Þjóðviljinn - 16.03.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 16.03.1975, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975. ÁRNI BERGMANN: [pflg'öÖDD MENNINGARBARÁTTA Á VINSTRI ARMI: Sa mfy I ki nga r hyggja eða vinjar í eyðimörkinni Á árunum um og eftir 1930, á árum Rauðra penna hérlendis og annarsstaðar, risu upp samtök rithöfunda og listafólks sem byggð voru á hugmyndafræðileg- um forsendum, samstöðu i mati á þjóðfélaginu og hlutverki men- ingarstarfsemi. Slik samtök dög- uðu flest uppi á næasta áratug, samtök rithöfunda og listamanna urðu fyrst og fremst sameinandi hagsmunafélög starfsgreina: þar var fjallað um rammasamninga, bókasafnspeninga, listamanna- laun og fleira i þeim dúr. En ým- islegt bendir til þess, að timi hinna pólitisku menningarsam- taka sé að koma aftur. Áð minnsta kosti voru um fimmtiu „menntamenn og alþýðurithöf- undar” i Danmörku á dögunum að koma sér upp samtökum sem þeir kalla „Sósialiska menning- arfylkingu”. Nöfn aðalhvata- mannanna eru fæst mjög þekkt á Islandi — en margir munu þó kannast við listfræðinginn Broby Johansen, skáldið Ivan Malinov- ski og Jesper Jensen, höfund Rauða kvers skólanema. A fjórða áratugnum skipuðu róttækir menntamann i Dan- mörku sér saman i „Frisindet Kulturkamp”, sem voru allbreið samtök sem litu á það sem eitt af höfuðverkefnum sinum að berjast gegn fasisma — svipuð samstaða myndaðist þá i ýmsum löndum. Nú eru aðstæður aðrar. Og það eru lika öðruvisi samtök sem ver- ið er að stofna. Það var reyndar til umræðu hjá upphafsmönnum samtakanna að búa til breiðari fylkingu þar sem ýmsir fram- farasinnaðir menningariðjumenn gætu komið saman og þyrftu ekki endilega að telja sig sósialista. En meirihlutinn hefur viljað að sósialismi sé samnefnarinn, svo að menn fari ekki i neinar graf- götur um hugðarefni og mark- mið. Listir og fjölmiðlar I greinum sem okkur hafa bor- ist um þetta mál er bent á eftir- talin atriði til skilningsauka. Hægriöflin i Danmörku hafa, einkum á nýliðnu ári, skorið upp herör gegn áhrifum róttækra manna I fjölmiðlum. I hinum fremur hefðbundna heimi bók- mennta og lista hefur verið til- tölulega friðsælt, enda þótt danir hafi nokkuð rifist um gæði verka svonefndra verkamannarithöf- unda og þar með um rétt þeirra til opinberra styrkja. En annars er það i fjölmiðlum og þá sérstak- lega innan danska útvarpsins sem menningarhriðin stendur — og þekkja menn reyndar margar hliðstæður i grannlöndum, bæði I almennu kveini i bréfadálkum sænskra borgarablaða um „vinstriforskrúfun” i menningar- málum og svo i Velvakanda hér hjá okkur. Hægriarmurinn hefur fyrir löngu skilið, að hin hefðbundna list er gjörsamlega meinlaus, segir einn greinahöfunda. Að það er ekki hægt að reka virka menn- ingarstefnu innan ramma hennar og að hún er þvi heppilegur sand- kassi fyrir vinstrisinna. (Þetta mætti kannski bera saman við af- pólitiseringu Almenna bókafé- lagsins, sem i eina tið ætlaöi sér mikinn hlut i þvi að kveða niður hinar rauðu villur). A hinn bóginn eru þeir fjölmiðlar sem taldir eru skipta máli, útvarp, sjónvarp, stóru blöðin i höndum hægriafl- anna. Og það kemur æ betur i ljós eftir þvi sem kreppan sem herjar danskt þjóðfélag verður alvar- legri. Eins og kemur t.d. fram i menningarhatursherferð Gli- strups, sem slegiö er upp i Ber- linginum og Ekstrablaðinu. Innra og ytra starf Hvað ætlar svo hin Sósialíska menningarfylking til bragðs að taka? Samkvæmt skjölum þeim sem undirbúningsnefndin lagði fram, ætlar fylking þessi að kjósa sér fimm manna stjórn sem nefnist „starfsráðið”. Þetta ráð ber á- byrgö gagnvart aðalfundi sem fer með æðsta vald i málefnum sam- takanna. Bæði einstaklingar og hópar geta gerst aðilar. Gert er ráð fyrir allmiklu „innra starfi”. Starfshópar og umræöuhópar eiga að koma á samskiptum og skýra afstöðu sósialiskra menningariðjumanna eins og það heitir. Svo á að hafa frumkvæði um að koma á sam- starfi milli ýmissa sóslaliskra hópa með það fyrir augum að skýra hugmyndir manna um menningarskilning og menning- arstefnu sósialista. Starfsemin út á við á að vera fólgin i þvi m.a. að haldnir eru opnir fundir, sýningar, upplestr- arkvöld og tónleikar, sem eiga að stuöla að þvi að vekja athygli á sósialiskum menningarskilningi. Samtökin ætla einnig að taka að sér að „verja möguleika sósial- iskra menningariðjumanna til að koma fram opinberlega” og mun hér ekki hvað sist átt við viðbörgð gegn galdrahriðinni i danska út- varpinu. Vinnustöðvastarf En það sem nú hefur verið rak- iðeru allt áform til skamms tima. Langtimamarkmiðið er að skapa sósialiska menningarfylkingu i breiðari skilningi, fylkingu sem nær út fyrir hóp þeirra sem starfa beinlinis að menningarmálum eða við fjölmiðla. Hér kemur glögglega fram munurinn á þess- um nýju samtökum dana og þeim sem uppi voru á fjórða áratugin- um eða eru nú á öðrum Norður- löndum (t.d. i Sviþjóð). í starfsá- ætlun hópsins segir: „Hið innra umræðustarf i Sósialiskri menn- ingarfylkingu á að stuðla að þró- un grunneininga (starfshópa) á vinnustöðum og i stofnunum. Starf samtakanna út á við, á þeg- ar frá byrjun að miðast við að láta slika hópa þróast. Þessir hópar eiga ekki aðeins að bjóða upp á annað kerfi til menningar- dreifingar en menn nú eiga kost á, enda þótt þvi hlutverki gegni þeir einnig. Þeir eiga fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir eigið menningarfrumkvæði á sósialiskum grundvelli.” Gegn úrvali 1 þessari formúlu kemur sér- staða hins danska hóps allvel fram. Hann lætur sér ekki nægja að mynda bandalag gegn hægri- öflum, sem hamast gegn þvi aukna umræðu og tjáningarfrelsi i fjölmiðlum sem hefur unnið sér nokkurn grundvöll a.m.k. i Skandinaviu. Það er ekki heldur látið nægja að samfylkja þeim rót tæku um nýtt menningarblað eins og gert hefur verið i Sviþjóð (FIB Kulturfront). Danir ætla ekki að fást við slika blaðaútgáfu fyrr en að þeir hafa komið á fót sinum „grunneiningum”. Með þvi að reyna að koma á fót einhverskon- ar sjálfstæðu menningarstarfi á vinnustöðvum á að reyna að vinna gegn hugmyndum um menningu sem eitthvað það sem Auglýsið í sunnudagsblaði ÞJÓÐVILJANS er fint og bara fyrir einhvers kon- ar úrval manna sem til hennar eru kvaddir eftir menntun, sér- hæfingu o.s.frv. Blaðið Politisk revy talar um þann galla á róttækri menningar- baráttu áður fyrr, en hún hafi að verulegu leyti farið fram hjá al- þýðu manna, sem láti sig að mestu litlu skipta hvaða tiðindi gerast I menningarlifi yfir höfuð. Þetta sama blað mælir svo mjög sterklega með þeim skilningi, að þvi aöeins verði um sósialiska menningarstarfsemi að ræða, að menningarstarfið efli með öðru tjáningarmöguleika verklýðs- stéttar, að hún skilji menningar- starfiö sem tæki i sinni eigin bar- áttu. Að gera eitthvað í málinu „Kommúnisminn er hiö ein- falda sem erfitt er að fram- kvæma” sagði Bertolt Brecht á einum stað. Sú ivitnun kemur upp i hugann jafnan þegar maður heyrir af glæsilegum og stórlega spennandi áformum um að breyta menningarmynstrinu, rifa niður firringu og sérhæfingu, koma á fót nýrri tegund af mann- legum samskiptum á vettvangi stórfjölskyldu (sameiginlegrar búsetu) eða starfs. Það sem er mest heillandi við hópa sem hafa uppi slikar áætlan- ir er það að þar er að finna fólk sem ekki lætur sér nægja að hafa „réttan" skilning á hlutum fyrir sig, litandi niður á kolvitlaust þjóðfélag með óvirkri fyrirlitn- ingu og dálitið spaugilegri sjálfs- ánægju þess sem betur veit. Þessi afstaða er að visu á kreiki innan um og saman við, en mestu skipt- ir, að menn ætla ekki að láta hana nægja heldur gera eitthvað i mál- inu sjálfir. Stofna einskonar vinj- ar I eyðimörk, einhverskonar kommúnu, sameignarverkstæði, samyrkjubú — eða þá „grunnein- ingar um sjálfstætt menningar- starf” eins og hér var minnst á. En vandinn sem að þessum vinjarræktarmönnum steðjar er jafnan hinn sami, allt frá dögum þeirra útópiskra sósialista sem frá er sagt fyrir daga Marx: vinj- arnar eru i sifelldu umsátursá- standi-, markaðslögmál og rikj- andi viðhorf umhverfisins i menningarmálum, siðerni o.s.frv. beina sifelldum skeytum inn i hópinn, sem oftar en ekki er of fáliðaður, eitrandi þar and- rúmsloft og sambýlishætti á ýmsa lund. Því ekki gagnkvæmvirðing? Það er vitundin um þessa erfið- leika, sem fyrr og siðar hafa reynst háskasamlegir hugsjóna- eldi, sem fær marga til að halla sér heldur að hugmyndum um allviðtæka samstöðu vinstrisinna og sæmilega frjálslyndra manna um að vernda málfrelsi, umræðu- grundvöll gegn beinum og dul- búnum árásum, snerpa athygli manna gagnvart vélabrögðum innrætingar. En það ætti heldur ekki að draga úr virðingu manna fyrir þeim, sem leggja út i rót- tækari tilraunir með samstarf um sjálfstæða alþýðumenningu. Það er þeim mun meiri ástæða til að hafa á þeim vakandi gætur, sem verklýðshreyfing og verklýðs- flokkar viða um lönd hafa, með fáum undantekningum, verið á undanhaldi i þeim efnum undan- farin fjörutiu-fimmtiu ár. Látið það afskiptalaust eða svo gott sem, að kjarabaráttan væri i reynd þrengd, að sú viðleitni færi rýmandi að bjóða upp á „öðru- visi” lesmál, örðuvisi vettvang og iðkun frístunda og þar fram eftir götum. Þegar hópur eins og hinn danski fer af stað munu alltaf verða nógir menn, jafnvel vel- viljaðir, til að yppa öxlum i vor- kunnsemi yfir óðagoti róman- tiskra angurgapa eða eitthvað i þeim dúr. En „angurgapar” vinna að minnsta kosti það þarfa verk að minna á það, hve mörg- um tækifærum hefur verið glutr- að niður og að þvi bruðli er haldið áfram. Þeir eiga lof skiliðen ekki háð sem hafa hugprýði til að reyna að velta steininum upp brekkuna aftur. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.