Þjóðviljinn - 14.12.1975, Page 13

Þjóðviljinn - 14.12.1975, Page 13
Sunnudagur 14. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Afram stelpur A þessari plötu kynnistu nokkrum stelpum og kannski þekkiröu sumar þeirra nú þegar. Þekkirðu til dæmis einhverja Þyrnirósu sem þiöur eftir prinsinum sínum og étur valium á meðan? Þekkirðu stelpu sem dreymir um að verða hjúkka eða einstæða mömmu sem les Andrés- blöðin mædd í dagsins önn? Kannski þekkirðu Gunnu, Signýju eóa sögur einhverra hinna stelpnanna á þessari plötu. Platan er ekki gefin út i tilefni kvennaárs. Hún er gefin út i tilefni allra þeirra kvennaára sem koma skulu þvi að baráttunni er ekki aldeilis lokið. Við höfum sýnt hvað viö getum ef við stöndum saman og það viljum við, þorum og getum. Áfram stelpur!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.