin bar fram meðan Ihaldsflokkurinn var við völd. Hefðu þær náð einhverskon- ar samþykki, þá hefði forræöi hvitra I Ródesiu framlengst eitt- hvab. En Ian Smith og ráðunaut- ar hans munu hafa treyst bæði á að portúgalir héldu velli i nýlend- um sinum fyrir vestan þá og aust- an, I Angólu og Mozambique, og svo á stuöning Suður-Afriku- stjórnar. Nú er nýlenduveldiö hinsvegar að hrynja og meira að segja hin harðsviraða kynþátta- kúgarastjórn I Suður-Afriku verð- ur eitthvað að slaka á apartheid- stefnu sinni vegna þrýstings utan að og innan frá. Ráðstefna Eins og sagt hefur verið frá i fréttum hefur þegar verið samið um einskonar vopnahlé milli skæruliðahreyfingar blökku- manna og hinna hvitu sveita. Þegar hefur verið ákveðið að efna til ráðstefnu um væntanlega stjómarskrá landsins i byrjun næsta árs. Ef að þar verður sam- ið, þá er nokkurnveginn vist að þarverður um „afríska” lausn að ræða, hvort sem hún verður látin taka gildi fljótt eða i nokkrum á- föngum. Smith: hefur misst af öllum lest- um Muzorewa biskup — sundrung dr sögunni? Um leið fækkar málsaðilum. Áður fyrr voru hafðar uppi kröfur um að breska stjórnin og Samein- uðu þjóðirnar leystu málið (S.Þ. samþykktu á sinum tima við- skiptabann á Ródesiu, sem hefur reynst fremur auðvelt að fara i kringum með aðstoð portúgala og Suður-Afriku). Nú eru þessir aðil- ar fyrst og fremst áhorfendur. Forseti Zambiu, Kaunda, er sagður hafa lagt mjög að foringj- um blökkumanna að semja um vopnahlé og ráðstefnuhald og á hinn bóginn hefur Vorster, for- sætisráðherra Suður-Afriku lagt að Ian Smith að gera slikt hið sama. Og nú munu þeir eigast við sem málið mest varðar: Ian Smith og fulltrúar hinnar afrisku þjóöfrelsisafla, og eru þar eink- um þrir menn nafngreindir. ZAPU Joshua Nkomo hefur um tiu ára skeið setið I fangabúðum af- skekktum i austurhluta Ródesiu. Hann hóf feril sinn sem verklýðs- leiðtogi og á árunum 1950—60 var hann ýmist einn af forystumönn- um skammlifra þjóðernissinna- flokka, fulltrúi þeirra á alþjóðleg- um þingum, eða I fangelsum. Árið 1961, þegar vald hinna hvitu virt- ist enn mjög sterkt, varð honum það á að fallast á málamiðlun á ráðstefnu um framtið Ródesiu i London, sem veitti þeldökkum mönnum rétt til aðeins 15 af 65 þingsætum. Hans eigin stuðnings- mennbrugðustsvoharkalega við, að hann breytti um afstöðu. Þeg- ar flokkur Smiths kom til valda áriö 1964 krafðist Nkomo ihlutun- ar breskra hersveita, og fyrsta á- kvörðun Smiths sem forsætisráð- herra var að láta handtaka hann. Joshua Nkomo er nú formaður ZAPU (Zimbabwe African Peopl- es Union) og er talinn njóta mikils fylgis, þótt að sjálfsögðu sé erfitt um það að dæma vegna þess á- stands sem rikt hefur I landinu. ZANU Ndabangini Sithole, kennari og meþódistaprestur, var áður einn af helstu samstarfsmönnum Nkomos. En árið 1963 stofnaði hann sinn eigin flokk, ZANU, þar eð hann og margir aðrir töldu að Nkomo væri ekki nógu róttækur talsmaður hagsmuna blökku- manna. Zanu var bannaður árið 1964 og Sithole var dæmdur i eins árs fangavist. Sama dag og hann var látinn laus að afplánuðum dómi, var hann settur i fimm ára stofufangelsi án dóms. Daginn áður en átti að láta hann lausan 1968 var hann ákærður fyrir á- form um að myrða Ian Smith og tvo aðra hvita ráðherra og var dæmdur I sex ára fangelsi. I bréfi sem Sithole tókst að smygla til ráðstefnu Zanu i Zambiu árið 1971 hafnaði hann til- boði frá Zapu um samfylkingu. Það var á þessum fundi að Zanu ákvað að herða skæruhernað á eigin vegum og hefur hreyfingin siðan verið langsamlega virtasti aðilinn i frelsisbaráttu blökku- manna. Af eðlilegum ástæðum er erfitt að dæma um það hve mikils stuðnings Zanu nýtur meðal blökkumanna Ródesiu, en það er augljóst að skæruliðum Zanu hefði ekki tekist að ná árangri andspænis vel vopnuðu liði Ians Smiths, sem hefur suðurafriskar sveitir sér til aðstoðar, nema að þeir hefðu notið aðstoðar og fyrir- greiðslu frá ibúum viðkomandi héraða. Zanu hefur komið sér upp vel virku kerfi pólitiskra áróðurs- Joshua Nkomo: úr fangabiiðum aö samningaborði manna og fræðara og þessi hreyf- ing nýtur einna mest álits og stuðnings I grandrikjum Ródesiu, Zambiu og svo Tanzaniu. Biskupinn Þriðji leiðtoginn er Abel Muzor- ewa, fyrsti þeldökki biskup meþo- dista i Ródesiu. Hann er helsti talsmaður „andófs án ofbeldis” gegn stjórn Smiths. Þegar ANC (African National Council) var myndað fyrir þrem árum til að virkja þeldökka menn til andstöðu við málamiðlun, sem Ian Smith og breska stjórnin höfðu gert með sér, var hann kos- inn formaður þeirra samtaka. Málamiðlun þessi hefði skotið þvi á frest i 65 ár, að afrisk meiri- hlutastjórn tæki við völdum. Andstaðan bar góðan árangur og varð til þess að ihaldsstjórnin breska hætti að reyna að þvinga fram málamiðlanaáform sin. Muzorewa biskup mun hafa gert einhverskonar leynilega málamiðlun við Ian Smith. En stjórn ANC hafnaði þvi sam- komulagi eftir aö sigurför Fre- limo, þjóðfrelsishreyfingar Mosambik og stjórnarbyltingin i Portúgal gerbreyttu hinu gamla valdahlutfalli i Afriku sunnan- verðri. Þaö var ekki fyrr en fyrir fáum vikum að biskupinn fyrst lagði blessun sina yfir skæruhernað sem baráttuaðferð. Gerðist það um leið og foringjar þjóðfrelsis- hreyfingarinnar komu saman i Lusaka, höfuðborg Zambiu, og var biskup þá i forsæti. Margt breytist á skömmum tima á þess- um slóðum. Fyrir skemmstu voru hinir herskárri foringjar Afriku- manna vanir að fordæma Muzor- ewa biskup sem einskonar póli- tiskan bullukoll eða jafnvel svart- an Kvisling. Nú hafa allar fylk- ingar komið sér saman um „Yfir- lýsingu um einingu Zimbabwe”. Þar með hefur Ian Smith verið sviptur einu sinu helsta vopni: innbyrðis deilum meðal foringja blökkumanna. áb. tók sanian. Byggt á DN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.