Þjóðviljinn - 16.03.1975, Síða 28

Þjóðviljinn - 16.03.1975, Síða 28
PIQÐVIUINN Sunnudagur 16. marz 1975. Bandalag íslenskra leikfélaga Á Skólavöröustig 12 hafa nokkur félagasamtök lagt undir sig heila stóra hæð. Má þar nefna Rauðsokka- hreyfinguna, Blaða mannafélag Islands og Bandalag íslenskra leik- félaga. Starfsmaður þess síðastnefnda er Helga Hjörvar og fyrir nokkrum dögum lögðum við leið okkar á skrifstofu banda- lagsins til að rabba við Helgu um starfsemi BiL. Aðstaðan í félags- heimilum aðalmálið — Hver er tilgangur bandalags- ins? — Bandalag islenskra leik- félaga er sameiningartákn áhugaleikfélaga i landinu. Aðild að þvi eiga 57 félög i öllum lands- fjórðungum. Bandalagið er full- trúi þeirra út á við og berst fyrir hagsmunum og sjónarmiðum félaganna. Jafnframt stundar bandalagið ýmsa þjónustu við félögin, útvegar þeim handrit, búninga, leikstjóra, gerir tillögur um verkefni og skipuleggur leik- listarnámskeið. Það sér fyrir ýmsum sameiginlegum þörfum leikfélaganna, svo sem skipu- lagningu leikstjórnarnámskeiða, leikhúsferða oþh. Auk þjónustunnar við aðildar- félögin útvegar BtL ýmsum skólafélögum og samtökum leik- rit og aðstoðar þau eftir getu. Svo má nefna að bandalagið fékk styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum til að láta þýða leikrit af hinum Norð- urlandamálunum yfir á íslensku. Þegar hafa nitján verk verið þýdd og til fé fyrir 4-5 til viðbótar. Þessi styrkur er okkur mikils virði þvi hann gerir okkur kleift að auka handritasafnið. Gott væri lika aö fá styrk til að þýða islensk leikrit á önnur mál.en það er nú önnur saga. — Hvað er efst á baugi i starfi bandalagsins um þessar mundir? — Það er að bæta aðstöðu félag- anna varðandi félagsheimilin. Allt of mörg félagsheimili eru rekin með hagnaðarsjónarmiöi fyrir augum þannig að dans- leikjahald og biósýningar sitja i fyrirrúmi en amast er við hvers kyns starfsemi af öðrum toga. Annars var nýlega gerð merkileg tilraun á Reyðarfirði. Þar var reynt að reka félagsheimili staðarins á félagslegum grunni i eina viku. Haldin voru spilakvöld fyrir aldraða, skemmtikvöld fyrir unglinga, kvöldvökur ofl. Það merkilega gerðist að þessi vika skilaði húsinu meiri hagnaði en venjuleg starfsemi ’þess. Þetta sýnir glöggt að reka má húsin á annan hátt en nú er gert þótt hagnaðarsjónarmiðið sé i heiðri haft. Það virðist þvi vera vana- sjónarmiö sem ræður ferðinni. Það hefur komið i ljós þar sem leikfélög hafa verið virk að starf þeirra hefur verið ómetanlegt fyrir byggðarlögin auk þess sem leikferðir eru mikil kynning fyrir þau. Áhugamannaleikfélög þurfa ekki að vera svo mjög frábrugðin atvinnuleikhúsum, þau eru ekk- ert öðruvisi i eöli sinu. Höfuð- Rætt við Helgu Hjörvar starfsmann Bandalags íslenskra leikfélaga munurinn er að áhugaleikarar gefa vinnu sina og stunda leiklist i tómstundum sinum. En mark- miðið er það sama. Á mjög mörg- um stöðum út um land starfa leik- félög sem setja sér listrænar kröfur. Þegar vel tekst til ná áhugamannaleiksýningar mikl- um árangri vegna þess að þær eru unnar af fólki úr sama byggðarlagi og áhorfendur. Það sniöur þeim hins vegar þröngan stakk að komast ekki áleiksvið fyrr en siöustu vikuna fyrir frum- sýningu og þurfa þá að greiða háa húsaleigu fyrir. Ennfremur er það sist fallið til að örva leikfélögin til dáða þegar fram- kvæmdastjórar félagsheimilanna láta i ljós þá skoðun að leik- sýningar séu baggi á starfsemi félagsheimilanna. t mörgum byggðarlögum er leikstarfsemin eina menningarstarfið sem fram fer i þessum húsum, en allt of viöa standa fullbúin leiksvið og rykfalla bak við kvikmyndasýn- ingartjald. — Hefur verið mikil gróska i leiklistarlifi dreifbýlisins nú i vet- ur? — Já, það er haldið uppi leik- starfsemi i einhverri mynd i hverju byggðarlagi sem ekki er þrúgað af yfirvinnu árið um kring. B'rá þvi i september er búið að frumsýna 24 leikrit og 10 til viðbótar eru i æfingu. Virkust eru Litli leikklúbburinn á tsafirði sem hefur sýnt þrjú verk i vetur, Leik- félag laxdæla tók eitt upp frá i fyrra og hefur frumsýnt tvö i við- bót og Leikfélag Neskaupstaðar er með sitt þriðja verk i uppsigl- ingu. Hin félögin setja flest upp eitt verk og fer það eftir atvinnu- ástandi hvort sýnt er fyrir eða eftir vertið. Þá hafa verið haldin námskeið i leiklist fyrir áhuga- leikara og kennara á 7 stöðum i vetur. — Hvernig er búið að þessari starfsemi fjárhagslega? — Hámarksstyrkur fyrir eitt leikrit er 90 þúsund krónur frá .rikinu og helmingur þeirrar upp- hæðar frá viðkomandi sveitar- félagi. Ef sett eru upp tvö verk er hámarksstyrkurinnl65 þúsund og jafnhá upphæð frá sveitarfélag- inu. I fyrra voru veittar á fjárlög- um 2.7 miljónir til allrar áhuga- leikstarfsemi á landinu. Til samanburðar má geta þess að styrkurinn til Leikfélags Akur- eyrar nam 2.5 miljónum i fyrra. Af kostnaðarliðum má nefna að laun leikstjóra eru ekki undir 100 þúsundum og allt upp i 200 þús- und. Húsaleiga i eina viku er viða 90 þúsund og er það bara fyrir æfingaaðstöðuna. Ekki hefur enn tekist að fá felldan niður söluskatt af aðgöngumiðum en hann er kominn upp i 20%. Ef við tökum sem dæmi að 800 manns sjái sýninguna og borga 600 kr. fyrir miöann eru brúttótekjurnar 480 þúsund krónur. Þar af renna 96 þúsund krónur aftur til rikisins i formi söluskatts þannig að i ljós kemur að rikið fær styrk sinn rif- lega endurgreiddan. Þegar litið er til þess hve þroskandi og jafn framt ódýr þessi starfsemi er vekur það furðu aö ekki skuli bet- ur að henni búlð en raun ber vitni. —ÞH Aðeins 100. hver ís- lendingur utan trúfélaga „Ég vil trúmenn yður kalla/- Aþenumenn, þvi hér I borg / hundruð sá ég helgra stalla...” Með þessum orðum hóf Páll postuli kristniboðsræðu sina yfir ibúum Aþenuborgar, og um islendinga verður varla annað sagt heldur en að þeir séu miklir trúmenn, ef miðað er við hliðstæð ytri tákn. 1 siðasta hefti Hagtið inda, sem Hagstofa islands gefur út, er skrá yfir skiptingu lands- manna I trúfélög og sýnir sig þar svart á hvitu að aðeins riflega hundraðasti hver islendingur (1.1%) er utan allra trúfélaga. Tölurnar I skránni eru allar miöaöar við fyrsta desember s.l. og fylgja til samanburðar tölur frá 1. des. 1973. Skráin leiðir það helst I ljós að sveiflur eru ekki miklar i trúarlifi landsmanna um þessar mundir, allavega ekki á yfirborðinu. 1. des. s.l. voru 92.7% af hundraði islendinga i hinni evangelisk-lúthersku þjóðkirkju, og hefur þjóðkirkjunni sam- kvæmt þvi heldúr en hitt vaxiö fiskur um hrygg s.l. ár, þvi að I árslok 1973 var hlutur hennar 92.6%. Hinsvegar virðast fri- kirkjusöfnuðirnir, sem eru þrir talsins og einnig lútherskir, held- ur á undanhaldi, þvi að I þeim eru nú 4.6% landsmanna á móti 4.8% 1973. öðrum söfnuðum og trúfé- lögum hefur hinsvegar heldur aukist fylgi á siðastliðnu ári, og hafa nú 1.6% af hundraði lands- manna I sinum hópum á móti 1.5% 1973. Fólk utan trúfélaga er hlutfallslega jafnfjölmennt bæði árin. Prósentaukning mest hjá ókristnum Bein töluleg skipting 1. des. 1974 er sem hér segir: Þjóðkirkjan 200.363, Frikirkjan i Reykjavik 6690, Frikirkjan i Hafnarfirði 1761, Cháði söfnuðurinn i Reykja- vik 1536, kaþólikkar 1359, aðventistar 637, Hvitasunnusöfn- uðurinn 625, Vottar Jehóva 269, Bahái-söfnuðurinn 71, ásatrúar- menn 70 og Sjónarhæðarsöfnuð- urinn 60. Undir liðinn „önnur trú- félög og ótilgreint” koma 340 og utan allra trúfélaga eru 2391. Prósentvis hefur aukningin greinilega orðið mest hjá ókristnu trúfélögunum tveimur, Bahái og ásatrúarmönnum, en 1. des. 1973 eru 59 félagar skráðir hjá þeim fyrrnefndu og 58 hjá ásatrúar- mönnum. Þá voru ásatrúarmenn fáliðaðastir skráðra trúfélaga, en hafa nú skotið sjónarhæðarmönn- um aftur fyrir sig. Eftirtektar- vert er að veruleg fjölgun hefur oröið undir þeim dularfulla lið „önnur trúfélög og ótilgreint”, en 1973 voru 240 bókaðir þar. Þar hefur þvi fjölgað drjúgt yfir þriöjung. Kvenfæð hjá ásatrúarmönnum. I skrá þessari getur einnig að lesa hvernig menn skiptast i trú- flokka eftir kyni, og sýnir sig þar að þjóðkirkjan hefur innan sinna vébanda heldur fleiri karla en konur (101.203 og 99.160), en i flestum hinna safnaðanna og trú- félaganna eru konur i meirihluta. Þessi munur eru sumsstaðar verulegur: þannig eru 352 konur i söfnuði aðventista á móti 285 körlum og i Sjónarhæðarsöfnuð- inum eru konur 37 en karlar að- eins 23. Asatrúarmenn eru hér þó áberandi undantekning, þvi að af þeim eru 62 karlar en aðeins 8 konur. Varðandi þá „ótilgreindu” vekur það einnig athygli að mikill meirihluti þeirra, 255 eru karlar. Af fólki utan trúfélaga eru karlar einnig fleiri, 1380 á móti 1011. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.