Þjóðviljinn - 16.03.1975, Síða 26
26 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975.
Ávarp frá Sjálfsbjörg,
landssambandi fatlaðra:
RJÚFUM
EINANGRUN
FATLAÐRA
Kabarettbingó
til styrktar fötluðum
Fatlaðir eiga
sama rétt
til athafna
og aðrir
Þetta eru einkunnarorð
alþjóðadags fatlaðra, sem árlega
er haldinn hátiðlegur þriðja
sunnudag i mars.
t hverju er einangrun fatlaðra
fólgin, munu margir spyrja?
Eina veigamestu orsökina til ein-
angrunar fatlaðra er að finna i
skipulagi bygginga og umhverifs-
sköpun i heild.
Samfélag okkar er skipulagt af
ófötluðu fólki, fyrir ófatlað fólk.
Þar hefur skammsýni jafnan
ráðið rikjum og sjóndeildrhring-
urinn verið þröngur, þvi að
engum var ætlað að komast leiðar
sinnar, sem ekki var fleygur og
fær.
Hinar miklu visinda- og tækni-
framfarir siðustu áratuga hafa
valdið gjörbyltingu á ýmsum
sviðum, meðal annars hvað við-
vikur hjálpartækjum fatlaðra.
Tökum til dæmis bifreiðina, þetta
undratæki, sem jafnvel stór-
fatlaður maður getur stjórnað af
fullkomnu öryggi. En það er ekki
nóg að geta ekið að dyrum
ibuðarhiissins, skólans, vinnu-
staðarins eða samkomuhússins,
það þarf lika að komast inn. Þá er
enn komið að þvi, sem áður
greinir, fatlaðir eiga ekki jafnan
rétt til athafna og aðrir. Þeir
komast ekki inn i skólann, sem
þeir samkvæmt lögum eiga rétt á
að stunda nám i.
Utan dyra eru háar, jafnvel
handriðslausar tröppur og
þröskuldar. Inni eru stigar, engar
lyftur, þröngar dyr og salerni svo
litil, að hjólastóll kemst þar ekki
að.
Þetta eru þvi námsréttindi i
orði, en ekki á borði. Það eru sér-
réttindi hinna heilbrigðu.
Sömu sögu er að segja um
meginþorra allra bygginga, þótt
vaknandi viðleitni sé farið að
gæta varðandi sumar nýbygg-
ingar og er það vissulega gleði-
efni.
Við skorum á samfélagið að
forðast þær tálmanir og ryðja
þeim hindrunum úr vegi, sem eru
meginorsök einangrunar
fatlaðra.
Fatlað fólk VILL taka á sig
skyldur og hafa réttindi til jafns
við aðra. Það VILL eiga jafnan
rétt til athafna og aðrir.
Kvennadeild Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra heldur hið
vinsæla kabarettbingó I kvöld við
Sigtún við Suðurlandsbraut.
Stjórnandi verður Svavar Gests.
Tá
Vinningar verða meðal annars
þrjár utanlandsferðir, tvær til
sólarlanda og ein til Lundúna.
Auk ferðanna verður enginn vinn-
ingur undir 10 þúsund krónum og
allt upp i 55 þúsund krónur, þar á
meðal sex málverk, húsgögn,
hreinlætistæki, matvara og alls-
kyns vöruúttekt. Á kabarett-
bingóinu skemmta Ömar
Ragnarsson og Elin Sigurvins-
dóttir, óerusöngkona.
Kvennadeildin hefur undan-
farin ár látið ýmislegt af hendi
rakna til félagsins, t.d. styrki til
sjúkraþjálfa og iðjuþjálfa og til
æfingastöðvanna að Hálaeitis-
braut og i Reykiadal.
Það sem af er þessu ári hefur
verið veittur einn styrkur, 100
þúsund krónur til sjúkraþjálfa og
tvö þrekhjól hafa verið gefin til
æfingastöðvanna, svo og gólfteppi
til Reykjadals.
Félagskonur treysta á velunn-
ara félagsins að þeir styrki gott
málefni nú sem hingað til.
Eyfiröingafélagið
safnar í hjartabíl
Bingó
jr
a
morgun
Eins og kunnugt er hefur
Blaðamannafélag íslands, i
samráði við Rauða Kross Islands
og fleiri aðila, beitt sér fyrir f jár-
söfnun til kaupa á tveimur
neyðarbilum. Annar billinn er
þegar kominn i notkun i Reykja-
vik og hefur reynst mjög vel. Sá
bill var keyptur til minningar um
Hauk Hauksson, blaðamann.
Hinn billinn, sem á að fara til
Akureyrar, er einnig keyptur til
minningar um Hauk Hauksson.
Vegna siðustu gengisbreytingar
hækkaði verð bilsins mjög, og
skortir nú um 800 þúsund krónur
til þess að endar nái saman.
Mikilvægt er, að bíllinn komist til
Akureyrar sem fyrst, en ætla má
að hann verði tilbúinn frá verk-
smiðjunni um næstu mánaðamót.
Mánudagskvöldið 17. mars
efnir Eyfirðingafélagið til glæsi-
legs bingós f Súlnasal Hótel Sögu.
Vinningar verða margir og glæsi-
legir. Má þar nefna Spánarferðir,
páskaferð með Guðmundi Jónas-
syni, flugferð til Akureyrar og
dvöl þar, margar glæsilegar
framleiðsluvörur helstu iðnfyrir-
tækja á Akureyri, til dæmis
Gefjun, Heklu, JMJ, KEA og
fleiri. Bingóinu stjórna Jón B.
Gunnlaugsson og Hafliði Jónsson,
en i upphafi flytur Arni Gunn- •
arsson, formaður söfnunar-
nefndar Blaðamannafélagsins,
stutt ávarp. Bingóið hefst
klukkan 20:30, en sala bingó-
spjalda hefst í anddyri hússins
klukkan 20:00, þar sem búist er
við mikiili aðsókn.
Stjórn Eyfirðingafélagsins.
Listmálarar
mála
„Listmálarar mála”, fræg
kvikmynd um iistmálara, verður
sýnd f Menningarstofnun Banda-
rikjanna að Neshaga 16 i næstu
viku.
Myndin fjallar um bandariska
listamenn sem frægir urðu á ár-
unum frá 1940 til 1970. 1 myndinni
eru verk þeirra sýnd og vinnuað-
staða og spjallað um ýmislegt
varðandi list. Þeir listamenn sem
fram koma i myndinni eru Frank
Stella, Willem de Kooning, Jasper
Johns, Warhol, Rauschenberg,
Pavia, Newman, Motherwell,
Hoffman, Frankenthaler, No-
land, Stills, Poons og Olitski.
Hinn fyrsttaldi. Frank Stella
verður bráðlega meira á dagskrá
hérlendis, en Listasafn Islands
mun sýna verk hans innan tiðar.
Þessi kvikmynd er eftir Emile
de Antonio og Ed Emshwiller og
verður sýnd kl. 10 f.h. á mánudag,
miðvikudag, og föstudag og kl. 15
á þriðjudag og fimmtudag. Sýn-
ing myndarinnar er i tenglsum
við sýninguna „Amerisk grafik”
sem enn stendur, en Frank Ponzi,
listfræðingur sá um uppsetningu
hennar.
Færeyjavaka
í Kópavogi
Norræna félagið i Kópavogi
efnir tii kvöidvöku i dag, sunnu-
daginn 16. þ.m. kl. 20.30, i Þinghól
viö Álfhólsveg.
Dagskrá: Skólahljómsveit
Kópavogs leikur færeysk lög.
Færeyingafélagið annast önnur
dagskráratriði. Meðal annars
verða raktar ferðaleiðir um
Færeyjar, sýnd kvikmynd og
dansaður færeyskur dans.
Norræna félagið i Kópavogi
hyggur á hópferð til Færeyja i
sumar, væntanlega siðla i júni-
mánuði, og verður nánar skýrt
frá þeirri ferð á vökunni.
I ÚTBOÐ
Tilboð óskast I smlði skólahúsgagna ásamt kennaraborð-
um og -stólum fyrir Fræðsluskrifstofu Reykjavikur. Út-
boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuö á sama stað, þriöjudaginn 8. aprll
1975, kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
® ÚTBOÐ
Tilboð óskast I 65 skólatöflur fyrir Fræðsluskrifstofu
Reykjavlkur.
Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 22. aprfl
1975, kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
INNKAUPASTOFNUN REYKJ/gtVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi að söluskattur fyrir febrúarmánuð er
fallinn i gjalddaga.
Þeir smáatvinnurekendur, sem heimild
hafa til að skila söluskatti aðeins einu
sinni á ári, skulu nú skila söluskatti vegna
timabilsins 1. janúar-28. febrúar.
Skila ber skattinum til innheimtumanna
rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i
þririti.
Fjármálaráðuneytið, 15. mars 1975.
Bifreiðaeigendur!
Vitið þið, að í Sigtúni 3 er
fullkomnasta bifreiðaþvottastöð
landsins?
Við þvoum og bónum bifreiðina
yðar á 15 mínútum.
Bón- og þvottastöðin
Sigtúni 3- Reykjavík- Sími 84850