Þjóðviljinn - 25.01.1976, Page 4

Þjóðviljinn - 25.01.1976, Page 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. DMBVIUINN MÁLGAGN SÓSlALISMA, VERKALÝÐSEININGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. LÁGMARKSKRAFA Snemma I mánuðinum birti Þjóðviljinn grein eftir Barry Schneider talsmann upp- lýsingamiðstöðvar um hernaðarmálefni i Washington. í grein þessari kom fram að kjarnorkuvopn væru á íslandi. Eftir að greinin birtist hefur verið rætt við islenska ráðamenn um efni greinarinnar. í svörum þeirra hefur komið fram að þeir vita ekkert um þessi mál; þeir hafa engar upp- lýsingar i höndunum. Yfirmaður varnar- máladeildar utanrikisráðuneytisins og ólafur Jóhannesson hafa verið með mjög almennar staðhæfingar um þessi mál en i tali þeirra hafa málin ekkert skýrst. ,,Dagblaðið” birtir svo i fyrradag viðtal við greinarhöfundinn Barry Schneider. Þar kemur fram að hann telur allt benda til þess að á íslandi séu kjarnorkuvopn, Hann segist hafa upplýsingar sinar eftir bandariskum þingmönnum samkvæmt Ieyniskjölum sem þingmennirnir hafi að- gang að. Telur hann að Lockheed Orion vélar bandariska hersins séu að öllum likindum búnar djúpsprengjum með kjarnaoddum til þess að granda kafbátum i N-Atlantshafi. Þannig bendir margt til þess að kjarnorkuvopn bandariska hersins á íslandi séu hér i beinum tengsl- um við njósnaflug bandarikjamanna hér i grennd við landið. Styrkist sá grunur við blaðafregnir um að á siðustu árum hefur bandaríski herinn byggt á veilinum tvær rammbyggðar skotfærageymslur og amk. önnur þeirra fullnægi öryggisreglum sem settar eru af hálfu hersins um geymslu kjarnorku vopna. íslenskir ráðamenn hafa fátt sagt um þessar -blaðafregnir, og ekki er vitað til þess að nokkur rannsókn hafi byrjað á þessu máli af hálfu opinberra stjórnvalda. Þessi framkoma rikisstjórnarinnar I mál- inu er algerlega forkastanleg, en þó aðeins enn eitt dæmið um þá almennu fyrir- litningu sem núverandi rikisstjórn hefur á lýðræðislegum vinnubrögðum og viðbrögðum samkvæmt þeim. Ekki er vitað til þess að heldur að rikis-, stjórn íslands hafi nokkru sinni gert ráðstafanir til þess að koma I veg fyrir að B-52-vélar bandarikjamanna fengju að lenda á Keflavikurflugvelli. Þessar vélar bera yfirleitt kjarnorkusprengjur og hefur það sannast þegar vélar af þessari gerð hafa hrapað, og þó að sprengjurnar hafi ekki sprungið hafa þær orsakað viðtæka og stórháskalega geislavirkni. Þessar vélar, B-52, svo og Lockheed Orion-vélarnar, sem herinn notar hér á landi, geta þvi við minnstu óaðgæslu haft i för með sér hörmulegustu slys. Nú er nokkur timi liðinn siðan umræðan um ægi- legan eyðileggingarmátt kjarnorku- sprengjunnar stóð sem hæst. Þvi er vert að rif ja það upp, sem bent var á i skýrslu sérfræðings til rikisstjórnar íslands árið 1963, en þar sagði tam. að eins megatonns loftsprengja myndi „nægja til þess að tryggja tortimingu flestra reykvikinga.” Þar sagði ennfremur að i kjarnorkustyrj- öld gætu allt að 60—70 % landsmanna farist. Þessar ægilegu staðreyndir ber að hafa i huga þegar viðbrögð stjórnarvalda eru íhuguð nú, og það ber einnig að hafa i huga að hver sprengja um borð I B-52 vélunum, sem fórust hefur eyðileggingar- mátt á borð við 20 miljónir tonna af TNT sprengiefni. Þessar ægilegu staðreyndir blasa nú við islendingum, og það blasir einnig við að þessar staðreyndir eru afleiðingar þess að bandariska setuliðið er hér á landi. Óaðgæsla við meðferð þessara tor- tímingarvopna og afleiðingar hennar fyrir islendinga eru beinar afleiðingar banda- risku hersetunnar hér á landi. Að undanförnu hefur komið fram að vaxandi hluti fólksins I landinu gerir sér ljóst að herinn er ekki hér á landi til þess að vernda islendinga, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar ráðamanna þar um og þrátt fyrir undirskriftasöfnun Varins lands. Herinn er hér á landi til þess eins að þjóna hagsmunum bandariska hersins og geði örfárra islenskra valda- manna. Þessari hersetu fylgir margvisleg hætta; einn angi þeirrar hættu og kannski sá ægilegasti er tortimingarhætta kjarnorkuvopnanna. Slikri hættu er aðeins unnt að bægja frá landsmönnum með þvi að víkja hernum úr landi. Litlar líkur eru að visu á þvi að núverandi rikisstjórn beiti sér fyrir jafnsjálfsagðri ráðstöfun, enda þótt forsætisráðherra stjórnarinnar hafi sjálfur lýst þvi manna best hversu ónýtur herinn er til þess að vernda íslenska hags- muni. En þá lágmarkskröfu verður að gera til rikisstjórnarinnar, að hún geri tafarlausar ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir að hér á landi séu kjarnorkuvopn á vegum bandariska hersins og að hún geri jafnframt ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir að flugvélar með kjarnorkuvopn fái að lenda hér á landi. Keflavikurflugvöllur hefur um margra ára skeið verið eini almenni flugvöllurinn sem hefur leyft lendingar véla af gerðinni B-52, en þær bera sem fyrr segir kjarn- orkuvopn. Það er mál að þeirri svivirðu linni. Þjóðviljinn gerir ekki þá kröfu til núver- andi rikisstjórnar að hún reki herinn úr landi. Til þess er rikisstjórnin alltof undir- gefin þeim hugsunarhætti sem er forsenda hersetunnar, og til þess eru stjórnar- flokkarnir alltof háðir hernámsgróðanum sjálfir. En það er lágmarkskrafa að ríkis- stjórnin komi tafarlaust til móts við þær kröfur sem hér hefur verið gerð grein fyrir. —s Aað banna framleiðslu lykteyðandi efna? Fræðimenn óttast nú æ meir að ýmisleg hæpin umsvif mannsins leiði til þess að ozonlagið ofarlega i andrúmsloftinu raskist og eyði- leggist. Ozonlagið hlifir yfirborði jarðar og ibúum þess fyrir útfjólublárri geislun frá sólu. Ef að ozonlagið minnkar getur það leitt til meiri útbreiðslu húðkrabba, hægari vaxtar plantna og minnkandi súr- efnisframleiðslu. Einnig hefur verið rætt um hugsanlegar breytingar á veðurfari og lofts- lagi. Ozon er sett saman úr súr- efnismólekúlum sem innihalda þrjú súrefnisatóm, en það súrefni sem við öndum að okkur inniheld- ur aðeins tvö atóm i mólekúli. Jafnvægi Þegar tiltekin efni ganga i sam- band við ozon eyðist það. T.d. klór, köfnunarefnissambönd. En útfjólublá geislun frá sólu leggur hinsvegar sitt til að ozon heldur áfram að myndast og ozonlagið i andrúmsloftinu er þvi i jafnvægi. Menn eru samt hræddir um að ýmisleg umsvif manna muni auka eyðingu ozons og raska þessu jafnvægi. Hér er einkum um að ræða tilraunir með kjarnavopn, flug hljóðfrárra flugvéla og lykteyð- andi sprautur, en allt þetta hefur i för með sér nokkra hættu fyrir ozonjafnvægið. í byrjun siðasta áratugs var ozonmagnið óvenju lágt, en þaö jókst eftir að rússar og banda- rikjamenn hættu við tilraunir sinar með kjarnavopn i andrúms- loftinu. 1 hljóðfráum flugvélum hitnar loftið i hreyflunum allt upp i 2000 gráður og myndast við það mikið magn af nitrogenoxiði eins og viö kjarnorkusprengjur — en það er köfnunarefnis- og súrefnissam- band sem brýtur niður ozon. Boeing stöðvuö Þar eð hljóðfráar flugvélar fljúga i ozonlaginu, sem er i 10-15 km hæð, getur loft frá þeim minnkað ozonmagnið verulega. Arið 1971 stöðvaði bandariska þingið allan efnahagsstuðning til hljóðfrárrar farþegaþotu sem . ' Fr*N»»i kan nci!l)r>(t<' ouHi-lMKcf il *r&fmrtkfi«»ri»ii. »0 prinTiit kmnié v«.*r«‘! uédlinidl í»r 2000, livK yl Iklic bftVði' opi!ui;cf farcii oii Dío forlíuc aoMrátiOff fur vj | dai; kon ón : fiffMcni nf. mcii di*n vll mflftc mrd 1» muiftc rcduktÍfMifii i o/oii- nkvnftdcn. Freonefnin, sem notuð eru m.a. í lykteyðandi sprautur, berast smám saman út í andrúmsloftið I þvi magni að ozonlagið er Ihættu. Boeing var að smiða vegna þess- arar hættu. Arið 1974 bentu nokkrir banda- rlskir færðimenn á það i timarit- inu Nature að sjá mætti fram á alvarlega mengun i stratos- ferunni, en i þvi lagi andrúmslofts er ozonið. Hér var um að ræða ,,freon”-efni sem ekki eru til i náttúrunni, en verða til i iðnaði. Þessi efni eru notuð sem lykteyð- andi efni, og einnig til fram- leiðslu á frauðplasti og kælitækj- um. Endist lengi Notkun þessara efna i iðnaði er tengd þvi, að þau ganga treglega I sambönd við önnur efni. Þetta þýðir og,að það tekur langan tima að losna við þau úr andrúmsloft- inu — þau lifa i um 50 ár. Vegna vaxandi notkunar tvöfaldast magn þeirra i andsrúmsloftinu á hverjum þrem árum. Jafnvel þótt framleiðslan væri stöðvuð mundi andrúmsloftið komast i hámarks- mengun eftir áratugi. Freonefnin hafa þann vonds- lega eiginleika, að þau leysast sundur i stratosferunni við út- fjólubláa geislun. Þá losnar úr sambandi klór, sem gengur i sambandi við ozon og leysir það efni upp. Menn geta sér þess til að ozonlagið hafi til þessa verið skert um aðeins eitt prósent, en með áframhaldandi framleiðslu á freonefnum búast sumir banda- riskir útreikningar við þvi að skerðingin verði innan tiðar kom- in upp i 10%. Bann? Þetta leiddi til þess að skipuð Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.