Þjóðviljinn - 16.03.1975, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 16, marz 1975.
Umijin: Vilborg Hartardóttir
600 vinnustundir á ári er
það sem kertið reiknar
með að sveitakonur leggi
til búsins. Við þá fárán-
legu tölu setur ein bónda-
konan Ágústa Þorkelsdótt-
ir, á Refstað í Vopnafirði
heldur betur spurningar-
merki í eftirfarandi grein:
Heimiíisslörf og landbúnaðar-
störf voru löngum einu störf
kvenna hérá landi. Með breyttum
þjóðfélagsháttum hefur þeim
konum fækkað mjög sem stunda
landbúnaðarstörf með heimilis-
haldi. 1 þessari grein er ekki ætl-
unin að fjalla um heimilisstörf
sveitakvenna, þar eiga þær sam-
leið með öðrum húsmæðrum i
landinu. Ég ætla aðeins að segja
frá þvi misrétti sem sveitakonur
eru beittar af hinu svokallaða
kerfi.
Ágústa
Þorkelsdóttir:
Staðakonunnar
í íslenskum
landbúnaði
Hið háa Alþingi ákveður eftir
hvaða taxta kaup bænda og
bændakvenna er reiknað. Kaup
bænda er miðað við timakaup
iðnaðar- og verkamanna, þannig
að iðnaðarmenn vega 54,8% en
verkamenn 45,2%. Ennfremur er
hlutur iðnaðarmanna fundinn
með þvi að vega saman 6 hópa
iðnaðarmanna, en hvað verka-
menn snertir er tekin viðmiðun af
4. 5. og 6. taxta verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar. Laun hús-
freyju er tekiö samkv. 2. taxta
verkakvennafél. Framsóknar.
Þessar upplýsingar eru teknar úr
handbók bænda 1975 bls. 101. Al-
þingi, sem á sinum tima setti lög
um sömu laun fyrir sömu vinnu,
setur einnig lög um að konum beri
iægri laun fyrir sömu vinnu ef
um landbúnaðarstörf er að ræða.
Fleiri eru það en alþingismenn
sem telja hlut konunnar rýran við
landbúnaðinn. 1 verðlagsgrund-
velli landbúnaðarins, sem eftir er
miðuð afkoma bænda hverju sinni
er kona sett utangarðs. Fyrir ut-
an fyrrnefnt launamisrétti eru
konunni einnig reiknaðar mun
færri vinnustundir en hún i reynd
vinnur. Bóndanum eru reiknaðar
2080 klst. i dagvinnu, 412 klst. i
eftirvinnu og 408 klst. i nætur-
vinnu. Eiginkonu hans eru reikn-
aðar 600 klst. i dagvinnu. Engin
eftirvinna eða næturvinna.
Ég viðurkenni fúslega, að vinna
kvenna við störf sem eingöngu
snerta atvinnurekstur hjónanna
(þ.e. landbúnaðinn) er mjög mis-
mikil frá einu búi til annars. En
600 vinnustundir á ári er fárán-
lega lág viðmiðunartala. Þvi til
sönnunar vil ég hér taka tvö
dæmi.
1 fyrra dæminu tek ég konu sem
litið sem ekkert er taiin vinna við
bústörf. Hún vinnur þó alltént
u.þ.b. 1 klst á dag við fóðrun og
umhirðu hænsna, ungkálfa og
hunda = 365 klst á ári. Vart undir
50 klst. á ári við garðræk'l Varla
undir 15 klst. haust og vor við
fjárgæslu og kúasmölun. Þó kon-
an skipti sér litið sem ekkert af
slikum störfum, sleppur hún alls
ekki við að eyða þessum klst. i að
standa fyrir þegar búfénaður er
flut.tur milli girðinga. 20 klst. á
hverju ári má reikna sveitakon-
unni vegna móttöku og umhirðu
vegna manna sem koma til vinnu
á búinu, viðgerðarmanna, dýra-
lækna, ráðunauta o.fl. Og allar
verjum við sveitakonur um það
bil 1/2 klst á degi hverjum við
brúsaþvott, eöa önnur hreinlætis-
störf er snerta burtfluttar fram-
leiðsluvörur = 182 klst. I allt
verða þetta 632 klst.
En tökum nú algengara dæmi
og tel ég lika alla vinnu þar i lág-
marki: 2 klst á dag við mjaltir =
730 klst á ári. (Vinnustundir sist
færri þar sem eingöngu er fjárbú-
skapur). 6 stundir á dag i 30 daga
við heyskap = 180 klst. Bætum þvi
svo við 632 klst. úr fyrra dæminu
og þá fáum við 1547 klst. Þykir
sjálfsagt mörgum sveitakonum
þetta mjög svo vantalið hjá mér,
en þá sjáum við bara hvað 600
klst. er fáránleg tala.
Sökin á þessu misrétti sem
sveitakonur eru beittar liggur að
miklu leyti hjá bændasamtökun-
um. Þeim ber skylda til að gæta
réttar bændakvenna að jöfnu við
rétt bænda. Hef ég nýlega sent
þeim fyrirspurn um þessi mál, en
ekki fengið svar ennþá.
Einn aðili enn hefur talið rétt að
ganga á hlut sveitakvenna, en það
eru skattayfirvöld landsins. Þvi
miður hafa mér ekki borist reglu-
gerðir um þau mál þegar þetta er
skrifað, og segi þvi aðeins frá
fenginni reynsiu. Nái bóndi ekki
tiltekinni upphæð i nettóhagnað af
búskaparbaslinu, reiknast vinna
konu einskisvirði; á sameigin-
legri skattskýrslu hjóna kemur
ekki fram frádráttur vegna tekna
hennar. Og vinni bóndi t.d. utan
búsins fyrir fullum tekjum, en bú-
ið beri ekki af sér tiltekinn hagn-
að, kemur vinna hennar hvergi
fram á skattskýrslu. En mér er
spurn, hver sér um þennan smá-
búskap, ef bóndinn vinnur alla
sina vinnu utan bús? Skattayfir-
völd virðast lita svo á að slikur
smábúskapur passi sig sjálfur.
Læt ég svo þessari samantekt
minni lokið með óskum um að
okkur sveitakonum takist nú á
yfirstandandi kvennaári að vekja
eftirtekt á stöðu okkar og jafnvel
fá bætt úr mestu vanköntunum
þar á. Agústa Þorkelsdóttir
Refsstaö, Vopnafirði.
England
V-Þýskaland
Frakkland
Ítalía
Noregur
Svíþjóö
Sovétríkin
Bandaríkin
Hlutfall
kvenna í
atvinnulífi
Hvert er hlutfall kvenna á is-
lenskum vinnumarkaði? Hver er
hlutur þeirra af heildarvinnuafl-
inu? Þótt ótrúlegt sé eru ekki til
tölur yfir það. Það er hægt að fá
upp tölu ógiftra kvenna sem
vinna fyrir sér og borga skatt og
athuguð hefur verið hlutfallsleg
atvinnuþátttaka giftra kvenna á
tslandi, en hlutfall kvenna af
vinnuaflinu i heild hefur aldrei
verið reiknað. Ástæðan er ma. sú,
að giftar konur eru ekki skatt-
greiðendur sjálfar heldur teljast
tekjur þeirra (helmingurinn)
með tekjum eiginmannsins til
skatts. Aðalástæðan er þó, að
engum viðkomandi stofnunum,
hagstofunni t.d., hefur verið falið
af opinberum aðilum að komast
að raun um þetta hlutfall né þró-
unina, þe. hvernig það hefur
breyst með árunum.
En hér eru tölur frá nokkrum
öðrum löndum, — samanburður á
árunum 1964 og 1973.
lagi fyrir
piltana?
B.var að lesa bókina „Tóbak
og áhrif þess”, sem vissulega
ætti að vera unglingum ágæt
aðvörun, en þar rakst hún þó
að setningu sem henni gramd-
ist. 1 kaflanum „Ahrif tóbaks
á hörundið” er sérstaklega
talað um, að þegar konurfari
að reykja verði hörund þeirra
gráleitara, harðara og ljótara
og fingurnir gulir og brúnir.
Lokaorðin eru: „Stúlkur sem
vilja lita vel út, eiga ekki að
reykja. Þær ófrikka við það,
fá ljótan og leiðinlegan hósta
og andremmu, sem verkar
fráfælandi.”
Nú eru þetta allt einkenni
reykingamanna, hvors kyns
sem eru, en það virðist gengið
útfrá, að piltunum sé sama
eða þeir vilji ekki lita vel út.
Bókin er nokkuð gömul, en er
viða notuð sem námsefni i
skólum, og þyrfti að endur-
skoða slik atriði áður en næsta
upplag kemur út.
örorka húsmóður
Þótt húsmóðirin sé marglof-
uð i skálaræðum og minning-
argreinum er starf hennar lit-
ils metið af opinberum aðilum
i raun, hvort sem er til fjár eða
sem starfsreynsla við sam-
bærileg störf, eins og oft hefur
verið bent á hér i belgnum.
Enn eitt dæmið um litilsvirð-
ingu við húsmóðurstarfið
bendir Þ.á i reglugerð um út-
hlutun örorkustyrkja, en þar
stendur orðrétt i lok 1. grein-
ar:
„Ekki skai úrskurða hús-
móður örorkustyrk, nema aö
sannað þyki, að um veruiegan
aukakostnað sé að ræöa við
heimilishaldið vegna örorku
hennar, svo sem aökeypt hús-
hjálp eða atvinnumissir maka
af þeim sökum.”
— Húsmóðurstarfið er
greinilega ekki metið til fjár,
né heldur sú staðreynd, að þó
kona sé húsmóðir eingöngu
með e.t.v. 3-4 litil börn, gæti
hún farið út að vinna einhvern
tima aftur, skrifar Þ. og segist
vita dæmi um unga konu, sem
neitað var um örorkustyrk
vegna þess að hún var hús-
móðir og makinn i fullri vinnu.
Og hvað skyldi gerast með
húsmæður sem vinna úti; fara
þær i þennan pott lika? Það er
jú bara talað um atvinnumissi
maka, segir Þ.
Þetta er þörf ábending og
reyndar enn eitt dæmið um
þann rikjandi hugsunarhátt i
lagasmið, að verðmæti verði
aðeins metin i beinhörðum
peningum og tekjum, — sú
verðmætasköpun, sem fram
fer inni á heimilunum með
þjónustu, uppeldi og
aðhlynningu sé einskisvirði af
þvi að hún greiðist ekki i
peningum og þar af leiðandi
ekki metin til bóta — fyrr en
þarf að kaupa hana. Sami
hugsunarháttur réði áður lika
t.d. bótum til ekkna og ekkla.
Sjálfsagt þótti að ekkjur
fengju bætur eftir látna eigin-
menn, en ekklar fengu engar
bætur eftir látnar eiginkonur,
nema þeir gætu sannað það,
að um væri að ræða missi i
peningum! Þessu atriði hefur
nú sem betur fer verið breytt,
en úreltur þankagangur er
greinilega lifseigur. Það sést
ekki sist á þvi, að umrædd
reglugerð um örorkustyrkina
er ekki einu sinni ársgömul.