Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 20
Sunnudagur 29. desember 1974. prísa. Fasteignasalar höfðu nóg að sýsla. íbúðaverð hækkaði dag frá degi. Vísitölufjölskyldan var orðin stóreignafólk. Æ fleiri uppgötvuðu það að aurinn er einskisvirði. Gifurlegt kaupæði greip um sig, bilar, frystikistur, húsvagnar. Hvað sem var. Bankarnir tæmdust smátt og smátt. öll þjóðin bjó sig undir að aka hringveginn hvert mannsbarn i eigin farar- tæki. Gosið var gleymt, afleið- ingar þess komnar á ábyrgð viölagasjóðs. Ofneyslan náði hámarki á útmánuðum eða und- ir vor. Um þær mundir spurðust mikil tiðindi utan úr heimi. Aröpum hafði loks lærst sá ver- aldarsannleikur að málstaður hins rika má sin alltaf meira en hins fátæka og þá hækkuðu þeir pris á olíunni sinni um allan helming. Við það öðluðust þeir vinskap og viröingu alls hins vestræna heims. Og Banda- rikjaforseti sendi Kissinger til þess að taka i höndina á þeim. Oliukreppan svokölluð olli mönnum æ meiri áhyggjum úti i heimi. Efnahagsspámenn fóru kollhnisa, rifu i hár sér og hróp- uðu úlfur! úlfur! Gamla góða vestræna hagfræðin okkar varð úrelt á einni nóttu. Kreppa, sögðu þeir i útlandinu, sam- dráttur, uppdráttur, kreppa! Við íslendingar létum slikt tal eins og vind um eyrun þjóta. Við tjúttuðum kringum gullkálfinn hálfu trylltar en fyrr. Bilainn- flutningur jókst, stærri bilar, kraftmeiri bilar, eyðslufrekari bilar en nokkru sinni. Og so sprakk ólafia. Það var hápunktur þeirra hrikalegu kómediu sem sett var á svið i þriðja og mesta leikhúsi höfuð- borgarinnar. bar mátti oft á tið- um sjá mikil tilþrif og góða spretti. Hannibal og Björn léku þar veigamikil hlutverk i loka- kaflanum og ekki má gleyma Sverri Hermannssyni, sem sýndi það eftirminnilega að hann er einn færasti trúður þingsins. Jafnaðarmenn voru nánast jafnaðir við jörðu i tvennum kosningum. Ihaldið fór með frækilegan sigur af hólmi I þeim báðum. Hinn þögli meirihluti hafði talað. — Vinstrikantur stjórnmálanna var gjörsamlega ófær, enda valdi Ólafur hina leiðina og framsóknarmaddam- an vatt sér yfir á hægri kantinn og ekur nú sælleg og siðprúð i limosinu ihaldsins inn i draumaland kapitalismans. Menningarlif okkar tók á sig „þjóðlegan” svip þegar I upp- hafi ársins. 1 hverju héraði var farið að æfa leikara i hlutverk landnámsmanna. Siðan upp- hófst mikil skipasmfði, eftirlik- ing af skipum fornmanna. — Þjóðhátiðarnefnd vann að þvi af mikilli elju að falsa fornminjar. Þannig urðu Sunnlendingar til þess að glepjast á sögualdarbæn- um, sem visast mun standa á Stöng. Kvæði voru ort og drápur, þótt ekkert af þeim kveðskap nyti verðlauna. Grafnir voru upp úr grámósku sögunnar hinir og aðrir landnámsmenn og héraðs- hrókar og gerð um þá leikrit til flutnings á héraðshátiðum. Kvigur voru striðaldar viða i fjósum landsins i þeim tilgangi að þær mætti leiða um héraðið einn vorlangan dag meðan á hátiðinni stæði. Ýmsar góðar hugmyndir þjóðhátiðanefndar komust þó aldrei til framkvæmda. Þannig fékk nefndinhugljómun á einum fundi sinum, og hún ákvað að eldar skyldu loga á hverjum hreppi landsins þjóöhátiðarárið á enda. Hvað kom til að þessi háleiti draumur nefndarinnar rættist aldrei? Varð oliukrepp- an ef til vill til þess að binda endi á hann? Ungmennafélagar á suður- landi máttu aftur á móti spretta úr spori og þreyta hið stórkost- lega sögualdarhlaup frá Ingólfshöfða og i bæinn, sömu Sögulegar glefsur í lok þjóðhátíðar Þjóðhátiöarár er senn á enda. Afmælisteiti er hvarvetna af- staðið. Eftir standa menn mis- jafnlega timbraðir, löngu saddir orðnir og ýmsir veislugestir illa ofmettir, sómakærir menn löngu komnir út undir vegg að selja upp. — Allur sá þjóðremb- ingur, öll sú uppgerða föður- landsást og falski söguáhuginn, sem tilstandinu fylgdi hlýtur að valda mörgum kligju, svona eft- irá og nokkru þunglyndi. Aldrei, þessar ellefu aldir, hefur þjóðin dárað jafnherfilega sögu sina og menningu eins og i fiflskap þes- arar þjóðhátiðar. Árið hófst með miklum um- svifum i atvinnulifi. Verð á fiski hækkaði upp úr öllu valdi. Mikið veiddist af loðnu, margir urðu rikir. Fólk hafði meira en nóg að vinna, eftirvinnu og nætur- vinnu. Hagvöxtur blómstraði eins og arfi á haugi. Fólk bless- aði bæði guð og stjórnina og bölvaði bretanum einum rómi. Jafnvel stækustu ihaldsmenn voru farnir að sætta sig við „Ölafiu” þessa atorkusömu vinstristjórn. Kommanir farnir vesturi Ameriku að makka við auðhringa um orkufrekan iðn- að, indælis karbit i Hvalfirði. Launþegar vildu meira kaup. Samningaþóf stóð lengi. Þar börðust hinir hæstlaunuðu hat- rammri baráttu fyrir „hina lægst launuðu”. Og niðurstaðan varð sú að hinir lægst launuðu urðu áfram lægstlaunaðir og þeir hæstlaunuðu urðu auðvitað áfram hæstlaunaðir og hærra launaðir en nokkru sinni fyrr. Meira var framleitt af stein- steypu en nokkru sinni. Fólk vildi stærri fleti, rýmri stofur, viðar útskot, fleiri bilskúra, stærri hús, meiri steinsteypu. Iðnaðarmenn settu upp hærri unni. Og Indriði G. er nú eflaust kominn i hóp sparilistamanna þjóðarinnar fyrir þessa frábæru kómediu, sem hann setti á svið þarna á Þingvöllum i sumar, heiðurslaunað heldra skáld. Eflaust verður mynd allrar þjóðhátiðarnefndar fest á fri- merki þegar fram liða stundir. — Sú andlega sigling, sem þessi nefnd hefur þreytt á árinu verð- ur annálsverð og munuð meðan land byggist og vissulega hefur hún nú siglt friðu fleyi i höfn. Þar er allt með silfri og gulli prýtt og skipið allt skarað postulinsskjöldum. Það for- kostulega far verður eflaust þegar fram liða stundir haft til marks um andlegt ástand þess- arar glysgjörnu kynslóðar óða- verðbólgunnar. Þegar kreppan er komin um kring, þegar við erum hættir að leika frimerkjaleik og safna mynt og minnispeningum. Þeg- ar við verðum orðnir svoldið gáfaðri, þá munu vitrir menn hafa veggskildi þjóðhátiðarinn- ar upp á vegg hjá sér til minn- ingar um mestu endileysuna i íslandssögunni. A þjóðhátiðarárinu voru mörg afrek unnin i iþróttum og list- um. Okkur tókst að sparka bolta á heimsmælikvarða og setja norðurlandamet i lyftingum. Friðrik mátaði viða um heim og Jónas Stýrimaður kynntist svartlistinni i Þýskalandi. Þar lék Róbert fiðlarann og varð frægur. ólöf Pálsdóttir vakti at- hygli i Frans og islenskir popp- arar reyndu allt hvað af tók að vekja athygli i London. tslend- ingar eiga sterkasta mann i heimi og miðilshæfileikar Haf- steins vekja aðdáun færustu vis- indamanna. Allt er þetta þó smáræði mið- að viðþað stórkostlega heimsmet sem.við slógum i verðbólgu á árinu. Að visu áttum við fyrra metið sjálfir, en við slógum það mjög glæsilega og komum verð- bólgunni á árinu upp I 51 pró- sent. — Þetta met verður varla slegið. Það mun liklega afla okkur meiri frægðar en allt ann- að, sem við höfum afrekað i ellefu hundruð ár. Hins vegar leikur nokkur vafi á þvi hverstu stolta við getum talið okkur af slikri frægð. Lengi vel var geng- ið látið fljóta, uns það maraði i hálfu kafi. Ólafia lét gengið þá siga, eins og frægt varð. Nýja stjórnin lét það hins vegar verða sitt fyrsta verk að færa það hressilega á kaf og nú er vist út- lit fyrir að það sökkvi alveg. Með nýrri stjórn koma ný ráð, lika nýtt útvarpsráð. Við erum aftur knúsaðir i kærleiksfaðmi vestrænnar samvinnu og i bræðralagi við þjóðverja. — Stjórnin lét verða sitt fyrsta verk, er hún kom til valda i haust að kyrrsetja herinn hér um aldur og æfi. Þar með rætt- ist ósk „hins þögla meirihluta” og hugprúðu dátanna þrettán, sem nú berjast fyrir tukthúsun þeirra, sem höfðu aðrar skoðan- ir. Sú kenning á ser ötula for- mælendur i hópi „þögla meirihlutans” að menning okk- ar sé ekki frjáls. Það eitt sé frjáls menning, sem hafi ame- riskt uppeldistæki og afþreying- artæki hermanna að leiðarljósi. Eflaust fáum við aftur blessað- an geislann frá kanasjónvarp- inu. Við fáum lika örugglega karbit i Hvalfirði. - Og nú eru ýmsir að spá okkur fleiri álverum. Okkar er orkan. Þá geta blessaðir bændurnir brugðið búi og fengið aö dunda sér við málmblendið og ál- bræöslu I stað þess að snudda þetta afan við bannsetta belju- rassana, sem ekkert gefa af sér nema mykju og óþarfa mjólk. leið og Ingólfur forðum daga. Þetta mun liklega verða einn eftirminnilegasti spretturinn i gjörvöllu þjóðhátiðarhaldinu. Vegalagning og brúarsmiði var mikill þáttur þeirrar veislu sem þjóðin hélt sér á afmælinu. Urðu margir fullir i hinum fjöl- mörgu brúarvigslum, sem urðu allra vinsælustu skémmtanir. Hringvegurinn var opnaður með pomp og pragt og ákveðið var siöan að opna hringveg I hverri sveit landsins. Bændur hlupu frá orfi og ljá um háslátt- inn, sjómenn bundu landfestar og iðnaðarmenn gerðu hlé á akkorðinu, allir þeystu hringinn og hring eftir hring. Siðan var skundað á Þingvöll. Þar var mikið étið af pylsum eins og jafnanáþjóðhátlð.Menn slöfruðu i sig einni með tómati og sinnepi til heiðurs ellefu alda byggð i landinu, og settu remú- laði útá i minningu Jóns Sig- urössonar. Blessuö börnin fóru með fánann sinn i strætó austur á Þingvöll til þess að hlusta á heilagar kýr þjóðfélagsins stiga þar I stól og baula i sumarblið- Eftir Jón Hjartarson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.