Þjóðviljinn - 16.03.1975, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1975, Síða 3
Sunnudagur 16. marz 1975. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 3 ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM MYNDLIST GRAFÍK Stanley W. Hayter: Eyja Susan Minton: Kona I Cabana BANDARÍSK i < Man Hay: Figure post colombienne Jean-Michel Atlan: Tunglfugl flutningi. Útlendar grafiksýning- ar hafa þvi verið nokkuð tiðar hér miðað við aðrar listgreinar, og núna eru tvær slikar opnar hér i bænum, önnur i Franska bókasafninu að Laufásvegi 12.og hin i Upplýsingarstofnun Banda- rikjanna að Neshaga 16. Franska sendiráðið hefur áður gengist fyrir grafiksýningu hér, og á sýningunni núna eru 49 litógrafiur eftir 48 höfunaa. Ekki eru þeir allir franskir heldur eiga það sameiginlegt að vera af þeirri kynslóð sem fæddist um og eftir aldamótin og voru tengdir Frakk- landi á einn eða annan hátt. Þeir ýmist unnu þar að list sinni, kenndu eða lærðu á þeim tima þegar Paris var miðpunktur alls i myndlist Vesturlanda og lista- menn flykktust að úr öllum áttum til að komast i hið frjósama and- rúmsloft Parisarborgar, þar sem nýstárlegar hugmyndir voru i gerjun og hver listviðburðurinn rak annan. Á sýningunni á Laufásveginum eru verk margra þeirra manna sem áttu mikils- verðan hlut að málum á þessum umbrotatimum, þótt dýrustu og frægustu nöfnin vanti. Þátttakendur er þýðingarlaust að telja upp hér, en einn mikil- vægur kostur við sýninguna er að með myndunum er nokkur frá- sögn af höfundunum, og eykur þetta fróðleiksgildi sýningarinn- ar. Á frönsku sýningunni eru ein- göngu litógrafiur, en unnar á mjög mismunandi vegu. Á bandarisku sýningunni er aftur á móti grafik af mörgum gerðum. Þó hún sé ekki mikil að vöxtum. 31 mynd, þá má þarna fá gott yfirlit yfir hinar ýmsu aðferðir svartlistarinnar, og finnst mér það aðalkostur sýningarinnar. Verkin þarna eru öll mun vngri en á frönsku sýningunni, þ e. öll nema eitt frá 1973, og þarna kennir lika margra grasa hvað viðvikur liststefnum. Auðvitað gefur hvorug þessara sýninga neitt tæmandi yfirlit yfir það sem var að gerast á þessum timum i Frakklandi eða Banda- rikjunum. en eru samt allrar athygli verðar. Frönsku sýning- unni lýkur þann 23. og þeirri bandarisku 21. Fleira er á döfinni i grafikmál- um hér, i vor að likindum sett upp samsýning islenskra svartlistar- manna, sem i ár munu einnig taka þátt i stórri samsýningu i Finnlandi. Væri ekki úr vegi að stofnun eins og Listasafn Islands fengi þá sýningu hingað, þvi langt er siðan safnið hefur gengist fyrir grafiksýningu. Um mánaðamótin april—mai verður svo að Kjarvalsstöðum sýning á kin- verskri grafik. og verður þá forvitnilegt að bera hana saman við þær sýningar sem hér hafa áður verið nefndar. Elisabet Gunnarsdóttir FRÖNSK Balthazar Lobo: Móðerni Svartlist hefur aldrei átt neinum sérstökum vin- sældum að fagna hér á landi, en úr því virðist þó heldur vera að rætast. Skortur á vinnuaðstöðu hefur lengi staðið lista- mönnum fyrir þrifum á þessu sviði, en nú hefur graf íkverkstæði verið komið upp í Myndlistar- og handíðaskólanum, svo ástandið er einnig að batna hvað viðvíkur prentuninni. Nokkrar álitlegar grafik- sýningar hafa verið settar hér upp á undanförnum árum, og af þeim sem verið hafa i vetur mætti nefna tvær sýningar i Galleri Súm. 1 haust sýndi þar hollenskur maður, Piet Holstein, og fyrir jól var á sama stað hópur danskra svartlistarmanna sem nefnir sig Trykkerbanden og hefur það að markmiði að dreifa grafik sem viðast i samfélaginu með þvi að selja myndir sinar sem ódýrast þannig að alþýðufólk hafi efni á að kaupa þær. Báðar voru þessar sýningar er- lendar, og fleiri mætti nefna, en einn aðalkostur svartlistar liggur i þvi hversu auðvelt er að dreifa henni. Bæði stafar þetta af forminu sjálfu, þvi hverja mynd er hægt að prenta I stóru upplagi og eins eru svona verk ódýr i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.