Þjóðviljinn - 16.03.1975, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 16.03.1975, Qupperneq 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975. Lög Og reglur ríkis- sta rfs - manna Starfsmannafélag ríkisstofn- ana er stærsta félagið innan Bandalag starfsmanna rikis og bæja. Eru nú innan félagsins um 3000 féi'agsmenn og hel'dur félágið uppi öflugri starfsemi. Nú nýverið kom út á vegum SFR bókin „Lög og reglur er varða rikisstarfsmenn”. Bókin er 220 siður i handhægu broti og hef- ur hún verið send öllum félags- mönnum SFR. Þetta er i sjötta sinn sem SFR gefur út slika hand- bók um réttindi og skyldur starfs- manna rikisins. Að þessu sinni hafa Hrafn Magnússon, Sverrir Júliusson og Þórólfur Jónsson annast útgáfuna. Bókin skiptist i marga kafla. Fyrst er formáli og atriðisorða- skrá. Þá er kafli sem ber yfir- skriftina „Málefni BSRB og SFR”. 1 þriðja kafla eru kjara- samningar i fjórða kafla eru lög og reglugerðir um réttindi og skyldur, í fimmta kafla er greint frá gildandi reglum um ferða- og gistikostnað opinberra starfs- manna. Þá er sérstakur kafli um lifeyrissjóð rikisstarfsmanna og loks eru birt ýmis lög og reglur. „Lög og reglur er varða rikis- starfsmenn” er gagnleg bók og þörf. Sagði framkvæmdastjóri starfsmannafélags rikisstofnana Þjóðviljanum að bók þessi yrði send hverjum félagsmanni SFR. Bókin fæst á skrifstofu félags- ins og kostar hún 400 kr. Fyrsti kjarn- orkuvitinn Lenigrad (APN) Fyrsti kjarnorkuvitinn i heiminum stendur við Eystrasaltsströnd So- vetrikjanna. Ljósið frá vitanum sést i 16 sjómilna fjarlægð. Fjöldi vita meðfram ströndum Sovét- rikjanna verður i náinni framtíð búinn slikum tækjum. Það er erfið vinna að vera vita- vörður við vita langt út við sjó, sérstaklega vegna hins einangr- aða llfs. Nú verða vitarnir alger- lega sjálfvirkir. Allri starfsemi þeirra verður stjórnað frá stjórn- borði uppi á landi. Þessi fyrsti kjamorkuviti er knúinn af tveim- ur rafölum, sem framleiða hita með geislavirkum efnum og veld- ur þannig rafstraumi. Þeir eiga að geta starfað stanslaust i mörg ár. Kreppan fjölgar barns- fæð- ingum Sextiu þúsund fleiri börn fædd ust á ttaliu i fyrra en árið 1973. Félagsfræðingar hafa komist að þvi, að ástæðan fyrir þessum fjör- kipp sé einkum s£ efnahagsvandi sem mjög hefur seilst ofan i vas- ana hjá itölskum almenningi. Sjónvarpsstöðvar hafa dregið saman útsendingar sinar, og af sparnaöarástæðum fara menn sjaldnaren áður i bió, leikhús eða á aðra skemmtistaði. Það verður þvi aukin freisting almenningi að hafa sér til dægrastyttingar það sem sumsstaðar er kallað „leik- föng fátæka mannsins”. RÓMANTÍSKAR SUMARLEYFISFERÐIR Eftir að góðborgarar Evrópu hafa undanfarna áratugi lagt undir sig sólarstrandir suðursins, dularfullar óbyggðir norðursins, ævintýri frumskóganna og meginhluta heimshafanna verður ferðaiðnaðurinn að finna upp eitthvað al- veg nýtt og fer þá sem tiskuiðnaðinum, snýr aft- ur til fortiðarinnar. Nú er i tisku — lika i sumar- leyfinu — það sem er nógu gamaldags. Ferðir til fortíðarinnar eru aðalnýjung ferðabransans á komandi sumri. Hátt á vinsældalistanum eru gömul gistihús, sem eiga sér einhverja sögu.... ...og hef ur verið viðhaldið í stíl síns tfma.... Þá er ekki síður fínt að búa í köstulum, að maður tali nú ekki um ef þar er sagt reimt. Skorti á þægindum er tekið með þolinmæði á slíkum stöð- um ...enda hægt að koma upp miðalda baðmöguleikum. Að vísu er hætt við að ekki sé hægt að gera sem öllum líki í höllinni á kvöldin.... ....en þar á móti hefur maður tækifæri til óvenjulegra kynna. Og umfram allt er séð fyrir því, að börnin fái sitt. Aldar- fjóröung I felum Fyrir nokkru sögðum við hér i blaðinu frá tveim griskum kommúnistum, sem höfðu falið sig I fjöllum á eynni Krit allt frá þvi að borgarastriðinu i Grikk- landi lauk árið 1949. Voru þeir einir eftir af um 30 manna skæru- liðahópi sem þá lagðist út, og höfðu getað komist undan marg- efldum leitarflokkum með óvenjulegri hugvitssemi og þrautseigju. Nú hafa þær fréttir borist að mennirnir tveir, Spiris Blazakis og Georgis Tzombanakis, hafi verið náðaðir. Er myndin tekin af þeim þegar þeir komu úr fylgsni sinUjOg var þeim fagnað sem þjóðhetjum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.