Þjóðviljinn - 16.03.1975, Síða 14

Þjóðviljinn - 16.03.1975, Síða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975. Sunnudagur 16. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 ÖRNÓLFUR ÁRNASON GOTT LAND FYRIR GÓÐA FERÐA- MENN i sólarsælu og „kúballbra” flatmaga burgeisar noröursins^ og stundum hitta Ijóshæröar stiilkur blóöheitan strandguö. Örnólfur Árnason hefur um margra ára skeið haft það að sumarstarfi að vera fararstjóri hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn á Spáni, lengst af á Costa Brava og Costa del Sol. Hvers vegna er svona gott aö vera erlendur feröamaður á Spáni? Er það vegna þess að sólin baðar borgir og fiskiþorp geislum sinum flesta daga árs- ins? Er það vegna þess að þar hafa risið ferðamannanýlendur kringum bestu baðstrendurnar, þar sem fólk frá norðlægari löndum kemur saman til að slæpast og allir eru samtaka að skemmta, skemmta sér, skemmta sér? Eða er það kannski vegna þess að flaskan af rauðvini kostar i búð 50 krón- ur íslenskar? Og brosandi þjónninn hellir hálft glasið af rommi fyrir siþyrsta burgeisa af norðurslóðum, sem þykir lítið að greiða hundraðkall fyrir „kúba libre”. Auðvitað er það þessvegna. Flest fólk fer til Spánar fyrst og fremst i leit að þessum gæðum, sem eru annaðhvort svo sjald- gæf eða svo dýr I þeirra eigin heimkynnum. Veðurfarið og verðlagið er helsta orsök þess að árleg tala ferðamanna er tekin að nálgast ibúatölu Spán- ar. Hins vegar ber fleira til. Til eru önnur lönd, þar sem lika er sól, náttúrufegurö og sögufræg- ar og aðlaðandi borgir. Það eru lika til aðrar gestrisnar og bros- mildar þjóöir. En ég held að spánverjar hljóti að vera elsku- legri I viðmóti en allar aðrar Evrópuþjóðir — að minnsta kosti við útlendinga. Sú vinsemd og hjálpsemi sem þetta léttlynda fólk sýnir er- lendum gestum, virðist ekki eiga sérnein takmörk. Við þetta tortryggna og innhverfa fólk að norðan, reynum stundum að skyggnast eftir falsi eða skild- ingabetli bak við brosandi and- litin, en finnum sjaldan annað en einlægni. Þeir sem fást við þjónustu á Spáni, eru auðvitað ekkert yfir það hafnir að taka við skildingum. Föst laun þeirra eru meira að segja miðuð við að þeir hafi slikar aukatekjur. En þjónar hlaupa iðulega langan spöl með dýra myndavél eða handtösku fulla af peningum á eftir gleymnum ferðamönnum og fyrtast ekkert þó að þeim sé bara þakkað með orðum. Heið- arleiki spánverja er frægur og næstum einsdæmi að hnuplað sé úr hírslum manna á hótelum, einsog svo algengt er i ná- grannalöndunum. Settu þig ekki á háan hest I fyrstu kunna margir íslend- ingar ekki að taka á móti þjón- ustu sem látin er i té á þennan hátt. Sérstaklega gleymist oft að hafa beint samband við fólk- ið, lita framanl það og brosa við þessum alúðlegu andlitum. Það kemur líka ósjaldan fyrir að við gerum kröfur sem spánverjar eiga erfitt með að uppfylla. Þetta eru einkum kröfur um hraða og hreinlæti. En smám satnan lærist okkur að með óþolinmæðinni uppsker- um við ekki annað en að komast sjálf I vont skap. Og svo er skyn- samlegra að horfa beint fram- ani barmanninn og brosa meðan hann er að smyrja brauðsneið- ina handa manni, þvi að ef við litum niður komum viö kannski auga á sorgarrendurnar undir nöglum hans og missum lyst á matnum. Ekki svo að skilja aö seinlæti og óþrifnaður tröllriði öllu á Spáni. Á bestu gistihúsum og veitingahúsum er auðvitað kappkostað að fullnægja kröfum erlendra gesta. Og margt af fólkinu, til dæmis þjónar og starfsfólk við móttöku á hótel- um, kann vel til verka. En aukn- ingin er svo griðarlega hröð frá ári til árs, að stöðugur skortur er á þjálfuöu starfsliði. Stúlka úr fjallaþorpi i Andalúsiu eða Estremadura hefur enga mögu- leika til að þekkja hreinlætis- kröfur islenskrar húsmóður. Lúxusibúðin i strandbænum er henni jafnframandi umhverfi og Hótel Saga er torfbæjarbónd- anum. Þessvegna skilur hún ekki hvað á seyði er, þegar hún fær yfir sig orðaflaum á óskiljanlegri tungu og þetta föla, bláeyga fólk bendir á fáein fingraför á glasi eða ofurlitnn sandhaug undir teppishorni. En spánverjar eru smám saman að læra að gera okkur til hæfis. Og við þurfum lika að læra ýmislegt — til dæmis þolin- mæði og tillitssemi viö annað fólk (þvi að spánverjar eru fólk). Að skilja er sama og að fyrirgéfa. Þvi má sjá i gegnum fingur við litlu sveitastúlkuna sem gerir hreint hjá okkur, ef viö höfum i huga hennar erfið- leika, og sýna þolinmæði meðan hún er að læra sitt starf. Og kannski gætum við lika hugleitt hvað hún hefur smánarlega lág laun — en sú staðreynd er á- stæðan fyrir þvi að við höfum ráð á að dvelja á Spáni. Það er hlægileg og fáránleg sjón að sjá svokallað islenskt yfirstéttar- fólk reigja sig og tala niður til spænsks þjónustufólks og heimta „sörvis”. En að sjá venjulegt islenskt alþýðufólk belgja sig út i hlutverkum hall- argreifa og hefðarfrúar i við- skiptum við alþýðu lands sem i 36 ár hefur veriö f heljargreip- um arðráns og fasisma — það er ekki spaugilegt, heldur rauna- legt. Hver er skrýtinn? Við getum lært fleira af spán- verjum en að fyrirgefa þeim. Okkur þykir ekki mikill menn- ingarbragur að ýmissi fyrir- greiðslu þeirra. En þeir eiga ekki siður erfitt með að skilja menningu gestanna, sem lesa má af lifnaðarháttum þeirra og framkomu. Barþjónninn á ströndinni telur sig ekki þurfa að fyrirgefa Norðurlandabúan- um eða englendingnum eða þjóðverjanum sem drekkur 3 eða 4 glös af „kúba libre” (rommi og kókakóla) fyrir há- degi og óteljandi glös af öllum mögulegum tegundum af áfengi allan liðlangan daginn. En hann hefur áhyggjur af þessu þambi. Hann veit að þetta er hættulegt, þvi að stöku sinnum lýkur þess konar skemmtiferðum á sorg- legan hátt. Og svo skilur spán- verjinn ekki eftir hverju er ver- ið að sækjast með þessu. í hans huga er það ekki skemmtun að vera drukkinn. Mjög fáir spán- verjar drekka til þess að finna á sér. Flestir Norður-Evrópubúar sem koma til Spánar að sóla sig halda að enska sé heimsmál. Hún er það sjálfsagt — en ekki á Spáni. Starfsfólk i móttöku gistihúsa og á ferðaskrifstofum talar að visu einhverja ensku. En þar með er næstum allt upp talið. Spánverjar eru vaknaðir til vitundar um notkun ensku á alþjóðavettvangi, en samt er ekki enn farið að kenna ensku sem skyldunámsgrein i skólum. Það er meira að segja mjög sjaldgæft að háskólamenntað fólk tali nokkurt orð i þessu tungumáli, sem margir halda að leysi allan vanda terða- mannsins hvar sem er i heimin- um. Þetta á sjálfsagt eftir að breytast innan skamms, þvi að málaskólar spretta upp einsog gorkúlur, en þó er þess ekki að vænta að almenningur taki að mæla á ensku fyrr en skólakerf- ið leggur blessun sina yfir hana og ný kynslóð vex úr grasi. Hins vegar er öll afstaða spánverja til útlendinga þannig að ferðamönnum reynist tiltölu- lega auðvelt að gera óskir sinar skiljanlegar. I Paris nenna fáir að afgreiða þá sem ekki tala reiprennandi frönsku. Frakkar sem ekki skilja eitt einasta orð i neinu erlendu tungumáli, botna ekkert I þvi hvað svona fábjánar séu að vilja út fyrir sinn hrepp. En spánverjar ætlast aldrei til þess af ferðafólki að það tali spönsku. Spænskir yfirþjónar standa langtimum saman yfir útlendingum, benda á nöfnin á matseðlinum, gagga, baula eða teikna á serviettur myndir af hinum ýmsu dýrum til að útlista réttina sem á boðstólum eru. Ferðamaðurinn er alltaf fyrst og fremst gestur og spánverjar virðast ævinlega telja það sina eigin sök að tala ekki tungumál gestins. Ef gesturinn kann fáein orð i spönsku, eru honum ekki aðeins fyrirgefnar allar mál- fræðivillur og aðrar rassbögur, heldur keppast allir við að sýna honum að þeir kunni að meta þá vinsemd sem hann hafi sýnt þeim með þvi að læra tungumál þeirra. Mállaus gestrisni með hvítlauki? Til er á Spáni önnur tegund gestrisni sem ekki er af eins óeigingjörnum toga spunnin. Hún er eingöngu sýnd erlendu kvenfólki. t ferðamannabæjun- um viö ströndina er griðarlegur sveimur af spönskum karl- peningi sem ekki virðist hafa annað fyrir stafni en að bjóða útlendum stelpum aðstoð við að skemmta sér. Á daginn ganga þeir i smáhópum eftir strönd- inni, kolbrúnir á kroppinn með krossa eða marlumyndir á keðju um hálsinn. Þeir leita uppi ljóshærðar stúlkur á aldrinum 13 til 60 ára og svifa að þeim með tilboðin sin. Stúlkurn- ar skilja sjaldan orð af þvi sem þeir segja, enda eru tungumál ekki þeirra fag. Það er lika stundum eins gott að þær skilja ekki hvað þeir segja, Þeir fá hryggbrot i flestum tilfellum, en láta það ekkert á sig fá, þvl að nóg er af fiski i sjónum og með eljunni og þrautseigjunni finna þeir áreiðanlega að lokum ein- hverja sem ekki setur fyrir sig hvitlauksilminn né málleysið, heldur fellst á að kynna sér þessa gestrisni innfæddra. Stundum eru þær kannski bara of latar i brennandi sólinni til að visa þeim á bug. Það kostar nefnilega talsvert meira en eitt Islenskt nei að hrinda árásum þessara kavalera. A skemmtistöðum næturinnar eru þessir sömu heiðursmenn aftur mættir fyrstir allra. Og nú i skyrtum og stundum skóm að auki. Þegar þær ljóshærðu neita þeim um dans, setjast þeir hjá þeim, biðja þær að gefa sér a.m.k. eina sigarettu og fá sér siðan óboðnir sopa úr glösunum þeirra. Mörgum stúlkum þykir þetta nú fulllangt gengið, en öðrum finnst það „ofsalega frumlegt”. Það er fræg munnmælasaga að stelpur frá Norðurlöndum séu auðveld bráð. Spænskir strákar grobba hástöfum á kaffihúsum yfir sigrum sinum i þessari eilifu glimu. En eftir margra ára kynni af lifinu i spönskum ferðamannabæjum, dreg ég mjög i efa að islenskar stúlkur eða skandinaviskar séu lausari á kostunum en gengur og gerist. Flestar stelpur segja að þessir stæltu og sólbrenndu strandguðir séu að visu „aga- lega sætir”, en þeir séu andfúlir og frekir og svo tali þeir ekki orð i ensku. Stúlkunum að norðan likar yfirleitt miklu betur við þá sem ekki borða nein ósköp af hvitlauki og hafa lært ensku i skóla, þ.e.a.s. stráka frá Norð- ur-Evrópu sem komið hafa til Spánar I sömu erindum og þær sjálfar — og eru sprottnir úr liku umhverfi og þær. Ef þessar ljós- hærðu dætur velmegunarinnar verða hrifnar af innfæddum strákum, eru það miklu oftar fölir og feimnir námsmenn frá borgunum inni I landi. Aö eiga Spán að gömlum vini Það verður mörgum ferða- manninum vel til vina á Spáni, þótt ekki takist alltaf ástir með útlendum stelpum og innlendum strákum. Margt fólk kemur ár eftir ár i sama strandbæinn til að eyða þar sumarleyfi sinu. Það er gaman að skoða ný lönd, en það er lika ánægjulegt að koma til staðar sem maður þekkir fyrir. Margir ferðamenn venja komur sinar til Spánar af þvi að þeir vita nákvæmlega að hverju þeir ganga þar. Þeir vita að sólin skin alla daga og gerir ekki uppá milli sigauna og svindlara. Þeir vita að Luis við sundlaugina geymir handa þeim sömu sólbekkina og- i fyrra. Og þeir vita að Pepe i barnum á horninu fagnar þeim einsog fóstbræðrum nýsloppn- um úr sjávarháska og man hvaða tegund á að setja i glösin þeirra og hvað á að setja á glymskrattann. Þegar allt kemur til alls, er þetta kannski það sem ferða- maðurinn leggur mest uppúr — að vera vel tekið. Og á Spáni er ferðamönnum tekið opnum örmum — svo framarlega sem þeir kunna sjálfir að koma vel fram við það öndvegisfólk sem byggir Spán. Og til þess þarf ekki mikið. Spænskt þjónustu- fólk hefur mikið langlundargeð i viðskiptum sinum við háværa og heimtufreka gesti. Þeim er kurteislega borið það sem þeir biðja um. En þeir vita ekki af hverju þeir missa með þvi að misbjóða þessu dökkeyga fólki, sem hefur bæði tiguleik og stolt, þótt það telji sig ekki yfir það hafið að þjóna öðrum. Ef ferða- maðurinn hefur fyrir þvi að horfa framani þjónustufólkið, finna út hvað það heitir og kannski jafnvel hæla matnum, þó ekki væri nema á islensku eða fingramáli — þá er björninn unninn. Eftir það er honum tek- ið sem einstökum aufúsugesti, hvort sem hann er hófsmaður eða eyðslukló. Honum er bent sérstaklega á það hvaða matur sé bestur þann daginn og engin áreynsla eftir talin að gera hon- um dvölina sem ánægjulegasta. Þegar ég spyr sjálfan mig aft- ur hvers vegna það sé svona gott að vera erlendur ferðamað- ur á Spáni, svara ég: það gerir fólkið, sólin, verðlagið, fólkið, náttúrufegurðin og fólkið. fiðringur í œðum Eiginlega var ekki komið .vor. Vorið kemur i fyrsta lagi um miðjan april, og nú var mars, páskarnir á næsta leiti, skiöastand á fólki og fyrsta vor lambið ekki nærri fætt. Samt var einhvers konar vor- hugur I okkur. Loftið I vesturbæn- um angaði af þessari yndislegu skitalykt úr görðunum, skarninn lá I elskulegum flekkjum á gras- flötunum og okkur fannst að þótt hitinn væri ekki mikill, og senni- lega öllu nær þvi að vera frost, að hér eftir myndi veðrið aðeins vera gott. Okkur langaði til aö velta okkur berir upp úr skarna- haugnum bak við Birkimel 10. Otmánaðaslenið virtist vera að lurðast af okkur, skyndilega vor- um við hættir að loðmullast á skrifstofunni reykjandi framund- ir hádegi, i hæsta lagi hlæjandi vitfirringslega að aulafyndni, nú horföum við á Esjuna út um gluggann, skærbláir litir náttúr- unnar og himinsins rugluðu papplrssellurnar I vetrarplndum, vesölum likömum okkar,og okkur fannst við vera i þann veginn að breytast i náttúrubörn. Eigum við ekki að skella okkur eitthvað út úr bænum á morgun, spurði Palli og var þannig til augnanna aö ég vissi að ekki dygði að draga úr. Við fórum snemma af skrifstof- unni, skildum faktúrurnar eftir hálffalsaðar þennan daginn, Palli fór I rikið en ég fór að leita að Skodabeyglunni minni. Ég fann skrjóðinn þar sem ég siðst gekk frá honum haustið áð- ur. Standandi, hálffullur af snjó, enda allar rúður niðurskrúfaðar, bak við hús frænda mins gamla, dekkjalaus með spýtukubba und- ir öxlunum og lokið á vélarhúsinu barbist i norbangjólunni eins og sendi það síðustu kveðjuna til þessa heims. Ég fann dekkræfil i kjallara, annan á háalofti, keypti felgu og hjólbarða á verkstæði skammt frá og dró svo gamla varadekkið undan aftursæti Skodans, skrúf- aði draslið undir, hellti olíu á vél- ina, þvi af henni brenndi Skoda- felicia þrumusport jafnan mörg- um litrum og svo fór apparatið I gang. Palli kom með áfengið, við hlýjuöum okkur i kjallaranum hans frænda, og þegar ég hafði skafið mesta oliudrulluna af jakkafötunum, Palli búinn að binda niður vélarlokið, þá fannst okkur ótækt að biða morgundags- ins, best væri að drifa sig mót sól og sumri strax i dag, við verðum orönir sólbrenndir fyrir kvöldmat sagði Palli og glotti, við hljótum að finna einhvers staðar vik sem við getum synt i. Ég ákvað að láta bjartsýnina ráða, veturinn horfinn út I ó- gleymið, Skodinn prumpandi af óþolinmæði þar i portinu, þjóð- vegurinn biður sagði ég. Frændi hafði fengið veður af til- standinu, gaf okkur kaffi og fór að þylja veðurfregnir. Hann talaði um hvassa norðanátt og spáði ófærð á Holtavörðuheiði með kvöldinu. Við sögðum frænda að okkur kæmi veðurútlit á Norðurlandi ekkert við, frekar en annað þar um slóðir. Norðurland, Holta- vörðuheiði og allt það var i okkar hugum eitthvað órafjarri, útlönd, sem við myndum heimsækja með yfirlæti þegar við kæmumst á eft- irlaun. Við vorum ekki að strekkja i ófærð, ætluðum bara að fá okkur sundsprett i vorbliðunni, t.d. i Hvalfirði sagöi Palli og fékk sér úr flösku. Það var erfitt að hem ja Þrumu- Skodann á veginum. Stýrið orðið dulltið jaskað, þurfti aö snúa þvi nokkuð áður en hjólin svöruðu svoleiðis taugaboði, stýrið var hægra megin, vont að sjá út i ryk- mekkinum, grjóthriðin stóð á okkur undir Esjunni,en við reikn- uðum með að bændur i Borgar- firöi væru nú á kafi i vorönnum. Við fórum af þjóöveginum und- ir Hafnarfjalli, ókum i kvöldsól yfir mela og urðir niður undir sjó, hlupum með áfengið úr bilnum og höfðum ekki orðá þvi að hann var fjandi kaldur, rifum af okkur jakkaföt, skyrtur og nærföt og ösluðum sárfættir út i Atlantshaf- ið, skulfum óskaplega, en höfðum ekki orð á þvi að slyddan var að veröa að hagléli. Við fengum i okkur einhvern hita meö þvi að keyra eins og vit- firringar,hlæja rosalega að engu, drekka, hossa okkur I bilnum, en þegar við bjuggumst við að fara aö sjá I Bifröst, vorum við orðnir fullir af kvefi, komið myrkur, snjór farinn að safnast á rúður beyglunnar og Palli farinn að tala um einhvern mann sem hann þekkti á bændaskóla á Hólum og myndum við eflaust gista þar i nótt eða riða út með skagfirðing- um. Það var hlaupið i skafla á veg- inum, kófið varð æ svartara og skrjóðurinn var farinn að hlaupa út undan sér, stinga sér gegnum skaflana og gangurinn fjári skrykkjóttur. Palli sagði aö engin ástæða væri að óttast, snjórinn yrði farinn von bráðar, hann fer aö rigna, sagði Palli, það kemur heit rigning og uppúr miðnætti verður sólin farin að skina. Við brunuðum norður Norður- árdalinn og bráðlega var Skodinn farinn aö urra mót neðstu brekk- unum á Holtavörðuheiði en fann- fergið var sem svartur veggur framundan. Við komumst nokkuð upp á heiöina, en löngu áður en Kon- ungsvarða hefði sést i góðu skyggni, höfðum við fest beygl- una margsinnis og á endanum mjökuöumst við áfram, höfðum opna framhurð til að sjá frekar vegarkantinn. Skodinn var orðinn hvitur og við lika, ég kreppti loppnar, bláar krumlur um stýrið og var farinn ab efast um vorib. Við gáfumst upp, ákváðum að fresta för til morguns. Sú ákvörðun breytti reyndar litlu. Nú var bara að mjaka far- kostinum afturábak niður af heið- inni og ég lá nær láréttur út úr bllnum og þreifaði stundum með hendinni til að finna kantinn, bill- inn nær fylltist af snjó. Við náðum Fo'rnahvammi á endanum, mjög illa til reika og þar stóðu þá á hlaðinu Land- roverar, snjóruðningstæki og flutningabilar, ökumenn þeirra sátu inni við eða sváfu, höfðu fyrir löngu gefist upp fyrir þeirri sumartið sem við Palli ætluðum að finna i æðum okkar. Vanir ferðamenn komu út á tröppur og horfðu undrandi á ræfilslegasta sportbil i heimi koma másandi i hlað með tvo jakkafatamenn á blankskóm innanborðs. Við reyndum að bera okkur manna- lega, en vorum háttaðir niður i rúm. Daginn eftir lötraði Skodinn ganglaus af Fornahvammshlað- inu, neitaði að fara i gang og I geðillsku settum við hann út i gjótu utan vegar, tókum nær tóma flösku úr aftursætinu og yfirgáfum þar farkost okkar, en-fengum far með rútu til Reykjavikur þar sem við lágum i lungnabólgu fram I mai. (Stytt I endursögn. —GG)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.