Þjóðviljinn - 25.01.1976, Síða 7
Sunnudagur. 25. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
stæðu til að beina þakklæti sínu
alveg sérstaklega til breta fyrir
framkomu þeirra i landhelgis-
deilu þjóðanna. Við þökkum báð-
um — „en þó sérstaklega bret-
um” sagði í samþykkt fastaráðs
Atlantshafsbandalagsins nú i vik-
unni, og Morgunblaðið felldi
gleðitár.
Og nú ætlar Geir Hallgrimsson
að vinna sig i álit með ferð sinni
til London, ekki hjá þjóð sinni,
heldur hjá sinum húsbónda
NATO.
Hver veit nema hann komi
heim með nokkur hjartnæm
þakkarorð, sem Morgunblaðið
geti grátið yfir, og sungið sinu
NATO lof og dýrð, jafnvel enn há-
stemmdar en nokkru sinni fyrr.
Hættan, sem
vofir yfir
Svo sem bent var á hér að
framan, þá er togaraútgerð breta
á Islandsmiöum langtum minna
brot af þeirra þjóðarbúskap en
svarar til útgerðar eins skips hjá
okkur islendingum.
An fiskveiða við strendur
landsins hlytum við islendingar
hins vegar að hverfa i hóp þeirra
þjóöa, sem berjast við hungur-
vofuna ýmist i dyragættinni eða
innan dyra. Samkvæmt áliti fær-
ustu vi'sindamanna fer ekki milli
mála, að gjöreyðing helstu fiski-
stof na hér vofir yfir, ef ekki verð-
ur stungið við fótum. Það heildar-
aflamagn, sem veiða má af
þorski og öðrum helstu bolfisk-
tegundum svarar til afla okkar is-
lendinga einna á síðustu árum,
það er um 230.000 tonn af þorski
og tæp 400.000 tonn samtals af
þorski, ýsu, ufsa og karfa. Um
þessar tölur verður ekki deilt.
Verði nú samið við breta i sam-
ræmi við fyrra tilboð rfkisstjórn-
ar Geirs Hallgrimssonar, eða um
65.000 tonn á ári, þá er ráðstafað
til útlendinga (breta og annarra)
meira en þriðja hverjum fiski,
hvort sem miðað er við þorskinn
einan, eða aðrar helstu bolfisk-
tegundir teknar með inn i mynd-
ina.
Slikar gerðir fela i sér kröfu um
það, að islendingar bindi við fest-
ar meira en þriðja hvert innlent
veiðiskip, og banni þeim alla sjó-
sókn, ellegar hitt að við gröfum
sjálfir okkar eigin gröf með bret-
um, og stefnum með þeim að
gjöreyðingu fiskimiðanna við Is-
land.
Sjávarútvegurinn hefur verið
undirstaða allrar framþróunar á
landi hér sföustu áratugi. Það er
fiskurinn úr sjónum, sem hefur
greitt leið okkar frá örbrigð til
bjargálna. An auöæfa hafsins
værihér æriö þröngt fyrir dyrum.
Breska rikisstjórnin telur sjálf-
sagt, aö erlendar þjóðir taki nær
annan hvern fisk viö Islands-
strendur.
1 Bretlandi er það ekki sjávar-
útvegur, heldur verksmiðjuiön-
aður, sem er undirstaða þjóðar-
auðsins. Hvað segði breska rikis-
stjórnin um það, ef t.d. þjóðverjar
og frakkar köstuðu eign sinni á
aðra hverja verksmiðju i Bret-
landi og gjöreyddu jafnframt
námur og jarðargróða á Bret-
landseyjum með þeim rökum, að
ekki væri þeirra að hugsa fýrir
breskri framtíð.
Eða hvað halda menn, að
„bjargvættir” okkar hjá NATO
segðu um það, ef rússar lýstu
annað hvert tré i finnskum skóg-
um sina eign, eins og bretar og
vestur-þjóðverjar vilja eigna sér
nær annan hvern fisk á íslands-
miðum? Rússar gætu svo sem
fært fram „söguleg rök” fyrir
slikri kröfu á hendur finnum, ekk-
ert siður en bretar hér, og vist er
um það, að með nútima tækni er
ekkert siður hægt að gjöreyða
fiskistofnum með rányrkju, held-
ur en skógum.
Nú reynir á
hvort lýöræðiö
er virkt
Til samninga við breta er alls
ekkert svigrúm fyrir okkur is-
lendinga. Það var litið 1973,
nú ekkert. Landið og miðin eru
okkar einna, og verða ekki sund-
ur skilin.
Geir Hallgrimsson hyggur á
svikasamninga að fyrirmælum
NATO. Það er fjöregg íslenskrar
þjóðar, sem tekist er á um.
Fra msóknarflokkurinn hefur
löngum borið kápuna á báðum
öxlum i islenskum stjórnmálum.
Framsóknarflokkurinn er nú i
lykilaðstöðu. Með samvinnu við
stjómarandstöðuna getur hann
hindrað uppgjöf fyrir bretum og
NATO.
Bregðist hann nú á hann skilið
hinn þyngsta dóm. Það er enn
hægt að hinda áformin um samn-
inga. Verkalýðshreyfingin á Is-
landi, og öll alþýða á meira undir
þvi en nokkru öðru að sókn okkar
til sigurs i landhelgismálinu veröi
ekki brotin á bak aftur. Land-
helgisbaráttan er hrein kjarabar-
átta. Innan stjórnarflokkanna
beggja er margt þjóöhollra is-
lendinga, sem gera sér grein fyrir
þeirri alvöru, sem hér er á ferð-
um.
En frómar hugsanir og fáein
orð i kunningjahóp er ekki nóg.
Til að hindra samningaglap-
ræði nú, dugar það eitt, að menn
efli með sér samtök þvert á hefö-
bundna flokkaskiptingu, og geri
ráðamönnum, og þá ekki sist al-
þingismönnum stjórnarflokkanna
ljóstaömeðþeim sé fylgst, hverj-
um og einum. Nú reynir á, hvort
lýðræðið er virkt á Islandi eða
ekki.
Engan tima má missa. Urslita
timar i landhelgisbaráttunni eru
runnir upp. Hver sá, sem vikui;,
hann svikur.
VINNINGSNÚMER
HÞ 75
Vinningsnúmer i happdrætti Þjóðviljans 1975 eru
sem hér segir:
Flugfar fyrir 2 með Loftleiðum til Skandinavíu
og til baka kom á miða númer 16500.
Orlofsferð fyrir 2 í 15 daga til AAiðjarðarhafsins
með Sunnu kom á miða nr. 5515.
Orlofsferð fyrir 2 eftir eigin vali með Ferðaskrif-
stofunni Landsýn kom á miða nr. 24937.
Flugfar f yrir 2 með Flugfélagi Islands til Horna-
f jarðar ásamt vikudvöl á Hótel Höfn kom á miða
nr. 22142.
Flugfar fyrir 2 með Flugfélagi Islands til Nes-
kaupstaðar ásamt vikudvöl i gistihúsinu í Egilsbúð
kom á miða nr. 10698.
Flugfar fyrir 2 með Flugfélagi Islands til Húsa-
víkur ásamt vikudvöl á Hótel Húsavík kom á miða
númer 9323.
Flugfar fyrir tvo með Vængjum að AAývatni á-
samt vikudvöl að Hótel Reynihlíð kom á miða nr.
24627.
Hringferð um Iandiðfyrir2 með Ferðaskrifstof u
ríkisins ásamt gistingu á Edduhótelum á miða nr.
28453.
Allar upplýsingar um vinningana eru veittar i
sima 28655.
OLAFUR HAUKUR
SÍMONARSON
SKRIFAR
Hvaö ertu að hugsa?
Mér er sagt að þar til danir
tóku að trylla grænlendinga
með brennivini og á skipulagð-
an hátt að brjóta niður samfélag
þeirra, hafi grænlendingum þótt
fjarskalega skrltið að heyra
svona spurníngu: Hvað ertu að
hugsa? Þéttofiðllf hópsins hefur
eflaust skapaö j>ann samhug og
þá órofa sveiflu, að spurning af
þessu tagi hefur verið hreinn ó-
þarfi, jafnvel jaðrað við dóna-
skap.
Nú eru aðrar þjóðir sem
margir nefna siðmenntaðar vel,
en eiga þó lltinn samhug og
daufa sveiflu, sem taka sllkri
spurningu sem sjálfsögðum
þætti I þeim erfiða leik sem
alltieinu er orðin akademlsk
fræðigrein og heitir „tjáskipta-
fræði” eða „theory of
communication” á enska túngu.
Þjóðir með þrautþjálfaðan tal-
anda eru ekkert feimnar við
spurningu á borö við: Hvað ertu
að hugsa? Sviföu á enskan eða
danskan mann og spurðu: Hvað
ertu að hugsa? Það stendur
varla á svari. Þú færö yfir þig
bunu af orðum. Þeir tjá sig,
einsog þaö er nefnt. Drjúgur
hluti af þvl sem út gengur er
auðvitað blaður, það segir sig
sjálft, ef svo má segja. Hinu er
ekki að leyna, aö þarna eru á
ferð lærð viðbrögð. Það þarf fé-
lagslega þjálfun til að geta á
púnktinum brúað biliö milli þess
grautar sém oft vellur i hausn-
um og orða sem eru skipulögð i
merkingarberandi kerfi. Og sé
vel á spilum haldið þá er óve-
fengjanleg hagsbót að því fyrir
einstaklínginn og samfélagiö að
hann kunni aö tjá sig og láti
skoðun sina á umhverfinu i ljós;
þvi öll erum viö alltaf aö skoða,
en erfiðar gengur okkur að skil-
greina, raða upp eftir mikil-
vægisskala sem hlýtur að vera
að stærstum hluta samfélags-
ins, en kannski og vonandi að
einhverju leyti persónubundinn.
Þaö hefur þótt einkenni á rót-
tækllngum og öðrum hreyfiöfl-
um að kunna aö tjá sig, segja
meiningu slna; gagnstætt hin-
um hræðilega „þögla meiri-
hluta” sem' alltaf lætur teyma
sig á nefinu án þess að segja
múkk.
Nú er eins gott aö slá þann
varnagla að raunverulega virð-
ast þeir menn fáir .sem hugsa
beinlinis I orðræðum, þó eru
þeir til. Ég minnist eins ágæts
félaga sem hugsaði upphátt, var
oft á tiðum stórkostlegt að
fylgja hugarsveimi hans. Flest-
ir menn hugsa þá fyrst rökrænt,
einsog það er kallaö, þegar á-
reitið verður mjög sterkt. Sumir
eiga i miklum brösum að orða
hugsun sina, eða tilfinningu. Og
það er útaf fyrir sig ekkert
merki um gáfur eða næman
skilnlng, þótt einstakingur geti
kjaftað reiprennandi. Sumar
hinna öruggustu kjaftaskjóða
segja aldrei neitt sem vert er
frekari umhugsunar.
Kannski er kjarni málsins sá,
að I þjóðfélagi þar sem samhug-
urinn er ekki lengur fyrir hendi
og orðræðan er rikjandi tjáning-
araðferö, jafnvelsvoríkjandi að
menn eru álitnir heimskir ef
þeir kunna ekki aö koma fyrir
sig oröi, þar er búið aö skapa
þeim forskot sem liðugt er um
málbeinið og leggja sig eftir
hinum sjálfhverfu formgerðum
málnotkunarinnar. Þetta er ó-
sköp ljóst: ef þú lærir fundar-
stjórn og fundarsköp og setur
þig inni kjaftagáng siöustu ára i
þvi samhengi þarsem þú álitur
vænlegast aö ota þinum tota, þá
ertu ofaná. Þú flýgur inni for-
ystusveit málbeinanna, og tekur
uppfrá þvi þátt i að standa vörö
um forréttindi hinna talandi.
Af þessu mætti draga þá á-
lyktun, aö góðir menn þyrftu að
leggja rækt við aö skapa kring-
umstæður þansem fáoröir eða
litt þjálfaðir malbeinsmenn geti
óhikaö sagt hug sinn, leitað að
tilfinningu og hugsun, án þess
að verða aðhlátursefni.
Fundarformið
Hér á landi tiökast það form á
fundum sem ég vil leyfa mér aö
kalla þrúgunarformiö. Það birt-
ist i ýmsum myndum, en kjarni
þess er forræðishugsunin: Við
einir vitum. Nú er það svo, að
þetta fundarform er allt annað
en fýsilegt sé ætlunin að stappa
mönnum saman I krafti upplýs-
ingar og þátttöku; raunverulega
er þaö gjörsamlega úrelt nema
með þeim mönnum sem vilja
halda i forræöiskerfið. Hver
kannast ekki við pontuna fyrir
enda salarins, þennan alræmda
kvalastað óbreyttra liösmanna.
Hver kannast ekki við forkólf-
ana og stjórnarmennina einsog
alvitur hænsn á priki kringum
pontuna. Stjórnin stingur uppá
fundarstjóra og ritara auðvitað
úr hópi handgenginna. Stjórnar-
menn ryðja úr sér yfirliti og
töluskýrslum á mettima þvi
auðvitað er húsið ekki leigt til
þess að menn sitji á lángskrafi.
Það á aö hespa af. Sé um at-
kvæðagreiöslu að ræða þá er i
hæsta lagi dreift fjölrituöum
blöðum rétt fyrir atkvæða-
greiðslu, en stundum látið
nægja að lesa plaggiö upp. Þá er
auðvitað farið að þrengja um
timann, fastir liðir afgreiddir
meö eldingarhraöa, stjórnin að
sjálfsögöu endurkosin i hvelli,
uppi loftið með hendurnar
drengir góðir, með eöa á móti,
fundarstjóri lætur augun reika
um salinn, jú, samþykkt nær
einróma. Þakka ykkur fyrir,
bless, sjáumst við næstu samn-
inga.
Fundir I verklýðsfélögum og
öðrum launþegasamtökum eru
að máli manna oft á tiðum
dæmigerðar höndskunarsam-
komur þarsem allir eru jafn
þrúgaðir, stjórn, fundarstýri-
menn og óbreyttir fundarmenn.
Og þaö sorglega er að raunveru-
lega vilja mennirnir ekki hafa
þetta svona, þeir eru bara ein-
faldlega læstir i kerfi, sjálfir
aldir upp við höndskun og for-
ræði karla er litið hefur veriö
upp til og þeim mun hærra sem
þeir hafa verið brimbrjótslegri,
heyrnarlausari, sjónlausari og
háværari og allir viðurkenna,
sé málinu velt, að I raun er ó-
verjandi að nota þessar gömlu
fundarvenjur þegar um er að
ræða kannski ekkert minna en
lifsafkomumál þjóöfélagshópa.
Forsprakkar hafa ýmsar afsak-
anir: þetta gángi ekki meö öðru
móti, fólk nenni ekki að hugsa,
nenni ekki aö tala, vilji láta gera
allt fyrir sig. En þetta eru bara
afsakanir. Það er blátt áfram
fávislegt að halda þvi fram aö
ekki sé mögulegt að fá fólk til
að sinna lifsafkomumálum sin-
um — sé rétt á haldið. En þegar
sami leikurinn er leikinn ár eftir
ár: réttið upp hönd með eöa á
móti, þá trénast fólk upp, missir
sjónar á mikilvægi sinu, og
hættir jafnvel að nenna að
stinga hendinni uppí loftið. Já
eða nei og búinn heilagur. Nú er
ég engan veginn aö leggja til að
viö I nútimanum förum alltíeinu
að lifa i kommúnisma einsog
grænlendingar hér áöur fyrr;
fyrst þurfum viö auðvitaö að
taka upp sósialiska búskapar-
hætti, en viö getum með ýmsu
móti búið okkur undir komandi
tið. Nú eru eflaust margar þræl-
vanar fundahetjur sem hafa séð
það i lófa sér að i sósialisman-
um verður að virkja sköpunar-
mátt alþýðunnar, þeir sjá bara
ekki hvernig því verður við
komið i islensku samhengi. Eitt
skref i þá átt er að breyta fund-
arforminu i lýðræöisátt. Og
þetta er I gángi, þvi þarsem
menn koma saman sem raun-
verulega vilja leita upplýsing-
ar hver hjá öörum þá er oft not-
ast við eftirfarandi likan: Und-
irbúningsvinna — Framsaga
undirbúnlngshópa — Starfs-
hópar — Almennar umræður —
Niöurstöður — Samþykktir. Ætli
mætti ekki nota þetta likan
miklu vlðar en gert er?
Meginregla fundarþrúgunar-
kerfisins er þessi: Segðu aldrei
þaö sem þú hugsar brjóti það i
bága viö það sem þú átt sam-
kv. óskráöum lögum að segja
við gefið tækifæri. Þeirri fé-
lagsþjálfun sem tengist fundar-
þrúgunarlikaninu er öðru frem-
ur ætlaö að koma I veg fyrir að
örli á nokkurri persónulegri af-
stöðu, allra sist sé hún borin
uppi af tilfinningu. Og einmitt
meö þvi aö firra fundina sem
allra mest tilgángi sinum sem
hlýtur aö vera að miðla sem viö-
tækastri upplýsingu og auglýsa
eftir samstöðu, þá eru menn að
búa til hringleikahús þarsem at-
vinnuslagsmálamenn vegast
með orðum sem raunverulega
fela hinar eðlilegu andstæöur
fremuren fletta onaf þeim.
Mörgum mönnum, oft þeim sem
heilsteyptastir eru og skilyrðis-
lausastir i eiginlegri afstöðu
sinni, er hrundið burt frá félags-
störfum vegna þess þeir segja
það sem þeir hugsa.
Dæmisaga i lokin
Eitt sinn tók ég þátt i fundar-
haldi þarsem settir voru niður
umræöuhópar. Við hlið mér sat
eldri maöur sem lengi vel lagði
ekkert til málanna. Loks sneri
einhver sér að honum og spurði:
Hvað ert þú að hugsa? Hvað ég
er að hugsa, sagði maðurinn og
roönaði einsog úng stúlka, ég
var aö hugsa að maður er ná-
kvæmlega jafn gáfaður og
heimskur og það fólk sem mað
ur talar við. Þessi maður sagði
okkur siðan margt merkilegt af
reynslu sinni I erfiðismanna-
stétt og það jafnframt að hann
hefði aldrei um sina daga vogað
aö gánga svipugöngin uppi
pontu. Stundum er nauðsynlegt
að spyrja fólk: Hvað ertu að
hugsa?