Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÚÐVILJINN Sunnudagur 6. april 1975. öllum þeim, sem höfðu verið i einu húsinu. Niu manneskjur — hvit bein. 1 öðru húsi var eins og heill haugur af beinum. bar sást lika blóð, þau höfðu verið skotin áður en þau voru brennd. bau voru úti i hornum og lika undir arninum. Ári siðar kom það fyrir einn gamlan mann að hann dreymdi konuna sina. „Hvers vegna jarðar þú mig ekki? spyr hún hann i drauminum. Ég ligg undir arninum”. Hann sagði eng- um frá þessu. Einhvern tima I rigningu er hann að laumast til að taka i sundur arininn. Við komum þar að og segjum: — Hvað ert þú að gera, karl minn? — Mig dreymdi hana Alésju, segir hann. Hún sagði: Af hverju jarðar þú mig ekki, ég hefi legið hér undir þessum arni i heilt ár og þú grefur mig ekki. Hann tók sundur þennan arinn og þar undir fundust bein. Hann hét Viktor Prokopovitsj þessi gamli maður og konan hans Alésja. Svo tókum við þessi bein saman og grófum þau....” Gat þetta verið? Fólkið hefur yfirleitt næmt minni á þessa daga, en minni þetta kemur fram á mjög mis- munandi hátt. Sumar konur töl- uðu og horfðu á okkur um leið ein- hvern veginn svo undarlega ró- lega, stúndum glottu þær jafnvel meðan þær sögðu frá. Meðan þú ert ekki vanur að hlusta og veist ekki enn hvað að baki þessu býr, þá er sem fari um þig. Ástriðu- lausv, hlutlaus rödd kemur jafnvel i veg fyrir það fyrst i stað, að þú skiljir hvað þessi kona er að segja þér. En þegar þú loksins skilur og finnur ástæðuna fyrir þessari ró- semd, þessu ástriðulaysi i rödd- inni og þessu einkennilega brosi, þá verður sannleikur sjálfs at- burðarins, sjálfrar staðreyndar- innar, sem sagt er frá, enn skelfi- legri, enn óbærilegri. „Ég er þá að ganga yfir göt- una” segir Eva Túmakova frá Krasnitsi, og i augum hennar, á breiðu andliti hennar er spurning eins og hún skilji ekki: hvað var þetta, er það satt að þetta hafi gerst? — þá sé ég að þar liggur frændi minn, hann var fæddur tuttugu og þrjú, hann liggur þarna með iðrin úti... Allt saman, kviðurinn var i sundur, allt sam- an... Hann segir við mig: — Eva gefðu mér að drekka. bá segi ég: — Ignat, hvárfæ ég vatn handa þér, allt er brunnið. — Eru allir lifandi hjá ykkur? — beir drápu hana mömmu, en pabbi og bróðir minn eru á lifi... En hjá ykkur? — Nadja var drepin, segir hann, en Kasjan skreið eitthvað niður i skurð....” bað fer fram einhver klofning- ur i manneskjunni: hún segir sjálf frá og um leið er sem hún spyrji: kom þetta fyrir hana, er þetta satt, gat þetta verið? Og ef það er satt, hvernig gat þá á þvi staðið? Og þessi klofningur sést ekki að eins i augum þeirra sem segja frá, i hreimnum, i röddinni (hljómmikilli en ástriðulausri), hún leggst á orðin sjálf. Ekki að- eins hreimur frásagnarinnar heldur orðin sjálf. Ekki aðeins hreimur frásagnarinnar heldur orðin sjálf virðast ekki þau „réttu” ekki „við hæfi”. Allt brennur, það er verið að mis- þyrma og myrða fólk, ógn og skelfing, óp um plássið, en sögu- maður segir ekki að hann hafi hlaupið, eða skriðið eða hent sér inn i rúginn heldur „farið” eða „gengið”. („þá fórum við og sett- umst i rúginn) Eða þá „samtal” telpunnar (Eva Túmakova var þá aðeins þrettán ára) við frænda sinn helsærðan: „ó, Ignat, hvar fæ ég vatn handa þér?” rétt eins og þetta væri venjulegt samtal telpu og drengs á götu i sveita- þorpi á venjulegum degi, ekki á þessum degi. (Framhald i næsta sunnudags- blafti) °Ég ef ff*'1 Munaðarlaus börn — óvæntur svefn bjargaði sumum þeirra. brenndu þorpi 2. hluti Að segja frá nálægð dauðans I síðasta sunnudagsblaði birtum við kafla úr bók sem þrír sovéskir rithöf- undar, Adamovitsj, Bril og Kolesnik hafa tekið saman og fjallar um fólk sem komst lífs af þegar um 6Ó0 þorpum Hvitarússlands var eytt og íbúarnir drepn- ir þeir sem til náðist. Höfundarnir töluðu við um 300 manns. Sögurnar eru margar mjög likar: þýsku „sérsveit- irnar” umkringja þorp og annað- hvort er gengið á milli húsa og fólkið skotið heima við snemma morguns, eða þvi er stefnt til stærri húsa undir þvi yfirskyni að það eigi að skipta um persónu- skilriki, halda fund, velja ungt fólk i vinnu i býskal. o.s.frv. Allt miðast við að koma fórnarlömb- um á óvart. Stundum var til að mynda gripið til þess, að morð- sveitirnar beiddust gistingar i þorpum og skiptu hermenn sér á húsin. Um morguninn risu þeir úr rekkju og drápu húsráðendur þar sem hver var kominn. Athyglisverður er kafli sá sem hér á eftir verður að nokkru end- ursagðurog þýddur. Hann fjallar um það hvernig fólkið, er lifði af þessar hörmungar, segir frá, hvað það man og hvernig, um ýmislegt furðulegt sem gerist með þeim sem allt i einu er snar- að frá friðsamlegu sveitalifi inn i haf af eldi og blóði. Gekk lengi bogin Oft er það svo, að úr alllangri keðju hörmunga slitnar eitt atvik og verður miklu skýrar i minn- ingunni en önnur. Paraska Skakún, sem er nú rúmlega sjö- tug, getur ekki gleymt þvi, að maður hennar hefði komist undan ef hann hefði hlýtt henni: hann gekk á móti þjóðverjum i stað þess að flýja til skógar og var skotinn fyrir framan hús þeirra hjóna. bessa óhlýðni getur Par- aska ekki fyrirgefið til þessa dags, hún er það stef sem hvað eftirannað rýfur frásögn hennar. Oft eiga menn erfitt með að finna orð yfir það sem fyrir kom, en stundum fæðist gagnorð skyndimynd með ljósri samlik- ingu eins og þegar Ivan Savitski minnist þess að hann stóð i miðri brennandi hlöðu og má sig ekki hreyfa þvi að byssumenn eru úti- fyrir: „bið vitið að þegar kerti brennur, þá er heitast á jaðrin- um, en ekki nær miðjunni. Skemman logaði allt i kringum mig, en ég stóð kyrr. bað var ekki fyrr en ég var farinn að sviðna að ég snaraðist undir vegginn og út.” Endurm’inningin verður á stundum miklu meira yfirþyrm- andi en hugurinn fái við ráðið. Domna Sjemeljova sagði frá þvi, að hún fann innan um mörg lik son sinn, særðan, en lifandi, og skreið með hann á bakinu um fjögurra kilómetra veg til skógar. Eftir það gat hún lengi ekki rétt úr sér. Hún gekk bogin i baki ár- um saman. Eins og hún bæri enn skelfilega byrði þess dags. Þær gripu spegil Sumir misstu málið þegar dauðinn reið yfir þá og gátu ekk- ert mælt dögum saman. En þá hefur myndast i huganum sú frá- sögn, sem þeir muna og fara með siðan, þetta gátu höfundar m.a. prófað með þvi aö tala við sama fólkið með allt að fjögurra ára millibili. En allt i einu kemur ein- hver viðbótarglampi inn i hús minnisins og ný og kannski furðu- leg smáatriði bætast við frásögn- ina. F’leiri en einn af þeim sem lágu innan um dauða ættingja og granna minnast þess að þeir hugsuðu sem svo: snjórinn þiðnar á mér en ekki á þeim, sem dauðir eru. Ætli að þeir (þjóðverjarnir) taki ekki eftir þvl”. Anastasia Kasperovu segist m.a. svo frá: „begar grannkona min sá þjóð- verjana sem höfðu umkringt þorpið og heyrði hrópin: Og við verðum brennd inni — þá sagði hún allt i einu við átta ára gamlan son sinn, ég heyrði það: Sonur minn, af hverju fórst þú i gúmi- stigvél. Fæturnir þinir brenna svo lengi i gúmistigvélum...” Minnið dregur fram úr djúpum það sem kom manninum sjálfum á óvart, vegna þess hve hegðun hans virtist skelfilega ósamkvæm þvi, sem var að gerast allt um kring. Eva Túmakova var þá unglingur, og þegar hún sá að verið var að myrða alla sem til náðist þá „hljóp ég i ráðleysi inn i hús. Og hugsaði... Mig langaði til að lifa lengur. bar sá ég liggja fataböggul og hnýtt utanum og hugsa með mér, best ég taki hann, það verður allt brennt og þá ekkert i að fara. Og hugsaði þá lika að það yrði hlegið að mér: það er verið að drepa fólk en hún tekur þennan böggul....”. f Kirtsji fréttum við af þrem stúlkum sem tóku með sér stóran spegil þegar þær flýðu visan dauða: „Já, við tókum stóran spegil, við vorum ungar stelpur, við þurftum ekki að taka neitt með okkur, en það væri gott að geta horft i spegil... Svo fórum við, en uppi á hæðinni námum við staðar, og eklarnir segja að þjóðverjarnir hafi séð okkur vera að spegla okkur”.... Þegar þeir gengu inn Allt gerist þetta i einu fótmáli frá dauðanum. Og margir stóðu enn nær. Einmitt núna er verið að skjóta móður þina eða systur, byssuhlaupin færast að þér sjálf- um: „beir komu þrir i siðum gráum kápum. Einn með sjálfvirkan riffil en tveir með skanimbyssur. barna stóð barnarúm og þar hjá stór kista, sem amma átti og á henni púði. Ég henti mér á þenn- an púða. Ég datt á grúfu niðurá þennan púða þegar þeir komu inn. bvi að amma sagði: begar þeir koma skuluð þið láta ykkur detta eins og þið best getið. Hún vissi þá, hvað þeir mundu gera. Ég lagðist á þennan púða og syst- ir min hjá mér. Hún greip hönd- um um höfuð sér og lá þar. Og þá fóru þeir að skjóta. Ég man ekki nema að þeir fóru að skjóta og höndin á systur minni kipptist til. begar ég lyfti svo höfði var allt orðið fullt af reyk”. (tvan Sikir- itski). Sumir reyndu að bjarga börn- um sinum með þvi að láta sig falla ofan á þau, fela þau á bak við sig uppi á arninum. ,,( Arinn er mikið mannvirki og stendur i miðju rússnesku bændabýli. bar er eldað og upp á honum sefur gamla fólkið). Aðrir henda sér út um gluggann um leið og þeir heyra skipunina „Leggist niður”. Eins getur það verið að fjölskyldufaðirinn gangi fyrstur inn i hús sitt þegar skipað er og leggist á gólfið. Kannski vonar hann til hins siðasta að með þessu gefi hann börnum sinum ein- hverja smugu til undankomu. Kannski verði þeim hlift. Eða kannski vill hann bjarga öllum frá meiri grimmd, fela þau og sig i algleymi. Líkn svefnsins Skelfingar þessar höfðu stund- um þau áhrif á fólk að það blátt á- fram sofnaði. Um það eru mörg vitni. „Ég var að þreskja korn, segir Antonina Kosobútko. Ég var við vinnu mina en rétt hjá var smalað saman tólf manns og þeg- ar þeir fóru að drepa þetta fólk, þá féll ég á grúfu og sofnaði. Ég heyrði ekki hvernig þau voru drepin, heyrði ekkert óp, engin vein. Og svo þegar ég vaknaði og reis á fætur þá var húsið mitt þeg- ar hrunið og nágrannahúsin líka. bað brakaði i brennandi viði og svinin rýta og allur fénaður rym- ur hjá nágrönnunum. barna stend ég og þá kemur grannkona min og segir: — Af hverju stendur þú þarna? bað er búið að drepa allt okkar fólk.” betta kom jafnt yfir konur og karla og þessi óvænti svefn bjarg- aði nokkrum börnum. Af hverju jarðar þú mig ekki? Margir segjast sjá allt fyrir sér enn, bæði i vöku og eins i svefni. 1 draumum lifir þetta fólk dauða sinna nánustu upp aftur, með þeim sem fórust og stundum eins og staðgenglar þess. Veruleikinn var eins og martröð, hvað hverfð- ist i annað, enginn veit hvar veru- leikanum lýkur og draumur tekur við: „Við vorum úti i skógi, segir Olga Grisjanovitsj, og þaðan komum við eftir að búið var að brenna okkar fólk inni. Við skoð- uðum rústirnar, söfnuðum ösku: börnin lágu þarna eins og lifandi, en þegar á var tekið þá hrundi af þeim askan. Við söfnuðum saman

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.