Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.12.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. desember 1974. Sunnudagur 29. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 MYNDLISTIN OG NÚTIMINN ENGIN EIN r LEIÐ ER ANNARRI RETTHÆRRI EFTIR GÍSLA B. BJÖRNSSON skólastjóra Myndlista og handíöaskóla íslands Nemendavinna úr mynd- vefnaöarönn I Myndlista- og handíOaskóla tslands. 2 Kápa á timaritið Iceland Review, unnin af Augiýsingastofunni hf., höf. Gisli B. Björnsson. 3 Nemendur I barnadeildum Myndlista- og handiðaskólans ásamt kennara sinum, Jóni Reykdal, við vinnu við dúkþrykk 4 Sýningardeild Almennra trygginga á Heimilissýning- unni Teiknari Baldvin Björnsson C Landsbankinn Akranesi. Samstarfsverkefni arkitekt- anna Ormars Þórs og örnólfs Hall, Gunnars Einarssonar innanhúss- arkitekts og Snorra Sveins Friðrikssonar myndlistar- manns. 6 Nemendavinna úr keramikdeild Myndlista- »g handíðaskóla islands. Hvað er myndlist?.... mynd og list... mynd gerð að list... hvað er list? Sumir segja aö öll myndgerö sé myndlist, aöeins mjög misjöfn aö gæðum frá þvi aö vera vond list og aö þvi að vera góö list, stund- um mikil list, frábær list. Hver einstaklingur getur dæmt - fyrir sig, hvaða einkunn hann gef- ur þvl verki er hann fjallar um. Forsendur fyrir einkunnagjöf hvers og eins eru mjög mismun- andi. Þar skipta margir þættir máli, umhverfi, uppeldi, fræösla, menntun, eigin reynsla. Auðvitað skiptir það máli á þessu sviði sem ööru, á hvern hátt myndin, myndlistin tekur þátt i daglegu lifi manns. Þaö skiptir • máli hvort viö lærum strax i bernsku aö umgangast myndir, meta og skilja myndir. Þegar ég tala um myndlist, á ég ekki eingöngu viö verk þeirra manna er fást við málaralist, málun, mótun eða grafik: verk sem viö þekkjum sem innramm- aöan myndflöt upp á vegg eöa höggmynd á torgum úti. Aö minu viti er myndlist mikið meira en þetta, myndlist er til i öllum mannanna verkum er taka á sig mynd. Teiknaðir og mótaðir hlut- ir. Myndlist getur veriö alit sem er I kring um okkur, gert af mann- anna höndum, (hannaöir hlutir) hús, bill, flugvél, stóll, borð, vasi, lampi. Málverk, teikning, vefn- aöur, auglýsing, ljósmynd, kvik- mynd, — fötin sem viö göngum i. Viö lifum i myndheimi, og mynd- listin er þáttur I þeirri tilveru. Myndlist gegnir riku hlutverki i daglegu lifi okkar, en skoðun okk- ar sem við þessi mál fáumst er sú, að þaö hlutverk geti veriö enn stærra. Myndlistin er i okkar aug- um einn undirstöðuþáttur tilver- unnar og við viljum aö þessi þátt- ur verði hluti af lifi sem flestra. Fegurð hlutar, litagleði I mál- verki, frásögn teikningar, upplýs- ing höggmyndar, menntun og skemmtun kvikmyndar, — allir þessir þættir eiga að gera tilver- una bjartari. En viö viljum lika aö myndlistin hafi þvi hlutverki aö gegna aö segja sannleikann, vekja, skýra frá þvi sem dapurt er. v Myndlistararfur Islendinga er liklega meiri en flestum er ljóst. Hámenning i skreytingu bóka, út- skurður margskonar og jafnvel húsagerðarlist er þó allvel þekkt. A ýmsum öðrum sviöum mynd- geröar, svo sem I silfursmiöi og vefnaði hafa varðveist frábærir hlutir. Þráðurinn sem viö rekjum Islenska myndlistarhefö eftir var oröinn veikur, á siöustu öldum, sérlega á 19. öld, og lá við aö hann slitnaði. Leikmynd Siguröar Guö- mundssonar við „Útilegumenn” Matthiasar Jochumssonar frá ár- inu 1862 er talin fyrsta isienska iandslagsmálverkiö og fyrsti læröi islenski arkitektinn sem hingað kemur til starfa er Rögn- valdur Ólafsson árið 1906. tslensk myndlist, sérlega málaralistin, hefur lifaö mikla endurreisnartima á þessari öld. Endurreisn myndlistarinnar hefst ekki fyrr en um siðustu aldamót, meö fullveldinu færist frumkvæöiö á þessum sviöum sem öörum inn i landið og veru- legur kraftur færist I starf mynd- listarmanna upp úr síöari heims- styrjöld. Svo til allt uppeldi okkar á sviöi myndmennta er I molum Hiö al- menna menntakerfi gegnir ekki hlutverki slnu á þessu sviði. Þa5 eina sem gert er, er veikburöa kennsla I teikningu I flestum skól- um, kennsla viö lélegar aöstæöur, of litiö menntaöir kennarar meö alltof marga nemendur, I of stutt- um timum. Lélegasta húsnæöiö og verstu timarnir á stunda- skránni falla venjulega i hlut þessarar kennslu, enda er teikn- ing i flestum skólum talin til ómerkilegra aukagreina. 1 mörg- um skólum er engin teikni- kennsla. Enginn fræösla er i skólum um myndina sjálfa, hlutverk hennar i daglegu lifi til góös og ills. Saga er aö mestu kennd án tengsla viö sögu listar eöa formgjafar. I öör- um skólum er byggt á röngum forsendum i myndlistarkennslu, kennt er aö gera hluti án þess aö leggja rækt viö formtilfinningu og undirstööu I teikningu vantar I kennsluna. Þar á ég viö tima sem kenndir eru viö smiöar, smelti og fleiri greinar. Teiknitimar eru viöa marklaus leikur og afþrey- ing i staö þess að vera raunveru- legir kennslutimar, þar sem nem- endur læra aö teikna sér til gagns. Sá útbreiddi misskilningur rikir allt of viða, aö menn geti ekki teiknað, geti ekki lært aö teikna. Viö fullyröum aö hver einasti maður sem á annaö Korö getur valdiö blýanti og hefur heila hugsun, getur lært að teikna eins og hvað annaö sem kennt er. Ekki er þar meö sagt aö allar teikning- ar hans verði aö list. Menntun á sviði myndlistar er nauösyn eins og á öllum sviðum öörum. Ljóst er þó aö stór hópur islensku þjóö- arinnar viröist haldinn þeim mis- skilningi, aö menntunar sé ekki þörf — eða að i þessu fagi þurfi minni menntunar viö en i öörum greinum. Hversu oft upplifum við þaö ekki, aö sá sem fæst við að mála á frumstæðan hátt i fritimum sin- um getur ekki staðist mátið og heldur „sýningu” á verkum sin- um meö „pomp og prakt”. Menn- ingarleysi fjölmiöla þ.á.m. sjón- varps, birtist svo i þvi, aö enginn greinarmunur er gerður á vönd- uöum, alvarlegum vinnubrögö- um, og fúski. Þarna viröast gilda önnur lögmál en I flestum öörum listgreinum. Þótt einhver þyki hafa laglega rödd i kunningja- hópi, eða spilar eftir eyranu, þá heldur hann varla hljómleika i Háskólabiói, og fær dóma i fjöl- miðlum sem snillingur. Oft hef ég veriö spuröur af for- eldrum, hvort ekki væri hægt að nýta sem starfskrafta á teikni- stofu, börn þeirra, sem hlotið hafa góöa einkunn i þvi, sem kall- aö er teikning á unglingaprófi. Fáir vita að gert er ráö fyrir 4-6 ára stööugu námi til aö öölast grundvallarþekkingu i þessum greinum. Viö Myndlista og hand- iöaskóla Islands er 4ra ára nám, og ætlast er til i flestum greinum, aö menn stundi framhaldsnám eða fái starfsþjálfun i 1-2 ár áður en þeir eru taldir fullgildir I fagi sinu. Nú á þessum vetri er listasaga kennd i fyrsta sinn I Háskóla Is- lands, og þá einn tími á viku i heimspekideild. 1 aöeins tveimur menntaskólum er myndlist kennd sem valgrein. I Kennaraháskól- anum hefur myndlist og listasaga Gicli B. Bjdrnsson veriö á dagskrá i nokkur ár, þar meö eru taldar þær menntastofn- anir sem þessum þætti sinna. Saga byggingarlistar er eingöngu kennd sem liöur i valgrein i ein- um menntaskólanna, en er t.d. ekki kennd i háskólanum. Viöfangsefni myndlistar- manna, þ.e. þeirra sem fást viö málun og mótun, eru mörg og næsta ólik. Leikur meö liti er ein- um túlkunarmáti, annar vinnur viö frásagnir i formi teikninga, einn viö glimu að spennu milli ólikra forma, og svo má lengi telja. Einnig er tilgangur sumra aö vekja, hrella, ganga fram af samborgurum sinum. Listiönaö- armenn glima flestir við aö gera hugsjón um samstæö listaverk aö veruleika. Þaö takist aö gera hvern þann hlut sem er i daglegu umhverfi okkar aö samstæöu af fegurð og notagildi (GROPIUS). Arkitektinn leitast viö aö búa til iverustað þar sem saman fer hag- nýtt gildi og fegurð, þannig aö lif þeirra er þar eiga aö dvelja geti þróast viö sem best skilyrði. Þetta eru viöfangsefnin I dag, en hver er árangurinn, og hvaö er að, veröur hver og einn aö dæma fyrir sig. Mitt mat er eftirfarandi: Ástandið er furöugott... Þrátt fyrir lélegt menntakerfi er til rikur skilningur og næm tilfinning fyrir góöum formum og litum. Þrátt fyrir litinn skilning ráöa- manna eru gerðir einstakir mjög góöir hlutir á vegum hins opin- bera eða stærri stofnana, bæöi hvaö arkitektúr, myndskreyt- ingar og gerð notahluta snertir. Þrátt fyrir lítinn skilning og litið samstarf milli einstakra hópa listamanna veröa til samstarfs- verkefni sem veröa aö teljast frambærileg. Til eru einstaklingar sem af furöulegum stórhug styöja isl. myndlist. Menn sem kunna aö meta list og gera þaö i verki. Til er fjöldi fólks sem fylgst hefur meö og lætur sig þessi mál varöa, sækir sýningar og kaupir myndir, notahluti og lætur byggja sér falleg hús. En þessi hópur er samt of litiö brot af þjóðinni i heild, hversu litiö brot veit ég ekki, en stærsti hluti þjóöarinnar fer aö miklu leyti á mis viö þá ánægju sem er þvi samfara aö hugsa um list og njóta listar, búa i list, ef svo mætti að oröi komast, og þaö er vandamál okkar I dag. Um þessa mikilvægu þættí í daglegri tilveru okkar ræðum viö of litiö og gerum okkur ekki nægi- lega ljósa annmarkana. Fræösla um mynd, myndlist og listiönaö eiga aö vera sjálfsagðir þættir i skólakerfi okkar — og þá fræöslu þarf hæft fólk aö annast. Þaö þarf aö kenna fólki aö meta mynd, njóta hennar og skilja á milli ADVENTURE Science FÍSHERY LIMITS lceland Dog kjarna og hismis. Einnig að kenna mönnum aö lita myndir gagnrýnum augum, vita hvaöa möguleika þær hafa til skoöana- mótunar og áhrifa á daglegt lif. Það þarf aö fræöa um handverkiö og tækni þá sem liggur aö baki þvi aö myndir veröa til. Þar á ég t.d. viö listiönað og hönnun á iðnvöru. Noröurlöndin önnur en ísland eru i forystu þeirra þjóöa er fram- leiöa góöa og fagra iönvöru. Sú skýring hefur heyrst að þar hafi iðnbyltingunni ekki tekist að út- rýma smekkvisi og feguröarskyni handverksmanna og almennings, vegna þess mikla áróðurs, sem haföur er uppi i skólum og blööum fyrir góðri list og handverki, og meö mjög viötæku fræöslustarfi, m.a. i formi fjölbreyttra sýninga. 1 öörum löndum eins og t.d. Eng- landi varð aö kenna fólki aö nýju aö meta list og vel hannaöa hluti. Þar slitnaöi þráðurinn, fram- leiösla á skrani varð rikjandi þáttur i iönframleiöslu beirra. Nú á siðustu árum hefur oröiö algjör bylting á þessu sviði. Byrjað var neöan frá I skólum, starfandi eru sterkar og vel skipulagöar fræöslu- og upplýsingastofnanir sem sinna skólum, fræöslu almennings, fræöslu fyrir þá er vinna viö framleiöslu og ekki hvaö sist fræöslu fyrir hönnuöi og framleiðendur. Enskur list- iönaöur hefur tekiö miklum fram- förum og teljast englendingar nú til forustusveitar á mörgum sviöum listiðnaðar og iðnfram- leiöslu og frjáls myndlist er einnig hátt skrifuð. Viö Islendingar verðum aö fara eins að. Myndlistin er þjóöhags- lega nauðsynlegur þáttur, hún varðar m.a. lifsafkomu okkar. Allur útflutningur er mjög háður þvi aö unniö sé af smekkvisi og list: umbúðir, form og útlit iön- varnings er i mörgum tilfellum ráöandi þættir þegar aö sölu kemur. Handverkiö er þvi tengt. Kynning i formi góöra listrænna auglýsinga og góöra sýninga er liöur i þvi að varan komist til neytenda. Ef svo fer sem ætla má, aö meiri og meiri áherslu veröi aö leggja á iðnað og útflutning, þá eru þeir hópar manna sem um myndlistfjalla mikilvægur liöur i þvi aö árangur náist, en til þessa dags hafa þeir meira verib áhorf- enduraö leik ráöamanna. Leik aö atórum oröum en ekki alvar- legum framkvæmdum. 1 hinum mörgu Islensku iðnaðar- stofnunum eru margir menn Sem kunna eflaust margt, en i engri stofnun af þessu tagi eru starfandi sérmenntaöir menn á sviöi útlits eöa formunar hluta. Erlendir sérfræðingar sem efalaust hafa vit á sölu og markaösmálum og etv. öðrum vandamálum sinna heimalanda eru guðir forustumanna i islenskum iðnaði. En hér viröast þeir gera litið gagn, enda allar aðstæður aörar. Og hvað er til ráöa? Efja verður menntun um myndlist á öllum stigum fræðslu- kerfisins. Stefna veröur að þvi að hæfir einstaklingar fáist til þeirra verka, að kenna og leiðbeina börnum og unglingum og almenn- ingi ekki hvað sist. I islenskum iönaði er þörf viðhorfsbreytinga. Þar veröa forystumenn að þekkja sinn vitjunartima og efna til samstarfs við myndlistarmenn. Gera veröur ráöstafanir til aö myndlist sé ekki látin liggja i stöflum i vinnustofum mynd- listarmanna, heldur fari út til fólksins. Opinberar byggingar verði vettvangur fyrir samstarf arkitektaylistamanna og hönnuöa ' sem miöist viö að gera þær betri og fegurri. Opinberar stofnanir og fyrirtæki gæti virðingar sinnar hvaö snertir útlit þeirra kynn- ingargagna er frá þeim fara. Verði mótandi aöilar á þvi sviöi. Byggöir leggi meira af mörkum til myndrænnar sköpunar, fleiri myndverk og fjölþættari verði þáttur i umhverfismótun. Rikis- útvarpiö, hljóövarp og sjónvarp sinni myndlistarmálum af alvöru og viröingu, hæfir menn gjarnan meö myndlistarmenntun fjalli um þá kynningu. Efla verður stórlega eina skóíann sem af alvöru vinnur að myndlistarfræöslu, Myndlista- og handiöaskóla tslands, og búa hann þeirri lágmarksaöstöðu, sem hann telur sig þurfa, Endurskoöa verður alla starf- semi og stjórnun Listasafns Is- lands. Gera þaö að lifandi stofnun sem fræöi og fjalli um islenska myndlist. Safniö má ekki lengur vanrækja uppeldis- og fræðslu- hlutverk sem það á að gegna og getur gegnt. Skapa veröur mynd- listarmönnum aöstööu til starfa með veitingu starfsstyrkja eða lána og hætta öllum ómerkilegum ölmusugjöfum sem kölluö eru listamannalaun. Bæta verður aöstööu starfshópa og áhugahópa er að myndlist vinna og um hana fjalla. Að lokum þetta: Engin ein leið i myndlistar- sköpun er annarri rétthærri, engin myndlistargrein er annarri hærri, öll sjónarmiö og vinnuað- ferðir eiga sinn rétt. Myndlistin er til fyrir listina sjálfa og myndlistin hefur hag- nýtt markmið. Myndlistin er leikur aö formum og litum. Listin erupplýsing, áróöur,listin er mót- mæli, gagnrýni, myndlistin er þetta og margt fleira. Hver og einn dæmir fyrir sig. Hvað mig snertir þá spyr ég um heiöarleikann I gerö verksins og leita að einföldun forms, ég vil sjá gott handverk og kunnáttu i meðferö lita og teikningar og mér þykir vænt um hugmyndaauögi verksins og höfundar þess.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.