Þjóðviljinn - 06.04.1975, Síða 24

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Síða 24
DJÚÐVIUINN Sunnudagur 6. aprfl 1975. Sæbjörg reisir stóra fisk- móttöku í Örfirsey ef fjármagn fæst — Borgarsjóður gengur í 10 miljóna ábyrgð Á fundi borgarráös nú i vikunni var samþykkt að veita fisksölunni Sæbjörgu einfalda lánsábyrgð að upphæð allt að 10 miljónir króna til þess að reisa mót- töku og dreifingarmiðstöð fyrir fisk i örfirisey. Guðmundur Óskarsson i Sæ- björgu tjáði blaðamanni að um væri að ræða 800 fermetra hús- hluta á tveimur hæðum við Eyja- götu. Þar væri meiningin að halda áfram þeirri þjónustu við fisksala sem rekin hefur verið i núverandi húsnæði verslunarinn- ar við Laugaveg. — Við höfum bara svo litið pláss hérna, 40—50 ferm. gólfflöt, að við höfum þvi miður oft ekki annað eftirspurn- inni, sagði Guðmundur. — Siðan þetta spurðist út að við ætluðum að ráðast i bygginguna hafa margir fisksalar komið til okkar og lýst ánægju sinni með fyrirætl- an okkar. Guðmundur sagði að búið væri að teikna húsið, greiða lóðargjald og byggingarleyfi. Það eina sem stendur á er að fá lán til bygg- ingarinnar. — Við höfum leitað töluvert lengi að láni en ekkert gengið enn. Það virðist þó rikja fullur skilningur á nauðsyn þessa hjá ráðamönnum en hann hrekk- ur skammt. — Hvað hljóðar kostnaðaráætl- unin upp á? — Ja, það er nú svo að allar áætlanir i þessu landi falla um sjálfar sig vikulega. Við höfum gert ráð fyrir i haust að kostnað- urinn yrði um 15 miljónir króna en sú áætlun er komin yfir 20 miljónir núna. En við viljum ekki leggja út i þetta fyrr en tryggt er að við getum lokið við það. Við viljum ekki ráða menn upp á að þurfa að senda þá heim eftir hálf- an mánuö vegna peningaleysis, sagði Guðmundur að lokum. Þá höfðum við samband við Sigurjón Pétursson borgarfull- trúa og spurðum hann eftir af- stöðu Alþýðubandalagsins i þessu máli. Hann kvað flokkinn ekki hafa viljað standa gegn þvi að Sæbjörg færi út i þetta. Hins vegar hefði Alþýðubandalagið lagt það til að BÚR tæki að sér fiskdreifingu til útsölustaða á borgarsvæðinu en það hefði ekki náð fram aðganga. Hefði þar ma. ráðið að ekki náðist samstaða meðal fisksala um að skipta við neina heiidsölu, þeir hafi ekki viljað binda hendur sinar. Hins vegar kvaðst Sigurjón vera þeirr- ar trúar að ef slikri fiskheildsölu yrði komið á fót myndu fisksalar versla við hana. — Menn gera það ekki að gamni sinu að aka alla leið til Þorlákshafnar eftir fiski ef hægt er aö fá hann hér i borginni, sagði hann. —ÞH Rætt viö Jón Guðmundsson háseta á togaranum Ingólfi Arnarsyni siðan ég var 14 ára, þekki ekki aðra vinnu og kann hvergi við mig nema á sjónum. En fæturn- ir eru farnir að bila og þá er ekkert um annað að gera en fara i land. Auðvitað er það kviðvænlegt að þurfa að fara að dútla eitthvað i landi, en hvað á maður að gera? Allir þurfa að lifa og til þess þarf að vinna. — Er ekki mikill munur til hins betra að vera á skuttogur unum en siðutogurunum? — Uss, mikil ósköp, það er ekki hægt að likja þvi saman. Þetta er eins ólikt og dagur og nótt. Það er ekki margt að þvi að vera togarasjómaður á þess- um skipum. HA LAUN í LANDI Maður hefur heyrt mjög háar tölur nefndar þegar rætt er um kaup sjómanna á minni skut- togurunum/ þar sem bátak jarasamningarnir gilda,en aftur á móti að kjör þeirra sem á stærri skuttogurunum eru/ væru mun lakari/ þótt um svipaða vinnu væri að ræða. Til þess að fræðast nokkuð um þessi mál og •kannski eitthvað fleira fórum við niður á togara- bryggju og tókum þar einn háseta á stórum togara, Ingólfi Arnarsyni tali og spurðum hann um kjör sjómanna á stóru skuttogurunum. — Þau þættu ekki há i landi launin okkar, sagði Jón Guð- mundsson, háseti er við spurð- um hann um launin hjá þeim hásetum á Ingólfi. Tryggingin hjá mér er 30.500 kr. á mánuði, ofan á það kemur svo hlutinn. — Hvað eru launin þá há að meðaltali á mánuði hjá þér? — Auðvitað er það nokkuð mis- jafnt eftir þvi hvernig aflast, en ætli það megi ekki segja að þau komi út svona 60 til 70 þúsund kr. á mánuði. — Þykja þetta sæmileg laun á stórum togara? — Já, það hlýtur að vera, þar sem skipstjórinn okkar, Sigur- jón Stefánsson, er aflakló, þannig að við erum i efri flokkn- um hvað afla snertir. — Hvað finnst ykkur sjálfum, eruð þið ánægðir með þessi kjör? — Það getur nú hver maður séð að þetta er ekki til þess að vera ánægður með. En svona var samið og við þetta verðum við að una. Nú er hinsvegar búið að segja upp þessum samning- um og maður vonar að nýju samningarnir verði skárri. — Nú er æði mikill munur á kjörum ykkar og þeirra sem eru á minni togu'runum, finnst ykkur hann ekki óeðlilega mik- ill? — Jú, hann er það vissulega. Þeir fá laun samkvæmt báta- kjarasamningunum, sem er mun hagstæðara en samkvæmt togarasamningunum. Þess ber þó að geta, að vinnan um borð i minni togurunum er meiri og erfiðari, þar sem þeir eru færri á en við. Þeir vinna svo til það sama og við meðan á veiðum stendur og þar sem þeir eru færri hlýtur erfiðið að vera meira. — Hvernig stendur þá á þvi að menn fást á stóru togarana? — Ég þori nú ekki að svara fyrir aðra, en ekki vildi ég skipta. Ég er að visu orðinn gamall og lúinn, fer að hætta þessu bráðlega enda búinn að vera nærri hálfa öld á sjónum, er kominn á sjötugsaldurinn. Ég ,var á gamla Ingólfi, með Sigurjóni og vil ekki hjá öðrum vera, þess vegna er ég hér. Ég hef verið 17 ár með Sigurjóni og fer ekki frá honum meðan ég hangi við þetta. — Þú segist vera búinn að vera nær hálfa öld á sjónum, kviðir þú þá ekki fyrir þvi að fara i land? — Æ, jú, ég hef verið á sjó — Hvað er túrinn langur hjá ykkur að jafnaði? — Það er mjög misjafnt. Stundum er hann þetta 11 eða 12 dagar en stundum allt i 18 dag- ar, fer að sjálfsögðu eftir afla- brögðum og eins hvernig stendur á með löndun. — Er hiti i mönnum vegna kjarabaráttunnar sem i vænd- um er hjá ykkur? — Já, já, það er alltaf hiti i mönnum þegar þannig stendur á. Menn eru harðir i munninum að minnsta kosti, svo er eftir að sjá hvað þeir gera þegar úti al- vöruna er komið, ef til verkfaila kemur eða einhvers þvi um likt. En nú verður þú að fara að koma þér i land, þeir eru að taka landgöngubrúna, við erum að leggja i hann, erum raunar komnir 10 minútur framyfir auglýstan brottfarartima, þú sleppur ef þú hleypur, nema að þú viljir kannski koma með? En blaðamaður vildi ekki fara með, kvaddi Jón i skyndi og bað menn hinkra með að taka land- göngubrúna og skaust i land. —S.dór Eftir nær hálfrar aldar starf sem sjómaöur hefur Jón Guömundsson milli 60 og 70 þúsund krónur á mánuöi í laun

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.