Þjóðviljinn - 16.03.1975, Side 22

Þjóðviljinn - 16.03.1975, Side 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975. Þeir Onedin og Baines, hinir djörfu sæfarar veröa I 23. sinn á skjánum á þriðjudaginn. Llkur eru á að Onedin-skipafélagiö og fjölskyldan veröi á skjánum næstu árin, þvl þaö hefur kvisast aö Onedin eigi eftir aö eignast erfingja, missa konuna og standa i flóknum kvennamálum áöur en lýkur. Sjónvarp: Leikrit eftir Meri ,,Það sem lifið er fiskur” heitir mynd sem sjónvarpsmenn hafa gert eftir heimsókn sina til Bolungarvikur. Þrándur Thor- oddsen og Ömar Ragnarsson fóru i róður með rækjubáti úti á tsa- fjarðardjúp, og ef marka má tit- ilinn, hafa þeir uppgötvað, að lifið er fiskur, gott ef ekki rækja. A sunnudagskvöldið er finnskt sjónvarpsleikrit á dagskrá. „Skildir að skiptum”, eftir Veijo Meri. Veijo Meri er þekktur hér á landi. Hann fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 1972 fyrir skáldsögu sina „Sonur liðþjálfans”. Meri er þekktastur fyrir skáldsögu sina, „Manilla- reipið”, en sú bók hefur verið þýdd á 15 tungur, þar á meðal islensku, en Magnús Jochumsson og Stefán Már Ingólfsson þýddu „Manillareipið” á islensku. Hermennska og herbúðalif er oft viðfangsefni Veijo Meri. Reyndar var hann aðeins 16 ára, þegar siðari heimsstyrjöldinni lauk, en hann var að verulegu leyti alinn upp innan herbúða, þar sem faðir hans var hermaður. Meri er nú á fimmtugsaldri, en frægðarsól hans hefur skinið skært um nokkurra ára skeið. Leikritið sem sjónvarpið sýnir á sunnudagskvöldið, „Skildir að skiptum” gerist i lok siöustu heimsstyrjaldar. Söguhetjan verður viðskila við herdeild sina og ákveður að fara fótgangandi heim til sin. Liðhlaupar mega hins vegar jafnan eiga sér ills von... Sjónvarpsdagskráin i þessari viku verður fábreytt að öðru leyti. „Helen, nútimakona” kemur i fjórða sinn á skjáinn á þriðju- dagskvöldið, en þessi breski þáttur er svikalaust i flokki þeirra betri sem hér hafa verið sýndir. Á miðvikudagskvöldið verður sýnd nýleg, sovésk kvikmynd, sem heitir „Vargurinn”, segir þar frá ungum dreng I sveit, sem eignast úlfshvolp, sem hann temur. öldruð, bandarisk mynd kemur svo á skjáinn næsta laugardags- kvöld. Hún var gerð 1939 og heitir „Marxbræður i fjölleikahúsi” og það eru vitanlega þeir galvösku Marx-bræður sem myndin snýst um, en þeir hétu Arthur, Leonard og Julius. Myndin lýsir lifi fólks i fjölleikahúsi. —GG Hegöun dýranna, nefnist bandariskur myndaflokkur sem sjónvarpiö sýnir á laugardögum um þessar mundir. Fiiarnir eru næstir á dagskrá. Ein sorgleg ástar- saga úr dýragaröi 1 dýragarðinum i borginni Sacramento i Kaliforniu hefur komið upp alvarlegt vandamál. Tvær ágætar górillur vilja gjarna stofna til innvirðulegs ástarsam Stærsti fugl í heimi New York reuter — Timaritið Science greinir frá þvi að fundist hafi steingervingur af fugli sem mun hafa verið stærsta skepna sem svifið hefur um loftin. Benda þeir til þess að fuglinn — sem nefndur er pterosaur — hafi mælst 15,5 metrar milli væng- brodda sem er tvöfalt vænghaf stærsta fugls sem áður hefur fundist,en hann er sömu tegund- ar. Steingervingarnir hafa fund- ist i þjóðgarði i suðvesturhluta Texas undanfarin þrjú ár. bands, en vandinn er sá að aparn- ir vita ekki hvernig þeir eiga að fara að. Górilluapar þessir eru niu ára gamlir og eiga að vita sinu viti, en svo er þó ekki. Háir þeim reynsluskortur. Mannkindin trúir á tæknina eins og kunnugt er og forstöðu- menn dýragarðsins náðu sér i svissneska kvikmynd sem sýnir samfarir apa. Semsagt fyrsta klámmyndasýning sem um getur i Bandarikjunum fyrir dýr. Myndin hefur verið sýnd tvisvar fyrir þau Chris og Susie, en svo heita aparnir, en það hefur ekki borið neinn sýnilegan árangur. Forstjóri dýragarðsins heldur ótrauður áfram og ætlar að sýna myndina tiu sinnum i viðbót. Iiann hefur hafnað tillögum um að sýna öpunum samfaramynd af fólki. „Við viljum ekki að aparnir okkar fari að vesinast i öllum þessum tilbrigðum” segir hann. um helgina O /unnudo()Uf 18.00 Stundin okkar Meðal efnis eru myndir um kanin- urnar Robba og Tobba og önnu litlu og Langlegg frænda hennar. Þá verða lesin bréf frá áhorfendum og Þórunn Bragadóttir kennir hvernig hægt er að búa til páskaliljur úr pappir. Loks verður svo sýnt leikritið Vala vekjara- klukka, sem var áður á dag- skrá fyrir þremur árum. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stef- ánsson. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Heimsókn Þar sem lífið ^ er fiskur. Að þessu sinni heimsækja sjónvarpsmenn Bolungarvik og fara i róður á rækjubáti inn i Isafjarðar- djúp. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Stjórn Þrándur Thoroddsen. Kvik- myndun Sigurliði Guð- mundsson. Hljóðupptaka Jón Arason. 21.10 Skildir að skiptum Finnskt leikrit eftir Veijo Meri. Þýðandi Kristin Man- tylá. Leikurinn gerist i lok siðustu heimsstyrjaidar. Söguhetjan verður viðskila við herdeild sina og ákveður að fara fótgangandi heim til sin. En iiðhlaupar mega alltaf eiga sér ills von, jafn- vel þótt þeir hafi snúið frá vigstöðvunum af góðum og gildum ástæðum. (Nord- vision — Finnska sjónvarp- ið) 22.40 Aö kvöldi dags. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson flytur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok mánu<fa$uf 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Onedin skipafélagiö Bresk framhaldsmynd. 24. þáttur. t soidánshöll. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. Efni 23. þáttar: Sjódómur undir forsæti Sir Walters Teal dæmdi Baines frá skipstjórn i sex mánuði. James sigldi fyrir Horn- höfða til San Fransisco og tók Baines með sér sem stýrimann. Elisabet sagði Albert, að hún vildi skilja við hann, og hann fór með James I siglinguna. Með þeim fór einnig Clarence Teal, sonur Sir Walters, sem lærlingur. Baines fór allharkalega með drenginn, en bjargaöi svo lífi hans i ill- viðri. Þegar heim kom lauk Clarence miklu lofsoröi á Baines við föður sinn. Albert kom að konu sinni og Fogarty i alvarlegum sam- ræðum og reiddist mjög, en sættist þó við Elisabetu að lokum. 21.30 íþróttirMyndir og fréttir frá iþrótta viðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 22.00 Skilningarvitin Sænskur fræðslumyndaflokkur. 3. þáttur. Heyrnin.Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nord vision — Sænska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok um helgina /unnwd<i9ui 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Requiem i d-moll (K-636) eftir Mozart. Sheila Armstrong, Anne Howells, Ryland Davies, Marius Rintzler, John Aldis- kórinn og Enska kammer- sveitin flytja, Daniei Baren- boim stjórnar. (Hljóðritun frá brezka útvarpinu). b. Pianókonsert i a-moll op. 54 eftir Schumann. Dinu Li- patti leikur með hljómsveit- inni Philharmoniu, Herbert von Karajan stjórnar. 11.00 Messa I safnaðarheimili Langholtssóknar. Prestur: Séra Arelius Nielsson. Organleikari: Jón Stefáns- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Hafréttarmálin á vett- vangi Sameinuöu þjóðanna. Gunnar G. Schram prófess- or flytur annað hádegiser- indi sitt: Landgrunnið og hafsbotninn. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Ragnheiður Einarsdóttir ræður dag- skránni. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A alþjóðadegi fatlaðra. Gfsli Helgason tekur saman þátt með viðtölum og öðru efni. Kynnt verður starf- semi Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, og rætt viö forráðamenn samtak- anna i Reykjavik og úti um land. 17.25 Dieter Reith-sextettinn leikur létt lög. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdóttur.Sigrún Guðjóns- dóttir les (4). 18.00 Stundarkorn meö italska fiðiuleikaranum Alfredo Campoli. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Árni Benediktsson. 19.45 tslenzk tónlist. Sinfóniu- hljómáveit Islands leikur. Stjórnendur: Róbert A. Ottósson og Páll P. Pálsson. a. Lýrisk svita fyrir hljóm- sveit eftir Pál Isólfsson. b. Forleikur að óperunni „Sig- urði Fáfnisbana” eftir Sig- urð Þórðarson. c. Fjórir dansar eftir Jón G. Asgeirs- son. 20.30 Skáldið með barnshjart- að. Séra Sigurjón Guðjóns- son fyrrum prófastur flytur erindi um F.M. Franzén. 21.00 Mirella Freni og Nicolai Gedda syngja aríur og dú- etta úr óperum eftir Bellini og Donizetti. 21.35 Bréf frá frænda. Jón Pálsson frá heiði flytur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Útvarp frá Laugardalshöll. Jón As- geirsson lýsir keppni i fyrstu deild Islandsmótsins f handknattleik. Einnig verður lýst keppni i körfu- knattleik. 23.00 Danslög. Hulda Björns- dóttir danskennari velur lögin. mónudoguí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55: Séra Jón Dalbú Hró- bjartsson (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson les þýðingu sfna á „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne (13). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Biinað- arþáttur kl. 10.25: Úr heimahögum: GIsli Krist jánsson ræðir viö Grim Arnórsson bónda á Tindum i Geiradalshreppi. íslenzkt málkl. 10.45: Endurt. þátt- ur Asgeirs Bl. Magnússon- ar. Passfusálmalög kl. 11.05. Morguntónleikar kl. 11.20: Hljómsveitin Fin- landia leikur tónlist eftir Erkki Melartin við leikritið „Þyrnirós’VItzumi Tateno og Filharmóniusveitin i Helsinki leika Pianókonsert eftir Einar Englund. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Him- inn og jörð” eftir Carlo Coccioli. Séra Jón Bjarman les þýðingu sina (22). 15.00 Miðdegistónleikar. RI- AS sinfóniuhljómsveitin i Berlin leikur tvo forleiki eftir Rossini, „Þjófótta skjóinn” og „Semiramis”, Ferenc Fricsay stjórnar. /Régine Crespin syngur ari- ur úr óperum eftir Verdi. Concertgebouw hljómsveit- in I Amsterdam leikur „Spænska rapsódiu” eftir Ravel, Bernard Haitink stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónlistartfmi barnanna. Olafur Þórðarson sér um timann. 17.30 Að tafli. Guðmundur Arnlaugsson rektor flytur skákþátt. 18.00 Fórn á föstu. Guðmundur Óskar Ólafsson flytur ávarp f tengslum við fórnarviku kirkjunnar. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Álfheiður Ingadóttir há- skólanemi talár. 20.00 Mánudagslögin. 20.25 Blöðin okkar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.35 Tannlækningar. Karl örn Karlsson tannlækna- nemi talar um tanngnistur og kjálkaliðareymsli. 20.50 A vettvangi dómsmál- anna. Björn Helgason hæstaréttarritari flytur þáttinn. 21.10 Gítarkvintett i D-dúr eftir Boccherini. Alexander Lagoya og Orford kvartett- inn leika. 21.30 Útvarpssagan: „Köttur og mús” eftir Gunter Grass. Guðrún B. Kvaran þýddi. Þórhallur Sigurðsson les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passiusálma (43). Lesari: Sverrir Kristjánsson. 22.25 Byggðamál. Frétta- menn útvarpsins sjá um þáttinn. 22.55 Hljómplötusafnið Í um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.