Þjóðviljinn - 29.12.1974, Síða 6

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. desember 1974. KJARTAN ÓLAFSSON: Hvert er þaö „mannlega samfélag”? Jól eru aö baki og dag tekur aö lengja, þótt hægt fari i byrjun. Oft hefur skammdegið veriö okkur tslendingum þungt i skauti og svo fór nii. Slysfarir á sjó og landi hafa dunið yfir á siðustu vikum, flestar af völdum náttúruaflanna, en einnig hefur nú á stuttum tima verið ótrúlega mikið um ógæfu- verk af mannavöldum, sem i þó nokkrum tilvikum hafa valdið lif- tjóni. Siðast i röð hörmungaratburða af yöldum nátíúruaflanna nú i skammdeginu var snjóflóðið mikla i Neskaupsstað, föstudag- inn 20. desember, þar sem 12 manns létu lifið, karlar konur og börn, og helstu atvinnutækin i þróttmiklu byggðarlagi með um 1600 ibúa voru lögð i rúst á einu andartaki. Efnalegt tjón er hægt að bæta, en mannslif verða ekki bætt. Þótt viö Islendingar deilum hart um stjórnmál og önnur efni, þá er engu að sfður styttra milli manna hér i okkar fámenna þjóðfélagi en almennt gerist með miljónaþjóð- um. Þegar váleg tfðindi verða i einu byggðarlagi, eins og nú hefur orðið, kemur samhugur þjóðar- innar allrar i ljós. öll erum við væntanlega sammála um, að það sé skylda þjóðarheildarinnar að bæta það efnalega tjón, sem orðið er I Neskaupsstað af völdum náttúruhamfara, og það svo skjótt, sem auðið má verða, svo að ibúar Norðfjarðar geti á ný lagt sinn drjúga skerf til þjóðar- búsins. Með þvi heiðrum við lika best minningu þeirra, sem féllu fyrir ægivaldi, sem engin mann- leg hönd fær við ráðið. Á tæpum tveimur árum hefur það nú gerst, að náttúruöfl leggja f rúst atvinnulif i tveimur, hvað blómlegustu útgerðarbæjum okk- ar. Jarðeldarnir i Vestmannaeyj- um og snjóflóðin i Neskaupsstað. Slikt eru firn mikil á svo skömm- um tima, en minnir okkur á að þrátt fyrir allar tækniframfarir stendur maöurinn enn van- megnugur frammi fyrir ógnum blindra náttúruafla, er engu eira. Viö erum hins vegar að þvi leyti betur sett en forfeður okkar áður, að þjóðfélag okkar er i dag svo rikt, og tæknin við verklegar framkvæmdir svo mikil, að okkur er með auöveldum hætti unnt að bæta allt efnalegt tjón á tiltölu- lega skömmum tima og að koma i veg fyrir, aö náttúruhamfarir sem þessar valdi einstaklingum, sem eftir lifa verulegu efnahags- legu tjóni. Byggðarlög eins og Vest- mannaeyjar og Neskaupsstaður eiga það lika margfaldlega skilið að þeim sé rétt hendi, þegar slik ósköp dynja yfir, jafnvel þótt ein- göngu sé mælt á kvaröa hins dauöa reikningsstokks. Svo mikið er og hefur verið framlag Ibúa þeirra og annarra útgerðarstaða kringum landið til okkar sam- eiginlega þjóðarbús. Hér eru þvi engar ölmusugjafir til umræöu, heldur spurningin um það, hvort við hin kunnum að þakka fyrir okkur. Hinar tiðu slysfarir að undan- förnu, bæði á landi og sjó kalla fram þá ótviræðu kröfu til okkar allra, að þjóðfélagið og við öll látum einskis ófreistað til að efla fyrirbyggjandi slysavarnir bæöi um borð I fiskiskipunum, þar sem slysahættan er að jafnaði mest, og einnig i landi. 1 þessum efnum duga ekki orðin ein, heldur verða framkvæmdir að fylgja. Astæða er til að gera sérstaka rannsókn, hvað snjóflóðahættuna varðar, og kanna allar leiðir, sem verða mættu til að draga úr hættunni. Ráðist á garðinn, sem hann er lægstur A þvi ári, sem nú er að kveðja, hafa mikil umskipti átt sér stað I stjórnarfari til hins verra fyrir al- þýðu manna á Islandi. Hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðis- flokksins tók i ágústmánuði við af vinstri stjórn, sem Alþýðubanda- lagið átti aðiid að. Sjaldan hefur það verið ljósara en einmitt nú þegar stefna og störf' þessara tveggja rikisstjórna eru borin saman, að það skiptir ekki máli, hvort Framsóknarflokkurinn er i rikisstjórn eða ekki, heldur með hverjum hann situr i rfkisstjórn. Einn ljótasti bletturinn á is- lensku þjóðfélagi, þegar við- reisnarstjórnin skildi við árið 1971, var það hvernig búið var að öldruðu fólki og öryrkjum, þeim þegnum þjóðfélagsins, sem ekki áttu I önnur hús að venda til lifs- framfæris, en þar sem voru bætur almannatrygginganna. Þegar viðreisnarstjórnin skildi við voru þessar bætur svo lágar, að til al- gerrar skammar var fyrir okkar auöuga þjóðfélag. Þann 1. april i vorhöfðu bætur þeirra, sem njóta ellilifeyris og tekjutryggingar hins vegar hækkað um 285% i krónutölu á tæplega þremur vinstri stjórnar árum, en verðlag hækkað á sama tlma um aðeins 56%, samkvæmt framfærsluvisi- tölu. Þannig óx raunverulegur kaupmáttur lifeyris þessa fólks sem minnst ber úr býtum I þjóö- félaginu, um nær 150% á árum vinstri stjórnarinnar, þ.e. meira en tvöfaldaðist á skömmum tima. Engu að siöur éru þessar bætur enn svo lágar, að það er pólitiskt níðingsverk að ráðast á þær, eins og gert hefur verið af núverandi rikisstjórn. Siðan rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar kom til valda hafa bætur almanna- trygginga aðeins hækkað um 10% að krónutölu, en matvæli höfðu hins vegar hækkað i tið Geirs strax þann 1. nóvember um 25% og siðan hafa dunið yfir fjöl- margar verðhækkanir á matvæl- um, — t.d. hækkuðu innlendar bú- vörur yfirleitt um 10-20% nú um siðustu mánaðarmót. Þar sem þeir, er úr minnstu hafa að spila, verja nær öllum tekjum sinum i kaup á matvælum er ljóst, að rikisstjórnin hefur á blygöunar- iausan hátt beitt sér fyrir veru- legri kjaraskeröingu þess fólks sem frumskylda var aö verja kaupmáttinn hjá. 1 þessum efnum stefnir á ný út i gamla viðreisnarfenið, þegar þeir þjóðfélagsþegnar, sem erfiðast áttu, voru af stjórnvöldum settir á guð og gaddinn, fjarri þeirri velferð, sem talsmenn hægri flokkanna guma stundum af að hafa átt þátt i að tryggja háttvirt- um kjósendum. Meiri verðhækkanir en nokkru sinni fyrr A þessu ári munu íslendingar eiga Evrópumet i verðbólgu. Slikt er ekkert nýtt, heldur höfum við á hverju ári i áratugi verið hæstir eða einna hæstir meðal Evrópu þjóða hvað hraða verðbólguhjóls- ins snertir. Við vorum hæstir á sumum vinstri stjórnar árunum, og við vorum hæstir á viðreisnar- árunum, og lika þar á undan. All- ar tölur hafa hins vegar breyst örar bæði hér og annars staðar nú siöustu árin og kemur þar til hins stóraukna alþjóðlega verðbólga. Þegar liðið var nær lokum vinstri stjórnar timabilsins, það er fyrir um einu ári siðan, vorum við Is- lendingar hins vegar einir um það I hópi Evrópuþjóöa, að hér hafði veröbólga þá vaxið hægar siðustu þrjú ár, en næstu þrjú ár þar á undan, sem voru siðustu valdaár viðreisnarinnar. Þetta var árangur vinstri stjórnarinnar i glimunni við verðbólguna og mátti heita afrek út af fyrir sig. Verðlag hefur hins vegar aldrei hækkað meira á jafn skömmum tima og nú hefur gerst eftir stjórnarskiptin. A þremur mánuðum hækkaði almennt verð- lag um hvorki meira né minna en 20%, sé miðað við framfærslu- visitölu, en það jafngildir yfir 60% veröbólgu á ári. Hér er ekki um aö ræða neinar heimatilbúnar eða áætlaðar tölur frá starfsmönnum Þjóðviljans, heldur upplýsingar opinberra stofnana eins og Hag- stofu Islands. Gert er ráð fyrir að verðlag hækki hins vegar að jafnaði milli áranna 1973 og 1974 um rúm 40% (ársmeðaltöl), og sýnir sú tala, þótt há sé, þegar skoðuð er til samanburðar að verðbólguhjólið hefur snúist mun hraöar nú eftir stjórnarskiptin, en næstu mánuði á undan, enda þótt vinstri stjórnin missti óhjákvæmilega að nokkru vald á málunum siðustu mánuðina, sem hún tórði, þar sem hún hafði þá engan þingmeirihluta á bak við sig lengur. Sé valdatimi vinstri stjórnarinnar tekinn i heild til samanburðar þarf ekki að spyrja að niðurstöðum! Þvi að frá þvi vinstri stjórnin kom til valda um mitt ár 1971 og til 1. aprii i vor þá hafði verðlag hækkað minna samkvæmt fram- færsluvisitölu allan tlmann, en þaö gerir nú á einu ári sam- kvæmt þeim hraða á verð- hækkunum, sem um hefur verið að ræða þessa fyrstu valda- mánuði hægri stjórnarinnar. Þaö er þvi vægast sagt furöu- legt, að sjá þvi haldið blákalt Mogeni Gliitrap, perióaa- gervingur hins frjálsa fram- taks. Stefna hans er að dómi Morgunblaðsins eðlilegt svar Dana gegn öfgafullum sósialisma”, sem þar hefur ráðið rikjum. Úr síðasta Reykjavíkur- bréfi Morgun- blaðsins „Þróunin I Danmörku hefur verið öll I þá átt að öfgafullir sósialistar breyttu þjóð- félaginu úr mannlegu sam- félagi.... Það er ekki að undra þótt menn eins og Glistrup komist til valda i sliku þjóöfélagi.” fram i Reykjavikurbréfi Morgun- blaðsins á sunnudaginn var, að dýrtiðarþróunin hafi „þvi miður ekki verið stöðvuð enn sem komið er, en hjólið snýst mun hægar, en það hefur gert undanfarin þrjú ár,,,eins og þar er komist að orði. Ósagt skal látið hér, hvort höf- undur Reykjavikurbréfsins, sem mun vera einn af ritstjórum Morgunblaðsins, fer þarna visvit- andi með hrein ósannindi, eða hvort hann veit ekki betur. Sé um aö ræða aðeins fádæma vanþekkingu, er þess að vænta, að blaðið kjósi fremur aö hafa það sem sannara reynist og leiðrétti bull ritstjóra sins. Veröi það ekki gert, er hins vegar ljóst, hvað á spýtunni hangir, og enn ein sönn- un komin fyrir þvi á hve sérstæð- an hátt stærsta blað þjóðarinnar leyfir leyfir sér að umgangast staðreynijir. „Öfgafullir sósíalistar breyttu þjóðfélaginu úr mannlegu samfélagi í.........” Það er annars athyglisvert að á sama Reykjavikurbréfi Morgun- blaðsins og þvi er haldið fram, að verðbólguhjólið snúist nú mun hægar en áðurhérá íslandi! — þá er megninu af föstu rúmi bréfsins varið til að koma á framfæri fúkyrðum ónefnds „dana” um bölvun velferðarþjóðfélagsins sem illir sósialistar hafi leitt yfir Norðurlönd. Og svo sem til að votta sam- stöðu sina með viðhorfum hins reiöa danska borgara þá kemst höfundur Reykjavikurbréfs Morgunblaðsins m.a. að orði á þessa leið: „Eins og áður er getið, hefur þróunin I Danmörku verið öll I þá átt, að öfgafullir sósia- listar breyttu þjóðfélaginu úr mannlegu samfélagi i einhvers konar tannhjólakerfi þar sem litið svigrúm er fyrir einstaklinginn.” og litlu siðar: „Það er ekki að undra þótt menn eins og Glistrup komist til valda I sliku þjóð- félagi.” Vissulega er ástæða til að taka vel eftir þessum orðum Morgun- blaösritstjórans, eins helsta tals- manns stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Að hans dómi eru það öfgafullir sósialistar, sem á undanförnum áratugum hafa ráðið ferðinni i stjórnmálum i Danmörku og þá væntanlega ekki siður I Svfþjóð og Noregi. Og þessar voðalegu öfgaskepnur hafa meira að segja komist svo langt að breyta þjóðfélaginu úr „mannlegu félagi” og i eitthvað allt annað, sem ritstjóri Morgun- blaðsins kallar tannhjólakerfi. Já, þar kom að þvi að hinir tannlausu dönsku sósíaldemó- kratar, sem margir telja að fyrir löngu hafi tamið sér borgaralega siði fengu sina einkunn i Morgun- blaðinu á íslandi. En þessi skrif ritstjóra Morgunblaðsins á sunnudaginn var verður að sjálfsögðu að skoða I ákveðnu samhengi. Einmitt sömu dagana og þau voru skrifuð fóru fram á alþingi Islendinga á- tök um það hvort veita ætti ákveðna upphæð á fjárlögum til að mæta orðinni og fyrirsjáan- legri stórkostlegri kjararýrnun bótþega almannatrygginganna. Rikisstjórnin og lið hennar felldi þar allar slikar tillögur og það sem ritstjóri Morgunblaðsins vildi sagt hafa er auðvitað ósköp einfaldlega það, að með þvi að rétta upp hendurnar gegn slíkum tillögum hafi ráðherrarnir og al- þingismennirnir aðeins verið að slá skjaldborg til varnar „mann- legu samfélagi”, sem ekki sé nema eölilegt og sjálfsagt, þegar öfgafullir sósialistar hafi náð að höggva jafn nærri þessu mann- lega samfélagi eins og raun varð á með hækkun tekjutryggingar- innar og ellilifeyrisins á vinstri stjórnar árunum. En hvert er það „mannlega samfélag”, sem er draumsýn höfundar Reykjavikurbréfsins og skoðanabræðra hans i forystu Sjálfstæöisflokksins? Þaö ættu menn gjarnan að ihuga i ljósi þeirra skrifa semhér var vitnað til um að „velferðar- þjóöfélagið” á Norðurlöndum sé spilverk „öfgafullra sósialista”, og hljóti þvi að falla fyrir meistara á borð við Glistrup, holdtekju einkaframtaksins, sem vill og getur veitt þeim svigrúm, sem svigrúm eiga að hafa, en þá væntanlega lika valið hinum hlut- skipti við hæfi. Hægri stjórn — Vinstri stjórn.: 43% hækkun þjóðartekna gaf 15% aukinn kaupmátt. — En 16% hækkun þjóðartekna fylgdi 30% kaupmáttar aukning. Það er stundum sagt, að allar rikisstjórnir séu jafn slæmar, og sannleikurinn er sá, að þeir sem eru sáttir við þjóöfélagið eins og það er, vegna þess að þeir sitja ofan á hvað fjármagn og völd snertir, vilja gjarnan aö hinn „þögli meirihluti” trúi þessu. Aðrir halda þvi fram, að þeir sem fara með rikisvaldið á hverj-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.