Þjóðviljinn - 25.01.1976, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 25.01.1976, Qupperneq 24
Ragnheiður i skoiisunni að undirbúa kaffi. * Hiidibrandshús viö Fischersund. Til hægri sér örlftið I Hákot Reykjavik lúrir á ýmsu ef að er gáð. Borgarbúar þeytast á gljá- andi farkostum sinum og mega ; ekki vera að þvi að lita i kringum ■ sig t.d. liorfa upp i loft stöku sinnum eða bara lita til hægri og vinstri. í þys miðbæjarins hvilir hljóðlátt þorp sem man fífil sinn j fegurri. Þar getur að lita aðskiljanleg gömul hús, lág- í timbruð og hátimbruð, sum yfir- gefin og hrörleg og önnur um- > breytt. Þó er eitthvað við þessa húsaþyrpingu sem laðar þann að sem á annað borð gcfur sér tima 1 til að hægja örlitið á fcrð sinni. \ Þetta er þorpið kennt við Grjóta. Það stendur að baki og i skugga tröllaukinnar hallar. Götur og húsasund hlykkjast einkennilega : um þessa byggð i klárri mótsögn við þaulskipulögð breiðstrætin. i ' gluggum má viða sjá miða sem á stendur Verndum Grjótaþorpið. Iiafin er hreyfing til að efla þessa byggð. Að henni stendur ungt fólk. Til er gamalt, hljóðlátt félag, álika gamalt og mörg húsin i Grjótaþorpi, og fer álika mikið fram hjá þeim sem fara mikinn i gljátikum og horfa beint fram. k Þetta er Sögufélagið. Hvað er nú i það? Sögufélagið var stofnað árið 1902 til eflingar á rannsóknum á sögu fslands eftir 1550. Þá voru menn svo rómantiskir að þeir hugsuðu vart um annað en islend- ingasögur og þjóðveldisöld og ; Sögufélagið var stofnað til mót- vægis þvi. Félagið gefur út bækur ogtimaritum sögulegan fróðleik. f haust fannst forgöngu- mönnum þess timi til kominn að ; félagið fengi húsaskjól þar sem félagsmenn og aðrir viðskipta- vinir gætu leitað eftir þvi sem á 1 boðstólum er. Frumkvæðið höfðu systkinin Ragnheiður Þorláks- dóttir og Helgi Þorláksson en hann er i stjórn félagsins. Aðrir i > stjórn eru Björn Þorsteinsson, Bergsteinn Jónsson, Einar Lax- ! ness, Gunnar Thoroddsen, Þóröur , Björnsson og Pétur Sæmundsen. Svo sem sögufélaginu sæmir, en það hefur einkum og sér i lagi gefið gaum að sögu Reykjavikur, var augunum beint að margvis- , legu húsunum i hljóðláta þorpinu i miðri Reykjavik. Efst i Fischerssundi standa 2 gömul hús andspænis. Þar er sundið bratt og þröngt og bannað gljátækjum. Húsin heita Hildibrandshús og Hákot. t samræmi við hógværð sina leitaði félagið ekki i Hákot — enda sennilega óbúandi i þvi — en i Hildibrandshús var visað. Hildibrandur Kolbeinsson járn- smiður, sem reisti húsið árið 1901, hnoðaði glóandi járni i kjall- aranum og siðan Guðjón Jónsson, tengdasonur hans. Löngu siðar sat i þessum sama kjallara skó- smiður við iðju sina. Þegar hann var á braut guðaði Ragnheiður á glugga og fékk inni fyrir Sögu- félagið. x Það opnaði i haust litla af- greiðslustofnun i kjallaranum þar sem Hildibrandur sat við steðj- ann fyrr á öldinni. Ekki hefur fréttin farið hátt i fjölmiðlum og þótti þvi snápum Þjóðviljans mál > ... cb J> r~ v> tE 5 L d ...- s Pð FISCHER3UMD H / oís\ 3 L l 3 Litla Sögu- félagsbúöin í Hildibrandshúsinu Ragnheiður og Björn prófessor við skagfirska borðið. Illll l&ifel að sækja Ragnheiði Þorláks- dóttur heim en hún var skipaður umsýslumaður á þessum stað. Hver sem stigur fæti hér inn, er leiddur inn i litinn heim angandi af fomum fræðum og fersku umfaðmandi viðmóti Ragn- heiðar. Farið er niður um lágar dyr og iágt þrep ofan á grænt steingólf. Þá er komið i langt her- bergi með bókum upp um veggi og gluggum með breiðum sillum og póstum. Myndir úr gömlu Reykjavik prýða þá veggi sem ekki eru bækur á og i heiðursstað er mynd af Jóni Þorkelssyni Forna en hann var fyrsti forseti félagsins. Við gamalt borð, sem Ragnheiður tjáir okkur að sé skagfirskt að uppruna, situr hins vegar núverandi forseti. Björn Þorsteinsson prófessor holdi klæddur. 1 horni upp undir lofti er skaftfellsk klukka. 1 dyrunum verðum við að vikja fyrir ungum háseta af varð- skipinu Þór sem kemur rogandi með fullt fangið af bókum. Hann er á útleið. Björn prófessor og Ragnheiður hefja nú i sameiningu að fræða okkur um Sögufélagið og starf- semi þess. Þau segja að félagið gefi út timarit og eina kvöðin, sem liggi á félagsmönnum sé sú að þeir leysi út þetta timarit. 1 staðinn fá þeir 20 prs. afslátt af bökum þess. Fyrr á árum gaf Sögufélagið út Blönduen frá 1949 heitir timarit félagsins Saga. Ritstjórar þess eru Björn Sig- fússon, Björn Teitsson og Einar Laxness. Frá upphafi hefur félagið gefið út bækur. 1 fyrra komu út tvær merkisbækur. önnur er Menning og meinsemdir eftir Jón Steff- ensen með formála eftir dr. Kristján Eldjárn og hin er Afmælisrit dr. Björns Sigfússonar. 1 þvi eru ritgerðir fræðimanna um ýmis efni. Björn Þorsteinsson segir að félagið gefi yfirleitt ekki út slik aímælisrit en það hafi verið gerð undantekning til heiðurs þeim manni sem Uppi undir lofti er skaftfellsk klukka. Framhald á bls. 22.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.